Lögberg - 28.02.1957, Síða 3

Lögberg - 28.02.1957, Síða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28.' FEBRÚAR 1957 3 og erfiði gerðu þeir sér jörðina undirgefna, og með vopnum gáfna sinna og mannkosta ruddu þeir sér til rúms meðal framandi þjóða, og reyndust þar svo liðtækir, að ekki varð hjá því komist að veita þeim athygli og kveðja þá til hinna vandasömustu starfa. Og sæti þeirra hafa hvarvetna reynzt vel skipuð. Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi hefir tekið sér það hlutverk á hendur, að vernda og viðhalda þeim arfi, sem landnemarnir íslenzku fluttu vestur um haf, og niðjar þeirra hafa síðan ávaxtað drengilega og dyggilega. Með því hefir félagið tekizt á hendur mikla ábyrgð og mik- inn vanda, en starf þess um áratugi hefir sýnt, að það er vandanum vaxið. Tímarnir breytast, nýir starfshættir og ný v^ðhorf koma með nýjum tímum, ein kynslóð tekur við af annari. Því lögmáli hlýtur félags- skapur yðar að lúta sem aðrir. En allt um það helzt mark- miðið óbreytt: verndun hins íslenzka arfs með þeim hætti, sem bezt hentar hverjum tíma. Þetta starf er síður en svo eingöngu unnið fyrir Vestur-íslendinga eina, það er engu síður unnið fyrir okkur, sem búum heima á gamla Fróni, og úr undarlegum steini má sá Islendingur vera gerður, sem ekki fagnar því starfi og vill rétta því hjálpandi hönd. Að endingu flyt ég Þjóð- ræknisfélaginu og þingi þess alúðarkveðju, og óska því og öllum Islendingum vestan hafs farsældar og heilla í störfum sínum. Steindór Steindórsson frá Hlöðum.“ Tel ég sjálfsagt að þingið vilji votta Steindóri kennara þakkir og senda honum kveðj- ur sínar í tilefni af þessu at- hyglisverða og vingjarnlega bréfi. En við höfum ekki aðeins fagnað gestum frá íslandi, heldur hafa og ýmsir á meðal vor farið til íslands á árinu. Þetta fólk hefir dvalið þar lengri eða skemmri' tíma, og komið svo aftur hingað vestur flytjandi með sér fróðleik og velvildarhug til ættlands og erfða. Björn Sigurbjörnsson og Helga kona hans fóru í ’ skyndiheimsókn til Islands í fyrrasumar, og sömuleiðis þær Ingibjörg Bjarnason, og Helen Jósephson. Hefir þetta fólk sýnt fagrar litmyndir frá ferð- um sínum, og flutt erindi víðs- vegar fólki til fróðleiks og ánægju. Forseti var einnig staddur á íslandi um fimm vikna skeið í fyrrasumar. Enda þótt sú ferð væri farin einkum í kirkju- legum erindum, flutti hann víða ávörp og kveðjur frá Þjóðræknisfélaginu. Þjóð- ræknisfélag íslendinga í Reykjavík hélt honum og konu hans kveðjusamsæti skömmu áður en þau lögðu af stað heimleiðis, og samdægurs flutti hann erindi í Ríkisút- varp Islands, þar sem hann mælti m. a. á þessa leið: „Allmikill fjöldi Vestur- íslendinga heimsækir Island á hverju ári, mörgum þar vestra er ísland enn landið helga, sem stendur í ljómandi minn- ingu æskuáránna. Þeir sem koma hingað að vestan finna ekki lengur það land eða þá þjóð, sem feðurnir töluðu um á frumbýlingsárunum vestra. Þeir námu landspildu í Can- anda, og nefndu Nýja-ísland. Nú skilst mönnum, sem koma hingað, að Nýja-ísland er ekki í Canada, það er hér. „Sjá, allt er orðið nýtt,“ má vissulega segja um þetta land, framfarir þess á sjó og landi og í lofti. Þessu fagna íslendingar vest- an hafs. Við, sem hér höfum dvalið í sumar þökkum fyrir allan kærleika og gestrisni, sem við höfum notið hér; við biðjum góðan Guð að blessa Island og íslendinga; við biðj- um þess að andlegur þroski þjóðarinnar megi ávalt hald- ast í hendur við hina tækni- legu þróun, og að hér megi ávalt verða gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þrosk- ast á guðsríkisbraut.“ Þegar vér nú nemum staðar á Kambabrún þessa þjóð- ræknisþings, er það margt sem fyrir augun ber í íslenzku félagslífi hér vestan hafs. Margt bendir til þess að ein- staklingsframtaks 1 a n d a n s njóti sín nú ekki síður en áður. Ýmsir af þjóðflokki vorum hafa rutt sér braut til al- mennrar viðurkenningar og velgengni. En skrá yfir allt slíkt tilheyrir fremur annála- ritun, en skýrslu forseta Þjóð- ræknisfélagsins, og skal því ekki farið frekar út í það mál hér. En sem kunnugt er, er nú annáll ársins prentaður í Tímariti félagsins, og annast dr. Beck það starf. Það hefir verið sagt um okkur Vestur-Islendinga að við skemmtum okkur vel á mannfundum okkar og félags- þingum, en að við tökum mál okkar ekki mjög föstum tök- um, og leggjum ekki mikið í sölurnar yfirleitt málum okk- ar til framdráttar. Nú er vissu- lega ekkert athugavert við það að menn skemmti sér vel, og ég vona að við gerum það einnig á þessu þingi, og á samkomum þeim sem standa í sambandi við það. En við verðum einnig að horfast í augu við veruleikann í starfs- málum okkar og stefnumiðum. Ef þetta félag á að halda á- fram að svara tilgangi sínum, þá verður það að vakna af værum blundi undanfarinna ára, og hrista af sér slenið og doðann. Ýmis aðalmál félags- ins verður að taka til ræki- legrar yfirvegunar. Það þarf að hefja nýja sókn í útbreiðslu og fræðslumálum. Það þarf að vekja ýmsar deildir félagsins til nýs lífs og athafna. Það þarf