Lögberg - 28.02.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.02.1957, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1957 Lögberg GefiC út hvern flmtudag aX THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 3, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is published by The Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Class Mail, Post Offlce Department, Ottawa PHONE 93-9931 Heldur sæmilega í horfi Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hefir nýlokið ársþingi sínu hinu 38. í röð, og verður ekki annað réttilega sagt, en félagið haldi sæmilega í horfi, þótt sýnt sé, að aukinna átaka sé þörf, eigi höfuðmarkmiðinu að verða náð, útbreiðslu íslenzkrar tungu eins vítt og vorgeislar ná, eða inn á hvert einasta og eitt íslenzkt heimili vestan hafs; vafalaust telja ýmsir á þessu tormerki, er naumast verði yfirstíganleg; þó standa enn í góðu gildi hin spaklegu orð hve góður vilji sé sigursæll, eða í rauninni alveg ósigrandi; það er ennþá hægt að kenna bórnum og unglingum íslenzku, og kenna hana vel, haldist sönn alvara og hjartalag í hendur. Á fimtudaginn, daginn eftir að þjóðræknisþinginu sleit, leit inn á skrifstofu Lögbergs einn erindrekanna úr Manitoba- vatnsbygðunum, sem setið hafði lokasamkomu þingsins; hvorki ritstjóri Lögbergs né frú áttu þess kost að sækja sam- komuna; aðspurður um það, hvernig honum hefði fallið sam- koman, svaraði komumaður því til, að skemtiskráin hefði verið hvorttveggja í senn'bæði fróðleg og ánægjuleg, þótt eitt atriði hennar hefði persónulega hrifið sig mest, en slíkt var ljóðalestur átta ára gamallar stúlku, dóttur þeirra Gunnars Sæmundssonar frá Árborg og frúar hans; komu- maður kvað framburð hafa verið svo traustan og áherzlur öruggar að hvergi hefði skeikað, auk þess sem skilningur stúlkunnar á anda ljóðsins hefði verið svo næmur, að alt innihald þess hefði verið eins og opin bók; hér er um að ræða svo fagurt þjóðræknislegt og menningarlegt fordæmi, að vonandi er að sem allra flestir taki sér það til fyrirmyndar og væri þá vel. Frá Frónsmótinu hefir þegar verið sagt hér í blaðinu, og um samkomu þá, er Icelandic Canadian Club efndi til í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudagskvöldið undir forsæti Miss Mattie Halldórsson, er einnig gott eitt að segja, skemtiskrá góð og hæfilega löng. Er til kosninga embættismanna kom seinni part mið- vikudagsins, gengu úr nefndinni þau Dr. Váldimar J. Eylands forseti og frú Ingibjörg Jónsson skrifari, er eftir langa embættisforustu báðust undan endurkosningu; eftirmaður Dr. Valdimars var kjörinn Dr. Richard Beck, sem áður hefir hvað ofan í annað við mikinn orðstír og góðan gegnt forseta- embætti; við skrifarastarfi af frú Ingibjörgu tók hinn ungi og ágæti maður prófessar Haraldur Bessason, en til varaskrifara var kjörinn W. J. Lindal dómari, og eru þeir tveir síðast- nefndu nýliðar í framkvæmdarstjórn. Á lokasamkomunni voru kjörnir heiðursfélagar þeir Valdimar Bjornson fjármálaritari Minnesotaríkis og Gunnar Thoroddsen borgarstjóri Reyk-javíkur og fagnaði þingheimur vali þeirra. Að dómi þeirra, er sátu þingfundi reglubundið, gengu þingstörf yfir höfuð greiðlega og málarekstri stilt í hóf. Sem hvítvoðungi var Þjóðræknisfélaginu fyrir þrjátíu og átta árum tekið með mismunandi spám; ýmsir virtust dauf- trúaðir á langlífi þess og efuðust jafnvel um tilverurétt þess, en aðrir, og þeir voru langtum fleiri, voru sannfærðir um að félagið myndi lengi lifa og eiga langan og fagran starfsferil framundan íslenzka mannfélaginu til gagns og sæmdar. A fjórðungsaldar afmæli félagsins var mikið um dýrðir, og auðsýndu stjórnarvöld íslands því þá sæmd, að senda því sem virðulegan erindreka hinn ástsæla kirkjuhöfðingja, biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson; að tveimur árum liðnum heldur félagið hátíðlegt fertugsafmæli sitt, og ættu félagsmenn nú þegar að setja sér það að fastri reglu, að afla því nýrra meðlima fyrir afmælið og veita því aukinn fjárhagslegan stuðning, enda lítið vit í því, að fara fram á fjárveitingar á þingum, sé svo að segja tómhljóð í skúffunni. Þótt Birkibeina fylkingarnar að lögmáli lífs, er nú sækja þing þynnist og skipti litum, skal þeim af heilum hug þakk- aður trúnaður þeirra við íslenzka tungu og aðrar íslenzkar menningarerfðir, sem gert hafa garðinn frægan og eiga eftir að gera það um langt skeið