Lögberg - 21.03.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 21.03.1957, Blaðsíða 8
s LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. MARZ 1957 Radarstöðvar á norðurhveli gæta farþega- flugvéla SAS í pólfluginu Úr borg og bygð Selkirk, 15. marz 1957 Mr. Einar Páll Jónsson, ritstjóri Lögbergs. Kærí vinur: Ég þakka þér fyrir að birta greinina um Friðrik í Fagra- dal, bæði fljótt og vel. En eitt orð hefir misprentast í ljóð- brotinu í upphafi greinarinn- ar „látlaust“, en átti að vera lállausl. Viltu vera svo góður að endurprenta ljóðbrotið sjálft með umgetningu þannig: „Hann var vinur vina sinna. Tryggur í lund, með tállaust hjarta. Ástríkur maður eiginkonu, og bezti faðir barna sinna.“ Með fyrirfram þökk og kærri kveðju. Þinn einl. S. Ólafsson ☆ Á fimtudaginn í vikunni, sem leið, lézt að heimili sínu 284 Madison Street, St. James, Júlíus Ingimundarson Good- man bátasmiður 75 ára að aldri, forstjóri og eigandi Goodman Canoe and Boat Works, hinn mesti athafna- maður; hann var alinn upp í Isafoldarbygðinni í Nýja-ís- landi. Mr. Goodman lætur eftir sig konu sína, Björgu, tvo sonu, Robert og Donald, og níu dætur, Mrs. T. G. Johnson, Mrs. A. Eamens, Mrs. W. Hargreaves, Mrs. H. Clark, Mrs. W. Zatorsky, Mrs. A. Cruikshank, Mrs. E. Cowan, Mrs. S. MacKenzie og Mar'- gréti; einnig lifa hann fjórir COPENHAGEN Heimsins bezta munntóbak bræður, Rafn, Mimi, Beggi og Mundi. Útförin var gerð frá Bardals á mánudáginn. ☆ Á fundi, sem haldinn var á heimili Grettis Eggertsonar rafmagnsverkfræðings a f hálfu vestur-íslenzkra hlut- hafa í Eimskipafélagi Islands þriðjudagskvöldið hinn 5. þ.m. var ákveðið að Arni G. Eggertson, Q.C., sækti aðal- fund félagsins hinn 1. júní næstkomandi, og mælt með K. W. Johannsyni bygginga- meistara í stjórnarnefnd fé- lagsins. ☆ ^ — DÁNARFREGN — Síðastliðinn sunnudag lézt á sjúkrahúsi að Ashern, Man., Halldór Thorkelsson ættaður frá Klúku í Hjaltastaðaþinghá 69 ára að aldri. Halldór var hinn mesti myndarmaður og drengur góður; hann rak lengi flutningsfyrirtæki og olíu- verzlun í Ashern. Halldór lætur eftir sig konu sína, Guðrúnu, ásamt fjórum son- um, Edwin, Hauk, Conrad og Raymond, einnig fjórar dæt- ur, Mrs. A. V. Frowik, Mrs. L. S. Paulson, Mrs. M. Walton og Mrs. H. Whiteway. Þrjú systkini Halldórs eru á lífi á íslandi, Björn, Ólafur og Thorbjörg. Útförin var gerð á miðviku- daginn frá Ashern United Church. Rev. A. B. Simpson jarðsöng. ☆ Jón Sigurdson Chapter BIRTHDAY BRIDGE and WHIST The Jon Sigurdson Chapter will hold its annual birthday party at the Federated church, Banning and Sargent on Fri- day March 22nd at 8 P.M. There will be bridge forvthose who enjoy their bridge, and also tables for whist. Valuable prizes will be given, also door prizes. The proceeds of the Birthdáy bridge and whist will go to Betel Old Folks Home, so please come and help a good cause. The refreshments will be Icelandic food. — Come and bring your friends to help and celebrate our 41 st birth- day. —A. S. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónústur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heighls — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday, March 24ih: Anniversary Service, 11 A.M. (Observation of Organization Day, March 25th, 1956). 7 P.M. ‘Martin Luther” film will be shown at the “Y.” ☆ Lúterska kirkjan í Sellcirk Sunnud. 24. marz: Ensk messa kl. 11 árd. Umtalsefni: Erlent trúboð. Sunnudagaskóli kl. 12. íslenzk messa kl. 7. síðd. Umtalsefni: Erlent trúboð. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Framsókn, kvenfélag lút- ersku kirkjunnar á Gimli, heimsótti Betel 7. þ. m., kl. 2 e. h., með sína árlegu afmælis- veizlu. Eftir að konurnar höfðu veitt öllum af mikilli rausn, var byrjað á skemmti- skrá, sem Mrs. Grímsi Magnús son, forseti félagsins, stjórn- aði. Séra John Fullmore flutti bæn, að því búnu var skemmt með íslenzkum söng; Mrs. C. J. Stvens var við hljóðfærið. Næst las Mrs. I. N. Bjarnason skemmtilega sögu. Var svo sungið um stund. Mrs. Kristín Thorsteinsson las kvæði eftir Tómas Guðmundsson, einnig nokkur orð úr ritdómi um skáldið. Endaði skemmtiskrá þessi með söng. Síðast las Miss M. Halldórsson bæn. Forstöðukona Betel og vist- fólk þakkar konunum innilegar vel fyrir afmælisveizluna. -—0------ Mr. og Mrs. Wilfred Bristow ásamt ungum syni þeirra Leif, komu til Gimli snemma í