að stofna nýjar deildir á nokkrum stöðum þar sem landar eru orðnir fjölmennir, en engin þjóðræknisleg starf- semi er fyrir hendi. Það þarf að efla fræðslustarfsemi deild- anna, einkum kennsluna í ís- lenzku. Tímarit félagsins er gefið út með vaxandi halla á hverju ári, og er það nú orð- inn óþarflega þungur ómagi á félaginu. Þetta rit er talið með beztu tímaritum, sem út er gefið á íslenzku, og Gísli Jóns- son ritstjóri þess, hefir vissu- lega haldið í horfinu að því er snertir innihald og allan frá- gang ritsins. En til þess að ritið geti borið sig þarf að auka útbreiðslu þess eða hækka verðið, nema hvoru- tveggja sé. I þessum og öðrum málum má þetta þing ekki láta sér nægja faguryrtar og há- fleygar fundarsamþykktir, eins og stundum vill brenna við hjá okkur. Ef sverð þitt er stutt, þá gakktu feti framar í orustunni, var sagt forðum. I því spakmæli felst áminning, sem er tímabær og okkur öll- um nauðsynleg hugvekja. Nú er það í móð að skipta um stjórn, eða að minnsta kosti um stjórnarformann. Slíkt hefir skeð á árinu bæði á íslandi og Bretlandi, og tel ég sjálfsagt að félag vort vilji fylgja dæmi þessara þjóðlanda áður en þessu þingi lýkur. En um leið og ég lýk þessari síð- ustu forseta-ræðu minni, vil ég þakka meðnefndarfólki mínu í stjórn Þjóðræknisfé- lagsins fyrir ágæta samvinnu. Ég býð ykkur öll velkomin til þessa þings. Einkum vil ég minnast og bjóða velkomna þá tvo menn, sem lengst eru að komnir til þessa fundar, annar úr austri og hinn úr vestri. Sá sem að austan kom og situr nú ársþing Þjóðræknisfélags- ins í fyrsta sinn, er prófessor Haraldur Bessason, eftirmað- ur Finnboga prófessors við háskóla þessa fylkis. Félagið hefir áður boðið hann og fjöl- skyldu hans velkomin. Nú bjóðum við hann velkominn til þessa þings, og gleðjumst yfir því að hann hefir þegar tekið sæti fyrirrennara' síns, sem var varaskrifari félagsins, er hann hvarf í burtu héðan. Á því stutta tímabili sem prófessor Bessason hefir dval- ið hér hefir hann skapað sér vinsældir og traust manna, og gera menn sér glæsilegar von- ir um starf hans og framtíð hér á vesturvegum. Hinn maðurinn, og sá sem að vestan kom, hefir reyndar komið úr þeirri átt áður og setið á þingum vorum. Er það séra Eiríkur Brynjólfsson frá Vancouver. Hann er hér staddur sem fulltrúi deildanna vestur við haf. Við fögnum honum ekki aðeins vegna hans sjálfs, heldur sem fulltrúa samverkamanna vorra þar vestra. Að hann er hingað kominn er talandi vottur um áhuga og fórnarlund deild- anna, sem hann er fulltrúi Business and Professional Cards Minnist BETEL í erfðaskrám yðar' SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hrelnir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá aC rjúka út meö reyknum.—SkrifiC. simiö til KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnipeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 $3.00 per House Call EXPERT TECHNICIAN 24-HOUR PHONE SERVICE B.E.M. Television & Radio Service PHONE SPruce 5-2875 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLÚLOID BUTTONS 324 Smilh Si. Winnipey PHONE 92-4624 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Loutso Street Slmi 92-6227 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Streét Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bezti. Stofnaö 1894 SPruce 4-7474 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnsel 3-4890 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin. Maniioba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg Phone 92-6441 SPruce 4-7855 ESTIMATES free J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents InstaUed to Help EUminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Office Phone Res. 92-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 pjn. and by appointment. Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOB 27 YEARS SPrnce 4-4422 Ellice & Home -i. PARKER, TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND » MARTIN BARRISTERS — SOLICITOR8 Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. SPruce 4-0222 Weston Office: Logan & Quelch SPruce 4-5818 Res.: SPruce 4-0118 Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PHONE 92-8291 S. A. Thorarinson Barrister and SoHcitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. .364 MAIN ST. Office Phone 92-7051 Heimaslmi 40-6488 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigla hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC, bifreiBaábyrgS o.s. frv. Phone 92-7538 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Arlington Pharmacy Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargent SUnaet 3-5550 We collect light, water and phone bills. Post Office fyrir, og þannig verðugt dæmi til eftirbreytni. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið. Treystum því bræðraband- ið. Göngum heilir til starfa. The Business Clinic Anna Larusson — Florence KeUett 1410 Erln Street Phone SPruce 5-6676 Bookkeeping - Income Taz Insurance \ Á

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.