Lögberg - 28.02.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 28.02.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1957 Úr borg og bygð Úr bréfi frá Hecla. Man., 16. febrúar 1957 Hér hefir verið nógur kuldi og sérstaklega vindasamt; oft mjög kalt fyrir fiskimennina, sem þurfa að standa á ísnum allan daginn við vinnu sína; flestir held ég að hafi fiskað dálítið. En nú hefir fiskurinn fallið í verði, og eins er fiski- “inspectorinn” kominn til að ónáða þá dálítið. Þú hefir sjálfsagt heyrt, að hingað eru komnir mælinga- menn með talsverðan útbún- að og eru að mæla út vatnið við norðurenda eyjarinnar og austur með Black-ey. Heyrst hefir að þar hafi fundizt ein- hver málmur eða réttara sagt eitthvað sem bendir á að þar gæti verið um námu að ræða. Vonandi að svo væri. Anna Jones ☆ Jóns Sigurðssonar félagið, I.O.D.E., heldur fund á heimili Mrs. Paul Goodman 652 Goulcþng Street á föstudags- kvöldið hinn 1. marz næst- komandi kl/8. ☆ Fjölmennið á afmælissam- komu Betel, sem haldin verð- ur undir umsjón Kvenfélags- ins í Fyrstu lútersku kirkju á föstudagskvöldið 1. marz kl. ■8.15. Aðalræðumaður verður Rev. J. Fullmer, sem nýlega hefir tekið að sér Gimli- prestakall. Meðal gesta, er sóttu ný- afstaðið þjóðræknisþing, voru þeir J. Walter Johannson leik- hússtjóri frá Pine Falls og Thomas Guðmundsson frá Lundar. ☆ J. W. Lindal dómari lagði af stað "ílugleiðis austur til Ottawa síðastliðinn sunnudag til að sija þar fund í atvinnu- leysistrygginganefnd; — hann bjóst við að verða um viku- tíma að heiman. ☆ — DANARFREGN — Mr. Pétur Thorsteinsson stórbóndi og gripakaupmaður að Wynyard, Sask., lézt á heimili sínu á mánudaginn í fyrri viku og var jarðsunginn á fimtudaginn af séra Philip M. Péturssyni. Hinn látni var ættaður úr Þingeyjarsýslu, — þaullesinn gáfumaður og drengur hinn bezti. ☆ — DÁNARFREGN — Á sunnudaginn hinn 24. þ.m. lézt á Grace sjúkrahúsinu hér í borginni Miss Margrét Lax- dal, 79 ára að aldri, til heimilis að 205 Lenore Street; hún var systir þeirra Th. Laxdal fyrr- um kaupmanns að Mozart, Sask., og Jóns Laxdal, sem him síðari ár ævi sinnar var búsettur að San Diego, Cal. Miss Laxdal taldist til þess trú flokks, er á íslenzku mætti kallast Vottar Jave; útför hennar, sem var allfjölmenn, var gerð frá Bardals á þriðju- MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heights — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday, March 3rd: Sunday School 9.30 A.M. Family Service 11 A.M. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 3. marz: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson daginn; ýmsir ættingjar henn- ar úr Vatnabygðum voru við útförina. ☆ Ásgeir Gíslason frá Leslie, Sask., sem dvalið hefir hér síðan um þjóðræknisþing hélt heimleiðis í dag. ☆ LÖGBERG fæst í lausasölu hjá Mrs. Kristínu Thorsteins- son 74 — First Ave., Gimli — og The Electrician, 685 Sargent Ave., Winnipeg; enn- fremur á skrifstofu blaðsins, 303 Kennedy St., Winnipeg. ☆ George Salverson verðlaunaður Á þriðjudagskveldið var sjónvarpað frá Montreal sam- komu, þar sem úthlutað var verðlaunum meðal canadiskra listamanna, er skarað hafa fram úr við að semja leikrit og koma fram á leiksviði síð- astliðið ár. Meðal þeirra, sem verðlaun hlutu, var George Salverson; hefir hann lengi starfað við C.B.C. og samið fjölda leikrita. Á hann ekki langt að sækja listagáfur sín- ar; hann er sonur hinnar víð- kunnu skáldkonu frú Láru Goodman Salverson. Kaupið Lögberg VlÐLESNASTA ISLENZKA BLAÐIÐ Konungleg rannsóknarnefnd vegna óflæðis og hagnaðar af vörnum gegn slíku Nefnd þessi er nú að rannsaka það hagfræðilega viðhorf, sem skapast hefir vegna undangenginna rann- sókna varðandi Rauðárbotna og möguleikana á því að draga úr flóðhættunni, sem vofir yfir Winnipeg hinni meiri, en sundurliðast þannig: (a) Farvegsumbætur (b) Flóðgarðar (c) Flóðgeymsla (d) Stefnubreyting flóðs Þessu til viðbótar hefir nefndinni verið falið, að kynna sér allar aðrar að- stæður viðvíkjandi Rauð- ár og Assiniboineár botn- um og þar að lútandi umbótum. Nefndin tekur sér einnig fyrir hendur rannsókn flóðtrygginga. Ennfremur er nefndin nú að kynna sér hlutföllin milli kostnaðar og hágnað- ar ef til þess kemur að hrinda í framkvæmd á- kveðnum umbótatilraun- um. Með þetta fyrir aug- um verða haldnir opnir fundir um málið. Sveitahéruð, opinberar stofnanir og einstaklingar, ættu að tilkynna nefnd- inni sérhverjar