Lögberg - 07.03.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.03.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. MARZ 1957 Lögberg GefiO út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNBDT STRÉBT, WINNIPEG 3, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manltoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is published by The Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 93-9931 ____ GUÐMUNDUR G. HAGALÍN: i Eimreiðin, OKTÓBER—DESEMBER 1956 Að þessu sinni hefst Eimreiðin með langri, mergjaðri og skilmerkilegri ritgerð um Sigurð Nordal sjötugan eftir Þór- odd Guðmundsson frá Sandi; um ritgerðina er það eitt að segja, að hún sýnist ótvírætt bera af því öllu, sem um Nordal var ritað og sagt í tilefni afmælisins, og er það þó í sjálfu sér éhginn barnaleikur, að rita um mesta snilling íslenzku þjóðar- innar síðan Snorri leið. Inngangsorð áminstrar ritgerðar eru á þessa leið: „I æsku minni heyrði ég talað um Sigurð Nordal eins og grískan guð eða einn af Ásum, sem stiginn var ofan af vizk- unnar helga fjalli, eða komjnn frá Mímisbrunni, þar sem hann hafði orðið fyrir dýrlegum vitrunum og drukkið mjöð morgun hvern af veði Valföður. Þrungirin af mannviti og ofurmannlegum glæsileika kom hann á fund fólksins í átt- högum mínum og bauð því að drekka úr horninu góða hina römmu veig.“ Nokkru áður en ritgerðinni lýkur kemst höfundur hennar svo að orði: „Margt hefir þó gerzt ólíklegra en Eyjólfsstaðir í Vatnsdal yrðu síðar meir eitt af helgisetrum íslands af því að þar leit Sigurður Nordal fyrst dagsins ljós; um þann stað gæti margan Islending framtíðarinnar átt eftir að dreyma og sjá fyrir sér ungan dreng, er seinna meir tefldi fram íslenzkri menningu að fornu og nýju gegn tignustu andans verðmætum stórþjóð- anna og sýndi hinum mentaða heimi fram á, að Helga í ösku- stónni stóðst samanburð við konungsdæturnar, þoldi þá raun, sem'á hana var lögð; hitt er þó ekki minna um vert að gegnum brim og boða á tímans hafi skuli Sigurði hafa tekizt að varð- veita bersýni augans og barnið í sál sinni, undrunina yfir dásemdum tilverunnar, trúna á eilífa framför mannsins, lífið og guð.“ í ljóðformi liggur ekki mikið eftir Sigurð Nordal, þótt alt sé það fágað og frumlegt í hugsun; greinarhöfundur vitnar í Þulu eftir hann, sem hefst með þessu erindi, og er meira en algengur skáldskapur: „Gekk ég upp á hamarinn, sem hæst af öllum ber, hamingjuna hafði ég í hendi mér, björt var hún sem lýsigull og brotþætt eins og gler — ég henti henni fram af þar sem hengiflugið er. Víða flugu brotin, en víðar hugur fer.“ Kjari^yrta og tímabæra ræðu flytur Eimreiðin að þessu sinni eftir ritstjóra sinn Guðmund G. Hagalín, þar sem gengið er djarflega til verks og flett er vægðarlaust ofan af stór-( syndum rússneskra kommúnista; ræðan nefnist „Ef stað- reyndir ráða því ekki hvar vér stöndum . . . , og eftirgreind ummæli taka af öll tvímæli um innihald hennar: „Ungverjaland flýtur í blóði frelsisunnandi sona og dætra, blóði saklausra barna. Þar fremja Rússar þeim mun hörmulegri níðingsverk en Tartarahersveitir liðinna alda, sem þeir hafa stórvirkari dráps- og kúgunartæki, og svívirði- legust eru níðingsverk þeirra fyrir þæt sakir, að þau eru framin í nafni friðar og frelsis. Ungverjar eiga ekki aðeins skilið að hljóta virðingu vor íslendinga og alla þá hjálp, sem vér getum í té látið; heldur ber oss að gjalda þeim hjartans djúpa þökk fyrir það, að þeir hafa sýnt öllum heiminum, að ekki einu sinni nútíma áróðurstækni, ekki öll hin margvís- legu kúgunar- og njósnatæki, sem einvaldar eiga nú yfir að ráða, ekki einu sinni erlendur her, búinn alls konar vígvélum, megnar að koma í veg fyrir, að þjóð, sem ann sjálfstæði sínu og frelsi, heimti rétt sinn og leggi líf sitt að veði. Og þó ung- verska þjóðin verði nú á ný heft í fjötra eftir djöfulleg múg- morð kúgaranna rússnesku, þá verðum vér að trúa því, að Fréttir frá ríkisútyarpi íslands