Lögberg - 18.04.1957, Side 5

Lögberg - 18.04.1957, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. APRIL 1957 5 \ V wwvwwwwwvwwwwwwwwvwv r r AliteAHAL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Kryddjurtir « Þegar við notum carry eða sinnep í sósuna, eða pipar á steikina eða kanel, negul og engifer í brúnkökuna, hugs- um við víst sjaldan eða al- drei út í það, 'að þessar krydd- tegundir, sem við notum dag- lega og teljum alveg sjálf- sagt að alltaf séu fáanlegar, voru áður fyrr mjög torfeng- in og sjaldséð lúxusvara. Sjálfsagt hafa engar vörur, sem nú eru notaðar daglega í fæðu manna, verið greiddar jafn dýru verði, eða verið jafn mikið eftirspurðar áður fyrr og einmitt kryddvörur. Mörg þúsund árum áður en nokkur menning reis upp í Evrópu, var fjöldi kryddteg- unda þekktur í Egyptalandi og hinum gömlu menningar- löndum Asíu: Kína og Ind- landi. 2—3 hundruð árum fyrir Krist er vitað, að krydd- vörur voru farnar að berast til Grikklands og Rómaborg- ar, og urðu þar strax geysi- lega eftirsóttar. Fyrir utan að vera notað til matargerðar, var kryddið notað til margs annars, til dæmis ráðlögðu læknar anís við auðnsjúkdóm- um og ógleði; kúrenur þóttu góðar til að lækna sár; hvít- laukur þótti mjög góður við margskonar sjúkdómum. — skáldum og rithöfundum var ráðlagt að hafa lárberjablöð undir koddanum til þess að auka andagiftina, og svo var margs konar krydd notað í þeirra tíma ástardrykki, sem bæði voru bruggaðir til þess að kveikja ástina og einnig til að slökkva hana. Næstu aldir eftir Krists burð var mikil togstreita um kryddverzlun- ina á milli Araba og hinna ört vaxandi verzlunarborga við Miðjarðarhaf, og urðu Fen- eyjar að lokum ofan á. Síðan hafa ýmsar borgir og ríki haft kryddverzlunina í hendi sinni, en alltaf gaf hún góðar tekj- ur, því að allir vildu ná í þennan sjaldgæfa varning. En hann var svo dýr, að aðeins vel efnað fólk gat veitt sér slíkan munað. Um miðja 18. öld fóru ríki eins og England og Frakkland, að reyna að rækta kryddjurtir í nýlendum sínum, og tókst það vel. — Komst þá meira jafnvægi í verzlunina, því áður hafði ný- lenduveldi Hollendinga að mestu haft einokun á verzlun- inni í nokkra áratugi. Nú á síðustu áratugum hafa marg- ar hinna fyrri nýlendna feng- ið sjálfstæði, og því er nú lítil hætta á, að kryddverzlunin komizt í hendur neins eins ríkis eða félagsskapar, sem síðan gæti haft á henni ein- okun. Þó getur það enn komið fyrir, að auðhringar eða auð- kýfingar taki sig saman um að reyna að kaupa upp heims- birgðirnar af einhVerri krydd- tegund, til þess að græða síðan á henni, en sem betur fer tekst það venjulega ekki. Á síðari tímum hefir krydd- notkunin í 'heiminum alltaf verið að aukast, sérstaklega eftir síðari heimsstyrjoldina. Pipar er sú kryddtegund, sem alltaf er mest notuð. Hin ár- lega uppskera er yfir 60,000 tonn. Næst á eftir kemur kanell og þar næst carry, sem er blanda af mörgum krydd- tegundum. I góðu carry er meðal annars koriander, kanell, kúmen, kardimomma, engifer, svartur pipar, spansk- ur pipar, negull og múskat. Kryddvörum er venjulega skipt í þrjá flokka. Það er ferskar kryddjurtir, þurrkað- ar kryddjurtir og efnafræði- legar kryddjurtir, svo sem edik, bökunardfopa o. fl. — Flest krydd er hægt að fá bæði heilt og steytt. Heila kryddið er yfirleitt betra, vegna þess að venjulega er bezta varan seld ósteytt. Hún geymist líka betur þannig, og svo er ekki hægt að falsa hana, en það getur stundum komið fyrir, að steytt krydd sé á ein- hvern hátt falsað eða að það dofni við geymslu í óþéttum ílátum. Allt krydd þarf að geyma í vel lokuðum ílátum, og yfirleitt er sjálfsagt að kaupa krydd í góðum um- búðum, þótt það sé dýrara. Allrahanda (Allspice) er ekki fullþroskaður ávöxtur af Pimentmyrtunni, sem vex aðallega í Vestur-Indíum.1 — Nafnið kemur af því, að lykt- in minnir á bæði negul, kanel og muskat. K a n e 11 (Cinnamon) er þurrkaður innri börkur af kaneltrénu. Það er gerður greinarmunur á Ceylonkanel og Kassiakanel. Við fram- leiðslu á Ceylonkanel eru að- eins teknar fullþroskaðar greinar, berkinum flett af og yzta lagið tekið af, svo aðeins innri börkurinn er eftir. Hann er síðan þurkaður og seldur í 20—30 cm. stöngum, sem stungið er hverri inn í aðra. Liturinn er ljósbrúnn, óslétt- ur í sárið. Kassiakanell fæst af annari tegund. Við fram- leiðsluna eru trén felld, börk- urinn tekinn af og skorinn í ca. 40 