Lögberg - 14.02.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.02.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1957 Lögberg GefitS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 3, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EfiITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is published by The Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Class Mall, Post Office Department, Ottawa PHONE 93-9931 Innfrak úr ræðu, sem ELMAN GUTTORMSON, M.L.A.. flutti við setningu Manitobaþingsins hinn 30. janúar síðaslliðinn. Háttvirti þingforseti: Vandamálin, sem skapast hafa af völdum náttúruaflanna í kjördæmi mínu og þröngvað kosti bænda og búaliðs éru mörg, og þarfnast skjótra úrbóta; á mörgum búgörðum innan vébanda kjördæmisins hefir þannig hagað • til, að uppskera hefir þar hvorki fyrirfundist til sölu né fóðurs, en þar, sem svo er ástatt, koma vitanlega ekki til greina örðugleikar við korngeymslu, né heldur spurningin um verðlag. Griparæktin hefir heldur ekki átt sjö dagana sæla, þar sem vitað er að verð sláturgripa hefir lækkað um helming síðan 1951. Og þannig er ástandið nú, að alt það, sem bændur þurfa að kaupa hefir hækkað von úr viti með hækkandi verð- lagshorfur framundan. Mér er það ljóst hverjum vanda það sé bundið, að blanda sér inn í starfrækslu frjálsra markaða eða géra tilraun í slíka átt; þó get ég ekki lokað augunum fyrir hve óviðunandi það sé ef bændur verða nálega einu einstaklingarnir í þjóð- félaginu, er af hálfu hins opinbera, lítillar sem engrar af- komutryggingar njóta. Auðveldlega má segja, að aðgerðir til úrbóta séu ófram- kvæmanlegar; en það er engan veginn jafnauðvelt að sætta sig við þá staðreynd, að sú vara, sem á markað kemur til framboðs hafi í öfugu hlutfalli lækkað í verði við þá verð- bólgu, sem grípur jnn í alt, sem framleiðandipn þarf að kaupa. Ég fer ekki fram á neina öímusu, enda hefi ég óbifandi trú á því, að hver sé sinnar gæfu smiður og fái ráðið fram úr þeim vanda, s.em að höndum ber. Ég gat ekki að því gert, að fyllast undrunar, er ég leit yfir tímaritið Livestock Review frá í fyrra, þar sem meðal annars er svo að orði komist: „Manitobafylki naut þess vafasama heiðurs, að hafa fram- leitt þá lélegustu sláturgripi, er til markaðs komu á árinu.“ Jafnvel þó áminst staðhæfing væri einungis hálfur sann- leikur eða eitthvað innan við það, er hún svo alvarleg, að alt sem á þingsins valdi og bænda stæði til að afsanna hana, myndi á sínum tíma margborga sig. Það, sem ég þegar hefi sagt um kornrækt og gripafækt, nær einnig til annarrar framleiðslu á bændabýlum og mætti í því sambandi minna á eggin, eða þann regin mun á verðlagi, er bændur fá fyrir egg sín, og húsmæður, sem kaupa þau, þurfa að greiða. y En það eru ekki bændur einir, sepi súpa seyðið af sí- hækkandi verði framleiðslunnar; það nær jafnframt til fiski- manna og þeirra, sem gefa sig að dýraveiðum, því þar ríkja einnig öfug hlutföll milli framleiðsíukostnaðar og söluverðs; þessu til sönnunar nægir að vitna í verðlag á skinnum af vatnsrottum. Hásætisræðan inniheldur mörg löggjafarnýmæli, sem verða munu íbúum þessa fylkis til ómetanlegra hagsbóta, svo sem um bætta og nýja þjóðvegi, stórauknar fjárveitingar til mentamála, einkum í þeim héruðum þar, sem þörfin er mest, og mun slíkum ráðstöfunum alment fagnað verða; þá vekur hásætisræðan einnig vonir um, að stórfeldar og rót- tækar framfarir séu þegar hafnar og í þann veginn að hefjast á norðursvæðum fylkisins, þar sem lítt notuð og lítt kunn auðæfi bíða nytjunar bæði í jörð og á; og framtaki fylkis- stjórnarinnar eiga fylkisbúar það að miklu leyti að þakka, hve nú er að rísa upp eitt af öðru hvert risafyrirtækið norður þar. Við búum í affarasælu fylki, sem við öll elskum og dáum; sæmd þess og sæmd okkar falla í einn og sama farveg; við þurfum ekki að leita langt yfir skamt til að sannfærast um þá blessun, sem fylkið hefir látið okkur falla í skaut; en framundan bíða átök, sem okkur öllum ber að