Lögberg - 14.03.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.03.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. MARZ 1957 Opið bréf f-il deilda Kæru félagssystkin! Eins og skýrt hefir verið frá í íslenzku vikublöðunum, var ég undirritaður á nýafstöðnu þjóðræknisþingi kosinn for- seti Þjóðræknisfélagsins fyrir næsta kjörtímabil í stað dr. Valdimars J. Eylands, er baðst undan endurkosningu. Áður en lengra líður fram á starfs-* arið þykir mér þess vegna fara vel á því að senda deild- m um félagsins, og þá um leið íélagsfólki í heild sinni, nokk- ur kveðju- og hvatningarorð. Auk fráfarandi forseta, baðst ritari félagsins, frú Ingi- björg Jónsson, einnig undan endurkosningu. Er mikil eftir- sJá að þeim báðum úr stjórn- arnefndinni, og þakka ég Peim, í félagsins nafni, margra ara starf í þágu þess; má ég °hætt treysta því, að trúnað- ur þeirra við málstað félags- ms er óbreyttur sem og fús- leiki þeirra til að leggja mál- um þess lið. Ritari var kjörinn Haraldur •^essason prófessor, en vara- ritari W. J. Lindal dómari; eru þeir nýliðar í stjórnarnefnd- mni og býð ég þá velkomna til sarnstarfs á þeim vettvangi, en báðir eru þeir að góðu kunnir fyrir áhuga sinn á íslenzkum menningarmálum. — Gegnir £arna máli um aðra embættis- ^enn félagsins, er allir voru endurkosnir. Veit ég því, að eg má vænta góðrar samvinnu af þeirra hálfu. ^jóðræknisþingið var mjög saemilega sótt eftir atvikum °§ þar ríkti góður félagsandi. Margar deildir áttu fulltrúa á ' Plnginu, 0g var þejrra lengst aö kominn fulltrúi deildarinn- ar „Ströndin" í Vancouver, og er það mjög til fyrirmyndar að senda fulltrúa svo langa |eið, enda hefir þess að verð- eikum verið sérstaklega getið b*ði í skýrslu forseta og ann- ars staðar. En allar eiga deild- lranr þakkir skilið fyrir að senda fulltrúa á þingið, og tekur það einnig til fulltrú- anna ajálfra og annars félags- olks, er þingið sótti, sumt um angan veg. Það sýnir í verki ^u§a á málum félagsins. • eta ber einnig að verðleik- Um góðar skýrslur frá þeim eildum, er eigi sáu sér fært, fJarlægðar vegna, að senda ^ulltrúa, en halda eigi að síður ^erki starfsins á lofti. , ra hinum opinberu sam- Jjornum í sambandi við þingið ,-efir einnig verið sagt ítarlega blöðum, en þær voru hinar agætustu og prýðisvel sóttar. g sannarlega eru þessar ár- egu samkomur hvorki minnsti ne "'Wvægasti þáttur þings- *s- Þær sameina fólk um mál- j^að felagsins, varðveizlu ís- ( e6n^ks mals og menningar- r ísi láta okkur halda betur enzka hópinn; eru, í fáum rðum sagt, sumarauki í and- ,e.gum skilningi mitt í vetrar- ^orkunum. Þjóðræknisfélagsins Þingið fjallaði, eins og ávalt að undanförnu, um þau málin, sem fyrir löngu eru orðin fastur liður í starfsskrá þess, svo sem fræðslumál, út- breiðslumál, samvinnumál við Island og útgáfumál. Allmikl- ar umræður urðu einnig um nauðsyn sameiginlegs heimilis í Winnipeg fyrir íslenzk fé- lagsleg samtök, og var það mál sett í milliþinganefnd, á- samt öðrum málum, t. d. minja safnsmálinu og skógræktar- málinu. Stjórnarnefndinni v o r u einnig venju samkvæmt falin ýms mál til frekari athugunar og fyrirgreiðslu, er hún mun leitast við að leysa af hendi eftir því sem f járhagur félags- ins og aðrar ástæður leyfa. Veit ég, að stjórnarnefndin muni vera mér sammála um það, að sérstaka áherzlu beri að leggja á það að efla sam- bandið við deildir félagsins og styðja þær í starfi, bæði með heimsóknum af hálfu nefnd- arinnar, eftir því, sem fært reynist, og með öðrum hætti. Hefi ég í huga að heimsækja á árinu eins margar deildanna og mér er unnt, og hefi þegar gert nokkrar ráðstafanir í þá átt. En það liggur í augum uppi, hver megin grundvöllur deildirnar og starfsemi þeirra eru félaginu og viðleitni þess, án þess að lítið sé gert úr fram lagi og liðstyrk einstakra fé- lagsmanna- og kvenna, en þeim ber að fjölga eigi síður en deildafólki. Innan vébanda Þjóðræknisfélagsins er, sam- kvæmt stefnuskrá þess, svo ,.hátt til lofts og vítt til veggja", að þar eiga allir þjóð- ræknissinnaðir Islendingar að geta fundið sig heima. En svo að vikið sé aftur að stjórnarnefndinni, þá er ó- þarft að fjölyrða um það, að allir, sem þar eiga sæti, vinna þau félagsstörf sín í hjáverk- um frá ýmsum og löngum æði tímafrekum skyldustörfum. Má hið sama vitanlega segja um embættismenn deilda og félagsfólkið í heild, er lætur sig mál félagsins verulega skipta. En hins er þá jafn- framt að minnast, að það eru ekki síztu eða lítilsverðustu verkin í lífinu, sem menn vinna af ást á málefninu eða viðfangsefninu, og óhætt má segja, að engin störf þroska mann meir eða eru fremur mannbætandi. Klettafjalla- skáldið vissi undur vel hvað hann söng, er hann orti þessar ódauðlegu ljóðlínur: Að hugsa ekki í árum, en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum —því svo lengist mannsævin mest. 1 því sambandi vil ég einnig á það minna, að þessi félags- skapur olScar, sem helgaður er hugsjónalegri menningarlegri