Lögberg - 21.03.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.03.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Y* Lb- Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer SAVE MONEYl usc LALLEMAND quick rising DRY YEAST in yt Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Tonr Favorite Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 21. MARZ 1957 NÚMER 12 Fréttir frá ríkisútvarpi íslands — 26. FEBRÚAR — I dag afhenti dr. Helgi P. Briem forseta Svisslands trún- aðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Sviss, rneð búsetu í Bonn, Þýzkalandi. it Félag íslenzkra ' hljóðfæra- leikara á 25 ára afmæli n. k. fimmtudag. Núverandi for- fnaður er Gunnar Egilsson Nýlega er lokið Skákþingi Norðlendinga, 1957, skák- fneistari varð Ingimar Jóns- son, og öðlaðist hann þátttöku- réttindi í landsliði. 27. FEBRÚAR í dag var snjókoma á Norð- Ul-landi, og eins til þriggja stiga frost á láglendi. Sunnan lands var víðast 1—5 stiga hiti. & Sex skip hafa nú stöðvazt vegna sjómannaverkfallsins, Uettifoss, Reykjafoss, Tungu- f°ss, Hekla, Skjaldbreið og Herðubreið. — Sáttafundur Var í sjómannadeilunni í gær, eri ekki náðist árangur. Afli er enn tregur í ver- stöðvum suðvestan lands! — ^lestir Keflavíkurbátar voru rneð 5—6 lestir hver í gær. A-kranesbátar voru með svip- aðan afla, og sömu sögu er að Segja af bátum, sem róa frá Grindavík og Sandgerði. 28. FEBRÚAR Undanfarin dægur hefir snjóað svo mikið og skafið í ^orgarfirði, að vegir í hérað- inu urðu ófærir öllum bílum. sJö ýtur voru að ryðja snjó af Vegum þar í dag. Bílar fóru ekki frá Borgarnesi til mjólk- Ur-aðdrátta fyrr en eftir há- degi og höfðu þeir komizt le«gst 30 kílómetra leið klukk- an 6. Snjóbílar Páls Sigurðs- sonar 0g Guðmundar Jóns- sonar eru nú vestur á Snæ- jellsnesi og hafa flutt vörur frá vegamótum út í Staðar- sveit og víðar. Snjóbílarnir ^unu brátt halda til Borgar- ness og flytja þaðan mikið af v°rum vestur í Eyjahrepp. I janúar og febrúar luku 6 stúdentar embættisprófi í asknisfræði frá Háskóla ís- ands, 2 í tannlækningum, 2 í Jogfræði, 3 í viðskiptafræðum, 1 í guðfræði, 1 kennaraprófi í sógu Islands og 2 B.A. prófi. 1. MARZ Kirkjuráð hinnar íslenzku Pjóðkirkju hélt fund í Reykja- v* 19. til 25. fyrra mánaðar. Fjallaði ráðið um rúmlega 20 mál. — Kirkjuráð á 25 ára starfsafmæli á næsta hausti. íþróttafélag Reykjavíkur minnist 50 ára afmælis síns innan skamms með fjölþætt- um íþróttamótum og hófi að Hótel Borg hinn 11. þ.m. 2. MARZ Sjö skip, þrjú strandferða- skip og 4 millilandaskip, hafa nú stöðvast vegna sjómanna- verkfallsins og liggja í Reykja vík. Kl. 5 í gær boðaði sátta- semjari til fundar í deilunni og stóð hann til kl. 8 í morgun. Fundur hófst að nýju kl. 5 í dag og mun standa ennþá. Yfirmenn, þjónar og mat- reiðslumenn á skipunum hafa sagt upp samningum við skipafélögin og ganga þeir samningar úr gildi 1. júní n.k. Fyrsta Góudag var aðalfjár- söfnunardagur Kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Reykja- vík; alls söfnuðust 70 þúsund krónur. 4. MARZ Agnar Kl. Jónsson afhenti forseta Portúgals, Lopes hers- höfðingja trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands hinn 1. marz s.l. <tt Á þessu skólaári eru um 20,000 börn í barnaskólum, en samtals rúmlega 32.000 í skól- um landsins, eða fimmti hver íslendingur. Útgjöld á fjár- lögum 1956 voru áætluð 83,4 milljónir króna. Fastir barna- skólar 'eru nú 140, farskólar 77 og sérskólar 113. Fastir kenn- arar við þessa skóla eru alls 1155. Samkvæmt lauslegri á- ætlun, sem gerð var 1955 um byggingaþörf skóla næstu 10 árin, var talið að rúmtak barnaskóla og gagnfræðaskóla þyrfti að aukast um 300.000 rúmmetra, en kostnaður af því myndi, með núverandi verð- lagi, vera um 300 milljónir króna. 5. MARZ Menntamálaráðuneytið efn- ir til listkynningar í skólum og hófst það starf í Austur- bæjarskólanum í gærmorgun með kynningu á verkum Hall- dórs Laxness, sem las þar kafla úr hinni nýju bók sinni, Brekkukotsannál. — Gunnar Gunnarsson mun innan skamms heimsækja Mennta- skólann í Reykjavík, og Árni Thorsteinsson Melaskólann. 6. MARZ í gærkvöldi var minnzt 40 ára hljómleika-afmælis dr. Páls ísólfssonar með tónleik- um Dómkirkjunni. — Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flutti ávarp við þetta tækifæri, en séra Jón Auðuns dómprófast- ur lokaorð. Prestur tekinn fyrir ölvun við akstur Ólafur Stefán Laxdal (SEXTUGUR) Þú komst hingað ungur, af íslenzkri grund. Eyjafjörð kvaddir, og Tungu. í athafnaheiminum handan við sund var höfn þeirra sterku og ungu. Einungis framtíðin ávöxtinn sér og eins það, hver reynzt hefir mætur. Vesturheims lendingin lánaðist þér og líka að festa þar rætur. Að læra af reynslunni líkaði þér, lífsviðhorf ýmiss að kanna, og berjast með heiðri gegn öllu sem er andstætt því rétta og sanna. 