Lögberg - 21.02.1957, Page 7

Lögberg - 21.02.1957, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1957 7 ÖRÆFAKYRRÐ Ort á ritvél í seplember 1956. — Tileinkað Halli í Stakkahlíð 1 ljóSunum, sem hér fara á eftir kveSast á tvö skáld, Helgi Valtýsson á Akureyri og Hallur E. Magnússon I Seattle; svo sem lesendur Lögbergs vafalaust rekur minni til átti Hallur áttræSisafmæli í fyrra og í tilefni af þvi sendi Helgi honum drápuna, sem Seattle-skáldiS þakkaSi I ljóSi; þeir Helgi og Hallur voru fermingarbræSur og smalamenskufélagar I NorSur-Húlasýslu. —Ritstj. I. Hljómahaf einverunnar hrynur mér við eyra. Reginómar kyrrðarinnar fylla allan geiminn. Og sál mín syngur í órofa þögn við undirleik ánna beggja. Hér ríkir andi öræfanna og ræður öllu. — Ég ligg og sofna við ómþýtt lindarhjal. — Móðir jörð tekur mig í sólhlýjan faðm sinn, lykur mig mosamjúkum örmum og andar öræfadjúpum friði gegnum vitund mína alla: Smalasál mín losnar úr læðningi, — lyftir sér hátt og hverfur inn í sameining himins og jarðar. II. Slepptu mér aldrei, öræfakyrrð! Hér eigum við bæði heima! Sál mín er fleyg um söngvanna geim og sameinast hrun-stillt ómröddum þeim um ómælis víðáttu feikna-firrð, sem aðeins öræfin geyma og ljúfling sinn láta dreyma. — Ég á hvorki heima á himni né jörð, er hljómandi strengur beggja. Sú heilaga þríund um fold og fjörð er sameining sólheima tveggja: Fullkomnun skaparans dýrustu drauma, og hríslast um hvolfgeimsins strauma. III. Lindin niðar, lindin hjalar ljúft sem barn í vööggusælu, hreint og laugað, himinn í augum. — Öræfakyrrðin um mig lykur ástarhlýjum móðurörmum, svífur hljótt á hvítum vængjum, hvíslar unaðsblítt í eyra öllum dular-draumum geimsins dýrðlegum í æðsta veldi, vekur sálar sælu-fylling. Sveipar mig í sínum feldi, sökkvir mér í botnlaust kaf, — Öræfa-kyrrðar hyldjúpt haf. IV. HALLUR: Þennan frið og þvílíkt yndi þekktum við á bernskuárum! Litlum smala-labbakútum, lúnum títt og fótasárum, < þótti ekki þörf að kvarta, v þegar blessuð sólin skein. — Flest þá okkur lék í lyndi. Fyrir regni skjól í skútum eða kofa upp við stein. — Fjallaheiminn furðubjarta fengum við í smalagjöf, áttum bæði huaður og höf! — Enginn var þá okkar líki, enginn stærra konungsríki réði milli hafs og hlíða, himinglaður , sæll og frjáls! Kvíja-ær um heiði og háls! Sumardýrð um veröld víða! — Þá var sælt að syngja og yrkja söng við foss og lækja spil. Fjallaheimurinn fegurst kirkja! Fögnuður að vera iil! —HELGI Á NESI --------0------- H I N H L IÐ I N — ORT ÚR PENNA — HELGI: Þegar vetrar blésu byljir, baulaði í strompi og ýldi í gátt, daga og nætur skelfldi í skafla, skýjað loft í hverri átt. Út í bylinn altaf þurfti einhver, fram á beitarhús, til að kasta gjöf á garða, gegndi smalinn oftast fús. En að rata réttar leiðir, reyndi á þrek og stilling manns. Enga slíka þraut skal þakka, það var skylda og .hlutverk hans. Fjárhundurinn trúr og tryggur, tvílaust gegnum myrkrið sér, þefvís veit hvar leiðin liggur, léttstígur á undan fer. Þá var holt að hu^a um fleira, (heiðríkt loft og sumardag). Klípa hönd í kalið eyra, kjarkinn herða og raula lag. Seinna hríð og hörku gleymdu, heima fundu ró og frið; lögðust svo til svefns og dreymdu sumardýrð og lækjarnið. —HALLUR í STAKKAHLIÐ Afkastamiklar fiskflökunarvélar nú teknar í nofkun í fiskiðjuverum hér Veigamikil breyling á vinnubrögðum, sem hefsi með aukinni véltækni í fiskiðnaðinum Á þessari vertíð verða í fyrsta sinn notaðar að ráði nýjar vélar við fiskverkun, sem líklegt er að eigi eftir að ryðja sér verulega til rúms hér á landi. Eru það þýzkar fisk- flökunarvélar, sem gefist hafa mjög vel og vakið hafa mikla atahygli á fiskveiða- og fisk- iðnaðarsýningum