Lögberg - 14.03.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.03.1957, Blaðsíða 5
1 —- LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. MARZ 1957 Wf¥ Síðan Margrét prinsessa gerði heyrum kunrtugt að hún hefði ákveðið að giftast ekki •f* Pétri Townsend, hafa frétta- nienn haft vakandi auga á henni og er hún þeim fögur en erfið ráðgáta. Hún er nú stöðugt önnum kafin við að koma fram við ýmissar opin- berar athafnir sem fulltrúi drottningarinnar, en framtíð hennar er öllum dulin. Skyldi hún að lokum giftast einhverj- um öðrum? Hin gáfaða, fjörmikla prin- sessa, sem nú er tuttugu og sex ára, er stödd á vegamót- um og hefir um þrennt að velja: giftast vegna skyldu- rækni þeim manni, er fjöl- skyldan velur; giftast þeim I manni, er hún ann; eða giftast aUs ekki. Frændkonur hennar prjár stóðu einu sinni í sömu sporum og hún og völdu sinn veginn hver. Patricia prinsessa, hin glæsi lega sonardóttir Viktoríu ^rottningar, beið þar til storm- inn innan fjölskyldunnar lægði og umtalið hætti og. giftist þá manninum, sem hún unni. Fóðursystir Margrétar, María prinsessa hlýddi boði foreldra sinna og giftist Lascelles lávarði og varð °hamingjusöm. Victoria prinsessa, dóttir Edwards sjöunda, sætti sig við að vera ógift alla ævi. Ekki er ólíklegt að Margréti verði nú stundum hugsað til Þessara kvenna. Viktoría er eina prinsessan af konungs- fjölskyldunni, sem ekki hefir giíst síðustu hundrað árin. Likt og Margrét var hún á sín- um tíma uppáhald heimilis- lns, en hún var ólík Margréti að því leyti að hún var feim- ln> táplítil — fremur litlaus skapgerð. Vitað er að Margrét hefir *engi þráast við að vera eftir- dragi móður sinnar, — búa ^eð henni, borða með henni, íara hvert sem móðir hennar fer, og fara eftir hennar ráð- Uttl í klæðaburði. Síðan hún ^gði upp Pétri Townsend hefir hún krafist enn meira sJalfstæðis innan fjölskyld- unnar 0g hún hefir haft sitt iram. Hún hefir nú sinn eigin Ivinahóp og tekur þátt án [^oður sinnar í opinberum at- ^ofnum. Þegar drottningin ók 11 Pinghússins í nóvember til vö setja þingið, sat Margrét í ^rðmgarsætinu við hlið henn- Eh.* fjarveru hertogans af verni rgh °g er Það raun" drín ga * fyrsta sinn> sem arottnmgin hefir sýnt, að hún ÁHLtAMÁL IWCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Hvern kosrinn veiur prinsessan telur hina ungu systur sína fullveðja konu. Þannig er Margrét jafnt og þétt að auka sjálfstæði sitt, bæði í einkalífi og í opinberri stöðu sinni. Öðru máli var að gegna með fyrirrennara henn- ar, Viktoríu prinsessu. Meðan móðir hennar var á lífi var hún jafnan með henni og þegar hún dó dróg hún sig í hlé frá fjölskyldu og félags- lífinu; lifði utan borgarinnar í rólegheitum og dundaði við ýmislegt, svo sem að líma fjölskyldumyndir í albúm, binda bækur dýru leðurbandi, og fór einstöku sinnum í leik- hús. Tímarnir hafa breytzt og kvaðirnar til konungsfjöl- fjölskyldunnar aukizt; Mar- grét kemst ekki undan skyld- um sínum, enda sýnt að hún hefir enga löngun til þess að lifa kyrrlátu lífi eins og Viktoría prinsessa. Það er því líklegt að hún feti annaðhvort í spor Maríu prinsessu eða Pat prinsessu. María prinsessa, fóðursystir Margrétar, var tuttugu og fimm ára 1922 þegar hún gift- ist Lascelles lávarði, manni, sem var f jórtán árum eldri en hún. María hafði alist upp undirhandarjaðri móður sinn- ar, sem var ströng á sama máta og títt var um foreldra á Viktoríu-tímabilinu. Faðir Maríu var hrjúfur í viðmóti svo jafnvel synir hans óttuð- ust hann. María