1 ókunnum heimi þér haslaðir völl og hafðir í glímunni betur. En sögu þíns framtaks, um árin þín öll, aldrei þú færðir í letur. í framsókn þig leitt hefir lundin þín sterk; þó löndin þín oft sýndust kalin. Þú kenndir þér sjálfur að vinna þau verk, er verða til sæmdar þér talin. Þú skildir það ungur, að margt er til meins í mannheimi spurninga og svara: Að reisa skal þjóðlíf á afli hvers eins, og ekkert í grunninn má spara. Mount Vernon, Wash., 19. febr. 1957. S. E. Björnsson Nýlega var danskur prestur tekinn fyrir ölvun við akstur. Frá þessu er sagt í Unge Kræfter. Presturinn er nafn- greindur og starfssvið hans. Danir og Norðmenn eru ekk- ert ragir við að nafngreina menn, sem gerast þannig al- varlega brotlegir. Hvers vegna þurfum við, hér á landi, að halda áfram með þennan felu- leik, að þora ekki að segja frá viðburðunum eins og þeir gerast, nafngreina mennina og áfengið, þegar það er að verki. Það gæti þó orðið mörgum til viðvörunar. Við þekkjum hörmulegar sögur, sem ekki má tala um upphátt. Við þekkjum líka aðdragand- ann. Fólk horfir á þegar bíll- inn veltur um koll, sér fólk velta út úr honum, einnig flöskur og á götunni liggja af- höggnir fingur, en svo heyrist aldrei orð um viðburðinn. Menn undir áhrifum áfengis fá annan til að stýra bifreið- inni á meðan þeir eru að kom- ast úr augsýn manna, en taka svo við stjórninni og valda dauðaslysi. Frá slysinu er sagt, en um allan aðdragandann verður að þegja. Danski presturinn var að koma frá Svíþjóð. Hafði sopið ofurlítið á leiðinni, en var svo öruggur um, að hann væri alls ekki ölvaður, að hann gekk fúslega undir rannsókn, en þá kom í ljós, að hann var í meira lagi undir áhrifum. Þannig er það alltaf með þessa menn, sem halda sig geta ratað veg hófsemdarinnar, þeir trúa því ekki sjálfir, að þeir séu undir áhrifum, þótt þeir séu stórhættulegir limum og lífi manna. Presturinn var búinn að aka ofurlítið á bíl, sem stóð kyrr, en hélt samt áfram. Maður á vélhjóli var á eftir honum og sá, hversu ó- styrkur aksturinn var og gerði lögreglunni aðvart. . Við lifum á öld vélanna. Öll farartæki eru vélknúin. Millj- ónir manna vinna daglega við vélar. Allir þurfa á fullum sönsum að halda, því að þeir eru sjaldan um of. Fólk á að afsegja alla embættismenn, alla lækna, alla presta, alla stjórnendur farartækja, sem geta ekki látið áfengið eiga sig. Það verður að vera lág- markskrafa til kennara, presta og allra embættismanna, sem launaðir eru í þjónustu al- mennings, að þeir eéu fyrir- mynd í bindindi og reglu- semi. Sömu kröfu verður að gera til ríkisstjórna og bæjar- stjórna, að þær hætti öllu á- fengissulli í veizlum sínum, ekkert annað sæmir siðuðu og menntuðu fólki, og velferð þjóðanna krefst þess. —EINING Menntun póstleiðis Svíar nota mjög mikið bréf- skólanámskeið, er veita bæði fræðilega og hagnýta kennslu í landbúnaði. Á undanförnum 10 árum hefir Búnaðarfélag Svíþjóðar rekið bréfaskóla — LTK-skólanum. Á þeim tíma hafa um 400 þúsund manns tekið þátt námskeiðum skól- ans í búfræði og hússtjórn. Ungir og gamlir, hvar sem er í landinu, geta notið bréfa- skólanámskeiðanna. Meðal- aldur nemendanna er um þrí- tugt. Sá yngsti var árið 1954 12 ára og sá elzti 84 ára. Þegar unnt er að koma því við, er aukið við námskeiðin með verklegri kennslu og sýning- um, sem bæta upp lexíubréfin. Bréfin, sem eru 16—32 bls. hvers ,eru send eitt í einu til nemendanna. Að loknum lestri þeirra koma nemendur svo saman í smáhópa til um- ræðna, ef þeir geta. Þar sem hópar, er stunda sömu náms- grein, geta hitzt, tekur héraðs- ráðunauturinn, eða e. t. v. bændaskólakennari þátt í um- ræðunum. Lesin lexíubréf eru send aftur með pósti til leið- réttingar, en á meðan hefur LTK sent út næsta bréf. Spurningum nemenda er svar- að um leið og hin leiðréttu bréf eru send öðru sinni til þeirra. Rösklega helmingur af þeim bændum og bændasonum, sem taka þátt í þessum námskeið- um, búa á jörðum, sem hafa minna en 10 hektara ræktan- legt land. Þessir menn eru, ásamt búnaðarverkamönnum (er nema 10% af nemendum), í þeim hluta sveitamanna, er sjaldnazt sækja búnaðarskóla. Þetta fyrirkomulag hefur þann mikla kost, að það veitir menntun í búfræði öllum þeim, er vilja, sama hver ald- urinn er, hvar þeir eiga heima, eða hvert starf þeirra er. Þeir njóta, með litlum tilkostnaði, kerfisbundinnar menntunar, sem er nátengd dagsins önn. —FREYR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.