Lögberg - 18.04.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.04.1957, Blaðsíða 8
I 8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. APRIL 1957 Jakob Erlendson Úr borg og bygð — BRÚÐKAUP — Gefin voru saman í hjóna- band að heimili íslenzka sóknarprestsins í Selkirk þann 9. apríl Jón Aðalsteinn Eiríks- son, Riverton, og Louise Sig- rún Erickson, sama staðar. — Miss Joleen Erickson og Eric Erickson, systir og bróðir brúðarinnar aðstoðuðu við giftinguna. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Jón Erick- son, Riverton, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Kristinn Erickson, 70 Sherbrooke St., Winnipeg. Ungu hjónin setjast að í Riverton. ☆ Fjölmennið á sumarmála- fagnað í Fyrstu lútersku kirkju, því þar verður, eins og sjá má af auglýsingunni hér í blaðinu, fjölþætt og fögur skemtiskrá. — Það er fagur siður að fagna sumri. ☆ Munið eftir samkomunni á Sumardaginn fyrsta í Sam- bandskirkjunni. — Þar verður margt til skemtunar og fróð- leiks, — og veitingar undir umsjón kvenfélagsins. ☆ Sunrise Lutheran Camp, General Fund. Women’s Association of the First Lutheran Church, $95.74 Ladies Aid, First Lutheran Church, 95.74. Dorcas Society of the First Lutheran Church, 95.74. The Women of St. Stephens Lutheran Church, 95.74. Thanking you, Anna Magnússon, Treas. ☆ — DÁNARFREGN — Jón Thorleifsson dó á þriðjudaginn í vikunni, sem leið 82 ára að aldri. Hann var Skagfirðingur að ætt; kom ungur til þessa lands, bjó lengi í Churchbridge, Sask., síðan í The Pas, Man., en síð- ustu fimm árin hjá dóttur sinni að 222 Stevens Court, Winnipeg. Hann var trésmið- ur að iðn. Auk ekkju hans, Sigríðar, lifa hann tveir synir, Ólafur og Jón; þrjár dætur, Guðrún Thorleifson, Mrs. J. H. Johnson og Mrs. Margrét Jakobson. Útförin fór fram frá Bardals á fimmtudaginn 11. apríl. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng. Norður á milli vatno Um daginn fórum við hjón- in til Nýja íslands, og í þeirri ferð heimsóttum við einnig kunningja í bæjum við Mani- tobavatn. Var tilgangur þess ferðalag meðal annars hvað mig snerti, að mæta á fund- um Sambandskvenfélaganna þar norður frá og gera nokkr- ar ráðstafanir fyrir næsta árs- þing Sambandskvenfélagsins, og öðru er að okkar málum lýtur. — Var þetta ferðalag ánægjulegt, og þó að vísu að meðlimum kvenfélaganna hafi fækkað á síðari árum, þá er enn áhuginn sá sami og fyr, og spáir það vel fyrir áframhaldi okkar félagsskap- ar þar nyrðra. — Eins vil ég geta í sambandi við þessa ferð. Ólafur Hallsson, sem er for- seti Þjóðræknisdeildarinnar á Lundar, bauð okkur að vera með á fundi hjá deildinni. Var þar margt fólk saman komið í húsi Mr. og#Mrs. Dan Lindal, og af því ég var beðin að segja nokkur orð mintist ég á skóg- ræktarmálið á íslandi og hvatti fólk til að sinna því á einhvern hátt. Var málinu vel tekið og talaði Dan Lindal vel fyrir því og gerði tillögu um, að deildin gerðist ævifélagi í Skógræktarfélaginu. Var sú tillaga samþykkt í einu hljóði og ákveðið að senda heim 400 