Lögberg - 28.02.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.02.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1957 Fréttabréf úr Borgarfirði hinum meiri (Niðurlag) Heilsufar í héraðinu hefur verið gott að því leyti, að lítið hefur verið af farsóttum, en aftur á móti hafa ýmsir ein- staklingar fengið þungar leg- ur, og nokkrir hafa hnígið í valinn. Set ég hér á eftir nokkur nöfn þeirra, er látizt hafa á liðnu ári. Tek ég nöfnin af handahófi eftir því, sem þau koma í huga minn, en ekki eftir réttri tímaröð. Hinn 11. apríl dó María Jóelsdóttir í Giljum í Hálsasveit, háöldruð og búin að vera rúmföst og ósjálfbjarga í mörg ár. En í sjúkdómsböli sínu veittist henni sú líkn, að einkadóttir hennar, Þóra, tengdasonurinn, Gestur Jóhannesson og börn þeirra hjóna voru henni svo góð, að þau veittu henni alla þá líkn, sem þeim var unnt. En hjá þeim dvaldi María alla tíð eftir að hún hætti búskap í Giljum. Hallfríður Asmundsdóttir húsfreyja á Auðstöðum í Hálsasveit veiktist mjög snögglega að áliðnum slætti og dó samdægurs. Hún var kona Guðmundar Þorsteins- sonar bónda á Auðsstöðum. Þau hjónin áttu 6 efnileg börn, að mestu uppkomin, og hafa gert miklar umbætur á jörð sinni hin síðari ár, bæði ræktun og byggingar. Hinn 14. október dó Guðrún Nikulásardóttir húsfreyja á Augastöðum, eftir þunga legu, af krabbameini. Hún var kona Þorbergs Eyjólfssonar, sem eftir lifir ásamt einkasyni þeirra hjóna, Gísla. Um það leyti sem Guðrún dó bilaði heilsa Þorbergs. Hann mun hafa fengið snert af heila- blæðingu, er þó rólfær og eitthvað á bataleið. Salvör, móðir Guðrúnar, er komin yfir nírætt, og varð nú, vegna heimilisástæðna, að flytjast burt af heimilinu og dvelur nú í Hraunsási. Snemma í júní dó Guð- mundur Jónsson bóndi í Galt- arholti í Borgarhreppi. Hann var glæsilegur maður, vel lát- inn og söngmaður góður. Um svipað leyti dó Jón Þ. Einars- son á Glitstöðum í Norðurár- dal. Hann var á tíræðisaldri. Jón var Arnesingur að ætt og uppruna, sonur Einars Einars- sonar á Urriðafossi. Hann var fyrst bóndi á Hægindi í Reyk- holtsdal, síðan í Síðumúla í Hvítársíðu og síðast á Sig- mundarstöðum í Þverárhlíð, en nú um langa hríð hafði hann verið hjá Katrínu dóttur sinni og tengdasyni, Eiríki Þorsteinssyni frá Hvammi í Þverárhlíð. Síðustu árin var hann blindur og örvasa, þótt áður væri nefndur hinn sterki og afburða hraustur, og söng- maður ágætur og mjög vel lát- inn af þeim, er hann þekktu. Hinn 20. október dó Helgi Jónsson í Deildartungu, há- aldraður. Hann var búinn að vera vinnumaður í Deildar- tungu í kringum hálfa öld. Á unga aldri fatlaðist Helgi svo á faeti, að hann gekk aldrei heill til skógar eftir, en hann var harðger með afbrigðum og let ekkert á sig fá og gekk að öllum störfum sem heill væri. Hann var lengi fjall- kóngur í leitum hér í Fljóta- drögum og þótti ekki gefa eftir þeim er heilfættir voru, og lét ekki hlut sinn að ó- reyndu hver sem í hlut átti. Einn af bræðrum Helga var Guðmundur sá, er fór til Ameríku og síðast varð bóndi í Kletti í Reykholtsdal.. Guð- mundur lézt 1945. Ýmsir Vestur-íslendingar