Lögberg - 14.03.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 14.03.1957, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. MARZ 1957 Úr borg og bygð — SKEMMTIFUNDUR — Deildin FRÓN efnir til skemmtifundar í Sambands- kirkjunni á mánudaginn 18. marz n.k., kl. 8.30 e. h. — Til skemmtunar sýnir ungfrú Ingibjörg Bjarnason litmynd- ir, sem hún tók á íslandi í fyrrasumar og hlotið hafa einróma lof þeirra fáu, sem hafa séð þær. Einnig hefir Ragnar Stefánsson lofast til að skemmta með upplestri, en hann á, eins og menn vita, fáa sína líka á því sviði. Vonast er til að fólk fjöl- menni á fundinn. Inngangur verður ekki seldur en sam- skot verða tekin. —Nefndin Á — Homecooking Sale — The Women's Association of the First Lutheran Church will have a sale of "rúllu- pylsa", "lifrarpylsa" and homecooking Friday March 15th from 2 to 5.30 p.m. in the lower auditorium of the church. Coffee will be served. L. Goodman Mrs. Alex Jónasson frá Waboden, Man., dvaldi í viku- tíma hjá dóttur sinni og tenda- syni, Mr. og Mrs. R. Bates, Bell Rose Apts. Hún hélt heim í fyrri viku. Waboden er um 140 mílur norður af The Pas, en þar stundar Mr. A. Jónas- son fiskiútgerð. Mrs. Fred Jóhannsson er ný- farin suður til Milwaukee í heimsókn til sonar síns, sem lýkur þar innan skamms fulln- aðar prófi í tannlækningum. Séra Sveinbjörn Ólafsson prestur Fyrsta Meþódista safnaðarins í South St. Paul, Minnesota, er nýkominn heim eftir nokkura dvöl á Cuba þar sem hann kynti sér trúboðs- starfsemi Meþódista og flutti guðsþjónustur á ýmsum stöð- um. — Mrs. Ólafson hyggur á Norðurálfuför í sumar ásamt dóttur þeirra hjóna og munu þær mæðgur koma við á Islandi. ú Hin fjórtánda, árlega dans- skemtun The Viking Club verður haldin í Blue Room salnum á Marlborough hótel- inu á föstudagskvöldið hinn 29. þ. m., kl. 8. 1 stað þess að viðhafa langa skemtiskrá eins og við hefir gengist að undan- förnu, verður hér einungis um Supper-Dance að ræða; veit- ingar verða til taks kl. 8. — Dansinn stendur yfir til mið- nættis. Mr. og Mrs. Murray Mc- Killop frá Dauphin, Man., voru í borginni í nokkra daga í fyrri viku. Mr. og Mrs. J. B. Johnson, Gimli, Man., komu til Winni- peg á mánudaginn og fóru heim á þriðjudagskveldið. — DANARFREGN — Nýlátinn er að dvalar- heimili aldraðra íslendinga, Stafholti í Blaine, Guðmundur Guðbrandsson 96 ára að aldri; hann lætur eftir sig konu sína Elinu Sigurðardóttur og mann vænleg börn; þau hjón voru vinmörg hér í borg frá fyrri árum. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja :r-~nm»m* Sr. V. J. Eylands. Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. — Fösiuguðsþjónusiur — Guðsþjónustur verða haldn- ar á fimmtudögum í föstunni í Fyrstu lútersku kirkju, kl. 8. Samkomur þessar, sem hef jast næstkomandi fimmtudag, 14. marz, fara fram á ensku í efri sal kirkjunnar. Allir velkomnir it ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heighis — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday. March 17ih: Sunday School 9.30 A.M. Family Service 11 A.M. •ir Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 17. marz: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Ensk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Bardagi við úlfa á jólanótt EF ÞÉR VEITIÐ ÁFENGA DRYKKI Hafið í huga, að fyrsta afleiðing áfengisneyslu rýrir dómgreind hlutaðeigandi og drengur úr nærgætni hans viðsamferðamennina. Það, sem hér fer á eftir leggur ekki blessun sína yfir neyzlu áfengis, en felur í sér leiðbeiningar ef þér veitið áfenga drykki. Hinn nærgætni húsráðandi • Veitir öáfenga drykki ásamt áfengum drykkjum l>annig að gesturinn geti valiS .um. • Varast :ib segja nokkuS þaS, er sært getur þá persónu, er afþakkar áfengan drykk. • Hvetur hvorki þann, er neytir áfengis, né bindindismann til að drekka, og veiUr aldrei unglingum áfenga drykkl. • Ber jafan fram mat meS drykkjum. • Býöur aldrei upp á „hestaskál". Þar sem áfengis er neytt skal hófsemi- gætt, Munið að ofdrykkja leiðir til óánægju og vandræða. Kin af auglýslngum almenningi til leiSbeinlngar MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION Deparlment of Education, Room 42, Legislative Building, Winnipeg 1. Af.GAÆ. Framhald aí bls. 5 og brunakuldi. Ef maðurinn hyggi af sér fæturnar mundi hann deyja, og ef hann gerði það ekki mundi hann einnig deyja. Eina björgunarvonin var, ef hægt væri að koma honum til mannabyggða. En það mundi nálega vera ógern- ingur að koma honum