Lögberg - 28.03.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.03.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYI US6 LÁLLEMAND quick rising DRY YEAST in Y* Lb. Tins Makes the Finest Bread Avallable at Your Favorlte Grocer SAVE MONEYl LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Y* L,b. Tina Makes the Finest Bread Avallable at Your Favorlte Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. MARZ 1957 NÚMER 13 Fréttir frá ríkisútvarpi íslands — 7. MARZ 1957 — Hinn 6. marz síðastliðinn af- henti Magnús V. Magnússon íranskeisara trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Iran með búsetu í Stokkhólmi. , Vöruskiptajöfnuður í janú- ar var hagstæður um rúmlega 23,4 milljónir króna. Um sama tíma í fyrra var hann óhag- stæður um rúmlega 35,2 milljónir. Nær helmingur kaupskipa- flotans hefir nú stöðvazt af völdum sjómannaverkfallsins, sem hefir nú staðið í 16 daga. Sáttafundur stóð óslitið frá kl. 5 í fyrradag til kl. 8 í gær- morgun. Næsti fundur hófst kl. 9 í gærkvöldi. Afli er enn rýr í flestum verstöðvum á suðvesturlandi, nema helzt á netabátum. 1 fyrradag fengu tveir netabát- ar frá Grindavík samtals 30 lestir. Snjólétt hefir verið til skamms tíma í Skagafirði, en síðustu dagana er færð tekin að þyngjast. Sjósókn hefir eng in verið um langan tíma, enda hvassviðri og stórsjór oftast- nær. it Fyrir nokkru var efnt til samskota hér á landi í því skyni, að senda nokkurt magn af skreið til sjúkrahúss Al- berts Schweitzers í Lamba- rene í frönsku Mið-Afríku. Hefir söfnunin gengið sæmi- lega og verður nú unnt að senda tvær lestir þangað. ik í fyrrinótt kom upp eldur í húsinu Hafnarstræti 96 á Akureyri. Varð að ná fólki á efri hæð hússins út um glugga. Slökkvistarfið gekk greiðlega og urðu litlar skemmdir. iz 8. MARZ Menntamálaráð hefir út- hlutað námsstyrkjum, sem 993 þúsund krónum og náms- lánum, er nema 427 þúsund krónum. Langflestir fara um- sækjendur til Þýzkalands, 99, og Danmerkur, 90, en til ann- arra landa fara miklu færri. it 9. MARZ Ríkissáttasemjari hélt fund með aðilum í sjómannadeil- unni á fimmtudagskvöld, og stóð sá fundur til kl. 5 í gær- morgun. Ekki náðist s'am- komulag, og hefir ekki verið boðað til nýs fundar. Sænsk stjórnarvöld hyggj- ast veita Islendingi styrk, að upphæð 4,300 sænskar krónur, til háskólanáms í Svíþjóð veturinn 1957—58. Aðalfundur Bindindisfélags ökumanna var nýlega haldinn í Reykjavík. Stofnaðar hafa verið deildir á Akranesi, Akureyri, í Hvergerði og Húsavík. 10. MARZ Afli Vestmannaeyjabáta var mjög misjafn í bær, yfirleitt var hann fremur tregur, þó öfluðu færabátar vel og nokkrir netabátar, Afli Akra- nesbáta var með betra móti, 190 lestir á 21 bát. Mestur afli var 15V2 lest. Bátarnir sóttu langt. Rafmagnsskortur er nú til- finnanlegur á Akranesi vegna þurrka og vatnsleysis í Anda- kílsá af þeirra völdum. Tölu- vert ströng skömmtun hefir yerið tekin upp á rafmagni í bænum: það er tekið af yfir nóttina, hitun húsa með raf- magni bönnuð, götuljós eru ekki kveikt og sundhöll og Framhald á bls. 8 Grein um norrænu- kennslu í norsku rímariri • í janúarhefti norska tíma- ritsins