Framhald af bls. 1 17. FEBRÚAR Norðan átt var um allt land í gær og snjókoma nema sunnanlands, þar var bjart- viðri. Frost var eitt til fimm stig um allt land en kaldast tíu stig á Möðrudal. ☆ Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi minntist 50 ára afmælis síns með hófi í fyrra- kvöld. Félagið hefir starfað mikið að líknar- og menning- armálum og gengizt fyrir námsskeiðum í hjúkrun, garð- yrkju og hannyrðum. Einnig hefir það gefið fé og muni til Stykkishólmskirkj u. ☆ 18. FEBRÚAR Verkfall háseta á kaupskipa flotanum hefst á miðnætti í nótt hafi samningar ekki tek- izt fyrir þann tíma. — Sátta- fundur var boðaður kl. 17 í dag. ☆ Enn eru miklir samgöngu- erfiðleikar í Borgarfirði. Frá Borgarnesi er fært bílum að Gljúfurá og vestur fyrir Langá,* en annars staðar í héraðinu eru vegir tepptir. Akfært er milli Reykjavíkur og Akraness, fyrir Hvalfjörð, og frá Akranesi er fært fyrir Hafnarfjall að Skeljabrekku, og jafnvel mun fært að Hvanneyri. ☆ Kirkjumálaráðherra Dana hefir boðið séra Bjarna Jóns- syni vígslubiskupi og konu hans að heimsækja dönsku kirkjuna. Að því boði standa einnig Boldil Begtrup fyrrum sendiherra Dana í Reykjavík Við Vesturgluggann Tileinkað Ólafi kaupmanni Hallssyni Sá ég skip á sólarhafi sigla byr í skýjatrafi, í Atlantshafsins öldukafi. Yzt við morgunbjarmans rönd einn ég sat á auðri strönd. Skyldi verða heill, ei hálfur, hafskip lífs míns eiga sjálfur. sigla frjáls um allar álfur. I andans ríki nema lönd. ófarinna ævileiða ég þá sigldi um hafið breiða. Kunni áttir eyðiheiða, ' inn á fegurt draumalönd. öldur kváðu á auðri strönd, fjarst í vestri framtak bíður. Framhjá tíðin óðum líður. Vesturálfu faðmur fríður fagnar þinni iðjuhönd. Sé ég skip í sólarhafi sigla hljóð í skýjatrafi, yfir hafsins öldukafi. Úzt við kvöldsins skýjarönd enn ég sit á auðri strönd. Reyndi að verða heill; ei hálfur. Hafskip lífs míns átti sjálfur, sigldi frjáls um ýmsar álfur. í andans ríki nam ég lönd. Þakka ég fögnuð fyrri daga. Framtak var mitt líf og saga, samræmt yndi ljóða og laga. Laga, er engin héldu bönd, þó einn ég sæti á auðri strönd. Aldnir reyna örlög bitur. Æskan þrátt við stýrið situr. Hverfa íslenzk ljóð og litur, lönd og skip með seglin þönd. Á ævidegi eins og vorum, allt mér finnst í sömu sporum. Þótt á æðri öfl vér skorum allt vill fara sömu leið. Eftir stuttrar stundar skeið, skyggir nú á láði og legi. Litir hverfa, hallar degi. íslenzk tunga í Vesturvegi vakir hljóð hjá öldnum meið. S. E. Björnsson / hennar frelsissól mui síðar Ijóma yfir hina fögru sléttu, trúa því með skáldinu, að Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl um heim, eins hátt og lágt má falla fyrir kraftinum þeim.“ Umboðsmaður Eimreiðarinnar vestan hafs er Davíð bóksali Björnsson, 763 Banning Street, Winnipeg, Manitoba. og stjórn Dansk-Islandsk Sam- fund. ☆ Kvenfélagið Keðjan á Fá- skrúðsfirði minntist nýlega 50 ára afmælis síns með hófi- Félagið hefir frá öndverðu beitt sér' fyrir líknar- og menningarmálum. Formaður félagsins er nú Kristín Jóns- dóttir, en aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Margrét Sigfúsdóttir. ADDITIONS Betel Building Fund Frá Árborg, Manitoba Mr. & Mrs. S. Wopnford, $50.00 Mr. & Mrs. Kjartan S. Bjornson, 10.00 Mr. & Mrs. Ted Olafson, 1.20 Mr. & Mrs. Björn Sigvaldason, 50.00 Mr. & Mrs. Björn A. Einarson, 10.00 Mr. & Mrs. Andres Fjeldsted, 25.00 Mr. & Mrs. Bill Baumgartner, 2.00 Mr. & Mrs. Magnús G. Borgfjord, 10.00 -------------0---- Frá Winnipeg, Manitoba Mr. & Mrs. George Sigmar Ste. 11, Lindal Apts., $50.00 Sigrún Sigmar Ste. 24, Lindal Apts., 50.00 --------------0---- Mrs. H. Bergsteinsson, Craik, Sask., $25.00 In loving memory of my late husband, Hjörtur Berg- steinsson. "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund ---—180 —160 Make your donatlons to tb* "Betel" Campaign Fund, 123 Prlncee* Street, Winnlpeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.