fékk aldrei að fara í skóla; móðir hennar kenndi henni hannyrðir og annað það, er þótti sæma að prinsessa kynni. Við opinber- ar athafnir var henni aðeins leyft að koma fram en taka engan þátt í þeim að öðru leyti. Henni var leyft að eiga að vinum aðeins þá fáu, er foreldrarnir töldu henni sam- boðna. Svo sem vænta mátti varð hún feimin og ófram- færin, og tók því með auð- mýkt, þegar henni var boðinn Lascelles sem mannsefni við hennar hæfi — ef til vill hefir hún gripið þetta tækifæri í þeirri von að hún gæti þannig sloppið úr prísundinni, heima, en ekki tók betra við. Lascelles var að vísu vell- auðugur af góðri ætt, en hann var maður óþýður og önugur, er hafði mestan áhuga á dýra- veiðum á hinni stóru landar- eign sinni. Hann breyttist í engu við giftinguna. Hélt á- fram að hópa saman vinum sínum til reiðtúra, og hin unga, auðmjúka brúður varð einmanalegri en nokkru sinni áður. Þegar Lascelles dó 1947 var eins og hún kæmi til sjálfrar sín aftur. Synir henn- ar tveir og tengdadætur hafa og verið henni góð og aukið sjálfsvirðingu hennar, og kem- ur hún nú oft til Lundúna og tekur virðulegan þátt í fjöl- skyldu- og félagslífinu. Þá komum við að lokum að sögu Pat prinsessu. Hún beið þar til hún var þrjátíu og þriggja ára heldur en að gift- ast manni, sem hún ekki unni. Hún var dóttir hertogans of Connaught, bróður Edwards VII. Hún var Margrét sinnar samtíðar — glæsileg, kát og fjölmikil og hrókur alls -fagn- aðar í félagslífinu í Lundún- um. Eins og með Margréti voru alltaf getgátur manna á meðal um, hverjum hún myndi giftast. Hún var og í miklu uppáhaldi í Canada þegar faðir hennar var land- stjóri hér 1911 til 1916. Ein af canadisku herdeildunum var nefnd eftir henni — Princess Patricia's Light Infantry. — Systir hennar hafði gifst ríkis- arfa Svíþjóðar, en Pat virtist ekkl í neinum flýti í þeim efnum. En svo kom Alexandar Ramsey, hár og myndarlegur sjóliðsforingi, og gerðist að- stoðarmaður föður hennar, rétt eins og Townsend var George VI. konungi. Brátt kom í ljós að Ramsey og prin- sessan höfðu fellt hugi saman. Þau voru alls staðar á ferð saman, á dönsum, samkomum og útiskemmtunum. Ramsey var af góðu fólki kominn, en ekki af konungaætt; hann var og nokkurs konar stríðshetja líkt og Townsend. Þegar hann bað Pat að verða konuna sína játaðist hún honum, en þá varð móðir hennar æf og vegna andúðar hennar aflýsti Pat prinsessa trúlofuninni. Nokkrum árum síðar dó móðir hennar, og var þá trú- lofunin opinberuð á ný. Prin- sessan var þrjátíu og þriggja ára þegar þau loks giftust. Hjónavígslan fór fram í West- minster Abbey, og George VI. konungur mælti fyrir minni brúðhjónanna í brúðkaups- veizlunni. Brúðurin varð að leggja niður prinsessu-titilinn. Nú búa þau rólegu lífi á sínu litla heimili nokkrar mílur utan Lundúnaborgar. Vinir þeirra staðhæfa, að þau séu jafn-ástfangin hvort af öðru eins og þau áður voru. Hvort Margrét prinsessa fer að fordæmi þessarar frænd- konu sinnar mun aðeins tím- inn leiða í ljós. Stylt og þýtt úr Chatelaine Bardagi við úlfa á jólanórr Norðmennirnir, sem fluttust til Ameríku fyrir meira en einni öld urðu að þola marga raun, bæði af erfiði og kulda. Flestir þeirra urðu bændur, en frá einum greinir, sem stund- aði póstferðir allt sitt líf, og lét ekki bugast fyrir neinu. Hann varð aldrei neinn auð- maður, en um hann urðu til hetjusögur í Kaliforníu, og er það nokkru minna virði en auður, þegar sagan er skráð? Póstur þessi hét Jón Thom- sen og var frá Þelamörk — eða John Thomsen, eins