munu við hann kannast frá veru hans í Ameríku. Beinteinn Einarsson, sem lengi bjó í Grafardal og síðar á Geitabergi og Draghálsi lézt af ellihrumleik í des. 8.1. Kristrún frá Bakkakoti í Stafholtstungum dá á elli- heimili á Akranesi í vetur. Þau systkin, Jóhannes og Kristrún, voru bæði flutt á Akranes og komin á elli- heimilið þar. Ég hefi nú gripið hér nokkur nöfn innanhéraðsfólks, sem látizt hafa á liðnu ári. En ýmsir, sem eru héðan úr hér- aðinu, en fluttir hafa verið burt, hafa látizt, sem ég vildi aðeins nefna: Sigríður Erlendsdóttir frá Sturlureykjum dó í Reykja- vík 12. október. Hún var kona Helga Pálssonar tónskálds í Reykjavík og móðir Gerðar Helgadóttur myndhöggvara, sem orðin er kunn listakona. Sigríður var listakona, mynd- ar húsfreyja og vel látin. Hún lærði listsaum í Kaupmanna- höfn og kenndi jafan síðan listsaum í Reykjavík og þótti snillingur í sinni grein, enda var hún dóttir hins kunna hugvitsmanns og snillings, Erlendar Gunnarssonar á Sturlureykjum í Reykholts- dal. í nóvembermánuði lézt í Reykjavík Sigríður Halldórs- dóttir. Hún var kona Páls Þorkelssonar frá Þúfum í Reykjafjarðarhreppi í Norður ísafjarðarsýslu. Foreldrar Sig- ríðar voru hin glæsilegu merkishjón Halldór Vilhjálms son skólastjóri á Hvanneyri og frú hans Svava Þórhallsdóttir. Sigríður var því alin upp hér í héraðinu, hjá foreldrum sín- um á Hvanneyri. Hún var glæsileg kona og vel látin. Þann 27. marz lézt Rannveig Þorsteinsdóttir í Hafnarfirði eða Reykjavík. Hún var systir Árna' á Brennistöðum, sem látinn er fyrir mörgum árum, og Björns og Þuríðar, er fóru til Ameríku og munu ýmsir Vestur-lslendingar kannast við þau systkin. Rannveig mun hafa lifað lengst þeirra systkina allra, sem voru fleiri en hér eru talin. Vilhjálmur Árnason, húsa- smiður í Reykjavík dó 8. janúar 1956. Hann var Borg- firðingur að uppruna, úr Andakíl, hálfbróðir Teits, sem var einn af frumbyggjum Borgarness. Vilhjálmur var sundmaður ágætur og var sundkennari áður fyrr t. d. í Langholtslaug í Bæjarsveit, og tók þátt í 200 metra sund- inu, er sundkeppnin var milli Norðurlandanna í hið fyrra sinn. Hann var skýr maður, skemmtilegur i og drengur góður. Ég held að Lögberg hafi getið um lát Bjarna Ásgeirs- sonar sendiherra í Osló, sem lézt á liðna árinu úti í Noregi. Bjarni var frá Knarranesi í Mýrasýslu og þingmaður Mýrasýslu langa hríð. Og sýn- ir það bezt hver álitsmaður hann var, að engum þýddi að keppa við hann um þingsætið á meðan hann bauð sig fram til þings. Þetta er orðin svo löng upp- talning, að það verður að taka enda. Á Akranesi hef ég lítið getað fylgzt með hverjir látizt hafa, en ég man þó eftir ein- um, er ég gleymdi áðan. — Magnús Guðmundsson útvegs- bóndi að Tarðarbakka á Akra- nesi dó á liðna árinu. Hann var Reykdælingur í móður- ætt, systursonur Sveinbjarnar Sveinssonar, sem lengi bjó í Geirhlíðarkoti í Flókadal, en nú er orðinn vistmaður á Elli- heimili Akraness. Slys hafa mörg orðið á árinu, sem leið. Eru. umferðarslys einkum mjög tíð og eldsvoðar margir, og væri það of langt mál upp að telja. Hinn 4. nóv. fórst séra