Lögberg - 28.02.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.02.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1957 5 % W V▼▼VWtVt?? AtilJGAHAL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Nafnið mitf Ég átti systur, sem dó á fyrsta ári; hún hét Margrét Ingibjörg. Þegar ég kom í heiminn voru mér gefin sömu nöfnin í breyttri röð: Ingi- björg Margrét. Eftir því sem ég vitkaðist þótti mér meira koma til þessara nafna; það voru nöfn ömmu minna, sem mér þótti mjög vænt um og báðar voru mikilsvirtar í hér- aði. Það olli mér því nokkurr- ar gremju að ég fékk hvorugs nafnsins að njóta. Fyrir ein- hverjar ástæður, sem mér enn eru huldar var ég alltaf kölluð Emma. Það þótti mér snubbótt og ljótt nafn, er ekki þýddi neitt. En það festist við mig og ég gat ekkert að gert. Ekki batnaði skapið út af þessu þegar ég fór að lesa konungasögurnar og komst að því að fjöldinn allur af prin- sessum og drotningum höfðu borið Ingibjargar eða Mar- grétar nöfnin. Það var til mikils, eða hitt þó heldur að eiga svo tígin nöfn, ef enginn virti mann þess að nefna mann þeim. Einn dag kom á markaðinn súkkulaðis „bar“, sem nefnt var „Fat Emma“. Þá var mér nóg boðið, og hét ég þá að losast við Emmu-nafnið hvað sem það kostaði og fá Ingi- bjargar-nafnið í staðinn. Svo liðu árin og ég fór að heiman. Hvar sem ég var meðal ókunnugt fólks varað- ist ég að láta það vita um Emmu-nafnið. Það var hinn óttalegi leyndardómur! All- mörg ár stundaði ég kennslu í Manitoba og Saskatchewan og það sem ég byrjaði fyrst að kenna í hverju skólahéraði var nafnið mitt; þótti mörgum það nokkuð erfitt nám — Ingi- björg Sigurgeirsson, hvorki meira né minna. Kunningjar sumir yildu stytta nafnið og kalla mig Ingie, Siggie, Sergie o. s. frv., en slíkt tók ég ekki í mál. Ýmsir áttu bágt með að koma tungunni í kringum þetta langa nafn, en ég var þolinmóð við kennsluna, svo þeir lærðu að bera það fram að lokum án þess að afbjaga það, og þótti mér það mikill sigur. Fyrir mörgum árum, fyrir síðustu styrjöld, dvaldi ég á íslandi liðlega eitt ár. Fyrst eftir að ég kom þangað var ég í „kosti“ ásamt tveim systkin- um og bar margt á góma við kveldverðarborðið, — sérstak- lega Hitlers-Þýzkaland, því þaðan var hinn ungi maður nýkominn heim frá námi. Ég sagði víst eitthvað fremur niðrandi um Nazista, því hon- um varð að orði: „Hvernig getið þér dæmt um þetta, fröken Ingibjörg, sem eruð nýkomnar frá Ameríku?“ — „Fröken Ingibjörg!“ aldrei hafði ég heyrt nafnið mitt borið svona fallega fram og virðulega, með hinum fagra málblæ hins menntaða ís- lendings. Ég var svo hugfang- in af þessu, að ég veitti ekki strax athygli því, sem hann hafði sagt, en svo rann það upp fyrir mér og ég varð svo móðguð, að ég gleymdi öll- um þéringum. „Hvað er þetta maður, heldur þú að Ameríka sé á öðrum hnetti, að við höf- um ekki heyrt Hitler orga yfir útvarpið; ekki lesið um Gyð- ingaofsóknir og annað brjál- æði hans?