þær íhug- anir, er að þeirra skilningi miða til umbóta; kröfur um að mæta fyrir nefhd- inni og bera fram skrifleg- ar tillögur þurfa að berast henni um 15. aprík Tilkynningar um stað og stund þar sem yfirheyrsl- ur fara fram, verða aug- lýstar í blöðunum. Skrifari nefndarinnar veitir góðfúslega frekari upplýsingar og greiðir að- gang að viðtölum við ráð- gefandi sérfræðinga á skrifstofu nefndarinnar. H. W. MANXING, formaður Royal Commission on Flood-Cost Benefit 2nd Floor Picardy Bldg., 149 Colony Street, Winnipeg. Phone: SPruce 4-1451 Fréttabréf fró ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 5 Sáttasemjari ríkisins hélt fund með samninganefndum deiluaðila í flugmannaverk- fallinu í gærkvöldi, og stóð sá fundur til kl. hálfátta í morg- un. Annar fundur átti að hefj- ’ast kl. 17 í dag. ☆ í dag var opnuð í Reykjavík skósmíðavinnustafa fyrir fatl- að fólk. Ungur maður, Steinar Waage, veitir henni forstöðu, en hann lærði iðn þessa í Ár- ósum. Lauk hann prófi þar með ágætiseinkunn, en síðan stundaði hann framhaldsnám í Göttingen í Þýzkalandi. — Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefir séð Steinari fyrir vélakosti til þess að geta rekið vinnustofuna. ☆ Kvenfélagið Hlíf á Akureyri átti nýlega hálfrar aldar af- mæli. Fyrstu 25 árin vann fé- lagið að hjúkrunarmálum. Þá kostaði það í mörg ár dvöl barna á sumarheimili í sveit, og undanfarin 7 ár hefir það rekið barnaheimilið Pálmholt við Akureyri. Félagið minnt- ist afmælisins að Hótel KEA með miklum myndarbrag. 1 stjórn félagsins eru Kristbjörg Jónatansdóttir, Jónína Sig- urðardóttir, Gunnhildur líyel og Soffía Jóhannesdóttir. ☆ S.l. sólarhring var austafi' hvassviðri og skafrenningur 1 Eyjafirði og þyngdist f®r* víða á vegum í héraðinu. Áætlunarbíllinn frá Húsavík kom ekki til Akureyrar og er það í fyrsta sinn á vetrinurt að ferð fellur niður á þeird leið. Færð er afar slæm innst 1 Öxnadal og ýta þarf að draga áætlunarbíla yfir ÖxnadalS' heiði þegar farið er. ☆ í gær var óvenju mikið ^ gera við höfnina í Hafnaf' firði, þar voru t. d. fjögur skip að taka sjávarafurðir til út' flutnings. ☆ Aðalfundur Blaðamannafé' lags Islands var haldinn í dag> Jón Bjarnason var kjörin11 formaður. Formaður MenU' ingarsjóðs blaðamanna er Sigurður Bjarnason, í sjóðn' um eru nú um 180 þúsunú krónur. I ráði er að halda nor' rænt blaðamannamót hér a landi 1958. ☆ 12. FEBRÚAR , Samkomulag náðist í dag 1 flugmannadeilunni. — InnaU' landsflugferðir hófust s$' degis í dag, og millilandafkú’ hefst á fimtudag. 4- Fréttir frá Gimli Framhald af bls. 1 Skafrenningur var í Reykja- vík síðdegis í gær og í gær- kvöldi; heita má að skaflar hafi lokað öllum þjóðvegum til Reykjavíkur. Þó er ekki búist við að skammta þurfi mjólk á morgun. ☆ 10. FEBRÚAR Flestir Vestmannaeyjabátar voru á sjó í gær, en veður var slæmt og afli yfirleitt tregur. Tíð hefir verið afar umhleyp- ingasöm og stirð í Eyjum það sem af er árinu, í morgun var þar austanstórviðri. Það bar til tíðinda í Vestmannaeyjum í vikunni að vélbáturinn Gull- borg fékk fullvaxinn háhyrn- ing á línu og gat dregið hann að landi. ☆ Nokkur skafrenningur var á Krísuvíkurleiðinni í dag og er hún nú aðeins fær stórum bíl- um me ðdrifi á öllum hjólum. mánudagskveld í Winnipe^ Að því búnu las hann nokkor kvæði úr hinni nýju ljóðabók Davíðs Stefánssonar, öllok1 viðstöddum til mikillar a' nægju. ur Um kvöldið kom séra Eirík' Sigmar með kirkjusöng' flokk sinn frá Winnipeg. Fyrst var sunginn íslenzkur sálmnr- Séra Eiríkur hafði íslenzk3 guðsþjónustu, og að heiH11 lokinni söng söngflokkurin11 hátíðarsöngva. — Mr. Nja^ Bardal spilaði á gítar. 0- Séra Sigurður Ólafsson kol11 til Betel s.l. þriðjudag; hann heimsótti vistfólkið og tala^1 við það í herbergjum þeirra’ því til mikillar ánægju. Þakkar forstöðukonan og visr' fólkð innilega allar þessar heimsóknir. Mrs. Kristín Thorsteinsso11 F U NDARBOÐ lil v.-íslenzkra hluthafa í H.f. Eimskipafélagi íslands ÚTNEFNINGARFUNDUR verður haldinn að 78 Ash Street, Winnipeg, Man., mánudaginn hinn 11. marz 1957, kl. 8 e. h. Fundurinn útnefnir tvo menn til að vera í v’ali og kosið skal um á aðalfundi félagsins, er haldinn verður í Reykjavík á íslandi 1. júní 1957, í stað Árna G. Eggertsonar, Q.C., með því að kjörtímabil hans rennur þá út. Winnipeg, Manitoba, 26. Febrúar 1957 E. Grettir Eggertson Árni G. Eggertson, Q-C*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.