cm. stykk; sem yzta lagið er heflað af. _ egar hann er þurrkaður, vefst hann upp, en stöngunum er ekki stungið MINNINGARORÐ: Jcikob Erlendson 1876—1956 í septembermánuði síðast- liðnum var okkur hjónunum tilkynnt með hraðskeyti frá Cavalier, N.D., að vinur okkar Jákob Erlendson væri nýlát- inn á sjúkrahúsinu þar. Okkur setti hljóð við fréttina. Að sönnu vissum við að hann hafði undanfarið verði alvar- lega sjúkur, og einnig að hann var hniginn að aldri. En næstliðið sumar höfðum við dvalið að Mountain, og starfað í hinu víðlenda prestakalli í Pembina-sýslu um rúmt tveggja mánaða skeið. Höfð- um við þá séð Jakob við og við á heimili hans og skrif- stofu í Cavalier; og svo nokkr- um sinnum farið með honum og Jacob syni hans að kveldi dags til Winnipeg, til þess, ásamt með feðgunum, að heimsækja þar á sjúkrahúsi í bænum, Gwennie konu Jakobs, sem þar var alvarlega sjúk. Var Jakob undra hress þá, þrátt fyrir aldur og erfið- ar ástæður. Okkur þótti vænt um að eiga kost á þessum ferðum með þeim. Við höfð- um áður átt með þessum hjónum og fjölskyldu þeirra ljúfa samleið um nálega 20 ára skeið. Okkur var því ljúft að vera með þeim aftur á þessum tíma reynslunnar. Það var því sárt að frétta, að Jakob væri nú fallinn frá, og kona hans, sem enn var við tæpa heilsu, var eftirskil- in ,ein á hinu vingjarnlega heimili þeirra. Að sönnu viss- um við vel að hún stóð ekki uppi ein í sorginni, heldur var umvafin ástúð og hjálp kærra barna og barnabarna. Æviferill Jakobs sál. var meira en í meðallagi litbrigða ríkur. Um skólamehntun hans er mér ekki mikið kunnugt. En ég tel víst, að hann hafi notið nokkurrar menntunar á því sviði. Og hann var vel af Guði gefinn, og mun hafa aflað sér góðs forða af því, sem nefnt er sjálfsmenntun. Hann var á einu tímabili æv- innar skrifstofumaður hjá tveimur “Senators” frá N. Dak., í þjóðþingi Bandaríkj- anna. Einnig var hann seinna valinn í eina trúnaðarstöðuna eftir aðra í heimahéraði sínu. Stundum var hann þar virð- ingamaður, mælingamaður, gjáldkeri ,o. s. frv. I skólaráði héraðs síns starfaði hann 27 ár. I Vídalínssöfnuði var hann skrifari 35 ár, og fleira mætti nefna. Þrátt fyrir það, sem nú hefir sagt verið, stundaði Jakob búskap um langt skeið með góðum árangri. saman. Liturinn er dökkur, oft grá- eða grænleitur. Þykir ekki eins góður og Ceylon- kanell. —FRAMHALD Jakob sál. fæddist á Jökli í Eyjafjarðarsýslu 28. júlí 1876. Foreldrar hans voru Jóhann Erlendsson og Sigurbjörg kona hans, sem þar bjuggu þá. Eins og kunnugt er fluttu þau til Ameríku 1886, en þrem árum fyrr höfðu þeir bræð- urnir, Jakob og Eggert, synir þeirra, flutzt til Norður Dakota með móðursystur sinni. Þangað fluttust svo for- eldrar þeirra með hin sex börn sín 1886 og bjuggu þar síðan við' góðan orðstír til dauðadags. Jakob giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Gwennie Emerson frá Deloraine í Manitobafylki 12. marz 1913. Eignuðust þau hjón tvo sonu og tvær dætur. Eru þau öll mjög myndarlegt og mikils- virt fólk í sinni sveit. Nöfn þeirra eru: Eggert, kvæntur Ellen Mitchell, eiga þau tvö börn, Jakob kvæntur Anne Hollanitsch, eiga þau einn son; Elín, gift Vincent Ram- beck, eiga þau 4 börn; Ida, gift Carter McConnell, og eiga þau tvö börn. Þessi hópur barna og barna barna, sem hér er nefndur, syrgir nú kæran föður og afa, ásamt eiginkonu hans, sem líka syrgir hinn kæra ástvin. Jaköb Erlendson hélt jafn- an fast á sannfæring sinni og virtist stundum lítt bifanlegur í skoðunum á málefnum. Framhald á bls. 8 I A L • • • ÍSLENZKA MILLILANDAFLUGFÉLAGIÐ Lægstu fluggjöld til ÍSLANDS Einungis “tourist” flugþjónusta. DAGLEGAR FIjEGFERÐIR.* . . . Síðdegis frá New York til Reykjavíkur að morgni . . . ágætur kyöldverður, morgunverðiir, að ógleymdu kaffi með koníakl, náttverður . . . ALiIjT YÐUR AÐ KOSTNAÐARIiAFSU MEÐ IIiA! Rúmgóðir og þægilegir fnrþegaklefar . . . áhöfntn, 6 Skandinavar, sem þjállaðir_ liafa verið í Bandarfkjunum, býður yður velkominn um ÍKirð. Ekkert flugfélag, sem viðurkennt er af C.A.B., getur boðið lsrgri fargjöld til Evrópu. i ' Eftir skamma viðdviil á fslandi Iialda flugvélamar áfram tll NOREGS, SVfÞJóÐAR, DANMERKUR, BRETEANDS, ÞÝ/.KAIiANDS og LUXEMBORGAR. Upplýsingar í öllum ferfíaskrifstofum. KEL INES 15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585 Auch CHICAG0 • SAN FRANCISCO •Frá 11. maf. i ■!: !

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.