Lögberg - 21.02.1957, Síða 8

Lögberg - 21.02.1957, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1957 Úr borg og bygð Mr. Hal Björnson frá Stettler, Alberta, leit inn á skrifstofu Lögbergs í vikunni, sem leið; hann hefir þar með höndum ábyrgðarmikla stöðu hjá The McLeods Limited, Hardware félaginu miklá. Mr. Björnson er sonur hinna góð- kunnu hjóna Jóhanns og Helgu Björnson að Swan River, Man. ☆ Mr. Grettir Eggertson raf- magnsverkfræðingur fór suð- ur til Chicago, 111., seinnipart fyrri viku og er væntanlegur heim einhvern hinna næstu 'daga. ☆ Arni G. Eggertson, Q.C. og frú Maja Eggertson, komu heim úr langferðalagi síðast- liðinn föstudag; þau fóru héð- an í desembermánuði suður til Miami, Florida, en þar eiga heima þau Mr. og Mrs. Robert Tait, en Mrs. Tait, Kristín, er systir frú Maju; þaðan fóru þau Arni og frú í langa sigl- ingaför til Jamaica og böðuðu sig þar í sól og sumarblíðu; komu þau endurhresst heim og höfðu notið ósegjanlegrar ánægju af ferðalaginu. ☆ — GIFTING — Þann 27. desember síðastl. voru gefin saman í hjóanband Helga Grímólfína Thordarson og Robert Edward Christo- pher. Athöfnin fór fram í ís- lenzku lútersku kirkjunni í Vancouver. Séra Eiríkur S. Brynjólfsson gifti. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Theodore Thordarson í Vancouver, og fór brúðkaupsveizla fram á heimili þeirra. Mrs. Christo- pher er útlærð hjúkrunarkona af Vancouver spítala skólan- um, en maður hennar braut- skráður af háskóla fylkisinö. ☆ — DÁNARFREGN — Una Jónasson dó 13. febrú- ar eftir langa og þunga legu á spítala í Vancouver 47 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann sinn, Guðmund Jónasson, og þrjá sonu, Howard, Leó og Richard, og föður Jón Hávarðarson, og fjóra bræður og þrjár systur. Útförin fór fram á föstudag- inn, séra Eiríkur S. Brynjólfs- son jarðsöng. ☆ — DÁNARFREGN — Ingibjörg Thorunn, ekkja Óskars Alexanders Olson, lézt í Nanaimo, Victoria, B.C. 13. febrúar, 68 ára að aldri. Hún var dóttir hinna merku landnámshjóna, Magnúsar og Kristínar Hinrickson, Chureh- bridge, Sask. Hana lifa tvær dætur, Mrs. Margrét Hocking í Parksville, B.C. og Kristín Olson kennslukona; þrír synir, Baldur kaupmaður í Church- bridge, Haraldur verkfærasali í Yorkton og Magnús kaup- maður í Foam Lake; ein systir, Mrs. Elín Markússon í Breden- bury, Sask., og/ átján barna- börn. Ingibjörg heitin var fædd í Churchbridge, og bjó þar með manni sínum, er hún missti 1939. Systir sína, Mrs. Jórunni Líndal missti hún 1941. Hún fluttist til Nanaimo fyrir 12 árum. Útförin var gerð á laugardaginn 16. febrúar. ☆ Mr. Ásgeir Gíslason stór- bóndi og skáld frá Leslie, Sask., kom hingað um helgina á ársþing Þjóðræknisfélagsins. ☆ Afmælissamkoma Betel, sem Kvenfélag fyrsta lúterska safnaðar efnir til í kirkjunni á föstudagskvöldið, verður að öllu hin ánægjulegasta, og er þess því að vænta að hún verði sótt sem þá, er bezt getur. Áfengisbrot I Quebec-fylki er greiðari aðgangur að vínsölu- og vín- neyzlustöðum en i nokkru öðru fylki í Canada, en þrátt fyrir það voru færri brot á áfengislöggjöfinni þar en í nokkru hinna fylkjanna og langtum færri teknir úr um- ferð vegna ölvunar árið sem leið; flestir sektardómar vegna ölvunar og annara brota varð- andi stjórnarvínsölu voru í hlutfalli við fólksfjölda kveðn- ir upp á Prince Edward Island og í New Brunswick. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ ST. STEPHEN S LUTHERAN CHURCH — Silver Heighis — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday, February 24ih: Sunday School 9.30 A.M. Family Service 11 A.M. ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunnud. 