Lögberg - 14.02.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.02.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1957 5 ■ýTw AHUeAMAL rVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Bréf fró Foam Lake, Sask. Frú Ingibjörg Jónsson, ritstjóri Kvennasíðu Lögbergs 303 Kennedy St., Winnipeg, Man. Kæra vinkona, Um leið og ég endurtek góðar óskir þér til handa með morgundeginum, þá sendi ég þér ofurlítinn böggul, sem ég bið þig að njóta vel um af- mælið þitt. Svo eru hérna fá- einar línur, sem ég hef haft í hyggju um tíma að senda þér — blaðinu á ég við. — Ekki eru þær nú margar, en ég vildi biðja ykkur, annaðhvort ykkar hjónanna, að gera svo vel að taka það í blaðið, ef það getur farið gjaldfrítt í það. Nýlega hefi ég fengið fallega mynd „að heiman“, af Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. — Það myndi kosta ærna pen- inga að birta hana í blaðinu, en mér kom til hugar, að ýms- ar góðar taugar hafa komið til okkar frá Dönum. Frú Lára Bjarnason er sagt — ábyggilega — að hafi átt upphafsþáttinn í Betel. Þau séra Sigurbjörn Á. Gísla- son og kona hans frú Guðrún Lárusdóttir áttu upphafsþátt- inn að Elliheimilinu á Grund, Reykjavík, Islandi, og sonur þeirra, Gísli Sigurbjörnsson, er þar umsjónarmaður. Ungur maður, er kom frá íslandi fyr- ir fáum árum, sagði í Varí- couver, að Gísli veitti heimil- inu forstöðu með afburða góðri reglusemi og prýði í hví- vetna. — Amma Gísla og móð- ir frú Luðrúnar Lárusdóttur var frú Kristín kona séra Lárusar Halldórssonar, en þær frú Lára og Kristín voru systur og danskar í móðurætt. Ósköp þykir mér vænt' um að • sjá Betel-listann núna í blaðinu. Mér þykir líka vænt um að sjá fallega skrifið, sem ritstjórinn gerir úm Sigurð Júlíus Jóhannesson; sömu- leiðis heiðurinn, sem frú Jakobínu Johnson veittist. Þau eru mörg falleg ljóðin hennar og þýðingar ágætar, og er það nú ekki vandalaust. En henni er vafalaust létt um ljóðagerðina. Þetta er nú orðið mikið lengra en ég ætlaði. Með beztu óskum til ykkar beggja og þákklæti fyrir alt gott, er ég þín með vinsemd, Rannveig K. G. Sigbjörnsson Hamingjuóskir . . . til íslendinga í tilefni af 38. ársþingi Þjóðræknis- félagsins,|sem haldið verður í Winnipeg, 18.—20. febrúar 1957. ARMSTRONG GIMLI FISHERIES, LTD. J. M. DAVIS, Manager SPruce 4-2534 592 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. 5Ve//s 3,lower Shop NELL JOHNSON - BARBARA STEFANSON FRESH CUT FLOWERS - CORSAGES WEDDING BOUQUETS - FUNERAL DESIGNS GIFT NOVELTIES - POTTED PLANTS OUR MOTTO: Quality and Service 700 NOTRE DAME AVENUE (Opposite Matemity Pavilion) Phone SPruce 4-5257 Res. SPruce 4-6753 Fréftabréf frá ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 eru nú 54 félög víðsvegar á landinu aðilar a?j því. Fyrstu árin var baráttan fyrir kosn- ingarétti og kjörgengi kvenna aðalmál félagsins, en viðfangs- efni þess hafa verið fleiri, þar á meðal barnavernd og skóla- mál. Félagið hefir eflt Minn- ingar- og menningarsjóð kvenna, sem stofnaður var af dánargjöf Bríetar Bjarnhéð- insdóttur og eru nú um 300 þúsund