starfsemi, á sér senn 40 ár að baki, því að fertugsafmæli fé- lagsins stendur fyrir dyrum innan tveggja ára. 1 því felst bæði áminning og eggjan til dáða. En að afmælinu Inun ég víkja oftar og ítarlegar síðar. Ég sendi ykkur, félagssyst- kini góð, þessi ávarpsorð mín um eina íslenzka farveginn á opinberUm vettvangi, er nær til ykkar sem flestra í dreif- ingunni í þessari víðlendu álfu, — í dálkum vestur- íslenzku vikublaðanna. Jafn- framt er einnig dregin athygl- in að því, hver tengitaug, já, lífiaug, þau eru í allri okkar þjóðræknislegu viðleitni og félagslegu starfi. Það skyldi alltaf munað og metið, og sæmir okkur öllum, félagsleg- um samtókum og einstakling- um, að styðja þau og hlúa að framhaldandi útgáfu þeirra af fremsta megni, því að slitni sú taugin, mun fleiru fljótlega hætt. Það, sem ég vildi síðan segja við ykkur að málslokum, er bezt sagt í tveim erindum úr „Islandsminni" séra Matthías- ar Jochumssonar „Eitt er landið ægi girt". Fyrra erind- ið, en þau eru bæði alkunn, er á þessa leið: Eitt er landið, ein vor þjóð, auðnan sama beggja; eina tungu, anda, blóð, aldir spunnu tveggja: Saga þín er saga vor, sómi þinn vor æra, tár þín.líka tárin vor, tignar landið kæra! Þannig dregur hið andríka skáld fagurlega athyglina að menningararfinum mikla og dýrmæta, sem við viljum varð veita og ávaxta í lengstu lög hér á yestrænni grund. Og skáldið segir ennfremur: Græðum saman mein við mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan; plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framan. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman! Mér, sem öðrum, er vinna að þjóðræknismálum okkar, er það fyllilega ljóst, hverja örðugleika við. eigum við að glíma í þeim efnum. Þar er óneitanlega um margt á bratt- ann að sækja. En látum okkur fara að dæmi fjallklifrenda, er bók- staflega talað binda sig saman til trausts og öryggis á fjall- göngunni, og ná með þeim hætti, með sameiginlegum á- tökum, ósjaldan settu marki, upp á tindinn. Treystum fé- lagsböndin, þjöppum okkur saman um merki félagsins, en með trú á málstaðinn, sam- stilltum kröftum, vilja og fórnarlund má miklu til vegar koma í hvaða máli sem er. 1 þeim anda ávarpa ég ykk- Business and Prafessional Cards Minnisr BETEL í erfðaskróm yðar $3.00 per House Coll EXPERT TECHNICIAN 24-HOUR PHONE SERVICE B.E.M. Television & Radio Service PHONE SPruce 5-2875 G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-5227 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliancc Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan. Wtonipeg Phone 32-6441 Office Phone 92-4762 Res. SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appöintment. PARKER. TALLIN, KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTF.RS — SOLICITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. Clive K. Tallln. Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 Thorvaldson, Eggertson. Basxin & Siringer Barristers and Sólicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PHONE 92-8291 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgtS, bifreiSaabyrgS o.s. frv. Phone 92-7538 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 ur í félagsins nafni og segi að málslokum í orðum okkar fögru íslenzku kveðju: Verið þið öll blessuð og sæl! Ykkar einlægur, RICHARD BECK SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eld»vörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vitS, heldur hita frá a8 rjúka út me6 reyknum.—SkrifiB, slmiC Ul KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 8-4481 S. O. BJERRTNG Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Si. Wuiaipni PHONE 92-4624 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur Hkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnatSur sa beztl. StofnatS 1894 SPruce 4-74T4 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. SPruce 4-7855 ESTTMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shlnglei Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Slmcoe St. Winnipeg, Man. Muir's Drug Store Lld. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOB 27 YEARS SPruce 4-4422 Elllce & Home _____________________i Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osborne Medical Bldg. SPruce 4-0222 Weston Office: Logan&Quelch SPrnce 4-5818 Res.: SPruce 4-0118 S. A. Thorarinson Barrister and BoHcitor 2nd Ploor Crovvn Trust Bldg. 364 SIAIN ST. Office Phone 92-7051 Heimaslmi 40-6488 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountanta Phona 92-2468 100 Princess St. Winnlpeg, Maa. And ofíices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Arlingron Pharmacy Prescription Speciálist Cor. Arlinglon and Sargeni SUnsol 3-5550 We collect light, water and phone bills. Posi Offioo The Business Clinic Anna Larusson — Florence Kellett 1410 Erin Street Phone SPruce 5-6676 Bookkeeplng - Income Taz Insurance

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.