yfir íjallið á þessum tíma árs og í því tíðarfari, sem þá var. Það varð þó úr að Jón fór í liðsbón, og hinn sjúki lá einn í kofanum í tvo daga. Þeir töl- uðu svo um að yrði Jón ekki kominn aftur að þeim tíma liðnum, ætlaði maðurinn að höggva af fætur sína. En Jón Tomsen stóðst á- áætlun. Hann fór til Kali- forníu, útvegaði sér fimm menn, og nákvæmlega tveim sólarhringum eftir að hann hafði yfirgefið manninn í kofanum, var hann kominn þangað aftur. Sjúki maðurinn var með fullu ráði og rænu, Jon Sigurdson Chapier Birthday Bridge The Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E., will hold its annual Birthday Party at the Fede- rated church, Banning and Sargent, on Friday evening, March 22, at 8 p.m. There will be Bridge, with four nice prizes, and whist playing for those who enjoy that. There will also be hand- some door prizes distributed and refreshments, — mainly such Icelandic dishes as rúllu- pylsa pönnukökur and kleinur. In charge of arrangements are Mrs. K G. Finnson, con- vener, with Mrs. A. R. Wilson, Mrs. Hart, Mrs. P. Goodman and Mrs. Helgason. It has become a popular tradition for ihe friends and supporters of the Chapter to come together at the Birthday Party and enjoy pleasant fel- lewship, and partake of the special Birthday fare, which includes a Birthday cake do- nated every year by our organizer, former regent and now honorary regent, Mrs. J. B. Skaptason. The proceeds of the Birthday Bridge will go to,Betel Old Folks Home. Come and bring your friends to help us celebrate our Fourty-first Birthday. —H. D. Somaliland, sem nú er und- ir gæzluvernd Italíu sem stendur, verður sjálfstætt ríki 1960 og verður þó — ef til vill í 20 ár — að fá fjárhagslega aðstoð, ef núverandi fræðslu- og þjóðfélagslegu lífi þjóðar- innar á ekki að hraka. Þannig segir í nefndaráliti sérfræð- inganefndar, sem alþjóða- bankinn sendi til Somalilands. Sem stendur fær Somaliland árlega fjárhagshjálp frá ítalíu, er nemur nær 8 milljónum dollara. en sagði, að ef koma þeirra hefði dregizt lengur, myndi hann hafa höggvið af sér fæt- urna. Eftir mikið erfiði og strit komu þeir hinum veika manni til byggða og náði hann sér að fullu. Þelamerkurhetj- an, Jón Tomsen, varð nú enn frægari en fyrr, og nafn hans varð kunnugt um þann hluta Ameríku, þar sem hvítir menn bjuggu. Árið 1857 gerði þann mesta hörkubyl, sem menn mundu eftir, og aldrei þessu vant hafði Jóni Thomsen nú seink- að í póstferð sinni. Hann hafði verið væntanlegur með jóla- póstinn á aðfangadagskvöld, en hann kom ekki. Og jóla- dagurinn leið einnig án þess að Jón kæmi. Flestir töldu víst, að Þelamerkurhetjan hefði orðið úti, og að þeir myndu aldrei sjá hann framar í lifenda lífi. En einmitt þegar menn voru farnir að hugsa á þessa leið, kom hann. Þetta jólakvöld hafði Jón Thomsen lent í kasti við úlfa í fjöllum Kaliforníu. — Hann hafði v'erið á ferð um dalverpi eitt í blindhríðinni, þegar hann heyrði úlfavæl að baki sér. Hann reyndi að renna á flótta undan þeim, en þeir voru honum fóthvatari. Og þegar úlfarnir voru rétt að því komnir að ná honum, og þar eð hann var vopnlaus, hljóp hann upp. á stóran klett og stóð þar alla nóttina. Hann barði kringum sig með skíð- um sínum, þegar úlfarnir hoppuðu upp til þess að reyna að hremma hann. Þegar á nóttina leið birti til og frostið harðnaði. Það var jólanótt. Hann varð að berja sér og dansa uppi á steininum til þess að reyna að halda á sér hita, með póst-' pokann á bakinu og skíðin undir handlegg sér, jafnframt því sem hann söng og gargaði til þess að styggja hina gráð- ugu úlfa. En þeir sátu í hring umhverfis klettinn og ýlfruðu græðgislega. Stundum stóðu þeir upp og teygðu sig upp eftir klettinum, læstu klónum í harðan steininn og létu skína í tennurnar, en hann lamdi sífellt til þeirra með skíðun- um, svo að þeir urðu frá að hverfa. Nóttin leið. Máninn kom í ljós, skafrénningurinn þyrlaðist umhverfis, en allt i kringum klettinn, sem Jón stóð á, sá hann rauð græðgis- leg júlfaginin, og augu þeirra lýstu eins og smá glóðir i hinni bleikfölu birtu. En þegar dagurinn rann upp, urðu úlfarnir þreyttir a biðinni, og röltu brott í leit að annarri bráð. Þá renni Þela- merkurhetjan sér niður af klettinum, spennti á sig skíð- in og hélt ferðinni áfram til Kaliforníu. Sólin skein á snjo- inn, sem skafið hafði í úlfa- sporin frá nóttinni. Þetta var bjartur og fagur jóladagur. —Sannudagsblaðið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.