Lögberg - 28.02.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 28.02.1957, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1957 Úr borg og bygð Úr bréfi frá Hecla, Man., 16. febrúar 1957 Hér hefir verið nógur kuldi og sérstaklega vindasamt; oft mjög kalt fyrir fiskimennina, sem þurfa að standa á ísnum allan daginn við vinnu sína; flestir held ég að hafi fiskað dálítið. En nú hefir fiskurinn fallið í verði, og eins er fiski- "inspectorinn" kominn til að ónáða þá dálítið. Þú hefir sjálfsagt heyrt, að hingað eru komnir mælinga- menn með talsverðan útbún- að og eru að mæla út vatnið við norðurenda eyjarinnar og austur með Black-ey. Heyrst hefir að þar hafi fundizt ein- hver málmur eða réttara sagt eitthvað sem bendir á að þar gæti verið um námu að ræða. Vonandi að svo væri. Anna Jones & Jóns Sigurðssonar félagið, I.O.D.E., heldur fund á heimili Mrs. Paul Goodman 652 Goulding Street á föstudags- kvöldið hinn 1. marz næst- komandi kl. 8. Fjölmennið á afmælissam- komu Betel, sem haldin verð- ur undir umsjón Kvenfélags- ins í Fyrstu lútersku kirkju á föstudagskvöldið 1. marz kl. •8,15. Aðalræðumaður verður Rev. J. Fullmer, sem nýlega hefir tekið að sér Gimli- prestakall. Meðal gesta, er sóttu ný- afstaðið þjóðræknisþing, voru þeir J. Walter Johannson leik- hússtjóri frá Pine Falls og Thomas Guðmundsson frá Lundar. J. W. Lindal dómari lagði af stað -'flugleiðis austur til Ottawa síðastliðinn sunnudag til að sija þar fund í atvinnu- leysistrygginganefnd; — hann bjóst við að verða um viku- tíma að heiman. — DÁNARFREGN — Mr. Pétur ' Thorsteinsson stórbóndi og gripakaupmaður að Wynyard, Sask., lézt á heimili sínu á mánudaginn í fyrri viku og var jarðsunginn á fimtudaginn af séra Philip M. Péturssyni. Hinn látni var ættaður úr Þingeyjarsýslu, — þaullesinn gáfumaður og drengur hinn bezti. — DÁNARFREGN — Á sunnudaginn hinn 24. þ.m. lézt á Grace sjúkrahúsinu hér í borginni Miss Margrét Lax- dal, 79 ára að aldri, til heimilis að 205 Lenore Street; hún var systir þeirra Th. Laxdal fyrr- um kaupmanns að Mozart, Sask., og Jóns Laxdal, sem hin síðari ár ævi sinnar var búsettur að San Diego, Cal. Miss Laxdal taldist til þess trú flokks, er á íslenzku mætti kallast Vottar Jave; útför hennar, sem var allfjölmenn, var gerð frá Bardals á þriðju- Konungleg rannsóknarnefnd vegna áflæðis og hagnaðar af vörnum gegn slíku Nefnd þessi er nú að rannsaka það hagfræðilega viðhorf, sem skapast hefir vegna undangenginna rann- sókna varðandi Rauðárbotna og möguleikana á því að draga úr flóðhættunni, sem vofir yfir Winnipeg hinni meiri, en sundurliðast þannig: (a) Farvegsumbætur (b) Flóðgarðar (c) Flóðgeymsla (d) Stefnubreyting flóðs Þessu til viðbótar hefir nefndinni verið falið, að kynna sér allar aðrar að- stæður viðvíkjandi Rauð- ár og Assiniboineár botn- um og þar að lútandi umbótum. Nefndin tekur sér einnig fyrir hendur rannsókn flóðtrygginga. Ennfremur er nefndin nú að kynna sér hlutföllin milli kostnaðar og hágnað- ar ef til þess kemur að hrinda í framkvæmd á- kveðnum umbótatilraun- um. Með þetta fyrir aug- um verða haldnir opnir fundir um málið. Sveitahéruð, opinberar stofnanir og einstaklingar, ættu að tilkynna nefnd- inni sérhverjar þær íhug- anir, er að þeirra skilningi miða til umbóta; kröfur um að mæta fyrir nefhd- inni og bera fram skrifleg- ar tillögur þurfa að berast henni um 15. apríl Tilkynningar um stað og stund þar sem yfirheyrsl- ur fara fram, verða aug- lýstar í blöðunum. Skrifari nefndarinnar veitir góðfúslega frekari upplýsingar og greiðir að- gang að viðtölum við ráð- gefandi sérfræðinga á skrifstofu nefndarinnar. H. VV. MA\.VIX(i, formaSur Royal Commission on Flood-Cost Benefií 2nd Floor Picardy Bldg., 149 Colony Street, Winnipeg. Phone: SPruce 4-1451 MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: A ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir •k ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heights — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday, March 3rd: Sunday School 9.30 A.M. Family Service 11 A.M. Lúíerska kirkjan í Selkirk Sunnud. 