Lögberg - 21.02.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.02.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1957 vw^wvwvwvw- r AtiUeA.A4AL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Vorr daglegt- brauð í síðasta McLEANS hefti er birt smásaga, sem heitir: Vort daglegt brauð, eftir Ferenc Mora. Hann var leiðtogi þeirra skálda og rithófunda, er vöktu athyggli heimsins á eymdar- kjörum alþýðufólksins í smá- þorpunum í Ungverjalandi. Úr jarðvegi þess bókmenntaskóla spratt október-byltingin í haust. Ég tók mér bessaleyfi á þessari sögu og snaraði henni á íslenzku. Skáldið lætur lít- inn dreng segja frá: ------0------ Ég var þá fimm ára — og ég gat staðið á höfðinu, ef eng- inn sá til mín. En — í þetta skipti var auga á gægjum í gegnum smágat á girðingunni. Þetta var augað hans Joska, manns á aldur við mig, sem ég öfundaði mjög, því hann var að því leyti frábrugðinn öðrum mönnum, að hann bar stráhatt á höfði á vetrum en afarmikla loðhúfu á sumrin. Ekki svo að skilja að Joski vildi þannig bjóða almennum höfuðfatavenjum byrginn; — hann gerði þetta fyrir þá ein- földu ástæðu, að pabbi hans notaði stráhattinn á sumrin en loðhúfuna á vetrin. Hvað um það — Joski lét mig vita, að hann væri að horfa á mig. Einmitt á því augnabliki stóð ég á höfði, á næstu mínútu lá ég flatur á jörðinni. Ég sagði ekkert við Joska, og þegar ég hafði strokið óhreinindin af fö^un- um mínum fór ég inn. Til allrar lukku var mamma nið- ursokkin í bænabókina sína. JÉg settist á bekkinn hjá henni, lagði höfuðið í kjöltu hennar og horfði á varir hennar bærast: „Verið glaðir, því umbun yðar á himnum mun verða ríkuleg------------" Bænin gerði mig sifjaðan. Þegar ég vaknaði hvíldi ég enn hjá mömmu. Nýfallinn snjór úti, gaf af sér birtu, svo bjarta, að ég gat séð andlit mömmu í myrkrinu. Hún var að biðja án bókarinnar: „Og gef oss vort daglegt brauð." „Mamma," sagði ég, „hvað fáum við í kveldverð?" Án þess að flýta sér lauk hún við bænina sína, signdi sig og kyssti krossmarkið á bók- inni. Þá og ekki fyrr svaraði hún: „í kveld höfum við þrjá rétti — brauð, skorpur og mylsnu." „Ég vil heldur hina venju- legu tvo rétti," sagði ég, „bara brauð með ofurlitlu svínakjöti ofan á." Mamma lagði hleif af brauði á borðið og sagði: „Ó, barnið mitt, allt svínakjötið okkar fór til þess að greiða skattinn." Ég var þá kornungur og mér var enn ókunnugt um, að skattar eru ríkisstofnun, og að litli grísinn okkar hafði gegnt skyldu sinni með því að hjálpa til að efla hag ríkisins. — En ég hafði nokkrar hugmyndir um góðan Guð. Ef honum þóknaðist, þá vissi ég, að hann gat að minnsta kosti gefið okkur smjörögn á það litla brauð, sem við áttum. Ef til vill myndi eitthvað breytast til batnaðar þegar pabbi kæmi heim. Hann pakkaði tóbak fyrir Ring kaftein, og myndi ekki koma fyrr en kirkju- klukkurnar hringdu til kvöld- messu. Hann kom aldrei svo heim að hann ekki færði mér þrílitan mola af brjóstsykri. Ég var hálfsofandi þegar hann kom — tómhentur. Hann sat þögull við borðið, borðaði brauðbita og drakk vatn, og sagði ekki orð fyrr en hann hafði kveikt í pípunni sinni. Þá sagði hann aðeins: „Bölv- aður sé þessi gamli kofi. Það væri betra að brenna hann, svo við þyrftum ekki að borga skatt á honum." Eftir þetta dreymdi mig illa. Ég þóttist sjá stráþakið í snarkandi loga og pabba vera að steikja tvo menn á heyfork yfir eldinum. „Hvað ertu að gera, pabbi?" spurði ég. „Ég er að svíða þessa skattheimtu- menn á sama hátt og ég geri við grísa." Ég vissi að skatt- heimtumennirnir voru menn- irnir, sem gengu hús úr húsi til að innheimta skatta. Þeir voru alltaf tveir, geðillur bæjarskrifari, með blýant bak við eyrað, og varðmaður sem bar