Lögberg - 28.02.1957, Side 1

Lögberg - 28.02.1957, Side 1
SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In V* Lb. Tlns Makes the Flnest Bread Avallable at Your Favorlte Grocer SAVE MONEYl use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In V* Lb. Tlns Makes the Finest Bread Avallable at Yonr Favorite Grocer 70- argangur WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1957 NÚMER 9 íslenzk gullbrúðhjón hylt af mannfjölda ÓLAFUR HALLSSON og frú GUÐRÚN HALLSSON DR. RICHARD BECK Kjörinn forseti Þjóðræknis- félagsins ^r- og Mrs. Arthur Furney, ^ra Thorold, Ont., komu til ^imli 16. þ. m. í heimsókn til Mrs. Ingu Furney, móður Mr. urney; þau fóru til Winnipeg ta að vera viðstödd, er Victor ®°nur þeirra útskrifaðist frá C- A. F. sjómannaskólanum Par. .— Mrs. Emma von j-^nessee hafði samsæti á nnimili sínu 17. þ. m.; var það v°rttveggja í senn til að a§na komu Mr. og JVIrs. Urney og afmælisveisla fyrir PrJÚ af viðstöddu skyldfólki, Seni áttu afmæli næsta dag, Voru það Mrs. Inga Furney Séra PHILIP M. PÉTURSSON Endurkosinn varaforseti Þ j óðræknisf élagsins (tengdasystir Mrs. Renessee), Siggi Eyjólfsson frá Árborg, bróðir Mrs. Furney og Mrs. B. A. Eyjólfsson frá Winnipeg. Var veizlan í alla staði hin ánægjulegasta. ----0---- Dr. Richard Beck, frá Grand Forks, N.D., kom til Betel 17. þ. m. Eftir að hafa heimsótt móður sína, frú Vigfúsínu Beck, kom hann saman með vistfólki kl. þrjú í samkomu- salnum og flutti þar hið gull- fallega ljóð sitt „Erfðafé“, er hann flutti á Frónsmóti s.l. Framhald á bls. 8 Síðastliðinn föstudag áttu þau merkishjónin Ó 1 a f u r Hallsson kaupmaður að Eriks- dale, Man., og frú Guðrún Hallsson gullbrúðkaup, og var atburðarins minst þá um dag- inn með fjölmennum og glæsi- legum mannfagnaði. Athöfnin hófst með því, að fjölskyldan safnaðist saman á heimili sonar brúðhjónanna, Halls kaupmanns og frúar hans þar í bænum, þar sem neytt var sameiginlegrar máltíðar af hálfu fjölskyldunnar, gjafir afhentar, og skemt sér við samræður og söng; öll börn þeirra Ólafs og Guðrúnar voru viðstödd, Hallur, sem þegar hefir verið minst á og dætur þeirra þrjár, Ingibjörg (Mrs. H. W. McGlynn), Kristjana (Mrs. Ingólfur Bergsteinsson), Orange, California, og Gyða (Mrs. G. O. Ryckman). í för með þeim Ingibjörgu og Gyðu voru menn þeirra og börn, og sex af tíu barnabörnum gull- brúðhjónanna voru viðstödd mannfagnaðinn; börnin og sifjalið þeirra sæmdu gull- brúðhjónin verðmætum gjöf- um, svo sem Clock Radio, Electric Blanket og Money Tree. Um kvöldið söfnuðust sam- an í Orange Hall yfir 200 ná- grannar og vinir gullbrúð- hjónanna til að hylla þau og votta þeim virðingu sína; for- sæti skipaði Rev. Ronald Johnston, en hann er persónu- legur vinur fjölskyldunnar. Fyrstu ræðuna flutti Elman Guttormson þingmaður St. George kjördæmis, er af hálfu fólksins í kjördæminu þakkaði gullbrúðhjónunum mikilvægt og nytsamt forustustarf. Mr. Guttormson lauk ræðu sinni, er fagnað var hið bezta, með svofeldum orðum: „Kæru vinir, Guðrún og Ólafur Hallsson — ég þakka vinskap ykkar og óska ykkur og börnum ykkar blessunar á afmælinu. Á demantsafmæli ykkar ætla ég að tala alveg á íslenzku.