Lögberg - 04.04.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.04.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. APRÍL 1957 Lögberg , GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STKEET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 93-9931 Fallegt tímarit og batnandi Lögbergi hefir alveg nýverið borizt í hendur tímaritið The Icelandic Canadian, vorheftið 1957, hið fróðlegasta um alt og vandað að lesefni. Það er ánægjulegra en frá þurfi að segja, er einhver þau fyrirtæki, sem okkar fámenna fylking vestan hafs berst við að halda uppi, styrkjast í rót og vaxa að tilverugildi, því óþarflega margt á vettvangi starfsmála okkar hefir óréttlætanlega sigið á ógæfuhlið upp á síðkastið án þess að samvizkubits sýnist orðið hafa vart. Að þessu sinni hefst tímaritið með ritstjórnargrein “Communication Through the Ages and Our Literary Heri- tage” eftir Ingólf Gilbert Árnason; í innganginum er vikið að því, hve maðurinn sé frábrugðinn dýrategundum á lægra tilverustigi vegna hæfileika hans til að hugsa; vísindamenn halda því fram, að þar komi til greina stærð mannsheilans og benda í því tilefni á, að heili í barni, er aðeing sé frá 5—10 punda þungt, sé miklu stærri en í hval, sem nálgist 100 smálestir að kroppsþunga. Af heilabúinu og hugsun manns framleiðast bókmentir og önnur afreksverk. Stórfróðleg og hjartaStyrkjandi er ræða W. A. Packers prófessors í þýzku við United College, “The Icelandic Ar>glo- S^xon Tradition.” — Ritstjóri þessa blaðs varð þeirrar ó- gleymanlegu ánægju aðnjótandi, að hlusta á prófessor Packer flytja þetta tímabæra og'ágæta erindi, og víst er um það, að við lestur þess er síður en svo að innviðir þess rýrni. "Iceland's Unquenchable Flame" — íslands óslökkvandi logi — eftir Mekkin Sveinsson Perkins, ble. 12, er hvorki meira né minna en snildarritgerð, íturhugsuð, grundvölluð á nákvæmri þekkingu og virðingu fyrir viðfangsefninu; höf- undi stendur það Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum, að það vár ljóðið, er reyndist þjóðinni „langra kvelda jólaeldur", þegar ein plágan bauð annari heim og hún háði frelsisbaráttu sína til að losna úr viðjum erlendrar áþjánar. "This Changing Canada," ræða eftir G. S. Thorvaldson, Q.C., flutt á samkomu, er The Icelandic Canadian Club efndi til í vetur, skýrir sig að öllu sjálf, og þarf engrar sundur- liðunar við. Formaður ritnefndar Icelandic Canadian, W. J. Lindal dómari, ritar skarplega um Dr. Richard Beck, opinbera starf- semi hans og um þýðingabók hans Icelandic Lyrics, sem gefin var út 1930, og nú hefir verið ljósprentuð í Reykjavík, svo sem áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu. W. Kristjánsson ritar um bækur og samkomur í tilefni af nýlega afstöðnu þjóðræknisþingi; ágætar ljóðaþýðingar eftir Pál Bjarnason prýða ritið, og gaman var að fá lag Gunnsteins E^yjólfssonar við kvæði Þorsteins Erlingssonar, „Mig hryggir svo margt, sem í hug mínum felst,“ í þýðingu meistara Eiríks Magnússonar í Cambridge, þess, er fyrstur sneri á enska tungu þjóðsöng Islands, Ó, Guð vors lands. — ★ * ★ ★ Betra en ekki neifrt Lífeyrir hinna öldruðu borgara í Canada, eða hinn svo- nefndi ellistyrkur, hækkar um sex dollara á mánuði frá 1. júlí næstkomandi að telja; helming hækkunarinnar greiðir sambandsstjórn, en hinn helminginn stjórnir hlutaðeigandi fylkja; hækkun þessi, sem kemur með seinni skipunum, er engan veginn fullnægjandi, þó hún að vísu sé vitund betri en ekki neitt. Lífeyrir hinna aldurhnignu þjóðfélagsþegna hefir verið talsvert mismunandi í hinum einstöku fyíkjum. Saskat- chewan, Alberta og British Columbia, hafa verið nokkru ör- látari en Manitoba og skal slíkt að makleikum metið; elli- stjrrkurinn getur ekki undir neinum kringumstæðum talist ölmusa, heldur ræðir þar einungis um