Nordmans-Forbundet, sem út kemur í Osló, birtist all ítarleg og mjög vinsamleg grein um kennsluna í Norður- landamálum og bókmenntum á ríkisháskólanum í Norður- Dakota (University of North Dakota) í tilefni af 65 ára af- mæli hennar á síðastliðnu hausti, sem sagt hefir verið frá hér í blaðinu. Framan- nefnt tímarit er málgagn sam- nefnds allsherjar félagsskapar Norðmanna og hefir áskrif- endur í öllum álfum heims, þar sem þá er að finna. í greininni er rakin í megin- dráttum saga norrænukennsl- unnar á háskólanum og getið þeirra 'manna, er þar hafa komið mest við sögu, og þá sérstaklega dr. Richard Becks, sem verið hefir háskólakenn- arinn í þeim fræðum síðastlið- in 28 ár. Mynd af honum fylgir einnig greininni, sem þegar hefir að all miklu leyti verið endurprentuð í hinu víð- lesna norsk-ameríska viku- blaði Decorah-Posien, sem út er gefið í Decorah, Iowa. Lýkur meistaraprófi Björn Sigurbjörnsson, M.A. Nýlega hefir þessi ungi maður, sem myndin er af, lokið með ágætiseinkunn meistaraprófi í landbúnaðar- vísindum við Manitoba-há- skólann, en við þá menta- stofnun hefir Björn stundað nám í undanfarin fimm ár; hann er frábær afreksmaður við nám og hefir hvað ofan í annað verið sæmdur háum námsverðlaunum; hann lagði af stað héðan á mánudags- kvöldið suður til New York, Washington og Oklahoma á vegum íslenzku ríkisstjórnar- innar, en þar mun hann kynna sér ýmiss konar nýj- ungar og tækni á sviði land- búnaðarvísinda. Snemma í sumar hverfur hann til ís- lands og gengur í þjónustu Atvinnudeildar Háskóla ís- lands og Sandgræðslu íslenzka ríkisins. Þess er vænst, að næsta haust komi Björn til Banda- ríkjanna ásamt frú sinni, og búi sig þar undir doktors- gráðu í fræðigrein sinni. Björn hefir eignast hér um slóðir fjölda vina, er þakka ljúfa viðkynningu og árna honum góðs brautargengis. Frú Helga mun fara héðan til Bandaríkjanna um miðjan júní. Munu þau hjónin þá hittast í Washington D.C. — Frérrir frá starfsemi S. Þ. marz 1957 ENN ERU 69,000 UNGVERSKIR FLÓTTAMENN í AUSTURRÍKI OG í JÚGÓSLAVÍU Wins Scholarship Mrs. Margaret Ramsay of Winnipeg, a student in the school of social work Univer- ,sity of Manitoba, last week received a $1,500 fellowship from the Western Canada re- gion of the American Federa- tion of Soroptimist clubs. Miss Marjorie Moore, chairman of the fellowship committee for the region, which extends írom Winnipeg to the west coast, and Miss Mary Wood- side, regional treasurer, made ,the presentation. Mrs. Ramsay is the daughter of Mr. and Mrs. P. S. Pálsson. Þrátt fyrir mikla rausn fjölda þjóða við ungverska flóttamenn dvelur enn fjöldi flóttafólks í Austurríki og Júgóslavíu, sem enn hefir ekki tekizt að koma fyrir annars staðar til frambúðar. Samkvæmt upplýsingum, sem flóttamannaskrifstofa Sam- einuðu þjóðanna hefir nýlega birt voru alls 69,000 flótta- menn í fyrrnefndum grann- löndum Ungverjalands þann 1. marz s.l. — 53,349 í Austur- ríki og 15,874 í Júgóslavíu. Flóttamannaskrifstofa Sam- einuðu þjóðanna hefir reiknað út, að það muni kosta sem svarar 23,153,425 dollurum, að ,hýsa, brauðfæða og klæða þetta fólk það sem eftir er af þessu ári. Það