Lögberg - 14.03.1957, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.03.1957, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. MARZ 1957 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALIF „Ja, nú er ég hissa. Hvaðan úr ósköpunum kemurðu, Anna mín? Vertu velkomin!" byrjaði hún og heilsaði henni með kossi. „Ég kem úr sjóferð", var það eina, sem Anna sagði. „Jón fór héðan í morgun heimleiðis. Hann er búinn að leita að þér all staðar, sem honum hefur dottið í hug. Það hafa flestir talið þig horfna héðan fyrir fullt og allt. Því léztu ekkert til þín heyra, góða mín?" „Ég kom með vélbát frá Stapavík. Þar hef ég verið. Ég fann það á mér, að ég þyldi ekki sjó- ferðina og fór þar í land — og svo var síminn í ólagi og ég lasin". „Góða, fáðu þér sæti. Þú hlýtur áð vera þreytt, kannske sjóveik. Náttúrlega hefurðu verið lasin. Það er auðséð á þér. Jóna mín, komdu með kaffi inn til okkar". Hún færði önnu úr kápunni. „Það var gott að þú fórst ekki alla leið vestur til Matt- hildar. Hún á víst ósköp erfitt", hélt frúin áfram. „Það er sagt að hún sé orðin tággrönn og farin að hærast. Hann er víst ósköp erfiður sjúklingur, hann Kristján, eins og maður getur ímyndað sér, sem þekktu hann. Matthildur hefði víst ekki mikið getað skemmt þér, þó að þú hefðir komizt til hennar". „Aumingja Matthildur!" andvarpaði Anna. „Ósköp er að heyra þetta". „Ójá", sagði frúin, „en samt kenni ég nú meira í brjósti um heimilisfólkið á Nautafltöum en hana. Mikið ósköp hlýtur því að hafa liðið illa allan þennan tíma að heyra ekkert frá þér. Það verður að senda einhvern fram eftir". „Það veit um mig núna", flýtti Anna sér að segja. Hún fann ásökun í málrómi og augnaráði frúarinnar og svona bjóst hún við að allir myndu líta til sín, enda var ekki laust við að samvizkan ' segði henni, að hún hefði ekki hagað sér rétt og skynsamlega. „Þórður er með mér og fer heim strax, en ég var að hugsa um að biðja þig að lofa mér að hvíla mig hérna hjá þér". „Já, sjálfsagt. Nú skil ég, þú hefur skrifað eftir að Jón fór vestur". Jóna kom nú inn með kaffið og Anna losnaði við að gefa fleiri skýringar, enda langaði hana ekkert til þess. „Ó, hvað það er dásamlegt að finna kaffi-ilm- inn", sagði Anna með uppgerðarbrosi. Hún var ekki nema hálfnuð úr bollanum, þegar stúlkan ðpnaði hurðina og sagði, að hér væri maður, sem vildi finna hana að máli. Þórður stóð á eldhús- gólfinu. „Hvernig hefurðu það eftir sjóferðina?" spurði hann. „Mér líður vel, en lengra ætla ég nú samt ekki í bili", sagði hún. „Þú gætir fengið að sitja á sleða fram eftir.. Þær eru hér dalakonurnar að gramsa í „kraminu". „Er Þóra hér?" „Ekki hef ég séð hana", sagði hann, en svo bætti hann við: „Heldurðu að þú verðir ekki sam- ferða lengur?" „Nei, það ætla ég ekki að verða". Þórður rétti henni hendina og sagði: „Þú biður líklega að heilsa". „Já, ég bið að heilsa öllum. Þakka þér fyrir alla fyrirhofnina mín vegna, Þórður. Samt veit ég ekki, hvort ég á að gleðjast eða hryggjast yfir því að vera komin heim til kunningjanna", sagði hún. „Ég vona að þetta endi vel", sagði hann og flýtti sér burtu. „Hann hefði átt að fá sér kaffi", sagði frú Svanfríður. „Ég ætlaði að bjóða honum það, en þá var hann farinn". „Hann hefur drukkið kaffi hjá Sigga", sagði Anna og bætti svo við: „Kannske hef ég verið heimsk að fara ekki með honum alla leið". „Er þetta nú nokkurt, vit!" sgaði frúin. „Þú verður nú líklega að jafna þig eftir ferðavolkið. Svo er komið undir sólsetur og kalt fram í dalnum. Nei, þú verður nú hjá mér í nótt". Nú var öll ásökún horfin úr málrómi hennar. Þar var sama hlýjan og ástúðin og vanalega. Það