Lögberg - 21.02.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.02.1957, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1957 Herra ritstjóri, Einar P. Jónsson. Heiðruðu Vestur-Islendingar! Með línum þessum vildi ég færa þér kæra þökk fyrir blaðið þitt, Lögberg, sem ég hefi fengið með skilum. Síðan 'ég fór að fá Lögberg hefi ég séð, að í blaðinu birtist svo mikið af helztu fréttum frá Is- landi, að það er aðeins til- viljun, ef ég gæti tínt til ein- hverjar fréttir, sem ósagðar væru áður í blaðinu. Auk þess er ég einyrki og hef engan tíma til að gjöra fréttabréf svo úr garði að í lagi sé. Það er svo mikil vinna að greina á milli þess, sem segja skal og þess, sem búið er að segja. Ég hafði engan tíma til að skrifa neitt fyrir áramótin, og enn er þetta svipað. Ég ætla þó að gjöra tilraun til að senda þér hér nokkrar línur og tína til eitthvað fréttahrafl, sem þú gætir birt eitthvað úr, ef ein- hver kynni að vilja sjá það. Fyrst verð ég að biðja þig að gjöra svo vel, að leiðrétta tvær villur, sem slæðst höfðu inn í bréf mitt í fyrra. Þar var Kortrún Steinadótt- ir frá Grund í Skorradal nefnd Katrín, sem er alrangt. Annað var það, að ein máls- grein hafði fallið úr, þar sem ég sagði frá láti Hannesar Egg- Fréttabréf úr Borgarfirði hinum meiri RUNNUM. 30. janúar 1957 ertssonar, sem lengi var vínnu maður á Hvítárvöllum og um- sögnin um hann lenti þar, sem sagt var frá láti Bjarna Bryn- jólfssonar í Bæjarstæði á Akranesi, og úr þessu varð ruglingur, sem engri átt náði. Árferði má heita að verið hafi gott til lands og sjávar, þótt tíð hafi verið misjöfn í landshlutum. Hér í Borgar- firði var vetur mildur og hagasamur, en mjög úrkomu- samur og oft mikil hvassviðri; vorið var kalt, en veður þó sæmileg, að undanskildum 27. og 28. maí, sem voru mjög óvenjulegir dagar; var óslitið suðvestan rok með hagléljum eða snjóslettingi. Þá var kom- inn sæmilegur gróður og tré voru farin að laufga, en í veðri þessu var svo mikið saltdrif að trjálauf og ýms gróður var eftir sem farið hefði verið eldi um jörðina, og enginn mun svo gamall að hafa séð slíkt; tafði þetta mjög alla gras- sprettu, og byrjaði sláttur því í seinnalagi, en í vætu- kafla er kom í sláttarbyrjun, náði jörð sér allvel á strik aftur. Heyskapartíð varð síðan mjög hagstæð, og heyfengur og nýting hans varð í bezta lagi. Haustið var mjög kalt og í október-byrjun gerði stórhríð um norðanvert landið, svo að fjárskaðar urðu sumstaðar, og hér í Borgarfirði var norðan bál með frosti og nokkurri snjókomu. Fénaður varð mjög misjafn af fjöllunum í haust, enda er fénaðarfjöldi nú orð- inn furðu mikill, og því oft þröngt orðið í sumum afrétt- arlöndum. Kjötþungi dilka er líka mjög misjafn á bæjum, mun láta nærri, að meðal kroppþungi væri á milli 14 og 20 kg., og jafnvel lengra bæði upp og niður. Það sem af er vetri hefur verið úrkomusamt með af- brigðum, en svo frostalítið, að jörð má heita marþýð, svo að hægt er að stynga skóflu í jörð sem um hásumar væri. Úr- koman hefur þó oft verið snjór, sem hefur svo hlíft jörð- inni fyrir þeim litlu frostum, sem komið hafa, en jafan hef- ur liðið skammt milli skúra; því frá sláttarlokum til ára- móta kom varla heill