Lögberg - 04.04.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.04.1957, Blaðsíða 5
t LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. APRÍL 1957 5 ySE W V -^Hir'V A.HUeA/V4AL rVENNA * * Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON Meira um íslenzk nöfn {J/Æ?J2 LÆGSTU FLUGGJÖLD TIL ÍSLANDS s== Frá 11. maí. DAGLEGAR FIjUGFERÐIR . . . =5 Rúmgóðir og þægilcgir farþega- si klcfar. Sex Skandinavar, þjálfaðir í =| Bandaríkjunum bjóða yður vel- == komin nm borð. Einu “tourist” áætlunarflugfcrðirn- =1 ar yfir Atlantsliafið, þar scm fram- =| rciddar eru tvær ágætar máltíðir =E kaffi og koníak . . . AI.UT YÐl'R =E AÐ KOSTNAÐARIiAUSU. Fastar p| áa'tlunarferðir viðurkcnndar .. af =| C.A.B. SVIÞJÓÐAR, BRETBANDS, =| Frá New York um ÍSLAND til: NOREGS, DANMERKUR, ÞÝZKAUANDS, LUXEMBORGAR. Upplýsingar I öllum ferðaskrifstofum. Svo sem kunnugt er, var ís- lenzku innflytjendunum mik- ið áhugamál að glata ekki sín- um andlega íslenzka arfi, tungu, bókmenntum og siðum. Nöfnin þeirra gáfu til kynna uppruna þeirra, og þeim var það mörgum hverjum við- kvæmt mál hvernig með þau var farið. Islenzka landnámið norður við Winnipegvatn nefndu þeir Nýja Island. 1 þeim byggðum svo sem 1 öðr- um byggðum þar sem ein- ungis voru íslendingar var auðvelt í fyrstu að viðhalda íslenzkri tungu og íslenzkum mannanöfnum óbreyttum, en öðru máli var að gegna í borgum og bæjum, þar sem Islendingar umgengust dag- lega annara þjóða menn. Til dæmis í borg eins og Winnipeg, var óhjákvæmilegt að taka upp ættarnöfn. Sam- borgararnir skyldu ekki þegar þeim var sagt, að heimilis- faðirinn héti Jón Sigurðsson; kona hans, Sigríður Sveins- dóttir; sonur hans, Guðlaugur Jónsson og dóttir hans, Guð- rún Jónsdóttir. Það var of erfitt að reyna að útskýra þetta dag eftir dag, svo að þessi forni íslenzki siður varð að víkja, og nöfn eða föður- nöfn landnemanna urðu að ættarnöfnum afkomendanna. Fleiri breytingar urðu á nöfnum íslendinga hér, því sum nöfnin voru svo þung í vöfum, að hérlendir menn þóttust ekki geta borið þau fram. Ungar stúlkur, sem fóru í vist til enskumælandi húí- mæðra fyrstu árin hér í landi voru brátt komnar með nöfn eins og Gertie, Sadie, Emma, Mollie, Nellie o. s. frv. Þetta var stundum lagt út á verri veg fyrir þeim, og var það ranglátt. Þessar góðu stúlkur, sem margar hverjar sendu meginið af því litla fé, sem þær öfluðu á þennan hátt til fátækra foreldra sinna úti á landsbyggðinni, urðu að fella sig við þessi nöfn hvort sem þeim líkaði betur eða ver. Húsmæður þeirra þóttust ekki geta borið fram nöfn eins og Guðrún, Sigurbjörg, Ingi- björg, Málmfríður o. s. frv., og hefðu heldur ekki tekið því með þökkum ef vinnukonur þeirra hefðu reynt að setja þær á skólabekk til að kenna þeim að bera fram nöfn sín. Húsmæðurnar munu því hafa skellt á stúlkurnar einhverj- um stuttum nöfnum, sem þeim datt í hug og síðan fest- ust þau við þær. Eitthvað líkt mun hafa átt sér stað með Islendinga í öðrum at- vinnugreinum. Önnur megin ástæða til nafnabreytinga mun hafa verið skólarnir. Það var ekki gaman fyrir litla telpu að fara í skóla með nafn eins og Járnbrá Guðmundsson. Kenn- ari hennar gat ekki borið það fram, og skólasystkini hennar hlógu þegar hún sagði þeim nafn sitt. Börn vilja ekki vera frábrugðin; þau vilja vera lík hinum. Og innan skamms var greitt úr þessum vanda með nafninu Jennie Goodman, og öll fjölskyldan tók upp ættarnafnið Goodman. Þannig virðast fyrstu breyt- ingar íslenzkra nafna hér í álfu hafa verið að nokkru leyti ósjálfráðar, en með tíð og tíma munu þeir hafa tekið þetta vandamál til alvarlegrar íhugunar, þótt ekki hafi verið mikið um það rætt opinber- lega; málið snerti