Lögberg - 14.02.1957, Side 6

Lögberg - 14.02.1957, Side 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1957 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF Um kvöldið lagði hún svo af stað. Lóa og Sífa fylgdu henni. Önnur þeirra bar böggulinn, sem hún hafði keypt í búðinni, en hin töskuna hennar. Alls staðar í veröldinni fundust stúlkur, sem allt vildu gera fyrir kynsystur sínar, sem voru hjálparvana. Frúin var fjarska blíð og kur- teis, þegar Anna kvaddi hana. Náttúrlega sár- fegin að losna við hana, hugsaði Anna. Konurnar í kaupstaðnum gláptu á þær út um dyr og glugga, þegar þær gengu fram hjá. Hvað skyldi þeim finnast athugavert við það að sjá þrjá kvenmenn þarna á ferð? Kannske voru þessar samfylgdar- stúlkur hennar einhverjar lauslætisdrósir, sem vanvirða var fyrir heiðarlega konu að láta sjá sig með. Reyndar var nú líklegra að það væri hún sjálf, sem vekti forvitni þeirra. Hún var ókunnug, og í svona litlu þorpi var því gefinn gaumur, ef lagleg, ókunnug kona sæist' dag eftir dag. Hún reyndi að álíta, að það væri svoleiðis. Stúlkurnar vöru svo hjálplegar við hana, að hún mátti ekki hugsa neitt misjafnt um þær. En hún gat ekki annað en hlustað á það, sem þær 4öluðu sín á milli. Sífa var að segja Lóu fréttir heiman úr sveitinni hennar. Það voru einhver hjónabönd, sem að einhverju leyti voru ekki ákjósánleg. Víða var pottur brotinn í þeim efnum. Lóa kastaði nógu þungum steini á konuna éins og fyrr. Anna hlustaði þögul á, því að þetta var henni ókunnugt, en sagði aðeins við Lóu, þegar samræðunum var lokið: „Ég held það fari ekki hjá því, Lóa mín, að þú eigir eftir að giftast ótryggum manni, fyrst þú talar svona um konurnar“. „Það er eðlilegt að ég sé gröm út í hana þessa“, sagði Lóa, „hún kom á heimilið, sem ég var uppalin á, og það var fósturbróðir minn, sem hún klófesti. Hann var trúlofaður annarri stúlku, samt ekki opinberlega. Við vorum öll svo reið yfir- því, að hann skyldi ekki vera henni trúr. Hann var svo góður piltur. Nú er hann orðinn drykkjumaður og tollir aldrei heima, því að hún er svo vond við hann, og endirinn er sá, að hann er farinn að vehja komur sínar til fyrri kærustunn- ar, og nú er allt orðið svo vitlaust sem það getur orðið“. „Þetta er allt honum að kenna, það geturðu séð sjálf. Þetta er lauslátur drykkjumaður“, sgaði Anna. „Hvaða kona heldurðu að geti búið saman við svona mann. Því brást hann fyrri konunni?", „Hún sótti svo vitlaust eftir honum og var laglegri", sagði Lpa. „Það vantaði ekki, að hún væri nógu blíðlynd^á. Það var allt henni að kenna að hann -fór að drekka“. „Það kenna henni það allir“, gall í Sífu. „Hann hefur líklega verið eftirlætisbarn sveitarinnar, sem allar stúlkur hafa verið hrifnar af, en hún k^nnske fátæk umkomulaus, þá verða dómarnir svona hjá fólkinu“, sagði Anna. „Ekki kannske allar“, sagði Sífa og hló, „en líklega hefur Lóa verið sæmilega hrifin af honurn". „Nú .svoleiðis, þá undrar mig ekki, þótt hún sé dómhörð“, sagði Anna og brosti beisklega. Skyldu konurnar heima í dalnum kveða upp svona dóma um hana sjáTFa? Skyldu vinnukonurnar hennar segja, áð hennji væri það mátulegt, að maður hennar liti utari hjá? Það var gott að fá það á bakið til viðbótar hinu. Þetta varð henni ótrúlega gott umhugsunarefni næstu kvöld, þegar hún lá vakandi í rúmi sínu. A PRESTSSETRINU BORG Þá var hún nú komin á enn eitt nýtt heimili — viðkunnanlegt heimili. Hjónin voru glaðlynd og söngelsk. Börnin voru allt of mörg til þess að þau gætu veitt heimilinu sérstaka ánægju. Þau relluðu og stríddu hvert öðru og frúin hafði allt of mikið að gera til þess að geta sinnt þeim eins og þurfti. Vinnufólkið var ekki annað en ein unglingsstúlka og gömul kona, sem var í fjósinu og hugsaði um þjónustubrögð, og einn vinnu- maður. Presturinn var sífellt að rápa í kaupstað- inn. Það var víst siður hjá þeim, sem nærri þeim bjuggu. Hér var nýbyggt steinhús