sólar- hringur svo að úrkomulaust væri með öllu. Uppskera úr görðum brást víða, en mis- jafnt var það eftir landshlut- um og ýmsum staðháttum. heimtur fénaðar af fjöllum urðu nokkuð misjafnar. Hrossafjöldi er allmikill, en ÞVÍ ÆTTU UNGLINGAR EKKI AÐ DREKKA? Það heíir verið sannað. að það sem einsíaklingar haía síðasl lært gleymisi fyrst, er áhrií áíengis kom til sögunnar. Æskuárin eru það tímabil, er siðferðileg dómgreind og næmur skilningur á öðrum eru á þróunarskeiði. ÞEGAR UNGLINGAR DREKKA dvínar dómgreindin og hæfileikinn til að skilja aðra hverfur, vegna þess að ÞESSAR LEXÍUR VORU NÝLEGA LÆRÐAR. Þessir eiginleikar eru svo mikilvægir, að þér megið ekki við því að missa af þeim. Æskúnni veitist oft erfitt að taka slíkar ákvarðanir . . . einkum í viðurvist ókunnugra eða vegna kynjanna. Horfist æskan í augu við þess konar erfið- leika, er hætta á að áfengi verði eins konar augnablikssvölun, er leiði til þrálátrar ofnautnar. Alt ungt fólk vill líta út sem þroskað fólk. Alt ungt fólk vill verða eins og „hitt fólkið." En að drekka til að fullnægja áminstum hvötum ber vott um vanþroska. Ábyggilegasta sönnunin fyrir sjálfsþroska er að geta tekið viturlegar ákvarðanir án þess að láta „hitt fólkið" hafa á sig fölsk áhrif. Af öllum þessum ástæðum banna lögin unglingum áfengisnautn. Kin þcirra rrirðsliiatiglýsinga, sem birt er að tillihitan MANITOBA COMMITTEE \ on ALCOHOL EDUCATlON MentamálaráCuneytiB, skrifastofa 42, Legislative Building, Winnipeg 1 Endurprentun þessarar auglýsingar fííanleg sé þess æskt. 9-6 notkun á hrossum er orðin mjög lítil nema í sambandi við smalamennsku, leitir og réttir. Nær allt annað er ferð- ast á bílum eða flugvélum, og er því lítið orðið um vel tam- in hross á mörgum bæjum. Framkvæmdir hafa verið með líkum hætti og undanfarin ár. Mjög mikið er grafið af skurð- um með skurðgröfum að vanda. Fjöldi af ýmiskonar húsum hefur verið í smíðum, bæði við sjó og til sveita. Nú er t. d. verið að byggja íbúð- arhús bæði í Steðja og Brús- holti í Flókadal, en á báðum þeim bæjum voru torfbæir, og eru seinustu torfbæirnir hér í sveitinni, sem þar með ganga úr skaftinu. Nokkrir bændur hafa sett sér upp votheys- turna að bandarískri fyrir- mynd, 10—12 metra háa. Vega- og brúargerðir hafa verið sem að undanförnu. Ýmiskonar hafnarmannvirki verið í framkvæmd. Mikill á- hugi er fyrir kirkjubyggingu, en víða mun vera þeim mun minni áhugi fyrir að sækja kirkjur. Mikið stendur t. d. til með Skálholt bæði með kirkju og aðrar byggingar í sambandi við þann stað. í sumar var sett upp kirkja á Húsafelli í Hálsasveit, sem mun vera prýðilegt hús þegar búið er að ganga frá henni til fulls. Þar var búið að vera kirkjulaust langa hríð, en nú hófust Hús- fellingar handa og settu kirkju að nýju á staðinn. Naglaverksmiðja var sett á stofn í Borgarnesi 8,1. vor, sem framleiðir nagla í allstórum stíl. Ekki veit ég um hvernig horfur eru með þann rekstur. Mikið er nú talað um að djúpin. En með því að hækka í vatninu á úrkomutímum fæst mjög mikið vatn til miðl- unar á þurkatímum, og er þetta talin auðveldasta lausn- in til að geta fullnægt raforku- þörf héraðsins, sem fyrirsjáan- lega verður ómögulegt nema eitthvað sé