Lögberg - 14.03.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.03.1957, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. MARZ 1957 MINNINGARORÐ: Friðrik P. Sigurðsson, bóndi í Fagradal í Geysis-byggð, Nýja-íslandi F. 14. febrúar 1885 — D. 25. okíóber 1956 „Hann var vinur vlna sinna. Tryggur í lund, raeð látlaust hjarta. Astríkur maður eiginkonu, og bczti faðir barna sinna." Þessi látni vinur og sam- ferðamaður var fæddur í Fagradal í Geysisbygð. For- eldrar hans voru landnáms- hjónin Sigurður Friðfinnsson bónda að Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafjarðarsýslu, Frið- finnssonar, bónda í Stórágerði í Myrkárdal, Loftsonar Guð- mundssonar Loftssonar bónda í Eyjafjarðarsýslu, og konu hans Unu hinnar hagmæltu Benjamínsdóttur, bónda í Kelflavík í Hegranesi, f. 1758, d. 1826. — Kona Sigurðar en móðir Friðriks var Kristrún Pétursdóttir, bónda á Bjarnar- stöðum í Blönduhlíð, Péturs- sonar á Marbæli í Óslandshlpð Guðmundssonar; og konu hans Kristínar Guðmunds- dóttur á Hrafnshóli Jónssonar. Móðir Kristínar var Kristín Sveinsdóttir á Þverá, í Öxna- dal, Einarssonar hreppstjóra á Svellatungu, Hallgrímssonar Eiríkssonar, bónda í Bárðar- dal Bjarnasonar prests að Eyjardalsá, Magnússonar prests á Auðkúlu Eiríkssonar. Foreldrar Friðriks giftust 1876,og hófu búskap að Nauta- búi í Hjaltadal og bjuggu þar til ársins 1883, er þau fluttu vestur um haf og settust að við íslendingafljót (Riverton) í Nýja-lslandi. Arið 1885 sett- ust þau að á landnámi sínu, er þau nefndu Fagradal, er mér tjáð að það væri eitt hið fyrsta landnám í hinu víð- feðma ogtfagra héraði, er síð- an hlaut nafnið Geysis-byggð. Bæði voru foreldrar Frið- riks vel gefin að hæfileikum og mannkostum, og nutu trausts og virðingar sveitunga sinna og samtíðarfólks. Þau eignuðust 12 börn, en aðeins fimm synir náðu þroska aldri; tveir eru nú á lífi, eins og síðar mun að vikið. Öll sín uppvaxtarár vann Friðrik heimili foreldra sinna. Þann 5. nóvember 1905 kvænt- ist hann Valgerði Ingibjörgu Jónsdóttur Þorsteinssonar frá Vöglum í Blönduhlíð í Skaga- fjarðarsýslu. Hafði hún flutt vestur um haf með foreldrum sínum og systkinum árið 1900. Kona Jóns Þorsteinssonar, én móðir Valgerðar konu Frið- H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur hlufafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykja- vík, laugardaginn 1. júní 1957 og hefst kl. 1.30 e. h. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhögun- inni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekst- ursreikninga til 31. des. 1956 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félags- ins í Reykjavík, dagana 27.—29. maí næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri»umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ.e. eigi síðar en 19. maí 1957. Reykjavík, 8. janúar 1957. STJÓRNIN FRIÐRIK P. SIGURÐSSON riks, var Albertína Jónsdóttir, alsystir Alberts Jónssonar föður Valtýs læknis í Reykja- vík og séra Eiríks Albertsonar, er um langt skeið var prestur að Hesti í Borgarfjarðar- sýslu. Starfsdagur Friðriks hafði verið fullur af önnum og afar aðkallandi skyldum. Börn þeirra voru 12 að tölu, og öll fengu þau að lifa hjá þeim, dyggðugt fólk og dugandi. — Þau eru: Sigrún, gift Frederick Everett; Anna, gift Gunnari Pálssyni; Jóhannes, kvæntur Alice Varga; Albertína, gift Halla Gíslasyni; Sigurjón, kvæntur Doris Boundy; Frið- rik, Ólafur og Fanney, öll heima; Gestur, kvæntur Joan Clark; Sveinn, kvæntur Emily Daniels; Hallgrímur og Frank- lin, einnig heima. Barnabörnin eru 28 og barna-barnabörnin 2 að tölu. — Tveir bræður Friðriks eru á lífi, Kristjón bóndi í Geysis-byggð og Krist- mundur Númi, fyrrum bóndi í sömu byggð, en nú búsettur í Arborg, Man. Friðrik hafði lifað og starfað í heimabyggð sinni alla ævi, og hlúð að þeim reit, þar sem foreldras hans höfðu haslað sér völl, og hann, ungur að aldri, átt sinn þátt í að rækta og blómga. Starfsferil manna má skil- greina á tvennan hátt. Skyldu- stórfin helgu, er næst heimili liggja, — í þágu ástvina og eigin heimilis, — ábyrgðina stóru