inna af hendi með fögnuði. Ég er mér þess nú meðvitandi, að löggjöf sú, sem lögð verður fram á þessu þingi miðar að því, að fullnægja þörfum fylkisbúa í heild framur en vissra stétta eða landshluta, og þannig skyldí ávalt farið að. Mér er það ljóst, að í St. George kjördæmi þörfnumst við Additions to Betel Building Fund Correcied lisiing from January 17, 1957 issue. Mr. & Mrs. Steinthor Gudmunds, 3039 Hilíeygass Avenue, Berkeley 5, Cal. $50.00 In loving memory of Nikulás and Anna Ottenson, Winnipeg, Manitoba, Erlendur and Ólína Erlendson, Geysir, Man. John Stefanson, Blaine, Washington. Sigfús Brynjólfsson, San Francisco, California. W. S. (Sid) Edwards, San Francisco, California. Mrs. Antoninette Kaufman, Berkeley, California. Mrs. S. O. Thorlakson, San Carlos, California. ----0---- Frá Gimli, Maniloba Kinsmen club of Gimli $670.00 This brings the Kinsmen’s Club of Gimli total donations to $3,602.74, for which the Betel committee is sincerely grateful. Mr. & Mrs. Óli Narfason Mr. & Mrs. G. E. Narfason Mr. G. N. Narfason $100.00 Gimli Icelandic Library 100.00 Mr. G. B. Magnússon 50.00 In memory of Hannes Kristjánsson. Miss Alma Tergesen Box 9600, Selkirk 25.00 Mr. Sigmundur Josephson 88 — 4th Ave. Gimli 20.00 Mrs. Inga Peterson (Betel) 15.00 In memory of Guðrún Stefanson, Glenboro, Manitoba. Mr. B. J. Lifman, Árborg, Man. 10.00 In memory of Hannes Kristjánsson. Mr. Petur Karowchuk, Gimli 5.00 ---0---- Frá Selkirk, Manitoba Mr. S‘. A. Goodman $25.00 Mr. R. Stefanson 25.00 Mr. Steve Oliver 25.00 W. Indriðason 20.00 Mr. Gordon Waltersson 10.00 Mr. G. S. Sigurdson 10.00 Mr. Joe Stefanson 10.00 Mr. Stefan N. Stéfanson 5.00 -------------0---- Inga Halldórsson, Chicago Eesther Siddons, Los Angeles Grace Johnson, Oakland Thorun Hill, Oakland Walter Thorlakson, Oakland $100.00 Given in loving memory of Bréf til ritstjórans Leslie, Sask., 6. febr. 1957 Góði vinur, Einar Páll: Til þess að láta þig vita, og eins til að sanna þér, að ég er ekki ennþá steindauður, sendi ég þér miða þennan og vísur á blaði. Allt gengur sinn vana veg. Árferðið eitt hið allra bezta að ég man. Upp- sker&n mikil og nýting góð, en korn fraus illa svo að verð þess er mun lægra en síðast- liðið ár. Heyföng mikil og allar skepnur gengu vel undan sumrinu og gangverð þeirra á markaðnum þolan- legt, sérstaklega á lömbum en ég er kindabóndi heilmikill eða þykist vera, fyrir utan allt annað. Hér set ég vísu um skáldið, er orti ljóðin til biskups Is- lands: Páll er ljóða og lista karl lipur fróðarunnur. Hans er óður einatt snjall, enda að góðu kunnur. Um sjálfan mig sagði ég nýlega: Ellislitinn alstaðar og ér að krokna, andlega sem útbrent skar og er að slokna. Sé þig kannske um þingið. Þinn einl. Ásgeir Gíslason margra hluta, margra umbóta, en mér er það líka engu síður ljóst, að við öeskjum einskis líks á kostnað annara. Ég þakka yður, herra þingforseti, góðvild yðar í minn garð hér í dag; öll þau mörgu ár, sem þér hafið •setið í þessum þingsölum, hefir starfsemi yðar mótast af virðuleik og rétt- sýni; þessu jafnframt þakka ég þingmönnum yfirleitt, um- burðarlyndi þeirra við mig sem nýliða á þingi. our mother Petrína (Mrs. John) Thorlakson who was one, on a committee of five women, who orginally con- ceived idea of a home for the aged, which came to be known as “Betel.” ----0--- Frá Winnipeg, Maniloba Mr. & Mrs. G. Baldwinson, 983 Dominion Street, $50.00 Mrs. Ben Heidman, Ste. 1, 628V2 Notre Dame Ave. 25.00 í minningu um hjartkæra foreldra Kristján og Arnínu (Þorláksdóttur) iSigurdson, og bróður Thor Sifurdson. Mr. & Mrs. Ben Heidman Ste. 1, 628V2 Notre Dame Ave. 10.00 I kærri minningu um Mr. & Mrs. Lúðvík Holm. "Beter' $180,000.00 Building Campaign Fund ---—180 —160 —140 Make your donalions to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, .Winnipeg 2. The Management and Staff of CANADA SAFEWAY LIMITED Extends Greetings to the National League

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.