til bragðs tekið. Enn eru stór svæði í héraðinu rafmagnslaus, og kaupstaðirn- ir hraðstækka, einkum Akra- nes, og þurfa stöðugt meiri orku með hverju árinu sem lður, auk þess er nú bygg- ingu sementsverksmiðjunnar á Akranesi að skila áfram, og þegar hún fer í gang þarf hún mikið rafmagn. Vatnsskortur hefur þegar gert vart við sig í miklum þurkum og löngum frostköflum. Sjávarafli hefur verið í auka þurfi á vatnsmagnið til Andakílsárvirkjunarinnar. — Hefur komið til tals, að hækka mjög vatnsborðið á Skorra- dalsvatni, en við það yrðu all- mikil spjöll á nokkrum jörð- um í kringum vatnið, og hefur nú risið nokkur deila þar af. Ekki er enn farið að vinna að stíflugerð við vatnið, og mun nokkuð í óvissu hvað ofan á verður í þessu viðkvæma máli. En af skiljanlegum ástæðum þykir Skorrdælingum hart að sjá jarðir sínar hverfa í góðu lagi á liðnu ári, bæði síld- veiði góð við Norður- og Suðurland, sömuleiðis annar fiskafli, einnig hvalveiði. Hreindýr voru skotin all- mikið á Austurlandi, en rjúpnaveiði gekk mjög mis- jafnlega. Hér um Borgarfjörð var ekki mikið um rjúpur, og auk þess var tíðarfar óhag- stætt til rjápnaveiða, vegna stöðugrar úrkomu og storma. Niðurlag í næsta blaði Þrjár auka-félagsbækur Mcnningarsjóðs M.C.A£. Er senn að ljúka við heildarútgáfu' ii ritum Stephans G. Stephanssonar í 8 bindum. Auk félagsbóka Þjóðvina- félagsins og Bókaútgáfu Menn ingarsjóðs gefur Menningar- sjóður út þrjár aukabækur, sem seldar eru á frjálsum markaði, allt góð og merk rit. Ein þessara bóka er þriðja bindið af Andvökum Stephans G. Stephanssonar og er pá að- eins eitt bindi eftir svo heild- arútgáfu ljóðasafns hans sé lokið. Menningarsjóður hefir ekki að ófyrirsynju lagt mikla rækt við rit hins vestur- íslenzka skáldjöfurs og hefir áður gefið út heildarútgáfu á ritgerðum hans og sendibréf- um, alls fjögur bindi í-ágætri og vandaðri útgáfu. Ritsafn Stephans er enn allt fáanlegt hjá Bókaútgáfu Menningar- sjóðs, en það er í röð þess bezta og merkasta sem skrifað hefir verið á íslenzka tungu síðustu áratugina. Á Menn- ingarsjóður þakkir skildar fyrir þessa útgáfu og fyrir að hafa vandað til hennar svo sem raun ber vitni. Dr. Þorkell Jóhannesson prófessor hefur búið þessa út- gáfu af Andvökum undir prentun, en fyrri heildarút- gáfan er löngu til þurrðar gengin. 1 3. bindinu, sem nú er nýkomið út, eru kvæði þau, sem skáldið orti á árunum 1908—1933. Er bindið alls á 7. hundrað síður að stærð. Önnur bókin, sem út kom á vegum Menningarsjóðs er safn snilliyrða úr ýmsum málum, sem séra Gunnar Áranson frá Skútustöðum hef- ur valið og búið undir prent- un. Nefnist hún „Krystallar" og er um 220 síður að stærð. Kveðst veljandinn vona að flestum lesendum finnist sem hvert snilliyrði „hafi til síns ágætis nokkuð, veki til um- hugsunar og hvetji annað- hvort til samsinningar eða andmæla." Bók þessi verður vafalaust hverjum hugsandi manni kærkomin. Þriðja bókin er Heimsbók- menntasaga Kristmanns Guð- mundssonar, síðara bindi. Hún er um hálft 4. hundrað síður að stærð og fjallar um Norður- landabókmenntir, amerískar og rússneskar bókmenntir og Evrópubókmenntir á önd- verðri 20. öld.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.