Lögberg - 18.04.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.04.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYI US6 LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Vi Lb. Tlns Makes the Ftnest Bread Available at Your Favorite Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. APRIL 1957 SAVE MONEYI USG LALLEMAND quick rising DRY YEAST In V* Lb. Tlns Makes the Finest Bread Avallable at Your Favorite Grocer' NÚMER 16 Fréftir fró ríkisútyarpi íslands — 23. MARZ — Innvegið mjólkurmagn hjá Mjólkurbúi Flóamanna var rúmlega 25 milljón kíló- grömm í fyrra og er það 6,25% meira magn en árið áður. Inn- vegið mjólkurmagn hjá búinu hefir tvöfaldast á 10 árum. Mjólkurverð við stöðvarvegg var þrjár krónur tuttugu og tveir og einn fjórði úr eyri á lítra. — Framleiðendur voru 1107 að tölu. ☆ í dag var stofnað í Reykja- vík félagið Frjáls menning. Félagið er óháð öllum stjórn- málaflokkum og stofnað til verndar og eflingar frjálsri menningarstarfsemi. Gunnar Gunnarsson rithöfundur, sem á sæti í nefnd þeirri, sem undirbjó stofnfundinn, flutti þar ávarp. ☆ 24. MARZ Sýslunefnd Snæfellsness og Hnappadalssýslu hefir í fé- lagi við fleiri aðila keypt snjó- bíl til flutninga á Snæfells- nesi og er hann þegar byrjað- ur að flytja nauðsynjar til Skógstrendinga. Allir vegir frá Stykkishólmi eru ófærir vegna snjóa. ☆ Starfsfræðsludagur var hald- inn í Reykjavík í dag. Um 1200 manns, aðallega ungling- ar, komu í Iðnskólann, en þar voru fyrir fulltrúar 80 at- vinnugreina og veittu leið- beiningar um þær. ☆ Friðrik Ólafsson vann sjöttu einvígisskák þeirra Pilniks, Pilnik gaf hana eftir 33 leiki. Þeir eru þá jafnir, með þrjá vinninga hvor, og verða því að tefla tvær skákir til viðbótar, hin fyrri verður tefld á miðvikudagskvöld. ☆ 25. MARZ Sundhöll Reykjavíkur átti 20 ára starfsafmæli í gær. — Láta mun nærri að þangað hafi komið um 4 milljónir manna frá upphafi. ☆ í blaði danska prestafélags- ins hinn 14. þ. m. beinir G. Sparring-Petersen, prestur í Kaupmannahöfn, þeim til- mælum til danskra presta að þeir undirriti beiðni til stjórn- arvaldanna um að afhenda Islendingum sem fyrst öll ís- lenzk handrit og forn skjöl, sem íslendingar óski eftir. ☆ » 26. MARZ Bændur í Vestur- og Mið- hluta Rangárvallasýslu hafa orðið að gefa öllum búpeningi inni á tíundu viku vegna snjóa. Mjög erfitt hefir verið í byggðarlaginu um samgöng- ur, tvær ýtur hafa unnið stöðugt að því í tvo mánuði að ýta snjó af vegum, og þann- ig hefir verið unnt að halda aðalvegum opnum að mestu leyti. Bændur munu yfirleitt vera vel birgir með hey þrátt fyrir harðindin. S.l. laugar- dag hlánaði nokkuð. Framhald á bls. 8 Skipaður í prófessorsembætti Dr. Conrad Dalman Dr. Conrad Dalman, sem í undanfarin nokkur ár hefir starfað í þjónustu Sperry Gyroscope félagsins í Great Neck, New York, hefir verið skipaður prófessor í raf- magnsverkfræði við Cornell- háskóla, en slíkt er hin mesta virðingarstaða; hinn nýi pró- fessor mun fyrst um sinn í sínum nýja verkahring ann- ast um kenslu í öllu því er lýtur að rafmagnstúbum og skyldum efnum; hann lauk B. Sc. prófi í rafmagnsverk- fræði við City College í New York 1940. Þessi frábæri náms maður tók meistaragráðu og doktorsgráðu við Politechnic Institute of Brooklyn árin 1947 og 1949 og hefir unnið eitt námsafrekið öðru meira; hann er fæddur í ’Winnipeg, sonur Conrads Dalman hljóm- listarmeistara og frú Valgerð- ar Þorsteinsdóttur, er fyrir löngu fluttust til New York og settust þar að. Hinn nýi prófessor er kvæntur maður og eiga þau hjónin þrjú mannvænleg börn; föðuramma hans var bindindis- og kvenhetjan frú Karólína Dalman, sem átti fjölmennan aðdáendahóp í þessari börg. Ungur og glæsilegur lögmaður Pétur Thor Guttormsson Þessi ungi og glæsilegi lög- maður, Pétur Thor Guttorms- son, er fæddur að Baldur, Man., 26. janúar 1928. For- eldrar hans eru þau