24. febrúar: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12. íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Fulltrúar og gestir á þjóðræknisþingi Hér fara á eftir nöfn utan- bæjar fulltrúa á ársþing Þjóð- ræknisfélagsins; ennfremur utanbæjargesta, er vér urðum varir við. — Nöfn Winnipeg- fulltrúa voru birt í síðasta blaði. Árborg (Esjan): Mrs. Kristveig Jóhannesson Mrs. Herdís Eiríksson Gunnar Sæmundssón Aðalbjörg Sigvaldason Guðni Sigvaldason. Mounlain (Báran): Haraldur Ólafsson Séra Ólafur Skúlason Dr. Richard Beck Lundar (Lundar): Tómas Guðmundsson Ásgeir Jörundsson Ólafur Hallsson. Ströndin (Vancouver, B.C.): Séra Eiríkur Brynjólfsson. Morden, Man. (ísland): Mrs. Louise Gíslason. Selkirk, Man. (Brúin): Mrs. Ásta Erickson Mrs. Ólöf Magnússon. Gimli, Man. Mrs. Emma von Renesse Mrs. Elín Sigurdson, nú bú- sett í Winnipeg Mrs. Kristín Thorsteinsson Mrs. Ingibjörg Bjarnason. (Bsdsd fomsud FIRST LUTHERAN ,CHURCH FRIDAY MARCH ÍST AT 8.15 P.M. PROGRAM 1. O, CANADA 2. CHAIRMAN’S REMARKS .....Dr. V. J. Eylands 3. VOCAL DUET: Mrs. Pearl Johnson, Mrs. Lillia Day 4. NEWS FROM BETEL .........Rev. S. Ólafsson 5. VOCAL SOLO .........Mr. Erlingur Eggertson — COLLECTION — 6. SPEECH....................Rev. J. Fullmer 7. VOCAL SOLO Mr. Erlingur Eggertson “THE QUEEN” Coffee served free to all in lower auditorium Miðsvetrarmót Fróns Fáum gengur eins vel að fá fólk til að skemmta á sam- komum og skipuleggja góða skemmtiskrá eins og hinum ötula forseta Fróns, Jóni Johnson. Bar hin fjölbreytta skemmtiskrá á mánudags- kveldið vitni um það. Aðal- ræðumaðurinn séra Ólafur Skúlason flutti faguryrta og fyndna ræðu, er kom öllum í gott skap. Fagurt var og kvæði Dr. Becks, „Erfðafé." Söng- konan okkar góðkunna, Mrs. H. Day, gladdi alla með söng sínum, eins og að venju, svo og Heather Sigurdson með sinni ljúfu rödd. Hinn korn- ungi maður, Karl Thorsteins- son, kom fram í fyrra með píanóleik, er þótti góður, og hefir hann tekið miklum fram förum á árinu. Saga sú, er Ingibjörg Jónsson las, birtist í þessu blaði. Skemmtiskránni lauk með söng Elmers Nor- dals, er hreif alla með sinni þróttmiklu og karlmannlegu rödd. — Þá var neytt veitinga í neðri sal kirkjunnar og rabbað við kunningja og vini. Nýja samkomuhúsið í Árborg Nýja samkomuhúsið í Ár* borg var formlega opnað a föstudaginn 15. febrúar. For- maður húsnefndarinnar, Joe Tergesen lyfsali, flutti stutt ávarp. 45 stúdentar frá Glee klúbb Manitoba háskólans skemmtu á ýmsan hátt. Horn- leikaraflokkur lék, dans var stíginn; hinn mikli mann- fjöldi sem þarna var skemmti sér ágætlega. Húsið er 100 fet á lengd og 60 fet á breidd, með nýjustu tækjum, eldhúsi og stórum borðsal. Byggðarmenn hafa reist húsið sjálfir með frjáls- um fjárframlögum og arði af ýmis konar skemmtunum. Her um bil öll vinnan hefir verið gefin, utan yfirsmiðsins. Byrj' að var á verkinu 15. sept. 1955, og kostnaður fram að þessU, sem allur hefir verið greiddur, nemur $33,0000. Áætlað er byggingin, þegar henni er lok' ið að fullu, kosti $36,000, muni það verða 1 sumar. Hefir hér vel að verki verið og byggðinni til sóma. Mótfallin smjörlíki Mr. Elman Guttormson þingmaður St. George kjör- dæmis flutti nýverið rök- studda ræðu í fylkisþinginu gegn lituðu smjörlíki eða jafnvel smjörlíki í hvaða formi sem er; taldi hann smjörfram- leiðendum stafa af því mikla efnahagslega hættu ef litað smjörlíki yrði lögleitt, og skor- aði á þingið að fella tillögu Mr. Jack St. Johns þingmanns fyrir Winnipeg Centre kjör- dæmið um löggildingu litaðs smjörlíkis. Aðrir gestir Mrs. K. Goodman, Selkirk Mr. og Mrs. Eiríkur Vigfússon, Selkirk Árni Brandson, Hnausa Sæunn Bjarnadóttir, Gimli . Petrína Peterson, Oak Point Mr. og Mrs. Thomas Thomasson, Morden, Man. Oscar Gíslason, Leslie, Sask. Mrs. Kristín Pálsson, Lundar, Man. Mrs. Ingibjörg Rafnkelson, Lundar, Man. Civil Engineer Dies Thórhallur Hermann, borU september 19th 1882. ParentS- Hermann Hjálmarsson Hef' mann and Magnea PjeturS' dóttir Guðjohnsen. Came to Gardar, N. Dak’ from Iceland 1890. Graduafe in Civil Engeneering frofl1 University of N. Dak. Served in lst World War & Engineers Corps. of Canadia11 Army. After the war he served aS City Engineer at VegreviHe’ Alta, for some time. Did a survey of water poWer in B.C. for the Federal Gvo’f- Of late years has been Ehi' ployed by B.C. Electirc C°' installing power plants at various points — the latest at Spille Macheen, B.C. Died on Jan. 29th after 3 series of heart attacks. Fune' ral services held in Unite<- Church at Golden, B.C. a° interment took place there. Survived by his wife Tormer Mildred Copeland, t"’0 sons and two grandchildreU;

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.