Lögberg - 04.04.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.04.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. APRÍL 1957 7 Mesti kyislingur aldarinnar Harðsijórn og ofbeldi magnasi nú í Ungverjalandi dag frá degi Frá Ungverjalandi berast nú nær daglega fréttir um dauðadóma og aftökur, sem eiga sér stað á vegum lepp- stjórnarinnar, sem Janos Kadar veitir forstöðu. Dauða- dómar þessir ná aðallega til menntamanna og verka- manna, sem stóðu framarlega í uppreisninni gegn Rússum í haust. Auk þessa eru daglega kveðnir upp fangelsisdómar, sem ná til fjölda manna. Jafnhliða þessu er svo allt- af verið að skerða frelsi al- mennings á sem flestum svið- um. Félög, sem fengu að starfa í stjórnartíð Rakosis, eru nú meira að segja leyst UPP °S bönnuð. Ætlun rúss- nesku valdhafanna er bersýni- lega sú að kveða niður alla frelsisbaráttu ungversku þjóð- arinnar með ofbeldi og blóð- baði. Þetta vekur nú hvarvetna í heiminum nýja andúð gegn hinum kommúnistísku vald- höfum Rússa og þykir sýnt, að þeir hafi enn engu gleymt af kenningum og vinnubrögð- um Stalins. Hinn ómengaðisti stalinismi einkennir nú allar stjórnarathafnir í Ungverja- landi. Það var von margra, að Rússar myndu vilja grípa fyrsta tækifæri, sem þeim byðist, til þess að bæta fyrir þau miklu afbrot, er þeir frömdu í Ungverjalandi á s.I. hausti. Þeir, sem gerðu sér vonir um þetta, hafa nú orðið fyrir sárustu vonbrigðum. Valdhafar Sovétríkjanna eru bersýnilega enn á þeirri „línu“, að grípa heldur til hins ofsafyllsta stalinisma en að eiga á hættu að missa nokkuð af yfirráðum sínum. Meðan svo háttar, vofir vissulega mikil hætta yfir hinni merku tilraun, sem Gomulka er að gera í Póllandi. Og á meðan er allt ástandið óráðið og ótryggt í Evrópu. Á sama hátt og framferði Rússa í Ungverjalandi vekur nú vaxandi andúð, fer fyrir- litningin vaxndi á leppstjórn- inni, sem lætur hafa sig til þess að framkvæma myrkra- verk hinna erlendu kúgara. Alveg sérstaklega beinist þó þessi fyrirlitning að forsætis- ráðherra leppstjórnarinnar, — Janos Kadar. Á þeirri öld, sem nú er meira en hálfnuð, hafa komið fram margir menn, sem hafa gerzt þæg verkfæri er- lends valds og í skjóli þess unnið gegn frelsi og rétti þjóða sinna. Slík leppmennska hefir á þessum aldarhelmingi orðið enn algengari en áður, enda hafa tvær stjórnmála- stefnur, kommúnisminn og nazisminn, stefnt að heims- yfirráðum, er byggðust á slíku leppakerfi. Fram að þessu hefir enginn orðið eins al- ræmdur af þessum leppum og Kvisling hinn norski og má vera, að það stafi nokkuð af því, hve nafn hans er auðvelt í munni, enda er það nú orðið eins konar samheiti fyrir þessa manntegund. Það, sem Kisling aðhafðist í Noregi, er þó vart nema svipur hjá sjón í samanburði við það, sem Kadar aðhefst nú í Ungverja- landi. Leppmennska Kadars er nú orðin slík, að alveg hik- laust má orðið kalla hann mesta kvisling aldarinnar. Margt hefir verið ritað og rætt um fortíð Kadars að und- anförnu, en ekki ber þó sög- unum um hana saman. Kunn- ugt er, að hann er kominn af alþýðufólki, og hefir einn bróðir hans verið búsettur í Canada um alllangt skeið. Ungur gekk Kadar í þjónustu kommúnistaflokksins ung- verska, sem var bannaður í stjórnartíð Horthys, en rak þó alltaf allvíðtæka leynistarf- semi. Kadar