yrði gott að hvíla sig hjá slíkri konu. Hlíf á Ásólfsstöðum gekk í veginn fyrir Þórð, þegar hann kom frá því að kveðja húsmóður sína, og heilsaði honum. Helga á Hóli kjagaði á eftir henni, en var seinni á fæti. „Hvaðan kemurðu með Önnu?" spurði Hlíf. „Hvar hefur hún falið sig, manneskjan?" „Hún var hérna vestur í Borgarsveitinni. Hún hefur verið lasin", sagði Þórður, kvaddi og fór áður en Helga gæti heilsað honum. „Það er aldrei kast á Þórði", másaði Helga, „hann ætlar nú kannske ekki að tala of mikið núna. Hvar sagði hann að hún hefði eiginlega verið?" „Hérna skammt fyrir vestan. Hún hafði verið lasin", svaraði/Hlíf. „Ójá, hvað skyldi maður heyra næst?" sagði Helga og glotti háðslega. „Nú hefur hún fengið eitt vitleysisflogið enn. Líklega séð Jón fara heim að Jarðbrú eitthvert kvöldið og ekki þolað meira". „Gerir hann það stundum?" spurði Hlíf og brosti ánægjulega. „O, ætli það geti ekki skeð", sagði Helga^ íbyggin. „Þau segja annað hjónin á Hjalja — álíta að hann komi þangað aldrei", sagði Hlíf. „Nú, jæja, jæja, ekki skal það fréttast eftir mér, þó að mér sýnist annað. Ég hef líklega eitt- hvað lakari sjón", sagði Helga. Erlendur kom nú út úr búðinni með kassa í annarri hendinni, en hnakktösku og stóran böggul undir hinni og skimaði kringum sig eftir konu sinni. „Nú, þarna eruð þið", kallaði hann, „það væri víst ekkert óráð að fara að hugsa til heim- ferðar, ef þið ætlið að ná háttum, nema þú eigir eftir að kaupa ofurlítið meira af bölvuðu „kraminu"." „Nei, ég er búin að verzla það, sem ég ætla mér. Það er ekki svo oft, sem ég fer í kaupstaðinn, að þú þurfir að vera úfinn, karlinn minn", sagði Helga. „En nú get ég sagt þér fréttir, ef þú ert ekki búinn að heyra þær — Anna Friðriksdóttir er komin í leitirnar. Ég sagði þetta alltaf, að svo myndi verða". „Nú er hún farin að spássera hér um göturnar í glaða sólskininu", sagði. Erlendur og skellihló drafandi drykkjumannshlátri. „Henni nægir ekki að grípa í orgelið, þegar farið er að dimma heima á Nautaflötum, og halda vöku fyrir hundunum. Hefurðu nú nokkurn tíma heyrt annað eins, Hlíf?" „Vertu ekki með þessa fjandans vitleysu", sagði Helga í skipunarróm. „Nú, varst það ekki þú, sem sagðir þetta eftir Gróu, góða mín, og ég man ekki betur en að þú værir farin að hugsa Jóni fyrir einhverri með- hjálp. Varstu ekki farin að kenna í brjósti um Dodda?" skríkti í Erlendi. „Alltaf getur þú látið eins og bjáni, ef þú smakkar vín, og aldrei geturðu farið svo í kaup- staðinn, að þú þambir það ekki í þig. Það er ekki í fyrsta sinn, sem ég líð fyrir munnferðina á þér", sagði Helga og kjagaði burtu, sárgröm yfir mál- æði hans. „Svona er hann alltaf, ef hann smakkar vín, sífelld ertni og stríð", sagði hún við Hlíf. Náttúrlega var það sannleikur, að Gróa hafði verið að þvaðra með þetta um hundana og orgelið. Kannske hafði það borizt í tal heima á Hóli — hún mundi það nú ekki. En það var þá kannske ekki beðið með að þvaðra um það. Hvernig gat hann verið öðruvísi, út af kerlingarvarginum kominn. En að hún hefði minnzt á Dodda, þ»ð var nú eins og hver annar uppspuni. Hlíf vissi það líka, hún sagðist ekki taka mark á svona löguðu drykkjurausi, bara ef hann færi að komast af stað heimleiðis. Það færi nú að verða svalur andvarinn eftir sólarlagið, og svo að eiga eftir að sitja á sleða alla lelð fram dalinn, það Var kvíðvænlegt. Það var oft gætt að, hvort ekki sæist til ferða Þórðar þennan dag. Gróa bjóst ekki við að hann kæmi fyrr en undir háttatíma, því að þetta væri svo langt, en samt var hún sífellt að rápa út og líta fram á Klifið. Engum gat dottið í hug, að hann kæmi úr gagnstæðri átt. Svo