krónur sem meðlimagjald. — Var þessi fundur mjög ánægju legur í alla staði, og gott væri ef fleiri deildir fyndi hjá sér hvöt og hefðu möguleika til þess að gjöra hið sama. Á fundinum vakti ég einnig máls á minjasöfnun Þjóð- ræknisfélagsins, og eftir und- irtektum að dæma, þá sýnist mér að góður árangur muni geta orðið einnig í því máli, ef því er haldið vakandi. Hefi ég orðið þess vör á ferðum mín- um, að þó mikið sé nú glatáð af gömlum munum frá land- námstíð, þá er mikið eftir, sem hægt er að safna, ef vel er unnið að því. M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirk Messur um páskana: Föstudaginn langa, íslenzk föstumessa kl. 3. Föstudaginn langa, sam- eiginleg messa Selkirk kirkna kl. 8. Páskadaginn: Sunnudagaskóli kl. 10. Ensk messo og altaris- ganga kl. 11 árd. íslenzk hátíðarmessa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson — SKUGGSJÁ — Ef einhvern skyldi langa til að telja frá einum upp í 1 milljarð, mundi það taka hann á að gizka 30 ár, ef hann teldi 8 klukkustundir á dag. * * * * Sennilega hefir það ekki skeð víða í heiminum, að hundur hafi verið kosinn í stjórn stúdentafélags, en það skeði í háskólanum í British Columbia í Canada. Einn stúdentanna hafði sett nafn hundsins síns, Kiki Graham, á framboðslistann, til þess að sýna fram á, hversu gersam- lega áhugalausir stúdentarnir væru um kosninguna. Hund- urinn fékk 405 atkvæði! * * * Ættarnöfn á eyjunni Mada- gaskar eru svo löng og erfið, að við sjálft liggur, að menn hengi sig í þeim! Drottning ein, sem fræg er úr sögu eyj- arinnar, hét t.d. Rabodonan- andrianampoinimerina, og frændi hennar eitt hét Andre- amenentania Razafinkeriefo,' Kannske þið hafið heyrt hann nefndan, hann var einnig kallaður Andy Razaf, og það var hann, sem samdi textann við hið vinsæla lag Fat Wal- lers “Honey-suckle Rose.” Kaupið Lögberg V ÍÐLESNASTA ÍSLENZKA BLAÐIÐ Framhald af bls. 5 Þetta leiddi stundum til þess, að það hvessti stundum lítið eitt í samræðum í svip, þegar hann ræddi mál við kunningja sína. Það skeði stöku sinnum okkar á milli. En það orsakaði aldrei neinn kala eða fálæti okkar á milli. Tel ég víst að eins hafi verið varðandi aðra kunningja hans. Þeg^r Jakob tók að reskjast og heilsa konu hans var þá líka farin að verða tæpari en áður, seldi Jakob bú sitt eldri syninum, Eggert. Og hefir hann stjórnað því búi ásamt konu sinni af miklum dugnaði og myndarskap. Eignaðist Jakob þá heimili í Cavalier, og stofnaði með yngri syni sínum, Jakob, félag er þeir nemndu Erlendson Insurance Agency. Við það starfaði Jakob sál. til dauðadags, og sonur hans starfrækir það enn með góðúm árangri. Þegar að þeirri stund leið að fylgja Jakobi til hinzta hvílu- staðarins hér, safnaðist fjöldi fólks að Vídalíns kirkju, þar sem athöfnin átti að fara fram. Hann hafði verið einn í tölu þeirra, Sem lengi og vel höfðu starfað í þeim söfnuði. Munu þeir ekki hafa verið margir, sem lengur og betur störfuðu í þeim velvirta söfn- uði. Synir hans og tengdasynir, sem þegar hafa verið