og hann skrifaði nafn sitt eftir að hann hafði verið nokkur ár í Ameríku. Hann fór til Kali- forníu til þess að grafa gull en fann ekki, og þá tók hann að sér starfa, sem enginn ann- ar hefði leikið eftir á þessum slóðum. Hann var skíðamaður góður. Pósturinn var fluttur yfir fjöll og firnindi milli austurs og vesturs, en um vetrarmánuðina voru þetta hinar mestu glæfraferðir. En pósturinn varð að komast sína leið, og það var auglýst eftir manni, sem vildi taka það að sér að bera póstpokana yfir fjöllin. Aðeins einn umsækj- andi gaf sig fram, og það var Þelamerkurmaðurinn — Jpn Tomsen. Daginn, sem hann mætti til þess að taka við starfinu, hafði hann meðferðis tvo langa, flata hluti, sem enginn hafði áður augum litið. Það voru skíði. Og strax og hann hafði fengið starfann spennti hann skíðin á sig og lagði af stað. Vegalengdin voru nítíu enskar mílur, sem hann átti fyrir höndum, allt yfir fjöll að fara, og verst af öllu var, að veðrið var tíðast ótryggt á þessum slóðum. Fólk horfði undrandi á eftir honum, er hann fór í fyrstu póstferðina, því að það bjóst ekki við að sjá hann aftur fyrr en næsta vor. Sumir töluðu meira að segja um, að safna saman leitarflokki til að draga líkið heim! En aðrir álitu, að maður, sem hefði kjark í sér til þess að leggja á fjallið um hávetur, myndi ekki láta sér það fyrir brjósti brenna að liggja í snjónum fram á næsta vor. ísraelsmenn hafa kvatt heim setulið sitt úr Gaza-svæðinu, er þeir lögðu undir sig með innrásinni í Egyptaland; tóku þeir þetta skref eftir þrálátar málaleitanir af hálfu Sam- einuðu þjóðanna; þó er síður en svo að hult sé um friðinn austur þar. Sex dögum eftir brottförina frá Kaliforníu var Jón kom- inn þangað aftur. Og póstpok- ann hafði hann meðferðis! 1 tuttugu ár var Jón Tom- sen eini tengiliðurinn milli austurs og vesturs í Ameríku um vetrarmánuðina. Póst- vagnar, hestar og járnbrautar- lestir urðu að staðnæmast við austurhlíðar fjallanna, en þeg- ar ekki var komizt lengra, stóð Þelamerkurmaðurinn þar og beið póstsins. Svo tók hann póstpokann á bakið og lagði upp á ný. Leiðin var brattari austur yfir, og tók hann þrjá daga að komast þangað, en svo hallaði undan fæti vestur um, og nægðu honum tveir dagar á þeirri leið. Póstpokinn vóg tíðum 25 kíló. Jón hafði aldrei meira nesti með sér, en það, sem hann gat komið í vasa sína. Svefnpoka notaði hann ekki, en væri veðrið sérstak- lega grimmt gróf hann sig\ snjó, og hafðist þar við unz veðrinu slotaði. En oftast tafði hann hvergi en hélt göngunni sífellt áfram. Það kom sjaldan fyrir að Jón hitti fólk á ferðum sínum um fjóllin. En eitt sinn varð honum gengið fram á ferða- mann, sem lá í litlum fjalla- kofa, og voru báðir fætur hans kalnir. Þarna hafði maðurinn hafst við í tólf sólarhringa. Einmitt í þann mund, er Jón bar þarna að, hafði maðurinn ákveðið að höggva af sér fæt- urna, og var kominn með öxina í hendina. Það var kom- inn kolbrandur i beinin, og hann vissi, að ef ekki yrði komizt fyrir hann, myndi hann deyja. Fyrst eftir að Jón kom í kofann til mannsins, varð engu tauti við hann kom- ið; fæturnir skyldu höggnir af hvað sem hann segði! — Hvað kom honum þetta við? Voru þetta kannske ekki hans fæt- ur? Og hafði Jón nokkra hug- mynd um hvernig líðan það var að vera með kolbrand í fótunum allt frá tám og upp að kjám? Þessi vesalings sjúki maður sveiflaði öxinni yfir höfði sér og var auðsýni- lega ekki með öllum mjalla. Þetta var um miðjan vetur Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.