krónur í sjóðnum. — Félagið hefur útvarpsdagskrá annað kvöld í tilefni af af- mælinu, og á morgun verður opnuð sýning í Bogasal Þjóð- minjasafnsins og sýnd þar nokkur verk íslenzkra kvenna í bókmenntum, myndlist og listiðnaði. Sýningin verður opin til þriðja næsta mánaðar. ☆ Útgerðarráð Bæjarútgerðar Reykjavíkur hefur samþykkt að sækja um fjárfestingarleyfi til að byggja frystihús. Er ætlunin að það verði 2.200 fer- metrar að flatarmáli á tveim- ur hæðum og afköstin verði 50 lestir af flökum á átta stunda starfsdegi, auk þess, sem unnt verði að framleiða allt að 40 lestum af ís á sólar- hring. ☆ 28. JANÚAR Austan aftakaveður með snjókomu gerði sunnanlands í nótt og hreyfðist lægðin, sem olli því norður yfir land í dag. Miklar samgöngutruflanir eru sunnan- og suðvestanlands vegna ófærðar. Hellisheiði er lokuð; mjólkurbílalest er á leiðinni um Krísuvík til Reykjavíkur. Keflavíkurleiðin varð ó^ær og sama má segja um Hvalfjarðarleiðina, en þar er nú verið að reyna að bæta úr. Gert er ráð fyrir éljagangi og skafrenningi í Reykjavík og nágrenni í nótt. Austan- veður gerði einnig á Akureyri í morgun og gekk þá sjór yfir suðurhluta Hafnarstrætis. En í veðrinu festi lítinn snjó og komast áætlunarbílar og mjólkurbílar allra sinna ferða um héraðið og Vaðlaheiði, og Öxnadalsheiði var ágætlega fær í gær a. m. k. ☆ Ríkisútvarpinu hafa borizt að gjöf frá Ríkisútvarpinu i Tékkóslóvakíu tékknesk þjóð- lög og verk eftir Dvorak og Smetana, leikin af tékknesk- um hljóðfæraleikurum og er þetta um þriggja klukku- stunda útvarpsefni. — I stað- inn mun Ríkisútvarpið senda ríkisútvarpi Tékkóslóvakíu ís- lenzk þjóðlög. ☆ í fyrrinótt varð kona úti á Keflvaíkurflugvelli, hét hún Nanna Arnbjörnsdóttir, 23 ára að aldri, til heimilis að Laugavegi 46A í Reykjavík. Mál þetta er í rannsókn. ☆ Heildarframleiðsla mjólkur- samlaganna á landihu nam s.l. ár 58,828,608 kílógrömmum, og er það 4880 lestum meira en árið 1955. Nýtt mjólkurbú tók til starfa á árinu: Mjólkurbú Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga. Á landinu öllu eru nú starfandi 10 mjólkurbú. — Hljóð í réttarsalnum, öskraði dómarinn, hljóð! Sex menn hafa þegar verið dæmd- ir án þess að nokkurt orð hafi heyrzt af framburði þeirra. HAMINGJUÓSKIR . . . til Islendinga í tilefni af 38. ársþingi Þjóðræknis- .félagsins, sem haldið verður í Winnipeg, CRESCENT AFURÐIR ERU GERILSNEYDDAR MJÓLKIN, RJÓMINN OG SMJÖRIÐ CRESCENT CREAMERY LTD. SUnset 3-7101 542 SHERBURN ST. WINNIPEG Winnipeg 's CITY HYDRO • has grown into o $55,000,000 utility from on originol investment of $3,500,000. a is entirely self-supporting. • has helped the toxpayers by contributing over $12,000,000 to the Generol Fund of the City since 1938. • poys full municipol toxes and a foir shore of the City's general overheod expenses. • hos soved citizens of Winnipeg millions of dollors through low electric rotes and helped moke Winnipeg the industriol centre of Western Conodo. Offices: 55 Princess St. Showrooms: Portoge, east of Kennedy

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.