og Anna fékk herbergi, sem hún gat verið ein í, og nóg var til að sauma. En ofninn var kaldur allan daginn, ef fiún lagði ekki sjálf í hann. Það var engin von til þess, að þessi unglingur gæti snúizt í öllu á morgn- ana, meðan frúin var að koma börnunum á fætur og út. Það var dægradvöl að því að.sníða og sauma nýjar spjarir á börnin, og henni leiddist ekkert, en hugurinn var þó jafan heima á Nautaflötum. Þar fylgdist hún með því, hvað fólkið hefði fyrir stafni. Nú var Borghildur sjálfsagt búin að hita morgun- kaffið og færi að leggja í ofninn í hjónahúsinu. ef það væri þá nokkuð lagt í hann fyrr en á kvöldin. Kannske Lísibet litla væri klædd fram í eldhúsi, hugsaði Anna á morgnana, þegar hún lá vakandi og kveið því að klæða sig í kuldanuip. Stundum kom frúin með kaffið inn til hennar og drakk sitt kaffi inni hjá henni dg sagði, að það væri nú bara hálfkalt hérna inni meðan blessuð sólin næði ekki að skína á glugganri. Þá andvarp- aði Anna þungt, þegar hún var orðin ein. Hvað myndi þá frúin segja, ef hún vissi hvað húri var vön að klæða sig í hlýju herbergi? Drottinn minn, því þurfti ég að fara frá þessu — því var ég að hrekjast þetta? Kannske hefur það verið fljót- færni af mér, en hver getur unað við annað eins? Og svo yrði henni líklega kennt um allt saman eins og konunni, sem þær voru að ræða um, Lóa og Sífa. Hvað annað? Dómar mannanna voru vanalega ranglátir. Það er drottins að dæma, var fóstri hennar vanur að segja." Hann sagði, að það mætti hver og einn láta sér það í léttu rúmi liggja, hvað heimurinn ’segði, ef samvizkan væri hrein. Það var allt svo gott og skynsamlegt, sem hann sagði. — Erfiðastir voru þó draumarnir, alltaf sífelldir erfiðleikar og vandræði. Vanalega var það Þóra, sem hjálpaði, ef nokkur gerði það. í>ó stundum Borghildur. Þá var ömurlegt að vakna einmana og vinum horfin. Öðru hvoru fann hún þó til ánægju yfir því að fara huldu höfði og láta leita að sér, því að það efaðist hún ekki um að Jón gerði. Varla yrði hann rólegur yfir burtför hennai;. Gott ef hann færi ekki alla leið vestur á Breiðasand, en hingað dytti honurp aldrei í hug að koma. > Hún var búin 'að vera sex daga á Borg, þegar messað var þar á staðnum. Það kom margt fólk til kirkju, því að sóknin var stór og fjölmenn. Anna sat inn við orgelið hj á_ söngfólkinu eftir ósk frúarinnar, sem var forsöngvari, og vakti Anna því athygli kirkjuíólksins, sem allt var henni jafn ókunnugt. Framarlega í kirkjunni kom hún auga á unga stúlku, sem henni fannst minna sig á ein- hvern, sem hún þekkti. Kannske var það vegna þess, að hún hafði fjarska mikið rautt hár. Nei, það var eeitthvað annað, þessi festulegi, næstum kirkjulegi svipur — hvar hafði hún séð hann? Ekki heima í dalnum. Þar þekkti hún hvert andlit. Hún gat ekki stillt sig um að líta aftur um öxl sér fram í bekkinn til hennar — og hún horfði á móti. Og eftir messu fannst Önnu að stúlkan ••fylgdi sér með augunum. Hún spurði frúna, hvort hún þekkti hana, þessa rauðhærðu. Frúin svaraði því áhugalaust, að hún hlyti að vera nýflutt hing- að í sveitina, því að hún þekkti hana ekki. Þá var það Tóta, vinnukona frúarinnar, sem svaraði: „Hún er búin að vera nærri tvö ár á Jódísar- stöðum. Hún kom að" norðan“. Að riorðan, hugsaði Anna. Skyldi stúlkan hafa þekkt hana? En það var víst alveg sama — hún færi varla að síma það norður, að hún hefði séð hana hér. Hún gat verið róleg þess vegna. Hún sæi hana víst aldrei aftur og héðan færi hún með fyrstu skipsferð vestur, ef sjórinn yrði sléttur og[ fallegur. DAPURLEGT HEIMILISLÍF „Hvenær kemur mamma? Er mamma úti í þessari vondu hríð?