við að sjá sínum borgið á heiðarlegan hátt; og í öðru lagi þátttakan í hinum al- mennu félagslegu velferðar- málum þess sveitarfélags, sem maður dvelur í. Alkunnugt er það vor á meðal, hversu stórt og um- fangsmikið Fagradalsheimilið varð. Heimilisskyldur hjón- anna þar urðu því óvenjulega þungar og aðkallandi, og gengu nærri því að verða þeim ofurefli. En þolinmæði Friðriks og Valgerðar var fá- gæt, samfara einbeittum vilja þeirra og sameinuðum kröft- um og hæfileikum, er gerði þeim unnt að heyja sigrandi baráttu. í huga mér koma orð úr heilagri ritningu, er mér virðist með sanni mega til- einka þeim, en orðin eru þessi: í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera. Jesja 30, 15. En nærri var gengið kröftum þeirra og þreytt voru þau bæði löngu fyrir aldur fram. Þau nutu gleði og ánægju í dug- andi börnum sínum, er urðu þeim traust samverkafólk, hin eldri þeirra meðan heima dvöldu — og hin yngri, sem að heima hafa dvalið, er starfs- •þrek þeirra tók að dvína og aldur færðist yfir þau. Á heimilinu í Fagradal var jafnan nægilegt hjartarúm, þótt heimilið væri ónvenju- lega margmennt. Þar áttu báðir foreldrar húsbóndans hagkvæmt athvarf á efri árum og önduðust þar í hárri elli, og sömuleiðis dvaldi Albertína móðir húsfreyjunnar þar í elli sinni. Sýnir þetta kær- leikshug hjónanna beggja til þeirra er áveðurs stóðu á ber- svæði lífsins. — Má þetta fremur fágætt telja, á jafn fólksmörgu heimi}i og Fagra- dalsheimilið var. Eins og að líkum lætur stóð fjölskyldumaður eins og Frið- rik höllum fæti um virka þátt- töku í byggðarmálum, einkum hin fyrri ár. En hann va" dyggur maður, er átti nærnar tilfinningar um borgaralega1 skyldur sínar og hinn ábygg1' legasti í hvívetna. Hann var trúr og starfandi meðlimur ' heimasöfnuði sínum, Geysis- söfnuði, og sat oft í stjórn hanS á þjónustuárum mínum í Þvl prestakalli. SóknarpresturinP átti alltaf vissan hlýhug hans og samúð í starfi sínu °% starfstilraunum. Gleymi e£ sízt þeirri hagkvæmu hjálpi sem hann og Jón Pálsson veittu mér á starfsárum min' - um þar við fræðslu ung' menna í söfnuðinum, — serfl að yfirgnæfandi anna vegn^ var oft torvelt fyrir prestinn að leysa af hendi. — Friðrik var maður andlega sinnaður og unni kristinni trú af alhugi kona hans og börn fylgdu for- dæmi hans. Hann var trúr vinur vina sinna, hjartafrómur og hreinn í lund, íslenzkur maður, sem segja mætti að lifð,i í því sem íslenzkt var; öruggur stuðn- ingsmaður kirkjufélags vorS og íslenzkra mála og bar tn , þeirra órofa-tryggð og studd1 af fremsta megni og jafnvej yfir efni fram. Alla ævi hafð1 hann yndi af íslenzkum ljop" um; og eins og svo margir ur hópi vors eldra fólks, þótt upp' alið væri hér vestra, var grunntónn skilnings og til' finningalífs mótað af upP' sprettulindum íslenzkra erfða Sjálfur var haln maður hag' orður, er fann gleði og sefjuni mitt í önnum dagsins, að yrkja vísur og ljóð. Sem kunnugt er> gaf hann út ljóðabók „Römrtf er sú taug", er prentuð var a íslandi 1950. Avalt var það ttf' gangur ljóða hans, að auka a gleði samferðamanna sinnai en aldrei að græta neinn. í $*' efni af gleði og sorgarstund- um samferðafólksins urðu mörg ljóð hans til. — Oft la^ hann þau upp hin síðari ár a mannfundum og skemmtisam' komum í heimasveit sinni* sem er ein sann-íslenzkasta byggð, er ég þekki hér vestan hafs; átti andrúmsloftið and- lega í byggðinni sinn þátt í a* örfa hann til ljóðasmíða, eí hann hafði mikla unun af, °& jók oft á gleði annara með vis- um sínum. Útför hans fór fram fra Geysis-kirkju þann þrítugast^ október, að viðstöddu fjöl' menni víðsvegar að úr Norður Nýja-íslandi — og víðar að -^ er minntist með ástarþök* starfsmannsins og vinarins, eí með trúmennsku og glöðum hug hafði leyst ævidagsverK sitt af hendi. — Munu öll börn þeirra hjóna, ásamt skyldu- liði og fjölmennum ástvina- hópi, hafa verið viðstödd, a' samt móður sinni. — Djúpur söknuður, samfara ástarþök^ skapaði geðblæ kveðjustund- » arinnar. Sá, er línur þessar|» ritar, flutti kveðjumál. S. ÓlafseoO

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.