Lögberg - 28.03.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.03.1957, Blaðsíða 2
2 j. LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. MARZ 1957 Prinsessan, sem gerðist nunna og helgar krafta sína líknar- og mannúðarmálum í anda Krists MEÐAL alls hins skrautbúna og einkennisklædda fólks, er viðstatt var krýningu Elísabetar . Bretlandsdrottn- ingar, mátti líta eina aldraða konu klædda nunnubúningi. Konan, sem bar þennan bún- ing sat í konungsstúkunni og horfði björtu, hamingjuríku augnaráði á son sinn, Philip, hertogann af Edinborg, þar sem hann stóð við hlið drottn- ingarinnar, Elísabetar II. Margir hafa haldið að Alice prinsessa móðir Philips drottn ingarmanns sé grísk. En þetta er misskilningur. Hún er þýzk í föðurætt og ensk í móður- ætt, en móðir hennar var dótturdóttir gömlu drottning- arinnar, Viktoríu. Faðir henn- ar, Ludwig prins af Batten- borg var enskur varasjóliðs- foringi árið 1908, og árið 1917 útnefndi Georg V. hann mark- greifa af Milford. Þá lagði hann niður hina þýzku prins- nafnbót, og breytti nafni sínu Battenberg í Montbatten. — Louise Svíadrottning og Carl Louis Montbatten eru syst- kini Alice prinsessu. Alice prinsessa er fædd í Windsorhöllinni árið 1885, og er því orðin 71 árs. Eftri lát manns síns Andrews prins gekk hún í klausturreglu og varð abbadís í grísk-kaþólsku klaustri. Þegar Alice var barn að aldri, dvaldist hún miki§ á Englandi. Hún var fríð telpa með ljóslokkað hár, og frændi hennar, Edward VII., var vanur að segja, að ekkert sæmdi henni minna en drottn ingarkóróna. Hún ferðaðist mikið, og heimsótti meðal annars frænkur sínar í Rúss- landi, og þegar hún kom aftur heim í höll foreldra sinna í Darmstadt, tók hún þar mik- inn þátt í samkvæmislífinu, og heimsóknum til frændfólks síns um gervallt Þýzkaland. Eins og í flestum öðrum aðalsfjölskyldum varð það mikið áhyggjuefni að finna Alice samboðið gjaforð. Sum- ir vonuðu að samband tækist með henni og stórfurstanum í hinni rússnesku keisarahöll, en aðrir eygðu tækifæri í Þýzkalandi og í Svíþjóð. En einn góðan veðurdag koll- steypti hin unga prinsessa öllum áformum fjölskyldu sinnar með því að gerast ást- fangin af hinum fríða prins, Andrew af Hellas-Grikklandi, eins og þá var mælt. Hann var aðeins 21 árs að aldri, hár og grannur, ljós yfirlitum, og álíka karlmann- legur og íturvaxinn og Philip er í dag. Alice kunni ekki orð í grísku, og ensku- og þýzku- kunnátta Andrews prins var ekki upp á marga fiska, en þegar ungmenni eru ástfang- in, er tungumálakunnátta auka-atriði — ástin sj áL£ er alþjóðlegt mál. — Trúlofun þeirra var kunngerð og brúð- kaupsdagurinn ákveðinn 7. október. Þetta var áTið 1903, en þá var Alice prinsessa 18 ára. Edward konungur hafði veitt frænku sinni brezkan ríkisborgararétt, og hún var mótmælendatrúar, en Andrew prins tilheyrði hinni grísk- kaþólsku kirkju. Af þessum ástæðum urðu hin tilvonandi brúðhjón að gegnumgangast þrjár hjónavígslur — eina borgaralega, eina samkvæmt siðvenjum grísk-kaþólsku kirkjunnar og eina samkvæmt siðum mótmælenda. Síðast- nefnda vígslan átti að fara fram í hinni gömlu, fögru dómkirkju í Darmstadt, og brúðkaupsveizluna átti að halda á heimili brúðarinnar. Það er kannske ekki að undra, þótt hin unga prin- sessa hafi verið orðin dálítið taugaóstyrk af þessum sí- felldu giftingarathöfnum, og trúlegast hefir það verið á- stæðan fyrir' því að henni urðu á dálítil mistök, er hún stóð frammi fyrir altari dóm- Mrkjunnar í Darmstadt. Þeg- ar biskupinn bar fram við hana þessar tvær spurningar: hvort hún 'vildi af frjálsum og fúsum vilja taka sér fyrir eiginmann, þann sem við hlið hennar stæði, Andrew prins, eða hvort hún hefði bundizt nokkrum öðrum tryggðum, þá svaraði hún nei við fyrri spurningunni og já við þeirri síðari! — Brúðkaupsgestirnir gátu ekki stillt sig um að brosa, en biskupinn lét sem ekkert væri, og hélt hjóna- vígslunni áfram, eins og ekk- ert hefði ískorizt. Hin ungu hamingjusömu andlit fyrir framan hann voru líka vissu- lega