kom Dísa loks- ins með þær ótrúlegu fréttir, að hann kæmi utan mýrar, og bætti því við, að hann væri víst orðinn laglega vitlaus núna. „En hvað þú getur látið út úr þér, Dísa", sagði Gróa. „Hvernig ætti hann að koma úr þeirri átt og það svona snemma?" Samt skaut hún frá sér rokknum og fór út. „Ójú, víst er það hann, Borghildur mín", sagði hún, þegar hún kom inn aftur. „Bara að hann komi nú ekki með einhverjar fréttir, sem slökkvi þennan vonarneista, sem lifn- aður er í huga manns. Ég fer ekki inn fyrr en hann er kominn, mér er það bara ómögulegt, hvað sem spunanum líður. Hann verður varla lengi". Hún settist við borðið gegnt Borghildi, sem var að stoppa í sokka. Hún sá að hönd hennar var óstyrk og fálmandi. „Þú ert óróleg, Borghildur, og sízt er það að furða. Þetta er meiri mæðan, en við hverju er að búast------------". Lengri varð ræðan ekki. Þórður kom nú inn og heilsaði þeim báðum með handabandi. „Þarna ertu kominn aftur. Ósköp varstu fljótur. Fórstú* ekki alla leið?" sagði Gróa. „Hvaða tíðindi segirðu?" sagði Borghildur. Þórður svaraði öllum spurningunum með því að skila kveðju frá húsmóðurinni. „Hamingjunni sé lof", sagði Borghildur. „Ég var farin að óttast að þú hefðir ekki séð hana. Því komstu úr norðri?" „Ég kom sjóveg að vestan. Anna er niðri á Ós". Borghildur gekk til baðstofu. „Hún lætur nú sjálfsagt ekki bíða að færa húsbóndanum fréttirnar", sagði Gróa. „Hvernig lítur hún annars út, aumingja manneskjan?" Er hún eitthvað undarleg núna?" bætti hún við. „Ekki sé ég það", svaraði hann. „Hún he'fur verið lasin og er ósköp útlitsdauf. Að öðru leyti sé ég ekki að hún hafi breytzt". „Því ætli hún hafi ekki skrifað? Það hefði hún þó getað". „Ég spurði hana ekkert að því". Borghildur kom nú fram ólíkt hressari í bragði en áður. Það var víst full þörf á að láta ferða- manninn fá eitthvað að borða. „Ég hef alltaf verið að gæta fram á Klif í allan dag og svo kemur þú utan að", sagði Gróa. „Ekki bað ég þig þess", sagði Þórður. Þá uppgafst Gróa við samræðurnar og fór til baðstofu. „Hvað segir Þórður?" spurðu þær báðar í einu, Manga og Dísa. „Hann kom með kveðju frá húsmóðurinni. Hún er komin á Ósinn — þar skildi hann við hana. Hann segir, að hún h.afði verið lasin. Annars er nú svo sem ekki auðgert að draga það út úr honum. Ég gef nú ekki mikið fyrir svona lagaðar sögur. Það sannast, að hér mun liggja fiskur undir steini". Hún þagnaði snögglega, því að Jón kom fram úr húsinu og fór fram í eldhúsið. Þá stanzaði Gróa rokkinn og opnaði hurðina hljóðlaust og hlustaði eftir því, sem talað var frammi. En það var lítið annað en heilsun. „Þú hefur haft meira upp úr þínu ferðalagi, vinur, þó að það væri styttra, en ég úr mínu", sagði Jón. i „Þatf er ekki mínum dugnaði að þakka. Lítill vandi að finria það, sem manni er bent á". „Þú kemur inn, þegar þú ert búinn að borða". Gróa hallaði aftur hurðinni./„Það á nú kann- ske ekki að reka það upp í hlustirnar á okkur vinnufólkinu það tarna, ekki aldeilis", sagði hún og settist við rokkinn. „Það er nóg að æðsti ráðgjafinn fái að vita það", sagði Dísa og gerði sig háðslega á svip. „Hann þurfti víst ekkert að vera að sletta sér fram í þetta með hana mömmu, asninn sá", bætti hún við. „Ég veit bara að hún kemur aldrei hingað heim aftur. En mér þykir vænt um að hún er ekki dáin eins og Helga á Hóli var að tala um þarna við jarðarförina". „Það er mikið að þér skuli ekki standa á sama, hvort hún er lífs eða liðin", sagði Gróa með lítils- virðingu. „Mér hefur sýzt þú vera ákaflega ánægð yfir þessu öllu — víst sjaldan legið betur á þér" i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.