Lögberg - 21.02.1957, Side 6

Lögberg - 21.02.1957, Side 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1957 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF _ Heima á Nautaflötum ríkti þögn og fálæti. Það voru helzt Gróa og Steini, sem töluðu saman. Allir höfðu haldið dauðahaldi í þá von, að Jón kæmi með konu sína heim, en þegar Þórður kom með þessar dapurlegu fréttir, slokknaði sú veika von. Dísa sagði það við Gróu og Möngu, að Þórður lygi þessu bara, hún vissi að mamma sín væri þarna fyrir vestan, þangað hefði hún ætlað. Gróa var svo aldeilis hissa á, hvað Dísa gæti látið sér um munn fara um annan eins mann og hann Þórður væri. Það væri það réttasta að klaga fyrir henni Borghildi, en samt gerði hún það ekki. Lísibet litla spurði Borghildi að því eitt kvöld- ið, þegar hún var komin inn, hvort það yrði ekki bráðum komið með aðra svarta kistu, sem yrði látin í garðinn. Það hefði verið svo gaman þá, sungið og spilað á orgelið og margt fólk komið, sem hefði talað mikið, en nú segði enginn neitt af því pabbi og mamma væru ekki heima. Og svo súkkulaði og kaffi með fínu brauði. Borghildur fylltist óhug við að heyra barnið tala um aðra líkkistu. Hún flýtti sér að laga súkkulaði og láta fínt brauð með því og sagði, að það væri alltaf hægt að drekka súkkulaði, þó að engir gestir kæmu. Nú ætlaði hún að biðja Kristján að spila við hana, svo að henni leiddist ekki. Svo skyldi hún ekkert vera að tala um kistu — það væri svo leiðinlegt. Kristjáni þótti hálf leiðinlegt að spila við Lísibetu, hún kunni ekkert nema blindtrú, en fyrir súkkulaðibolla gerði hann það þó. Þórður var nýkominn inn og sat við borðið þegar allt í einu heyrðist gengið um bæinn og komið rakleitt inn göngin, bankað á hurðina og lokið upp. Það var Þóra í Hvammi. Hún lagði al- drei niður þann æskuvana að ganga inn án þess að berja. Gróa var rétt að enda við að skilja kvöld- mjólkina og kyssti aðkomukonuna tvo kossa, svo vænt þótti henni um að sjá^einhverja manneskju, sagði hún. „Ekki ertu þó líklega ein í bænum“, sgaði Þóra, „þarna er þó Þórður og þarna eru krakkarnir.“ „Ójá, það er nú svona, mér finnst heimilið vera eins og málleysingjahæli — og það er líka von. Þvílíkar fréttir, sem Þórður kom með. Hún hefur bara ekki komið vestur. Drottinn minn sæll og góður“. „Það var víst ekki eðlilegt að hún fyndist þar — hún er víst nær okkur“, sagði Þóra. „Ó, hamingjan góða! Ég mátti vita, að þú kæmir með góðar fréttir, þú varst svo hýr á svip- inn. Hvað hefurðu frétt?“ sagði Gróa og hljóp inn að baðstofudyrunum og bað Borghildi að koma fram. „Þóra er eitthvað svo drjúg yfir að hún geti kannske kveikt einhvern vonarneista í okkur“. „Ég fékk gest utan af Strönd. Það var sonur Maríu mágkonu minnar. Hún sendi mér bréf, sem hún fékk frá Ingu systur sinni. Hún er þarna vest- ur í Borgarsveitinni og segist hafa séð Önnu við Borgarkirkju — hún sé búin að vera þar eitthvað. Líklega hefur María verið búin að skrifa henni, að Anna væri horfin að heiman, fyrst hún skrifaði henni þetta svona fljótt“. Þóra rétti Þórði bréfið, svo að hann gæti lesið það sjálfur. Allt heimilis- fólkið var komið fram í eldhús til að hlusta á þessar gleðifréttir án þess að heilsa þeim, sem flutti þær. „Skárri eru það blessuð tíðindin, sem hún kemur með eins og vant er“, sagði Borghildur. „Ég gæti hugsað mér að þú drykkir kaffisopa og við öll. Mér hefur fundizt ég ekki hafa nein not af því að drekka kaffvnú í háa herrans tíð, þó að ég hafi gert það“. „En því í ósköpunum hefur manneskjan ekk- ert látið til sín heyra?“ fjasaði Gróa. „Það hefur nú verið þetta ólag á símanum", sagði Borghildur. „Hún hefur aldrei treyst sér lengra með skip- inu“, lagði Þórður til málanna. „Líklega verið orðin sjóveik og kannske verið við rúmið síðan. Líka getur skeð, að hún hafi skrifað með póstinum, sem kom í fyrradag. Það hefur ekki verið farið eftir honurn", sagði Borg- hildur. „Ég bað Sigga að koma með póstinn, ef hann sæi að eitthvert bréf væri frá henni. Aannars varðaði mig ekkert um hann“, sagði Þórður. „Ja, hvað á nú «ð gera?