eyðublöðin og blekið; enn- fremur sparkaði hann á burt hverjum hundi, sem reyndi til að glefsa í skattheímtu- manninn. Næsta morgun þegar sólin strauk svefninn af augum mínum, þaut ég út til að gá að þakinu. Það var alveg eins og það hafði alltaf verið, með grænum mosablettum, sem gægðust upp úr snjónum hér og þar. „Nei," hugsaði ég, „mótlæti okkar stafar af einhverju öðru. Ástæðan fyrir því að góður Guð neitar okkur um brauð, hlýtur að vera hnapp- urinn hans Lacika." Lacika hefir sjálfsagt verið hinn tötralegasti skraddari, sem nokkurn tíma hefir feng- ist við að bæta jakkaræfla og buxur. Hann var um fimtugt; skeggið alltaf fullt af tvinna- spottum, og hann var úrræða- laus og fávís eins og barn. Þess vegna kallaði ég hann Lacika, sem þýðir litli Lazlo, en hann aftur á móti kallaði mig unga manninn. Hann heimsótti okkur á hverjum sunnudegi eftir kveldsönginn í kirkjunni; dvaldi fram eftir kveldinu og hjálpaði pabba til að bannsyngja minningu Ferenc Deak, tækifærissinn- ans, sem í byltingunni 1848 hélt því fram, að betra væri að miðla málum en að beita valdi. Þegar myrkrið lagðist yfir sveitina umhverfis, stóð Lacika á fætur, snart mig með stafnum sínum og sagði: „Jæja, ungi maður, hvað hefir þú að segja?" „Lengi lifi átján hundruð og fjörutíu og átta," hrópaði ég. Hann klappaði mér ánægju- lega á öxlina og lofaði því, að ef Guð gæfi honum að lifa nógu lengi, skyldi hann sauma mér jakka, sem væri eins fallegur og hans. Mér fannst satt að segja, að ég hefði séð betri jakka en hans á fugla- hræðunum á ökrunum — að undanskildu einu. Á jakkan- um hans Lacika var sá falleg- asti hnappur, sem ég hafði nokkurn tíma séð. Hann var gerður úr rauðu beini með svartri umgerð. Upphaflega hefir hann hlotið að prýða kjól reglulegrar hefðarfrúar. Hlutverk hans á jakka Lacika var einungis sem skraut. Jafn- vel þegar umræðurnar stóðu sem hæst hvíldu auga Lacika með aðdáun á hnappnum. Þetta var hnappurinn, sem nú var falinn inn undir minni eigin skyrtu. Einn daginn gat ég ekki staðist freistinguna, hnappurinn var svo fallegur. Ég gerði mér lítið fyrir og klippti hann af jakkanum hans Lacika. Og það var þessi hnappur, sem nú olli mér hugarangri. Um hádegið laumaðist ég inn í gömlu kirkjuna og um leið og ég þóttist vera að kyssa altarið lét ég hnappinn á það. Það er satt, að það hefði verið einfaldara að smeygja hnappnum í vasa Lacika, en þá hefði góður Guð ekki vitað um það, og ég vildi umfram allt komast í sátt og endur- rýja vináttuna við hann. Um kveldið hafði mamma óvæntan mat fyrir mig: „Væni minn, við höfum grænmetis- steik í kveldverð." í því falli að þú skiljir þetta ekki, þá er þetta nafn, sem fátæka fólkið gefur graskeri — pumpkin. — Það er gott ef þú hefir lyst á því, en síðustu vikur vetrar- ins breytist hunangssæti lög- urinn í graskerinu ^í vatn, sem bragðast eins og skólp. — Mig langaði svo ákaft í brauð eins og við höfðum áður, með skorpum og mylsnu; og þó ekki væru nema skorpur. ------0------ Það var hart í ári; land- skekillinn okkar gaf illa af sér. Það sem frostið ekki eyði- lagði var barið niður af hagli eða skrælnað af sólinni. — „Jafnvel kirsuberjatréð okkar gefur ekkert af sér í ár nema samanskorpin ber," sagði pabbi beisklega um leið og hann og hann kastaði pokan- um sínum út í horn. Brauð- skorturinn var svo mikill, að eitt sinn fengum við ekki brauðbita í heila þrjá daga og þá brögðuðust jafnvel hin skrælnuðu kirsuber vel. Ég var að ráfa um strætið, þegar hin ríka frú Dóbak, sem verzlaði með hænsni, kallaði til mín þaðan, sem hún stóð bak við blómapottana í glugga sínum: „Heyrðu barn, farðu og skerðu niður nokkr- ar grænar hríslur fyrir litla grísinn minn." Ég skoðaði hríslurnar og