marz í heimsókn til foreldra Mr. Bristow, Mr. og Mrs. George Bristow. Voru þau að flytja búferlum frá Toronto, Ont. til Anchorage, Alaska, þar sem framtíðarheimili þeirra verð- Keflavíkurflugvöllur er einn af 20 varaflugvöllum sem unnt er að lenda á á leiðinni Norð- urlönd—T okyo. Hinn 24. febrúar s.l. hófst farþegaflug á hinni nýju flug- leið SAS-félagsins frá Norður löndum til Austur-Asíu yfir sjálfan norðurpólinn. Það sem hingað til hefir verið kallað „pólflug“ á Norðurlöndum, þ. e. ferðin frá Kaupmanna- höfn til Los Angeles um Grænland, hefir hvergi komið nærri heimskautinu. Flugvél- arnar hafa sjaldnast farið norðar en yfir norðurströnd Islands. En hin nýja leið liggur yfir sjálft heimskautasvæðið, yfir hábungu jarðkúlunnar, og austur af henni, allt til Japans. Þetta verður stóratburður í sögu farþegaflugsins, en það ríkir samt engin óvissa um, að leiðin verði opnuð. Undirbún- ingi er þegar langt komið. Flugskilyrði eru þegar þekkt. Og líklegast er, að þetta verði hin öruggasta flugleið heims. Samsíarf margra þjóða Ekki mundi unnt að hefja þetta flug nema fyrir samstarf margra þjóða. SAS hefir þurft að treysta veður- og radíó- þjónustu á þessari löngu leið, einkum á norðurslóðum. Það sem þó í rauninni hefir gert þetta flug mögulegt, er það perluband radarstöðva, sem Bandaríkin og Canada hafa komið upp á norðurhveli, til öryggis og varnar óvæntri árás. Þetta radarkerfi mun á ur. Wilfred vinnur fyrri Fjár- málafélag, og verður hann for- maður þess í Anchorage, Alaska. ---0---- Laugardaginn þann 16. þ. m. voru gefin saman í hjónaband Miss Wanda Marie Magnússoh og Mr. Ronald Fulton frá Kingston, Ont. Brúðurin er yngsta dóttir Mr. og Mrs. Grímsa Magnússon að Gimli. Giftingin fór fram í Kingston, Ont., þar sem framtíðar- heimili ungu hjónanna verður. Mrs. Krislín Thorsteinsson íþrótt-ir og ófengisneyzla í Noregi er til stofnun sem heitir Statens Ungdoms- og Idrettskontor. Það er eigin- lega æskulýðs- og íþróttaráð ríkisins. — Skrifstofustjórinn þar, Rolf Hofmo, átaldi harð- lega þá óþarfa eyðslu á fé íþróttastarfseminnar, sem á- fengisveitingar hefðu í för með sér í samkvæmum félag- anna. Hann sagði, að áfengis- veitingarnar í þessum veizl- um íþróttamanna v æ r u „skandale.“ „Það verður að friðartímum þjóna farþega- fluginu og gerbreyta sam- göngumöguleikum í hinum nyrztu héruðum. Þetta radar- kerfi er stórkostleg fram- kvæmd, og hefir verið áætlað að kostnaðurinn við það sem Bandaríkjamenn og Canada- menn bera, nemi sem svarar 30 milljörðpm íslenzkra króna a. m. k. SAS fær aðgang að þessu öryggiskerfi. Radar- stöðvarnar munu leiðbeina flugvélunum. Án þeirra næð- ist ekki það öryggi í ferðum þessum, sem þörf er á til þess að unnt sé að treysta þeim og gera þær vinsælar. 20 varaflugvellir Á leiðinni eru margir vara- flugvellir, sem vélarnar geta lent á, sennilega um 20. Ef lagt er upp frá Kastrup við Kaupmannahöfn, má telja Keflavík fyrsta flugvöllinn, þá Straumfjörð og Thule á Grænlandi, síðan flugvelli Canadamanna á ísbreiðum norðursins og flugvelli Banda- ríkjaman^ia í Alaska og á Aljútaeyjum. Með því að velja þessa leið styttir SAS flugtímann frá Kaupmannahöfn til Tokyo um 30 klst. 1 fyrstuferðinni, 24. febrúar, voru meðal farþega utanríkis- ráðherrar Dana, Norðmanna og Svía, en þær þjóðir standa að SAS-samsteypunni. —TIMINN binda endi á þessa háðung á- fengisveitinganna — „alko- holterroren“ — í þessum sam- kvæmum," sagði hann. „Þús- undír ungra kvenna og karla venjast áfengisneyzlunni í þessum samkvæmum íþrótta- manna.“ Skrifstofustjórinn nefnir svo eina veizlu árið 1954. Veizlugestir voru 500 og kostnaðurinn var 30 þúsundir norskra króna. Hann segir, að leiðtogar íþróttastarfseminn- ar kvarti um peningaskort, en svo sé fénu varið á svo óvið- eigandi hátt. Upplýsingar þessar gaf skrifstofustjórinn á samkomu bindindisfélags æskumanna í skólum landsins. Þetta eru vissulega leíðin- legar fréttir úr heimi íþrótt- anna, en oftar og víðar hefur eitthv$ð heyrzt í þessa átt. Slíkt er ljótur blettur á sannri íþróttamenningu og má ekki þrífast. —EINING Dr. ROBERT BLACK SérfrœSingur I augna, eyrna, nef og hálssjtikdómum. 401 MICDICAIi AUTS BIjDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofueimi 92-3851 Heimasimi 40-3794 DnEWfiys M.D. 38S .....■" —~~ Fréttir frá Gimli, is. marz. 1957

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.