var einn af helztu mönnum hennar og fékk snemma orð á sig fyrir að vera óragur og trúr í starfi. Honum var því oft teflt til þeirra starfa, þar sem mikið reyndi á, og þykir því fullvíst, að hann hafi ýms skemmdar- verk á samvizkunni. Á stríðs- árunum starfaði hann heima í Ungverjalandi og var þá ná- inn félagi Lazzio Rajks. í stríðslokin kom Rakosi heim frá Moskvu og tók við stjórn flokksins í umboði Stalins. Kadar gerðist strax fylgis- maður Rakosis og gerði Rakosi hann að innanríkis- ráðherra, þegar Rajk var sviptur því starfi. Vinátta þeirra Rajks og Kadars er þó talin hafa haldizt og segir sagan, að Rakosi hafi notfært sér hana á lítið drengi legan hátt. Hann fékk Kadar til að fara til Rajk og fá hann til að játa á sig þá glæpi, sem hann var ákærður fyrir, gegn því, að dómnum yfir honum yrði ekki fullnægt og hann myndi fá fulla uppreisn síðar. Kadar er sagður hafa rekið þetta erindi í góðri trú og beit Rajk á agnið. Rakosi sveik síðan þetta loforð og lét taka Rajk af lífi. XJt af því reis á- greiningur milli hans og Kadars, er lauk með því, að Kadar missti allar stöður sín- ar og var haldið í fangelsi 1951—53. Þegar Nagy kom til valda 1953, lét hann leysa Kadar úr haldi og fór stjarna hans síðan hækkandi á ný. Þegar Nagy myndaði hina skammlífu stjórn sína í haust, gerði hann Kadar að innan- ríkisráðherra hennar. Nagy vissi að Kadar var eindregið á móti Rakosi og Gerö og þekkti hann sem harðskeyttan og óvæginn baráttumann. Hann- treysti því einna mest á Kadar af flokksbræðrum sín- um- Það kom bæði Nagy og öðrum mjög á óvart, þegar Kadar gerðist allt í einu höfuð þjónn Rússa og tók við hlut- verki Rákosis og Gerös sem hinn þ æ g a s t i vikapiltur þeirra. Enn er allt á huldu um það, hvernig þetta hefir gerzt, en ein sagan er sú, að Rússar hafi haft í fórrnn sínum stál- þráð með samtali þeirra Kadars og Rajks, þegar Kadar fékk þann síðarnefnda til að játa á sig glæpinn, sem hann aldrei hafði framið. Þetta samtal hafi þeir hótað að birta, ef Kadar gerðist ekki hlýðinn þjónn þeirra. Önnur skýringin á þessari framkomu Kadars er sú, að hann sé fyrst og fremst eld- heitur kommúnisti og hann geri sér orðið ljóst, að kom- múnistísku stjórnarkerfi verði ekki haldið uppi í Unverja- landi, nema Rússar hafi her í landinu. Þess vegna gangi hann nú jafn fullkomlega á mála þeirra og raun ber vitni um. Um það má vafalaust mikið deila hvað Kadar gangi til með leppmennskunni hjá Rússum, en um hitt verður ekki deilt, að ekki eru dæmi á þessari öld um annan mann, sem hefir þjónað erlendu valdi gegn þjóð sinni méð jafnmiklu blygðunarleysi og hörku og Kadar gerir nú. Tví- mælalaust er hann mesti kvislingur aldarinnar. Eins og nú er ástatt, geta aðrar þjóðir veitt Ungverjum þann eina stuðning gegn Kadar og öðr- um böðlum hennar að for- dæmá" framferði þeirra nógu eindregið og undanbragða- laust. Þá getur svo farið fyrr en varir, að valdamenn Rússa telji sig tilneydda að til að steypa hörku-kvislingi sínum úr stóli og lina grimdartökin á ungversku þjóðinni. Engir myndu meira fagna falli Kadars en landar hans. —Þ. Þ. —TIMINN, 14. febrúar Meðalaldur fólks fer hækkandi Eldri árgangar verða stöð- ugt hlutfallslega fjölmennari meðal íbúa flestra þjóða. Af- leiðingarnar af því, að eldra