“ sagði Gróa, iðandi af kæti. „Þú verður að gera mér skó fljótlega. Ég fer strax og þeir eru tilbúnir“, sagði Þórður. „Ó, blessaður minn! Þeir eru til, þarf bara að leggja þá í bleyti og það geri ég strax — ekki skal standa á þeim“. „Þá er ekki annað að vandbúnaði en að útvega einhvern fjármann“, sagði Þórður. „Ég fer út að Hjalla strax í kvöld og legg upp í fyrramálið“. Borghildur veitti kaffi með nógu brauði, sem allir hööfðu ágæta lyst á. Dísa var sú eina, sem lét sér fátt um finnast. Hún sat með hálfgerðan ólundarsvip yfir kaffinu, fór svo inn í baðstofu, þegar drykkjunni var lokið. Hún þorði ekki að segja það, svo að Þóra heyrði, að hún væri viss um að þetta væri eintóm vitleýsa, en hún sagði Gróu það, þegar Þóra var farin. Gróa sagði bara eins og svo oft áður, að hún væri drepleiðinleg. ÞAÐ ER KOMINN MAÐUR Eftir því sem dögunum fjölgaði og þeir færð- ust nær því, að næsta skipsferð félli vestur og suður, varð A»na Friðriksdóttir órólegri og kvíð- andi. Hún gat ekki hugsað til þess að fara aftur á sjóinn. Hún fór að þjást af svefnleysi og matar- lystin varð lítil. Prestshjónin fór uað verða á- hyggjufull yfir útliti hennar og undruðust, að enginn skyldi koma til að vitja um hana eða að hún væri kölluð í síma — þaðan af síður að hún fengi bréf. Einu sinni talaði frúin um það við hana, hvort hún vildi ekki hætta við þessa vestur- ferð og fara norður aftur. „Það getur vel verið, að ég geri það“, svaraði Anna, „en fyrst ætla ég að sauma kjólana litlu systranna. Þær eru búnar að hlakka svo lengi til þeirra“. , Svo kom skipið að sunnan, en Anna hreyfði sig ekki. Hún átti eftir að festa hnappana á kjól- ana. Frúna langaði til að segja henni, að það gæti hún eða Tóta gert, en fannst það líkjast ókurteisi, hún gæti tekið það svo, að hún væri að ýta henni burt af heimilinu, en ekkert var henni fjær skapi. Hún gat líka vel hugsað sér að hún væri lasin, þó að hún sæti við verk sitt eins og vanalega. Það leyndi sér ekki, að þessi kona hafði einhverja byrði að bera, sem enginn þekkti nema hún sjálf. Hún bætti vel í ofninn og sagði önnu, að nú skyldF hún leggja sig, því að hún hefði áreiðanlega sofið illa í nótt. Svona notalegheit voru óvenjuleg nú orðið. Anna lagðist fyrir, en gat ekki sofnað. Hún gat ekki gleymt draumnum, sem hana hafði dreymt síðastliðna nótt. Hún þóttist vera heima á Nautaflötum eins og vanalega í svefninum og sá fóstru sína vera að athuga, hvernig liti út í skúff- unum í dragkistunni sinni. Anna óttaðist, að hún hefði ekki skilið nógu vel við það, svo að hún gæti ekki átalið hana fyrir skeytingarleysið. Hún heyrði hana kalla hátt: „Hvar er skrautið mitt, koffrið og blæjan? Ég get hvergi fundið það“. Borghildur kaljaði framan úr bæjardyrunum eða ofan af dyraloftinu: ,„Ég sá hana Dísu vera að þvælast með það um daginn“. — „Hvað hugsar manneskjan að láta krakkann vera að grúska niðri í skúffun- um mínum“, sagði þá sú mikla húsfreyja í þeim tón, að auðheyrt var, að hún var ekki ánægð og að nú vildi hún láta hlýða sér. Anna ætlaði að hlaupa til hennar og biðja hana fyrirgefningar á hirðuleysi sínu, en hún gat þá ekki hreyft sig úr stað. í því ástandi vaknaði hún og lofaði guð fyrir, að þetta var ekki annað en draumur. En hvað boðaði þessi draumur? Það boðaði vanalega eitt- hvað sérstakt, ef hún sá fóstru sína í draumi. Skyldi það geta átt sér stað, að Borghildur hefði passað lyklana svo illa, að Dísa hefði náð þeim? Slíkt var óhugsandi. En ef stelpan hefði náð þeim var hún vís til þess að fara ofan í hvaða hirzlu sem var, því var nú verr. Anna sofnaði ekki aftur. Líklega þætti fóstru hennar hún hugsa