erlendis. I Keflavík er nú búið að byggja sérstaka vinnslustöð, þar sem þessar vélar verða notaðar við flökun á vertíðar- fiski og hafa sex frystihús þar sameinast um að koma upp byggingu, þar sem flökunar- vélar verða til húsa. Flökunarvélarnar í einu húsi Er bygging þessi stórhýsi, sem nota á til fiskverkunar og var því valinn staður skammt frá fiski- og síldarmjölsverk- smiðju, sem þessi sömu frysti- hús eru aðilar að. í þessari nýju byggingu verða til að byrja með tvær flökunarvélar, fyrir þorsk og annan stóran vertíðarfisk. Er þar um að ræða nýjustu gerð flökunarvéla af svokallaðri Baader-gerð og nefnist sú vélategund Baader 99. Önnur vél frá sömu verksmiðju er smíðuð til að flaka smærri fisk og munu nokkrir aðilar eiga síðar von á slíkum vélum og karfaflökunarvélum, sem sömu aðilar í Þýzkalandi búa til. Fyrsta flökunarvélin noluð i V es tmannaey j um Frystihúsin sex, sem aðilar eru að hinu nýja fyrirtæki í Keflavík munu síðan fá fisk- flökin í pökkunarverksmiðj- urnar og síðan í frystingu eins og venja er til. Fyrsta flökunarvélin af þessari gerð var notuð í Vest- mannaeyjum í fyrra og reynd- ist hún svo vel að nú verður hún notuð í fyrsta sinn í mörg- um frystihúsum á þessari ver- tíð og mun hér um að ræða stærsta átakið, sem gert hefir verið til að auka sjálfvirkni í fiskiðnaði frystihúsanna, þeg- ar frystingin er frátalin. Ein vél mun vera komin hingað til Reykjavíkur í frysti hús Ingvars Vilhjálmssonar, önnur mun væntanleg til Kirkjusands og Tryggva Ó- feigssonar. Ennfremur eru flökunarvélar væntanlegar til frystihúsa á Akranesi, Vest- mannaeyja tvær, ólafsvíkur og fleiri verstöðva, þegar líða tekur á vertíðina. Vélar þess- ar eru mjög dýrar í innkaupi, kosta 7—800 þúsund krónur, en rekstrarkostnaður þeirra mun hins vegar lítill og end- ing sennilega góð. Samkvæmt upplýsingum, er Tíminn fékk hjá Bergsteini Bergsteinssyni fiskimatsstjóra eiga þessar þýzku Baader flökunarvélar sér merkilega og langa forsögu. Segja má að þær séu árangur af ævilöngu starfi þýzks hugvitsmanns, sem þó lifði það, að sjá vél- arnar fullkomnar og í góðum gangi, áður en hann dó fyrir um það bil tveimur árum. Bergsteinn kynntist þessum' hugvitsmanni fyrir mörgum árum og fylgdist með því hvernig þessari mikilvægu uppgötvun hans miðaði áfram. Langt er síðan fyrsta flökun- arvélin hans varð til og síldar- flökunarvélar hans hafa verið notaðar um langt skeið víða um heim til dæmis í hundraða tali í Skotlandi og þótt gefast vel. Baadervélin hefir gefist vel Fyrir nokkrum árum var reynd hér flökunarvél, sem notuð var með góðum árangri í Þýzkalandi. Bygging hennar miðaðist við að fiskurinn þyrfti að beygjast, en til þess var hinn nýveiddi íslenzki vertíðarfiskur of stór og stinn- ur. Síðan kom á markaðinn ný vél, þar sem fiskurinn kemur beint að skurðarhnífunum og er það þessi nýja og endur- bætta vél, sem kemur hingað til lands og hefir þótt gefast allra flökunarvéla bezt. Menri af ýmsum þjóðernum hafa á undanförnum árum gert tilraunir með smíði flök- unarvélar, en enginn þeirra hefir náð verulegri útbreiðslu, eða þótt hentug, nema þessi þýzka vél, sem nú er farið að nota í stórum stíl í íslenzkum fiskiðjuverum. —TÍMINN, 8. janúar Blessuð sólin elskar alt, alt með kossi vekur; haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $ for ....... subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ..................................... ADDRESS .................................. City.............................. Zone... EATON'S SAMFAGNAR ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGINU YFIR ÞVÍ HVE ÁRSÞING ÞESS LÁNAÐIST VEL EATON’S of CANADA

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.