enn. Fréttabréf frá ríkisútvarpi íslands — 4. FEBRÚAR — Forseti Finnlands, herra Urho Kekkonen, kemur í opinbera heimsókn til íslands í sumar. Kemur hann hingað loftleiðis þann 13. ágúst, og dvelst hér í 3 daga. Miklir samgönguerfiðleikar eru nú suðvestan lands. Krýsu víkurleið er þó farin með að- stoð plóga og ýtna. Hvalfjarð- arleið er ófær. Keflavíkur- vegur var akfær í gær. Gæftir voru stirðar í Sand- gerði síðari hluta janúarmán- aðar. Aflahæstur í róðri var Víðir frá Garði, 11 lestir. Heildarafli Sandgerðisbáta í janúar varð 920 lestir. Afla- hæstur í mánuðinum var Víðir, með 85 lestir í 13 róðrum. ' * Heildarafli Hafnarfjarðar- báta í janúar varð 338 lestir. Aflahæsti báturinn var Faxa- borg, sem fékk rúmar 55 lestir í 13 róðrum. TÖr Axel Kristjánsson, forstjóri Raftækjaverksmiðjunnar h. f. í Hafnarfirði, hefir verið ráð- inn forstjóri við Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. — Forstjórar Bæjarútgerðarinnar eru tveir, hinn er Illugi Guðmundsson. Sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, átti í gær fund með aðilum í kaup- og kjara- deilu flugmanna og flugfélag- anna. Verkfall átti að hefjast á miðnætti í nótt, ef ekki næð- ist samkomulag. Rannsóknarstofa Fiskifé- lags Islands hefir gert tilraun- ir með geymslu á ferskum fiski í kældum og stundum þynntum sjó. Árangur varð góður, og hafa verið sett upp tæki í Vinnslustóðinni í Vest- mannaeyjum, þar sem geyma mátti 3 lestir af fiski í sjó eða saltvaíni við hitastig frá frost- marki niður í tveggja stiga frost. Hefir fiskur úr þessum tækjum verið flakaður til frystingar og flattur í salt. Geymslutilraunir með þennan fisk standa enn yfir. Tftr " 6. FEBRÚAR Heillisheiðarvegur er lokað- ur, en haldið er uppi samgöng- um milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendisins um Krýsuvík. Vegurinn um Ölfus og Flóa er sæmilega fær, og bílfært er austur í Vík. Þar fyrir austan er vegurinn lokaður. -k Keflavíkurvegur og vegir um Suðurnes eru færir öllum Additions to Betel Building Fund In loving memory of Mrs. S. O. Thorlakson: Mr. & Mrs. C. Blile 1942 — lOth Avenue, Oakland, California, $10.00 Owind S. Kay Oakland, California, 2.00 Laufey Melsted Mr. & Mrs. Fred Hendler San Francisco 10.00 Mr. & Mrs. E. P. Lange, Jr. El Cerrito, California Mr. & Mrs. Walter Berthelsen Walnut Creek, California Mr. & Mrs. H. C. Berthelsen Mr. & Mrs. Holger Berthelsen Mr. & Mrs. Jens Berthelsen Berkeley, California, $25.00 Lir Oddson Inger Ostlund Oakland, California, 10.00 Miss Dagny Johnson 30 Deleno Avenue, San Francisco, Cal., 5.00 O. L. Johnson Corte Madesa, Cal., 25.00 Mrs. Thora & Joan Geston Mrs. Freda & Josephine Geston Mr. Thor Blondal San Francisco, Cal., $15.00 Mr. & Mrs. Eric Hallbeck San Francisco, Cal., 5.00 Mr. & Mrs. R. N. McCIelland Pleasant Hill, Cal., $5.00 Clara G. Bell Seattle, Wash., 3.00 Mr. & Mrs. L. R. Keller Mr. & Mrs. R. E. Henderson 1930 Alvina Drive Concord, California, $6.00 Mr. & Mrs. Ingvar Baldwinson 320 Moncado Way, $10.00 10.00 10.00 San Francisco, Cal., Mr. & Allen J. Gould 713 Grayson Road, Pleasant Hill, Cal., Sarah Rose Edwards 2506 — 33 Avenue, San Francisco, Cali., Miss Laufey A. Hannesson 727 Thoper Avenue, Los Angeles, Cal., $5.00 ------0------ Frá Winnipeg, Manitoba Mr. & Mrs. Gissur Elíasson 890 Dominion Street, $25.00 Mrs. J. S. Hallson 742 Waterloo Street, 5.00 Mr. & Mrs. M. T. Thorsteinson 648 Burnell Street, $2.00 ------0------ Mr. & Mrs. M. Bjarnason „Thingvalla", Churchbridge, Sask. $100.00 bílum eins og er. Mosfells- sveitarvegur er fær að Selja- brekku, og reynt verður að opna veginn að Lögbergi. Vesturlandsvegur er sæmi- legur til Akraness. Færð um Borgarfjarðarvegi er víða erfið, en vonir standa til að Stykkishólmsvegur opnist í kvöld. Þá verður væntanlega fært í Fornahvamm úr Borg- arnesi í kvöld, en þaðan verð- ur póstur og farþegar fluttir á snjóbíl í Hrútafjörð, en það- an er fært í Skagafjörð. ¦ír Færð er betri í Þingeyjar- sýslum en venja er til um þetta leyti árs. Fært er um flesta vegi á Héraði, en farið á snjóbílum yfir Fagradal og Fjarðarheiði. Ófært er til Nes- Framhald á bls. 5 Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund $42.500— —180 —160 —140 —$128.535.26 —120 -100 -80 —60 % O 1 Make your donaílons to ihe "Beíel" Campaign Fund. 123 Princess Slreet. Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.