heldur heldur lítið um heimilið og var ekki vel ánægð yfir því. Hún varð að fara að hugsa til heim- ferðar. Hvernig sem það gengi að hafa sig norður og hvernig sem yrði tekið á móti henni. Undir fótaferðatímann sofnaði hún ofurlítinn blund, en vaknaði við sönginn í Tótu fram í eldhúsinu. Hún hafði falleg hljóð og söng og galaði sí og æ. Þó hlaut hún að vera yfir sig þreytt, svo mikið sem hún hafði að gera. Nú söng hún um bernskudalinn sinn með hnjúka fjöllin bláu. Skyldi hún eiga dal, sem hún þráði? Það eiga víst allir fagrar æsku- stöðvar. Tóta söng kvæðið aftur og aftur. Anna grúfði sig ofan í koddann og táraðist yfir því að sjá ekki sinn kæra dal og hjúkafjöllin bláu. Hér eftir yrði það hennar hlutskipti að sofna grátandi og vakna vonlaus, ef hún kæmist ekki heim. Og þó hafði hún ekki haft kjark í sér til að fara með skipinu. Hún var yfir sig þreytt og sofnaði fljót- lega. Líklega var hún búin að sofa lengi, þegar litla prestsdóttirin kom inn og læddist hægt að borðinu, þar sem kjóllinn hennar lá. Hún var sjálfsagt að gæta að því, hvort þessir skrautlegu hnappar væru komnir á hann. „Ég vissi ekki að þú svæfir“, sagði barnið og ætlaði að fara út aftur. „Ég er vöknuð, góða mín, og nú skal ég sýna þér fallegu hnappana á kjólnum. Var það ekki það, sem þig langaði til að sjá?“ „Mig langar helzt til að fara í hann strax, en mamma segir að það verði að bíða til sunnudags — það er ekki nema einn dagur þangað til“. Anna reis upp og kveikti ljós, svo að barnið sæi kjólinn betur. „Hann er ósköp fallegur“, sagði litla stúlkan og fór að telja hnappana. „Veiztu, að það er kominn ókunnugur maður. Hann ætlar að sofa hérna í nótt. Nú er hann að borða frammi í eldhúsi“, sagði barnið. „Nei, ég veit það ekki. Hvernig ætti ég að vita það?“ sagði Anna dapurlega. Það setti að henni hálfgerðan hroll, þótt heitt væri inni. Hún færði stólinn að ofninum og fór að festa seinustu hnapp- ana á kjólinn yngri dótturinnar. Litla stúlkan fór fram. önnu sárlangaði til að gera boð fram, hvort ekki væri heitt á könnunni, alveg eins og hún gerði heima, en hætti við það. Það átti ekki við. Hér var engin umhy|gjusöm Borghildur, sem hafði heitt á könnunni allan daginn. Á morgun ætlaði hún út í kaupstað með kjólinn til hennar Lóu. Það yrði dægrastytting að rölta það. Kannske hún neyddi&t til að tala við Sigga Daníels og biðja hann að koma boðum fram eftir. Það þýddi víst ekki að hugsa meira um þessa vesturferð. Það leit út fyrir að það ætti ekki fyrir henni að liggja að komast þangað. Nú var bankað. Sjálfsagt frúin, hugsaði Anna. Kannske hafi verið hitað kaffi handa gestinum og hún nyti nú góðs af. Hún bauð henni glaðlega að koma inn. „Almáttugur! hvað sé ég? Þórður!“ sagði hún, þegar hurðin opnaðist og Þórður kom inn. Hann bauð gott kvöld og rétti henni hendina. Hún stóð svo hvatlega á fætur, að fíni kjóllinn datt á gólfið og tók báðum höndum um framrétta hönd komu- manns. Handtakið var hlýtt og langt. Þannig voru alltaf handtök Þórðar. „Sízt datt mér í hug, að það værir þú, sem sóttir svona að mér. Hvaðan úr ósköpunum kem- urðu?“ sagði hún, þegar þau höfðu heilsazt. „Auðvitað heiman úr dalnum okkar“, svaraði hann og lét aftur hurðina og settist á stól, sem var nærri honum. „Fyrirgefðu að ég bauð þér ekki sæti, Þórður. Þú ert náttúrlega ferðlúinn", sagði hún. „Ég hafði vit á að ná mér sjálfur í stól“, sagði hann. „Hvert ætlarðu að fara?“ „Ekki lengra“. „Ertu virkilega að leita að mér?“ sagði hún og kafroðnaði. „Hver gat sagt þér að ég væri hér?“ „Það kom ein af þessum góðu álfkonum í gærkvöldi og lánaði mér hnoða, sem valt á undan mér hingað“, sagði Þórður og brosti þreytulega. „Svo, sú hefur verið fjarsýn þykir mér“. Svo varð þögn. Anna fór að festa hnappana á kjólinn. Hann horfði á hana út undan sér.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.