“ Ég var nú orðin svo vön Ingibjargar-nafninu, að ég hér um bil gleymdi Emmu-nafn- inu. Eitt sinn fór ég á miðils- fund í Reykjavík, því ég vildi kynnast sem flestum hliðum borgarlífsins, en miðill þessi þótti beztur þeirra, sem þá voru þar. Miðillinn, sem var kona, þóttist geta framleitt líkamninga og talað fyrir munn framliðinna. Við sátum í hálfhring kringum hana og héldumst í hendur. Ljósin voru slökkt, miðillinn féll í dá, svo kom fram áustur- íslenzkur höfðingi. Hann var klæddur í hvítt, varð um sex fet á hæð og hjaðnaði síðan niður á gólfið. Reyndar sýnd- ist mér þetta líkara druslu- brúðu en manni. Þótt okkur hefði verið bannað að snerta hinn svokallaða líkamning, stóðst ég ekki freistinguna og þreifaði á efninu og var það fremur snarpt áferðar eins og “Crepe“-efni. Þá Var komið að því, að framliðnir vinir þeirra, er þarna voru, kæmu á fundinn og töluðu við þá í gegnum munn miðilsins. Alt í einu heyri ég hana segja: „Ingibjörg, Ingibjörg mín.“ Vitanlega svaraði ég ekki, því ég vissi, að gætu þeir vinir mínir, sem farnir voru, ávarp- að mig, myndu þeir nota það nafn, sem þeir höfðu jafnan nefnt mig — Emmu. Nokkrum árum síðar sá ég í blöðum frá Islandi að miðill þessi hafði orðið uppvís að svikum. * Andúð mín gegn Emmu- nafninu er nú löngu horfin. Ég er alltaf nefnd því nafni af æskuvinum mínum og finnst það nú nokkurs konar gælu- nafn. Fréttabréf fró ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 4 kaupstaðar og Fáskrúðs- fjarðar. ☆ 7. FEBRÚAR Forsætisráðuneytið hefir skipað eftirtalda menn til þess að undirbúa 'heimsókn þjóðhöfðingja Svíþjóðar og Finnlands á sumri komanda: Birgi Thorlacius ráðuneytis- stjóra, Harald Kröyer, forseta- ritara, og Hörð Bjarnason, húsameistara ríkisins. ☆ , Fiskafli Vestmannaeyjabáta í janúar nam samtals 530 lest- um. Gullborg var hæst með 39 y2 lest í 9 róðrum. — 13 Hafnaðarfjarðarbátar voru á sjó í gær. Afli þeirra var s^m- tals 72 lestir. •— 6 bátar róa nú frá Þorlákshöfn. Afli er dá- góður, 5—8 lestir í róðri. Afli Stykkishólmsbáta var rýr í gær, 2—4 lestir á bát. ☆ Stór vélbátur er nú gerður út í fyrsta sin nfrá Húnavík, Hagbarður, sem farið hefir í 21 róður og aflað 145 skip- pund. ☆ Enn eru mikil snjóþyngsli á Snæfellsnesi. Frá Stykkis- hólmi er ekki fært nema um Eyrarsveit. ☆ Þjóðvegir í Borgarfirði eru flestir að verða færir, nema hlzt vestur á Mýrar. ☆ Vorkaupstefna verður hald- in í Leipzig 3.—14. marz n.k. íslendingar munu sýna þar út- flutningsvörur sínar í fyrsta sinn. íslenzkir kaupsýslumenn hafa fjölmennt á kaupstfenur í Leipzig tvö undanfarin ár. í fyrra fóru héðan um 150 manns. Umboðsmenn kaup- stefnunnar í Leipzig eru þeir Haukur Björnsson og ísleifur Högnason. ☆ 8. FEBRÚAR Undanfarið hefir verið stillt veður og úrkomulaust sunnan lands og vestan. Hefir verið unnið að því að koma akveg- um í sem bezt horf. Ekki er talin hætta á skafrenningi í Reykjavík og nágrenni, en Stykkishólmsleiðin lokaðist aftur í dag hjá Alftá vegna skafrennings. 1 gær komust póstbíll og áætlunarbíll alla leið milli Reykjavíkur og Akureyrar. Jarðýta dró bílana norður yfir Holtavörðuheiði. ☆ Þrettán Hafnarfjarðarbátar voru á sjó í gær, og var afli þeirra frá 2 og upp í'óVz lest á bát. — Frá Grindavík réru 16 bátar í gær. Afli þeirra var samtals 139,5 lestir. — Afli Stykkishólmsbáta var rýr í gær, frá 3% lest og upp í 5 á bát. ☆ Kaupskipafélögunum hefir borizt bréf frá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur, þar sem til- kynnt er vinnustöðvun á kaup skipaflotanum frá og með 19. þ. m., hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. ☆ Sáttasemjari ríkisins hélt fund með aðilum í flugdeil- unni í nótt og stóð sá fundur til morguns. Gert er ráð fyrir, að nýr sáttafundur verði hald- inn