“ Aðalræðuna fyrir minni gullbrúðhjónanna flutti Mr. Óli Johnson frá Vogar, og var hún rómuð mjög. Af hálfu bygðarlagsins talaði Mr. John H. Knox og fékk heiðursgest- um til eignar og umráða vand- aðan gólflampa og nokkura upphæð í fríðu. Miss Emma Sigurðsson frá Winnipeg þakkaði gullbrúðhjónunum ljúfa viðkynningu og sæmdi frú Guðrúnu fögrum blóm- sveig. Dr. Guðmundur Paul- son þakkaði heiðursgestunum vinfengi þeirra og risnu og dáði menningarbraginn á heimili þeirra, þar sem ís- lenzkir og canadiskir menn- ingarstraumar héldist fagur- lega í hendur; á veizlufagnað þennan jók eigi alllítið ein- söngur - Miss Ingibjargar Bjarnason frá Winnipeg. Gullbrúðguminn, sem er á- gætlega máli farinn, þakkaði með fögrum og vinhlýjum orðum þá miklu sæmd, sem þeim hjónum hefði fallið í skaut með þessu virðulega samsæti og hinum verðmætu gjöfum, en fegurstu orðin helgaði hann konu sinni, sem verið hefði verndarengill hans í hálfa öld. Ég, sem þessar fábrotnu línur rita, var viðstaddur brúðkaup þeirra Ólafs Halls- sonar og frú Guðrúnar, en það fór fram á heimili frænku minnar, frú Katrínar Sigfús- dóttur, ekkju Ármanns verzl- unarstjóra Bjarnarsonar frá Viðfirði, hinn 22. febrúar 1907. Séra Jóhann Þorkelsson dóm- kirkjuprestur gifti, en ég var organistinn og mælti fyrir minni brúðhjónanna; þessi at- burður stendur mér eins ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum og hann hefði gerzt í dag. Ólafur Hallsson er sunn- lenzkur að uppruna, kom barnungur til Seyðisfjarðar og ólst þar upp, og hann hugsar og talar eins og hreinræktaður Austfirðingur; ættir okkar frú Guðrúnar koma nokkuð sam- an, en hún er dóttir Björns bónda á Vaði í Skriðdal, fyrir- myndar húsmóðir og bókfróð vel. Þau Ólafur og Guðrún komu til Vesturheims árið 1910 og vorið eftir fluttust þau til Eriksdale, en þar stofnsetti hann brátt verzlun, er hann rak af góðri forsjá og alkunn- um dugnaði. Ólafur er söngvinn vel og hefir samið eigi allfá lög, er tekin hafa verið á hljómplötur, og hann er einnig alvöru- maður um andleg mál, er sungið hefir tíðir við góðan orðstír víðsvegar í bygðunum við Manitobavatn. Hallssons-heimilið í Eriks- dale, er annálað fyrir alúð og risnu; það hefir ávalt staðið í þjóðbraut, og þannig stendur það enn þann dag í dag. Gott fólk gengur ávalt á Guðs veg- um; á öðrum götum eða gang- stígum hefir aldrei þurft að leita gullbrúðhjónanna í Eriksdale, sem nú hefir hér verið stuttlega minst. Með þökk fyrir órjúfandi vináttu. Ykkar einlægur, Einar P. Jónsson lllyiðrasamt Veðurfar víðsvegar um Norðurálfu hefir ekki verið alt í gæzkunni upp á síðkastið; fannfergi hefir herjað Frakk- land og Þýzkaland, og í Sviss- landi hafa verðið óvenju hörk- ur; á Norðurlöndum hefir veðrið einnig verið umhleyp- ingasamt, í Danmörku ísing og slydda. VALDIMAR BJORNSON Kjörinn heiðurfélagi Þjóðræknisfélagsins GUNNAR THORODDSEN Kjörinn heiðursfélagi Þjóðræknisfélagsins Fréttir fra Gimli, 25. FEBRÚAR, 1957

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.