3. marz: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson daginn; ýmsir ættingjar henn- ar úr Vatnabygðum voru við útförina. Asgeir Gíslason frá Leslie, Sask., sem dvalið hefir hér síðan um þjóðræknisþing hélt heimleiðis í dag. LÖGBERG fæst í lausasólu hjá Mrs. Kristínu Thorsteins- son 74 — First Ave., Gimli — og The Electrician, 685 Sargent Ave., Winnipeg; enn- fremur á skrifstofu blaðsins, 303 Kennedy St., Winnipeg. George Salverson verðlaunaður Á þriðjudagskveldið var sjónvarpað frá Montreal sam- komu, þar sem úthlutað var verðlaunum meðal canadiskra listamanna, er skarað hafa fram úr við að semja leikrit og koma fram á leiksviði síð- astliðið ár. Meðal þeirra, sem verðlaun hlutu, var George Salverson; hefir hann lengi starfað við C.B.C. og samið fjölda leikrita. A hann ekki langt að sækja listagáfur sín- ar; hann er sonur hinnar víð- kunnu skáldkonu frú Láru Goodman Salverson. Kaupið Lögberg VIÐLESNASTA ISLENZKA BLAÐIÐ Fréttabréf frá ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 5 Sáttasemjari ríkisins hélt fund með samninganefndum deiluaðila í flugmannaverk- fallinu í gærkvöldi, og stóð sá fundur til kl. hálfátta í morg- un. Annar fundur átti að hefj- *ast kl. 17 í dag. ý 1 dag var opnuð í Reykjavík skósmíðavinnustafa fyrir fatl- að fólk. Ungur maður, Steinar Waage, veitir henni forstöðu, en hann lærði iðn þessa í Ár- ósum. Lauk hann prófi þar með ágætiseinkunn, en síðan stundaði hann framhaldsnám í Göttingen í Þýzkalandi. — Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefir séð Steinari fyrir vélakosti til þess að geta rekið vinnustofuna. Kvenfélagið Hlíf á Akureyri átti nýlega hálfrar aldar af- mæli. Fyrstu 25 árin vann fé- lagið að hjúkrunarmálum. Þá kostaði það í mörg ár dvöl barna á sumarheimili í sveit, og undanfarin 7 ár hefir það rekið barnaheimilið Pálmholt við Akureyri. Félagið minnt- ist afmælisins að Hótel KEA með miklum myndarbrag. I stjórn félagsins eru Kristbjórg Jónatansdóttir, Jónína Sig- urðardóttir, Gunnhildur Ryel og Soffía Jóhannesdóttir. Skafrenningur var í Reykja- vík síðdegis í gær og í gær- kvöldi; heita má að skaflar hafi lokað öllum þjóðvegum til Reykjavíkur. Þó er ekki búist við að skammta þurfi mjólk á morgun. 10. FEBRÚAR Flestir Vestmannaeyjabátar voru á sjó í gær, en veður var slæmt og afli yfirleitt tregur. Tíð hefir verið afar umhleyp- ingasöm og stirð í Eyjum það sem af er árinu, í morgun var þar austanstórviðri. Það bac til tíðinda í Vestmannaeyjum í vikunni að vélbáturinn Gull- borg fékk fullvaxinn háhyrn- ing á línu og gat dregið hann að landi. Nokkur skafrenningur var á Krísuvíkurleiðinni í dag og er hún nú aðeins fær stórum bíl- um me ðdrifi á öllum hjólum. S.l. sólarhring var austan- hvassviðri og skafrenningur J Eyjafiirði og þyngdist í&$ víða á vegum í héraðinu. -" Áætlunarbíllinn frá Húsavft kom ekki til Akureyrar og e* það í fyrsta sinn á vetrinufl1 að ferð fellur niður á þeirri leið. Færð er af ar slæm innst» Öxnadal og ýta þarf að draga áætlunarbíla yfir ÖxnadalS' heiði þegar farið er. 1 gær var óvenju mikið a* gera við höfnina í Hafnar' firði, þar voru t. d. fjógur skip að taka sjávarafurðir til út' flutnings. it Aðalfundur Blaðamannafé' lags Islands var haldinn í dag> Jón Bjarnason var kjörin*1 formaður. Formaður Menn' ingarsjóðs blaðamanna eí Sigurður Bjarnason, í sjóðn- um eru nú um 180 þúsund krónur. í ráði er að halda no'" rænt blaðamannamót hér a landi 1958. •A 12. FEBRÚAR , Samkomulag náðist í dag l flugmannadeilunni. — Inna11' landsflugferðir hófust sí*' degis í dag, og millilandafluS hefst á fimtudag. Frétrir frá Gimli Framhald af bls. 1 mánudagskveld í Winnipeí>' Að því búnu las hann nokkUr kvæði úr hinni nýju ljóðaboK Davíðs Stefánssonar, öllui*1 viðstöddum til mikillar a' nægju. Um kvöldið kom séra Eirík' ur Sigmar með kirkjusöng' flokk sinn frá Winnipeg. Fyrst var sunginn íslenzkur sálmu):'• Séra Eiríkur . hafði íslenzk3 guðsþjónustu, og að henn1 lokinni söng söngflokkurir*11 hátíðarsöngva. — Mr. Njal Bardal spilaði á gítar. Séra Sigurður ólafsson koi*1 til Betel s.l. þriðjudag; hanU heimsótti vistfólkið og tala*1 við það í herbergjum þeirra> því til mikillar ánægju. **" Þakkar forstöðukonan og vist' fólkð innilega allar þessa*1 heimsóknir. Mrs. Kristín Thorsteinsso11 FU N DARBOÐ til v.-íslenzkra hluthafa í H.f. Eimskipafélagi íslands ÚTNEFNINGARFUNDUR verður haldinn að 78 Ash Street, Winnipeg, Man., mánudaginn hinn 11. marz 1957, kl. 8 e. h. Fundurinn útnefnir tvo menn til að vera í v'ali og kosið skal um á aðalfundi félagsins, er haldinn verður í Reykjavík á íslandi 1. júní 1957, í stað Árna G. Eggertsonar, Q.C, með því að kjórtímabil hans rennur þá út. Winnipeg, Manitoba, 26. Febrúar 1957 E. Grettir Eggerison Árni G. Eggertson, O-C-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.