Pétur T. Oddsson í bíl- slysi í Hafnarskógi. Hann var á heimleið úr Reykjavík. Pétur var prestur í Hvammi í Hvammssveit í Dölum. Sama dag varð unglingsmaður úr Stykkishólmi, Illugi Þorleifs- son að nafni, fyrir skoti úr byssu félaga síns á rjúpna- veiðum og beið bana. Hinn 5. nóv. fórst bílstjóri í Reykja- vík, Kristján Guðmundsson að nafni, í bílslysi á mjög líkan hátt og séra Pétur fórst; báðir lentu aftanundir vörubílum með bíla sína og rotuðust. Þetta eru aðeins dæmi um þrjú stórslys á tveimur dög- um, og einhvern næstu daga þar á eftir var ekið á bílstjóra, sem stóð framan við bíl sinn, með þeim afleiðingum að ann- ar íótur hans hjóst alveg af, en hinn loddi við. Hinn lim- lesti maður held ég þó að haldið hafi lífi. Á síðastliðnu hausti varð sá atburður hér í Reykholtsdal er verið var að grafa vegar- skurð með skurðgröfu skammt frá hvernum í Hægindi, að hverinn hvarf að mestu. Bóndinn í Hægindi, Pétur Vigfússon frá Gullberastöð- um, var fyrir nokkrum árum búinn að byggja sér íbúðar- hús nálægt hvernum og virkja hverinn til hitunar á húsinu og annara heimilisnota. Til þessa varð hann að færa byggð sína alllangan spöl. Verður honum þetta því all- tilfinnanlegt tjón, ef ekki tekst að höndla hverinn aftur. — Margvíslegan frétta-tíning mætti enn setja saman, en tíminn er þrotinn og bréfið orðin ærin langloka. Verð ég ?ð biðja afsökunar á þessu auma bréfi. Vestur-íslending- um óska ég allra heilla. Sér- stakar kveðjur og þakkir sendi ég öllum þeim, er hafa sent mér línu eða heimsótt mig fyrr eða síðar. Kveð þig svo með vinsemd og endurtekinni þökk fyrir Lögberg. Virðingarfyllst, Einar Krislleifsson Dómarinn: — Þér stáluð eggjunum úr verzlun þessa manns. — Hafið þér nokkuð yður til afsökunar? Ákærði: — Já, það var hræðilegur misskilningur. Dómarinn: — Hvernig þá? Ákærði: — Ég vissi ekki að þau væru fúl. ¦k Jakob litli: — Mamma, sjáðu manninn þarna, hann hefur ekkert hár á höfðinu. Mamman: — Uss barn, hann getur heyrt til þín! Jakob litli:—Já, en mamma,, veit hann það ekki sjálfur? Því ætti fulltíða fólk ekki að neyta áfengis? Hver og einn, hvori sem hann drekkur eða ekki, getur sér í hag sannfærst um ástaeðurnar fyrir því að hann þurfi EKKI að neyla áfengið við VISS TÆKIFÆRI, eðá neyta þess nokkru sinni. Ef hann fær sér í staupinu: þá reynir hann að koma í veg fyrir ábyrgðarlausa hegðun, sem ofdrykkja veldur. hann reynir að halda jafnvægi til sálar og líkama ef óvæ^ntan vanda ber að höndum. hann sparar peninga. hann er betur við því búinn að mæta vonbrigðum og örðugleikum þegar í stað án þess að hika vegna drykkjuskapar. hann venur sig af því að treysta á áfengi til að geta skemt sér. hann forðast vandræði og hættur vegna ölvunar. hann verður aldrei ofdrykkjumaður ef hann drekkur ekki. Það er á yðar valdi að ákveða hvort þér drekkið eða drekkið ekki. Kin þelrra auglýalnga wn birtar eru I almennings nag af MANÍTOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATSOH Department of Education, Room 42, Legislative Building, Winnipeg 1. to—7

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.