fólki fjölgar í hlutfalli við hið yngra hljóta að hafa í för með sér ýmsar þjóðfélagslegar breytingar. Þessi mál eru rædd í nýútkomnu tímariti, sem gefið er út af Menntunar-, Menningar- og Vísindastofnun S. Þ. (UNESCO). — í ritinu, sem nefnist “Impact” segir meðal annars: — Á Bretlandseyjum er næstum 14% íbúanna karlar, sem eru 65 ára og þar yfir og konur, sem komnar eru yfir sextugt. Prófessor R. E. Tunbridge við háskólann í Leeds, skrifar grein í “Impact,” sem hann nefnir “Medical and Social Problems of Aging.” Hann segir m. a., að eftir 25 ár eða jafnvel fyrr verði 1/3 hluti allra kjósenda í Bretlandi og í Svíþjóð yfir sextugt. Höf- undurinn, sem er prófessor í læknisfræði, ræðir málið bæði frá læknislegu og. efna- hagslegu sjónarmiði. Hann telur, að aukning eldra fólks sé fyrirsjáanleg á næstunni í mörgum Vestur-Evrópu lönd- um, í Bandaríkjunum, Canada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og meðal hvítra manna í Afríku. Baráttan gegn sjúdómunum Með tilliti til „möguleik- anna á því að vinna bug á hættulegum sjúkdómum og þar með lengja líf manna“ — og auka aldurshámarkið, skrifar Tunbridge prófessor: „Framfarir í læknavísind- um hafa gert kleift að vinna hug á mörgum smitsjúkdóm- um, sem einkum leggjast á börn og unglinga. Ellisjúk- dómar, sem leggjast á menn eftir miðjan aldur, svo sem hjarta- og nýrnasjúkdómar, æðakölkun og krabbamein eru enn erfiðir viðfangs og það mun líða nokkur tími þar til læknavísindunum hefir tekizt að vinna algjöran bug á þeim. En samt sem áður hækkar meðalaldur manna stöðugt í mörgum löndum og það hefir í för með sér félagSt leg og efnahagsleg vandamál. Það má reikna með, að áður en mjög langt um líður verði 100 ára aldur og þar yfir tál- inn eðlilegur. Aivinna fyrir aðldrað fólk Tunbridge prófessor bendir á, að það sé nauðsynlegt að taka til endurskoðunar at- vinnumál eldra fólks. Það verði ekki lengi hægt að setja menn á eftirlaun á miðj- um aldri eins og nú eigi sér stað víða um lönd. Atvinna manna er ekki að- eins að afla daglegs brauðs heldur er það sjálft lífið fyrir marga. Tunbridge bendir enn fremur á, að það sé algengt að sjálfstæðir handverksmenn, sem sjálfir geta ráðið hvenær þær hætta að vinna, haldi oft áfram daglegum störfum þar til þeir séu komnir yfir átt- rætt. —íslendingur Orsök að sfyrjöld Tveir menn töluðu um or— sakir styrjaldar. Annar sagði: — Sjáðu til. Við förum að skemmta okkur, drekkum okkur fulla, verðum reiðir og viljum slást. En það megum við ekki vegna lögreglunnar. I afmælum megum við ekki slást, ekki heldur í erfi- drykkjum eða á barnasam- komum og dansleikjum. Við megum aldrei slást og endir- inn verður sá, að a^lir verða orðið uppgefnir á að stilla sig, og þá verður auðvitað styrj- öld, og allir mega berjast. ' TEAMWORK «r hvert, og veit« liiniun 35.000 hændameð- linium sínum nýtt öi’vkkí og nýja ánægju. húsiindir þessara bænda hafa með hngprýðl horfst í augu við margliáttaða erfiðleika, sem frá því hafa stafað, að koma á markað korninu, sem þeir hafa framleitt. í þessu stórmerka samvinnufyrirtækl skiptast áhætta. og ábyrgðartilfinning á jöfnuni hönd- um — sigurvinningarnir vekja metnað — hagnaðinum er jafnað niður. MANIT0BA P00L ELEVAT0RS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.