í kvöld. ☆ í dag kemur nýr bátur, „Sunnutindur“, til Djúpavogs. Báturinn er úr stáli, smíðaður í Þýzkalandi» 75,2 brúttólestir að stærð. Hann er knúinn 280 hestafla vél, búinn öllum ný- tízku siglingatækjum. Eigandi bátsins er Búlandstindur h.f. ☆ Frú Auður Auðuns var í gær endurkjörinn forseti bæj- arstjórnar Reykjavíkur. í bæj- arráð voru kjörin Auður Auðuns, Geir Hallgrímsson, Guðmundur H. Gu^mundsson, Guðmundur Vigfússon og Bárður Daníelsson. ☆ Nýlega var tekinn í notkun nýr fiskgeymslusalur í hinu nýja hraðfrystihúsi Kaupfé- lagsins Dagsbrúnar i Ólafsvík. Fiskgeymslan er 300 fermetrar að flatarmáli og tekur um 500 lestir af fiskflökum. Þá er að- staða fyrir ísframleiðslu og ís- geymslu í húsinu, og er þar geymsla fyrir 30 þúsund kassa af fiskflökum, ennfremur kjötfrystir, kjötgeymslur fyrir um 100 lestir og matvæla- geymsla. i # Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins í Reykjavík héR ný- lega aðalfund sinn. Deildin lagði fram til slysavarna nær 90 þúsund krónur á árinu. Stjórn deildarinnar skipa: Guðrún Jónasson formaður, Guðrún Magnúsdóttir, gjald- keri, Eygló Gísladóttir, ritari, Gróa Pétursdóttir, varafor- maður, Ingibjörg Pétursdóttir, Guðrún ólafsdóttir, Þórhildur ólafsdóttir, Sigríður Einars- dóttir og Steinunn Guðmunds- dóttir. ☆ Félag íslenzkra atvinnu- flugmanna hefir birt greinar- gerð, þar sem rökstuddar eru launakröfur þær, sem bornar hafa verið fram. Segjast flug- menn fara fram á, að íslenzkir \ flugmenn beri jafnmikið úr býtum fyrir sömu vinnu og starfsbræður þeirra á Norður- löndum. Byggi þeir launa- kröfur sínar að verulegu leyti á gildandi kjarnasamningi hinna norsku flugmanna SAS. ☆ 9. FEBRÚAR Togarinn Ágúst seldi afla sinn í Bremerhaven í dag, 2000 lestir, fyrir 112.0000 mörk. ☆ Afli var rýr í dag í ver- stöðvum suðvestan lands. Framhald á bls. 8 The Canada Fair Employmenf Pracfices Acf Prohibifs ' ♦ ' Discriminafion in Employmenf TILGANGURINN MEÐ LÖGUM ÞESSUM er að jafnrétti ríki í atvinnu-veitingum og að þjóðerni, irú eða liiarfar komi ekki til greina hjá verkamanna- samtökum. LÖG |>ESSI KOMA TIL GREINA í vinnti e'ÍSa hvers, eem me8 höndum er haft, af hálfu sambandsstjórnar og verka- mannasamtaka, eSa verkamanna sem þeim tiiheyra. Þessi störf ná til flutninga á sjó með skipum, járnbrautum 4 landi, um kanála, skeytasendinga, loftferiSa og lendingarstöSva, til allra krúnustofnana, banka, útvarps og sjónvarps, eigi síöur en til hvers starfs sem er landinu til hagsmuna, og eru fyrir utan verkahring fylkja. LÖGin BANNA verkveitanda aC neita nokkrum manni um vinnu, vegna þjóöernis hans, trúar, hörundslitar eöa uppruna. Vinnuveitanda er einnig bannað aö nota atvinnuleysis-agenta, sem iöka slíkt, eöa birta slikt I auglýsingum, eöa nota ólög- mætar spurningar munnlega eöa skriflega í sambandi viö umsóknir til atvinnu. LÍÍGIN BANNA EINNIG að verkamannasamtök geri upp á miHi manna í atvinnuleit vegna þjóöernis, trúar, hörunds- litar eöa uppruna. HVER SEM SKOÐAR SIG EKKI NJÓTA jafnréttis atvinnulega, eða getur sannað að lögin séu mis- brúkuð, nýtur verndar fyrir allri ágengni þeirra er lögin misnota. Allar umkvartanir verða að vera skráðar DiRECTOR OF INDUSTRIAL RELATIONS DEPARTMENT OF LABOUR OTTAWA MILTON F. GREGG Minister A. H. BROWN Deputy Minister

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.