fann heilmikið af berjum á þeim, svo grísinn fékk laufin en berin faldi ég í vasa mínum. Hvílík máltíð yrði úr þeim. Hin ríka frú Dóbak var mjög ánægð með vinnu mína og hún borgaði mér með þykkri sneið af hvítu brauði. „Bíddu, ég ætla að láta ofur- lítið af hunangi á það." En ég var þegar kominn út og búinn að sökkva tönnunum í þetta dásamlega, mjúka brauð. Ég gat þó ekki kyngt því, fölt andlitið hennar mömmu minnar leið fyrir sjónum mér. Ég leit á sundur- bitnu sneiðina og óskaði ákaft að hún væri orðin heil aftur. Ég fyllti munninn með berjum en gat ekki komið þeim niður heldur. Það var undarlegt, en mamma var ekki glöð að fá brauðið. Tárin runnu niður kinnar hennar og hún reyndi að þröngva mér til að borða það. „Ég er þegar búinn að borða hina sneiðina," skrökvaði ég. Aldrei hefir mér veitzt eins erfitt að segja ósatt eins og þá. „En ég er líka búin að borða kveldverð," sagði manna; „ég borðáði indælar soðnar kar- töflur." Kartöflur eru ekki slæmar, ef maður hefir salt með þeim, en við áttum hvorki salt né kartöflur, það vissi ég. „Veiztu nú hvað," sagði mamma, „því geymum við ekki brauðið handa pabba þínum. Aumingja maðurinn verður svo glorhungraður þegar hann kemur af akrin- um." Ég sá ekki pabba þegar hann kom heim. Ef að maður fær ekki magaverk af berjum, þá sofnar maður af þeim. Sól var á lofti þegar ég vaknaði og ég heyrði foreldra mína vera að tala. „Vertu ekki með áhyggjur, elskan," heyrði ég pabba segja, „ég þarf ekkert brauð, kirsuberjatréð mun sjá fyrir mér." „Nei, nei," sagði mamma mín, um leið og hún smeygði brauðinu í pokann hans, „berðu ekki áhyggjur út af okkur. Guð er góður og hann mun gefa okkur í dag eins mikið og hann gaf okkur í gær." Og Guð gerði einmitt þetta, — fáein ber, nokkrar gulræt- ur og ostmola, sem við fund- um á kistubotninum. Hann hafði legið þar allan veturinn og var orðinn svo harður og seigur að jafnvel hnífurinn vann ekki á honum. Mamma varð glöð, því hún gat nú gefið mér allan ostmolann. „Mínar tennur geta ekki bitið í gegnum þetta," sagði hún. Ég var enn að naga ostinn, þegar pabbi kom heim af akrinum. Hann sveiflaði pok- anum sínum glaðlega: „Jæja, Ferko," sagði hann við mig, „gettu hvað ég færi þér." „Hvað?" hrópaði ég og hoppaði upp og niður, „er það lítill næturgali?" Nei, það var miklu óvæntari gjöf, því þegar hann leitaði í pokahorninu kom hendi hans upp með sneið af hvítu brauði. Það var sama brauðsneiðin, sem hin ríka frú Dóbak hafði gefið mér og ég hafði gefið mömmu. Síðan þá, hefi ég allt- af skilið hvað „vort daglegt brauð" þýðir. Marieinn Guðmundsson Martin Dúiiui 20. jnnúar 1957 Ort tyrir hönd eftirlifandi konu hans, Kristbjargar Martin, aS Bahlur, Man. Nú er þín ævi flúin og okkar samleið þúin, sem var svo ljúf og löng. Hún öll var eins og fagur og" indæll sólskinsdagur með æskugleði og ástarsöng. Þú áttir auðlegð bezta, þín ástúðtryggð og festa, varst dyggðardrengurinn. Þú ætíð vel mér vildir, mitt veika ástand skildir, þér allt ég þakka, Maateinn minn. Þín Ijúfa minning lifir, við leggjum blómsveig yfir hinn lága legstað þinn. Við lífs þíns leiðarenda mig langar til að senda þér hjartanskveðju, Marteinn minn. Þó hryggðarsár mér svíði, ég samt ei neinu kvíði, ég frið og huggun finn. Ég þrái satt að segja að sem ég megi deyja og sameinast þér, Marteinn minn. V. J. Gullormsson — Þrætið þér fyrir, að hafa kastað flösku með víni, í höf- uðið á ákærandanum? — Nei, herra dómari, en það var ákaflega létt vín. ir í skóla einum í Osló, spurði kennarinn börnin, hvort þau vissu hvað brúðgumi væri. — Eftir nokkra stund svar- aði lítil stúlka: — Það er eitthvað, sem er notað við brúðkaup.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.