hverja ein- staka fjölskyldu persónulega. íslenzk nöfn hér vestra bera með sér, að þó margir yrðu að breyta nöfnum sínum lítil- lega, þá hafa þeir viljað láta þau halda sér þannig að aug- ljóst væri að þau væru af ís- lenzkum uppruna. — Breyta varð Þ í Th og Ð í D. Til að stytta ættarnafnið var oft sleppt einu S. Sigurðsson varð Sigurdson. íslenzkan og enskan eru báðar af Germönskum upp- runa og mjög skyld mál. Það var því miklu auðveldara fyrir íslendinga að breyta nöfnum sínum lítillega, þann- ig að þau héldu sér að mestu leyti en yrðu þó enskumæl- andi fólki töm, heldur en fyrir Slava. Tökum til dæmis nafn dómsmálaráðherra Manitoba- fylkis; hann er Úkraníu- maður. Hann burðast með nafnið M. N. Hryhorczuk. (Ég kann ekki að bera það fram, né stafa það án þess að fletta upp símabókinni). íslendingar eru þannig miklu betur settir í þessum efnum en mörg önnur þjóðar- brot hér. Sumum nöfnum þeirra þarf alls ekki að breyta; og margir foreldrar hafa á síðari árum verið að- gætnari með að velja börnum sínum íslenzk nöfn, sem auð- velt er að bera fram og sem fara vel með íslenzka ættar- nafninu. Hvað vestur-íslenzku ættarnöfnin snertir er nokkuð misjafnt hve fólki hefir tekizt vel að breyta þeim þegar þess hefir þurft, þannig að þau bæru með sér að þau væru af íslenzkum uppruna, og væru jafnframt auðveld í framburði. Mér finnst t. d. þessi nöfn ná þeim tilgangi: Gudmunds fyrir Guðmunds- son og Athelstan fyrir Aðal- steinsson. -----0---- KAFLI ÚR BRÉFI frá frú Louise Gudmunds, Berkeley, California. Dear Einar and Ingibjörg: Enclosed you will find re- mittance for five dollars as advance payment for Lög- berg—which we could not live without. I think of Lögberg as being a life-centre for all people of Icelandic extraction who can read Icelandic. It is through such publications that we are made aware of the activities and achieve- ments and talents—the lore and background of our blood people. Then too, this medium notifies us when they leave this earthly realm—when they marry—when more are brought into this world. So, what would we do without Lögberg? I am always telling the Icelanders of this area that it is our duty to subscribe to Lögberg in order to main- tain its existence. People take it too much for granted and are too lax about it, I think. Well, I hope it will live for many years to come. Konur á ferð UINN sólfagran júlídag í sumar fórum við 35 konur í skemmtiferð í boði Kaup- félags Berufjarðar. Við vorum Úr þrem deildum, Álftafirði, Djúpavogi og af Berufjarðar- strönd. Tveir stórir farþega- bílar frá Reyðarfirði sóttu okkur. Þeir komu kl 9—10 f.h. í Þiljuvallarhöfn, en þar voru mættar flestar konurnar. — Stór bátur kom yfir fjörðinn með þær, sem voru sunnan Berufjarðar og fararstjórann, Þorstein Sveinsson kaupfélags stjóra. — Vindur var hvass svo að nokkrar kvennanna voru sjóveikar og breyttist sjóveikin í bílveiki, þegar í bílana kom, en heilsuleysið batnaði er frá leið. Og allt er gott, þegar endirinn er góður. Lagt er nú af stað frá Þilju- völlum út á ströndina, stoppað á nokkrum stöðum og konur bætast * í hópinn. Áfram er haldið og ekið upp Breiðdal. En þegar <ð dalbotni kom er veður breytt, tekið að rigna. Hér er áð um stund og öllum veittir gosdrykkir, einnig er- um við með nestispakka, sem nú eru opnaðir. Síðan er lagt á heiðina. Og svo vel vill til, þegar við erum stödd, þar sem útsýnið er bezt, er aftur bjart yfir, svo að við njótum, hins yndisfagra útsýnis yfir hinn búsældarlega Breiðdal. — Á- fram er ekið. — Hér er Víðigróf. Mér finnst hún falleg og gaman væri að tjalda og dvelja hér um stund, er sólin skín. Nú er vindgola, sem ýfir aðeins flötinn á hinu