segir sig sjálft, að Austurríki og Júgóslavía geta ekki ein staðið undir þeim kostnaði. Fulltrúi Sameinuðu þjóð- anna um flóttamannamál hef- ir því enn á ný skorað á allar þjóðir, sem vilja aðstoða ung- verskt flóttafólk, að snúa sér til flóttamannaskrifstofu S. Þ. svo að hægt sé að sameina hjálpina í eitt átak, en skrif- stofan hefir allar upplýsingar um flóttafólkið og skilur þarf- ir þess bezt. Tala ungverskra flóiíamanna á Norðurlöndum: Þann 1. marz s.l. voru ung- verskir flóttamenn á Norður- löndum, sem hér segir: í Svíþjóð: 4,031, en Svíar hafa lofað að taka á móti 5,000 ungverskum flóttamönnum í allt. í Danmörku: Danir hafa boðizt til að taka 1,000 flótta- menn og eru þeir komnir til landsins: Hins vegar hafa nokkrir þegar flutzt frá Dan- mörku til Canada og til ann- ara landa, og er í yfirvegun að Danir taki við fleiri flótta- mönnum þannig að talan verði 1,000. í Noregi eru nú 1,011 flótta- menn. Hafa Norðmenn ekki sett neitt takmark fyrir hve mörgum flóttamönnum þeir vilja leyfa landvist. Fer það eftir atvinnumöguleikum. ísland hefir boðizt til að taka á móti 50—60 flótta- mönnum og eru 52 þegar komnir til landsins þegar þetta er ritað. ------0------ ILO beitir sér fyrir bættri sambúð á vinnusiað Framkvæmdaráð Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar — (ILO) hélt nýlega fund í Genf til þess að ræða hvaða ráðstafanir stofunin gæti gert til þess að stuðla að bættri sambúð verkamanna og vinnu veitenda á vinnustað. Var samþykkt, að stofunin léti til skarar skríða í þessum efnum m. a. með því, að láta nú þegar fara fram ítarlega rann- sókn á ástandi í þessum efn- um í einstökum löndum. Þá var ákveðið, að ILO skyldi veita aðstoð með ráð og dáð þeim ríkisstjórnum og ein- staklingum er áhuga hafa fyrir þessu máli og þó einkum frumstæðum þjóðum, er kynnu að óska aðstoðar á þessu sviði atvinnumálanna. Fundurinn samþykkti m. a. að ILO skyldi hafa til taks sérfræðinga, sem gætu ráðið ríkisstjórnum, verkalýðsfélög- um og vinnuveitendafélögum heilt á þessum sviðum. Það var talið mikilsvert, að yfir- völd, sem koma vilja á sátta- semjarakerfi hjá sér yrði veitt til þess aðstoð, svo og þeim er hafa í hyggju að stuðla að rétti verkamanna til að semja á félagslegum grundvelli um kjör sín, eða sem gera vilja aðrar ráðstafanir til þess að góð samvinna haldist milli verkamanna og vinnuveit- enda. Þá er í ráði að senda út af örkinni sérfræðinga til landa, Framhald á bls. 4 Fundorhöld í Bermuda Nýlokið er í Bermuda um- ræðufundi milli þeirra Eisen- howers forseta Bandaríkj- anna og Macmillans forsætis- ráðherra Stóra-Bretlands; bar þar, svo sem vænta mátti, margt á góma svo sem við- horfið í austrinu og Nato- kerfið í Norðurálfunni; það er haft fyrir satt, að fundurinn hafi verið hinn vinsamlegasti, og að greiðst hafi að miklu úr þeirri snurðu, sem hljóp á vináttuþráðinn vegna athafna Breta varðandi Egyptaland og Suez, en þar stóð Bandaríkja- stjórn á öndverðum meið. Forsætisráðherra Canada, St. Laurent, fór einnig til Bermuda til funda,r við Mac- millan, og ræddu þeir einkum viðskiptamál. _í

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.