sjálfsögð eftirlaun fyrir dygga þjóðfélagsþjónustu. Ritgerðasafn dr. Richards Beck Stór og myndarleg bók, gefin út í lilefni sextugsamælis hans í vor. / Hinn 9. júní næstkomandi verður prófessor Richard Beck sextugur. Um nálega 3 tugi ára hefur hann verið einn helzti útvörður íslands í Vesturheimi og kynnt þjóð vora, málefni hennar og menningu þar vestra með ó- þreytandi elju. Hér heima hefur hann ferðast oftsinnis, kynnzt þar fjölda manns og hvarvetna getið sér vinsældir. Ritgerðir hans og ræður um íslenzka menn, mál og menn- ingu, eru orðnar geysimargar. Er þær að finna víðsvegar í blöðum og tímaritum, bæði austan hafs og vetan, en margt er þó óprentað í fórum hans. í tilefni af afmæli hans, hafa nokkrir vinir hans og velunnendur ákveðið að gefa út myndarlegt úrval þessara ritgerða, og kemur bókin út á afmælisdegi dr. Becks. í bók- inni eru bæðj erindi og grein- ar, eru flestar þeirra um ís- lenzka rithöfunda og fræði- menn, austan hafs og vestan. Meðal annars eru þættir um þessa menn: Svein Björns- son, forseta Islands, skáldin Stephan G. Stephansson, Þor- stein Þ. Þorsteinsson, Þorska- bít (Þorbjörn Bjarnarson), Sigurð Júl. Jóhannesson, Sig- urð á Arnarvatni, svo enn- fremur um Sigurð skóla- meistara Guðmundsson og Hjört Thordarson, hinn nafn- kunna vísindamann, auk margra annarra. Fremst í bókinni er ritgerð um Richard Beck, eftir séra Benjamín Kristjánsson á Laugalandi, og afmælisósk ásamt nöfnum allra áskrif- enda. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar, á myndpappír, með mörgum myndum og til hennar vandað á allan hátt. Verð kr. 200.00. Þar sem forráðamenn út- gáfunnar geta ekki persónu- lega náð til allra þeirra mörgu, sem heiðra vilja Richard Beck á afmæli þessu, Dr. Richard Beck Dánarfregn Pálmi Jóhannsson, bóndi og fiskimaður við Gimli, Man., andaðist að Johnson’s Mem- orial Hospital á Gimli mánu- dagskvöldið 25. marz, eftir stutta legu þar. Hann var fæddur að Bólsstað sunnan- vert við Gimli, sonur land- námshjónanna Jóhanns Jóns- sonar og Sigríðar ólafsdóttur konu *hans, er voru bæði ætt- uð af Akureyri. Hann fluttist árið 1903 með foreldrum sín- um að Breiðabólsstað í Mínerva-byggð; þar giftist hann árið 1913 Önnu Jóhann- esdóttur Magnússonar frá Dagverðarnesi. Árið 1935 flutti hann til Gimli-bæjar. Hann stundaði ávalt fiski- veiðar. Dætur Jóhannsson’s- hjónanna eru: Sigríður Jó- hanna, Mrs. Albert Hólm, Pine Falls, Man.; Kristín Bergþóra, gift Gísla Ander- son, Gimli, Man.; Anna María, gift Helga Benediktssyni, Gimli, Man. Fóstursonur Jó- hannssons-hjónanna er Stan- ley Einarsson, bóndi við Gimli, Man, kvæntur Dísu Helgason. Pálmi var einn hinna kyr- látu í landinu, prúður maður °g trygglyndur og skyldu- rækinn. Útför hans fór fram frá heimilinu, á íslenzku, þann 27 marz. — Sá, er þetta ritar, flutti kveðjumál. S. Ólafsson vænta þeir þess, að þeir, sem gerast vilja áskrifendur að bókinni og rita undir afmælis- kveðju til höfundarins sendi nöfn sín til Árna Bjarnasonar, bókaútgefanda, Akureyri. Akureyri, 1. febrúar 1957 1 útgáfunefnd: Aage Schiöth, Siglufirði Árni Bjarnason, Akureyri Árni G. Eylands, Reykjavík Benjamín Kristjánsson, Laugalandi Sigurður O. Björnsson, Akureyri Steindór Steindórsson, Akureyri Þórarinn Björnsson, Akureyri Þorkell Jóhannesson, Reykjavík Þorsteinn M. Jónson, Reykjavík. Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund $42,500— —180 —160 —140 —$129,473.56 —120 z / —100 —80 —60 —40 —20 Make your donatlons to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princees Street, Winnipeg 2. NOW! Freedom From Washday Blues with the New FRICIDAIRE SUPER WASHER and DRYER BOTH ONLY $ 469 .95 and exchange of your Present washer or dryer PORTAGE east of Kennedy PH. 96-8201

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.