stóra Stefánsvatni. Út Skriðdalinn liggur leiðin, og nú sjáum við tilsýndar eitt mest umrætt mannvirki á Austurlandi, virkjunina við Grímsá. Þaðan eigum við að fá hina heitt þráðu orku, raf- magnið, ljós til að útrýma myrkrinu, svo að skuggar skammdegisins hverfi, og öll önnur þægindi, sem slík orka getur veitt. — Bílarnir bruna áfram. Líkt og myndir á kvik- myndatjaldi, sjáum við bæina, einn af öðrum. Hver þeirra á sína sögu, þó að þær hafi ekki verið skráðar. Líka eru hér fjölda margir sögustaðir, sem skáldin hafa gert ódauðlega. Ferðinni er heitið að Hall- ormsstað í kvöld. Og loks stanza bílarnir við eitt húsið þar. Eftir stundarbið er keyrt spölkorn áfram, þar til við komum að fremur litlu húsi. Hér er okkur sagt að við eig- um að gista er þar að kemur. Kona hefur bætzt í hópinn frá Hallormsstað. Hún opnar nú húsið, og við dreifum okkur um herbergin. Við eigum að fá kaffi. Ég lít inn í eldhúsið. Þar er konan, ljóshærða frá Hallormsstað að kveikja upp eld í stórri miðstöðvareldavél. Þá verður hlýtt 1 kvöld, er við leitum náttstaðar. En hún, sem eldinn kveikir Verður þá ekki með til að njóta þess yls. „Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá.“ Er kaffið hefur verið drukk- ið, er okkur sýnd gróðrar- stöðin. Við áttum þar yndis- lega stund, í hinu dásamlega ríki skógarins. Og þó að ég muni ekki lengur, hversu margir metrar hæsta tréð var, sem þó er sagt að sé hæsta tré landsins, þá man ég alltaf hina miklu fegurð og tign, sem birtist okkur hér í ríki skógarins. Að þessu loknu var farið heim að Hallormsstað og þar borðaður ágætur kvöld- verður. Er við höfðum dvalizt þar um stund, lögðum við af stað til náttstaðarins góða, en lögðum þó lykkju á leið okk- ar og skoðuðum hina gamal- kunnu, góðu Atlavík. Nú eru þar engar tjaldbúðir eins og svo oft áður, en órjúfandi kyrrð og friður. Það er kominn morgunn. Bílarnir fara að koma. Vi$ göngum hér um, áður en við kveðjum þennan stað. Mér verður oft litið yfir fljótið. Þar sýnist mér fagurt um að litast. Eða er það fjarlægðin, sem gerir fjöllin blá og heillar mig? Við ferðumst mikið þennan dag. Fyrst er ekið norður yfir Lagarfljótsbrú, síðan er snúið við og stanzað í Egilstaða- þorpi. Að því loknu farið að Eiðum og okkur sýndur stað- urinn af Þórarni Sveinssyni, kennara. Á Egilsstöðum er borðaður miðdegismatur. Síð-- an er lagt af stað til Reyðar- fjarðar. Hafði Þorsteinn Jóns- son, kaupfélagsstjóri, boðið. okkur öllum til kaffidrykkju.! Til Reyðarfjarðar komum við í björtu sólskini. Var okkur sýnt þar hið myndarlega hús, Félagslundur. — Fórum við að því loknu, margár í búð Kaupfélags Hér- aðsbúa. En kaffið beið okkar. Og við setjumst að velbúnum borðum í Gistihúsi Kaupfé- lagsins; Þorsteinn Jónsson og kona hans taka á móti okkur. Er við höfðum setið litla stund undir borðum, stóð Þorsteinn Jónsson upp og talaði til okk- ar. Var ræða hans hin skemti- legasta og Þorsteinn Sveins- son þakkaði með nokkrum veí völdum orðum. Til tilbreyt- ingar við þetta allt lét nú Þor- steinn Jónsson hverja konu draga einn miða, sem á var númer, en vinningsnúmer kom auðvitað aðeins í hlut einnar konu. Var það ljóm- andi falleg innrömmuð mynd af Reyðarfirði. — Við þökk- um allar ágætar viðtökur hjá Þorsteini Jónssyni og konu hans. Ferðin heim gekk vel. Hún var til enda ánægjuleg, og munum við alltaf minnast hennar með gleði. Vil ég þakka fyrir hönd Okkar allra, stjórn Kaupfélags Berufjarð- ar fyrir að þessi farð var farin. Og öllum ferðafélögun- um þakka ég fyrir skemmti- lega samveru, og einnig öll- um, sem á móti okkur tóku. — Lifið heil! —Ein úr hópnum —Nýtt kvennablað

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.