merkis- hjónin Peter B. Guttormsson læknir og frú hans Salín Reykdal—Guttormsson, sem búsett eru að Watrous, Sask. Hann lauk BA-prófi við há- skólann i Saskatoon árið 1950, en útskrifaðist í lögum af háskóla Manitobafylkis 1956 með ágætum vitnisburði og öðlaðist málafærsluréttindi í síðastliðnum desembermán- uði; hann er kvæntur maður, og er kona hans Joan Green— Guttormsson. Mr. Guttormsson rekur lög- mannsstörf í félagi við Morri- son & Stapley, Grain Ex- change Bldg., Winnipeg. Islendingar, sem þurfa á lögfræðilegum leiðbeiningum *teð halda, ættu að líta inn til Péturs lögfræðings. Mæfrur maður fallinn í val Hinn 10. janúar síðastliðinn lézt snögglega af hjartabilun á sjúkrahúsi í Fargo, William Freeman landbúnaðarfræð- ingur, fæddur að Upham, N. Dak., 19. september 1895, sonur hinna kunnu og mikils- metnu landnámshjóna Guð- mundar og Guðbjargar Free- man, er snemma á tíð festu bygð í Upham-héraði. William var útskrifaður af landbún- aðarháskólanum í Fargo 1925. Hann var í herþjónustu með- an á fyrri heimsstyrjöldinni stóð, en gaf sig að kenslu í búvísindum í miðskólum rík- isins um 9 ára skeið og var yfirumsjónarmaður með skól- um í Upham í mörg ár. Hann var sýsluumboðsmað- ur í Burke-sýslu frá 1934 til 1946, en það ár var hann sæmdur Distinguished Ser- vice alþjóðar verðlaunameda- ILu fyrir umboðshæfni sína og var um sömu mundir kjörinn forseti í félagssamtökum ríkis umboðsmanna. Árið 1917 kvæntist William og gekk að eiga unfrú Olivíu Thordarson, er lifir mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra hjóna, tveim sonum og tveim dætrum; synirnir eru William búsettur að Happy Camp, California, og Theodore að Fairbanks, Alaska; dæturnar eru Mrs. Howard Stevenson að Westhope, N. Dak., og Mrs. Robert Leonard að Fair- banks. Barnabörnin eru 10 að tölu. Hinn látni lætur eftir sig aldurhnigna móður og sjö 1957 Til Aðalbjargar Bardal (Mrs. W. E. Warburíon) yfirhjúkrunarkonu Mig hrífa þau voldugu hrikafjéll, heylönd og víðirunnar, úthafsins stærð og fossaföll, í friðhelgi náttúrunnar. En ekkert hrífur þó huga minn heilan til sín eins og góðviljinn: fórn hans og athöfn öll. • Þú gáfu í moldargróðri lest það guðspjall, er hugann seyðir. Þá vilji hennar og, vitund bezt veginn til sigurs leiðir.. En innræti hvers er aðall hans. (Hið örugga samband guðs og manns er traustast og máttarmest. í dag ég fann mína þjóð hjá þér, er þroskaði hetjulundin. Hið glaða viðmót þín arfleifð er og íslenzka móðurgrundin. í orði og vérki vildir þú vera þér sjálfri og öðrum trú: Hetja á jörðu hér. —S. E. BJÖRNSSON William Freeman systkini, tvo bræður og fimm systur; bræðurnir eru John og Carl í Bottineau, en systurnar Mrs. Emily Freeman og Mrs. Louis Madsen, báðar til heim- ilis í Fargo, og Mrs. Ásmundur Benson, Mrs. Elísabet Thor- leifson og Mrs. Ellen M. Fáfnis, búsettar í Bottineau. Með William Freeman er genginn grafarveg heilsteypt- ur maður og góður drengur. Nýjustu fréttir af íslandi Vetrarvertíðin við strendur íslands hefir orðið sú langrýr- asta, sem sögur fara af síðustu áratugina, og hjálpaðist þar hvorttveggja að, fiskleysi og gæftaleysi; er hér um að ræða stórkostlegan hnekki fyrir þjóðarbúskapinn. — Hagbann á Fljótsdals- og Jökuldalsöræfum, að því er fréttir í lok marzmánaðar herma, láta þess getið, að mikill fjöldi hreindýra hafi horfallið þar um slóðir, og að með því hafi verið höggvið stórt skarð í hjörð hinna tígu- legu öræfabarna. Viðsjór i austri Jordaníukonungur h e f i r rekið frá völdum forsætisráð- herra sinn og með honum flesta aðra meiriháttar valda- menn, sem sæti áttu í stjórn- inni; yfirmenn hersins fara til bráðabirgða með völd hvað lengi sem það kann að verða; svo er að sjá af nýjustu fregn- um að dæma, að konungar Arabaríkjanna, séu daglega að fjarlægjast Nasser einvalds- herra Egyptalands.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.