“ spurði Lísibet litla fyrstu dagana eftir að fóstra hennar fór að heiman. „Nei, mamma er ekki úti í vonda veðrinu“, sögðu allir nema Dísa, hún sagði henni alltaf að mamma kæmi ekki aftur og hún væri úti í hríðinni. „Þú skrökvar, Dísa“, sagði Lísibet, „allir segja ,að hún komi aftur“. Og það vonuðu allir að svo yrði, en voru þó kvíðnir og órólegir yfir burtför hennar. Jón fór ofan á Ós á hverjum degi til að fá fréttir af skip- inu, en síminn hafði slitnað í ofveðrinu og það tók marga daga að gera við hann. Þá loksins að haegt var að ná tali af frú Matthildi var skipið komið þangað og farið, en hún neitaði því að Anna hefði heimsótt sig. Þá fór að vandast málið. En fyrst skipið hafði komizt vestur, hlaut hún að hafa farið með því. Það voru sjálfsagt samantekin ráð þeirra konanna að bera á móti því að hún væri þar, svo að Anna þyrfti ekki að tala við mann sinn í símann. Gömlu, þreytandi túrarnir. Það var ekki um neitt annað að velja en að fara vestur með næstu skipsferð og sækja hana — og það gerði hann. Og nú var nóg til að skrafa um í dalnum. Dísa sagði Helgu á Hóli og fleirum við jarðar- för konunnar frá Þverá, sem fór fram á Nauta- flötum, að mamma sín væri alfarin burtu. Jakob væri búinn að kaupa hús þarna fyrir vestan, en hún gat aldrei munað hvað kaupstaðurinn hét. Þar ætluðu þaú að búa og hún færi til þeirra og Borghildur líklega einnig. Reyndar vissi hún það ekki með vissu. Þetta þótti ótrúleg saga. Hitt voru flestir búnir að heyra, að Anna fyrirfindist hvergi og Jón væri farinn vestur að leita að henni. „Það er varasamt að hafa þetta eftir, sem Dísa segir“, sagði Sigþrúður á Hjalla aðvarandi, „hún er bæði missögul og óskynsöm“. En samt barst fregnin mann frá manni strax við kaffiborðið. Gróa sagði líka, að það væri það, sem allir á heimilinu óttuðust, þó að enginn talaði um það, að hún hefði dottið í sjóinn, ánnað hvort viljandi eða óviljandi, án þess nokkur hefði orðið þess var. Þessi geðveiki væri ekki lengi að brjótast út. Hún ætti nú að muna, hvernig hún hefði litið út þarna í hittiðfyrra eða hvenær það var. Alltaf hafði blessaður húsbóndinn aflæst hjónaherberg- inu á hverju einasta kvöldi. Það var nú líka margt heldur grunsamlegt, sem heyrðist stundum á þessu heimili nú í seinni tíð. Hundarnir stæðu á gelti og gjammi heilu og hálfu næturnar, þó» að engin skepna væri nærri utanhúss. Og einu sinni hafði Lísibet litla staðið á því fastdra en fótunum, að mamma sín væri fram í stofu, hún hefði séð hana fara inn úr bæjardyrunum. Og Steini hafði svarið sig um að hann sá konu vera að grúska við kommóðuna eitt kvöldið, þegar hann gekk fyrir gluggann. „En svona lagað má nú held ég ekki láta þau heyra, hann Þórð og hana Borghildi, þó að hún læsi það út úr þögninni að þau óttast um hana engu síður en aðrir. Það hafði líka verið eins og því hefði verið hvíslað að henni, að hún kæmi aldrei lifandi aftur“. Þetta var haft eftir Gróu, og það voru hér um bil allir, sem voru sannfærðir um, að það væri áreiðanlega satt, hún vaeri sjálf- sagt ekki lengur í tölu lifandi manna, vesalings manneskjan. Það bar öllum saman um það, að hún hefði verið indælis manneskja og prýði sveitarinnar, en það var eins og mseðan gæti aldrei skilið við hana. Alltaf hvert sorgartilfellið eftir annað.. Og svo hafði nú sjálfsagt eitthvað nýtt komið fyrir milli þeirra hjónanna. Dísa hafði sagt, að hún hefði skilið eftir giftingarhringinn sinn. En það var náttúrlega varasamt að hafa það eftir, eins og Sigþrúður á Hjalla hafði sagt. Stelpan var einfeldningur eins og karlinn hann faðir hennar. Næstu fréttir voyu þær, að Þórður hefði riðið ofan í kaupstað til að tala við husbónda sinn, þegar hann þóttist vita, að hann væri kominn þangað, sem ferðinni var heitið. Siggi Daníels var eini maðurinn, sem hafði haft tal af honum^og sagði, að Jón hefði sagt að hún hefði aldrei vestur komið. Eini maðurinn, sem gæti gefið einhverjar upplýsingar, væri Stjáni Bjössa, en hann hafði skrifað heim úr Reykjavík bara til að láta vita, /hvernig ferðin hefði gengið suður. En enginn vissi ' /um hans heimílisfang, svo að hægt væri að hringja * hann upp.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.