sönnun þess, að brúðurin hafði einungis mismælt sig. Ungu hjónin fóru nú í langa brúðkaupsför, en þegar þau höfðu lokið henni settust þau að í höll einni við Aþenu. Framtíðin virtist blasa við þeim björt og fögur. Á næstu árum eignuðust þau fjórar dætur, Margareti, Theodoru, Cecilie og Sophiu, og Alice prinsessu þótti sem hún væri hamingjusamasta kona ver- aldarinnar. Að vísu bar svo- lítinn skugga á gleði þeirra, með því að þeim hafði ekki ennþá fæðzt sonur, en þau voru ennþá ung og lifðu í von- inni. í fjölskyldusamkvæmi einu hitti Alice bróður sinn, og hann lét í ljósi vanþóknun sína á því að hún hefði ein- ungis auðgað hann að fjórum frænkum. FISKIMENN! Atvinnuleysis vátrygging fyrir atyinnufiskimenn byrjar 1. APRIL, 1957 Skrásetjist nú! V FISKIMENN í VINNU YÐAR V FISKIKAUPMENN V SJALFSTÆÐIR ' FISKIMENN Verða að skrásetjast hjá næstu National Employment skrifstofu fyrir 1. apríl 1957, persónulega eða með pósti. Tillag tll AtvinnuleysisgreiCslur atvinnuleysissjðSs hefjast ekki fyr en Byrjar 1. ágúst, 1957 1. janúar, 1958 UNEMPLOYMENT INSURANCE COMMISSION J. G. BISSON, Chief Commissioner C. A. L. Murchison, Commissioner R. J. TalLon, Commissioner En óveðursskýin bólstruðu yfir höfði hinnar hamingju- sömu fjölskyldu. — Faðir Andrews prins, Georg I. Grikkjakonungur, var myrt- ur og elzti sonur hans, Con- stantin settist í hásætið. Og nú kom til innbyrðis óeirða í Hellas; — undirferli, svik og uppreisnir urðu daglegir við- burðir. í einu uppþotinu mun- aði minnstu að Andrew prins og fjölskylda hans misstu lífið, er óður lýðurinn ruddist með grjótkasti að höll þeirra. Prinsinn stakk upp á því við konu sína, að hún færi til Englands með börnin, en hún svaraði: „Ég vil aldrei yfirgefa þig!“ Og þar með var það útrætt mál. Constantin konungur varð brátt að segja af sér, og næst- elzti sonur hans, Alexander, tók við völdum, en eftir það vernsaði ástandið um allan helming. Eftir hina nýju stjórnarbreytingu flýði Alice, Andrew og börn þeirra til Sviss. En það leið ekki á löngu þar til þau voru aftur kvödd heim. Þeim var fagnað við heimkomuna af miklum mannfjölda, og buxur prinsins voru rifnar utan af honum í látunum, því að allir vildu eiga eitthvað til minningar um þennan viðburð. Stuttu síðar varð prinsinn að fara í herinn. Hann stjórn- aði herjunum móti Tyrkjum, — og meðan hann var í hern- aði fékk hann fréttina um það, að kona hans hefði alið honum hinn langþráða son. Hann fæddist 10. júní 1921 og var skírður Pilippos. Nú varð gleðin aftur ráðandi, en brátt hrönnuðust aftur óveðursský við sjóndeildarhringinn. — Andrew prins var kvaddur til starfa í varnarsveitunum og lauk þessu með því að hann var tekinn til fanga. „Ég vil vera í nánd við hann,“ sagði Alice prinsessa, þegar hún var hvött til þess að flýja land. Hún dvaldi í Aþenu með börnin, og höllin var undir stiðugri lögregluvenrd nætur og daga. Þetta voru þung- bærir tímar fyrir hana, því að daglegh bárust fregnir af tí- felldum aftökum, og hún gat eins átt von á því, að maður hennar yrði einhvern daginn meðal þeirra, sem teknir voru af lífi. Dag nokkurn gekk hún þreytuleg og döpur til kirkju sinnar til þess að biðjast fyrir eins og hún var vön. En þegar hún kom út úr kirkjunni, kom mágkona hennar hlaup- ..........—t Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $. for . subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME .,,...'................. ADDRESS ..................... , City................... Zone. t_'______________________________ March 3bth, 1957 ANNOUNCEMENT O’Keefe Brewing Company (Mani- toba) Limited takes pleasure in announcing that its products— O’Keefe Old Vienna Lager and O’Keefe Ale, are now being Brewed and Bottled right here in Winnipeg.' These products will be available throughout Manitoba as from Mon- day, April lst, 1957, and are to be sold at .the same price as all other Manitoba Beers and Ales. O'Keeíe Brewing Company (Manitoba) Limited

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.