nafn- greindir, ásamt tveimur af vinum Jakobs, B. I. Björns- syni og Ásgrími Ásgrímssyni, báru hann til hvílustaðarins. Og góðir kunningjar hans frá Cavalier, Pico Funeral Direc- tors, sáu um útförina. Séra Ólafur Skúlason, hinn ungi, , mikilsmetni prestur, sem nú þjónar þeim söfnuði og því prestakalli, sem hann tilheyrir, með mikilli prýði, flutti kveðjumálin, og bar fram útfararorð kirkjunnar. Með þakklátum vinsemdar- hug berum við hjónin og fjöl- skylda okkar fram kveðjur okkar til hans, og hugsum einnig með djúpri samúð til ástvina hans, sem kveðja hann nú og syrgja. Alt lífið verður tregi og tár, ef tindrar oss ei ljós um brár af helgri trú á herrans vald, sem hylst á bak við þetta tjald. H. SIGMAR FrétHr . . . Framhald af bls. 1 Hollenzka ríkisstjórnin hef- ir ákveðið að veita íslenzkum kandidat, eða stúdent, styrk til háskólanáms í Hollandi næsta vetur og nemur styrk- urinn 9,700 íslenzkum krón- um. ☆ Guðrún Á. Símonar söng í Moskvu fyrra sunnudag og var lokið lofsorði á söng hennar, bæði í útvarpsfrétt- um þaðan og í blaðinu Pravda. ☆ 28. MARZ Um þessar mundir stendur yfir fjögurra vikna námskeið á vegum Loftleiða fyrir vænt- anlegar flugþernur. — Nám- skeiðið sækja 23 stúlkur. Fé- lagið mun hefja daglegar flug- ferðir milli Ameríku og Bret- lands og meginlands Evrópu með viðkomu á íslandi frá miðjum maí-mánuði. ☆ 30. MARZ Á Hornafirði hefir þorska- netaveiði gengið illa það sem af er, en allgóður afli verið á handfæri. — Atvinna hefir verið þar allmikil. — Mjög mikið er að loðnu. — Einstök veðurblíða er þar eystra. ☆ Ríkisstjórn Spánar hefir heitið íslenzkum stúdent eða kandídat styrk til háskóla- náms á Spáni frá 1. október 1957 til 30. júní 1958. ☆ 3. APRÍL Samkomulag hefir verið undirritað um viðskipti milli Islands og Danmerkur, er gildir fyrir tímabilið 15. marz 1957 til 14. marz 1958. Verður innflutningi til beggja land- anna hagað á svipaðan hátt og hingað til. ☆ Aghar Kl. Jónsson hefir af- hent Belgíukonungi trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra ís- lands í Belgíu með aðsetri í París. Marja Björnsson SksjmmtÍAamktíma Fjölmennið á hina árlegu samkomu Lestrarfélagsins á Gimli þann 26. þ.m. í Parish Hall, klukkan 8.30 e. h. SKEMMTISKRÁ: T O M B Ó L A 1. SÖNGUR: Nokkrar íslenzkar stúlkur frá Þjóð- ræknisdeildinni Gimli. (Undirspilari Mrs. ANNA STEVENS) 2. EINSÖNGUR Mrs. Shirley Johnson (Undirspilari Mrs. STORRY) 3. RÆÐA Próf. Haraldur Bessason 4. EINSÖNGUR Mrs. Elma Gíslason (Undirspilari Mrs. STORRY) 5. UPPLESTUR .............Mr. Ragnar Stefánsson 6. SÖNGUR '....................Nokkrar stúlkur (Undirspilari Mrs. ANNA STEVENS) 7. EINSÖNGUR ...............Mrs. Elma Gíslason (Undirspilari Mrs. STORRY) Aaðgangur 50 cts. Sumarmálasamkoma verður haldin í Fyrstu lútersku kirkju á Victor St„ fimmludaginn 25. apríl, klukkan 8.15 síðdegis. PROGRAM: O, CANADA 1. NOKKUR INNGANGSORÐ Dr. V. J. Eylands 2. SOLO Miss Kristín Johnson 3. ÁVARP Próf. Haraldur Bessason 4. DOUBLE QUARTETTE íslenzk' lög 5. UPPLESTUR Mr. Skúli Jóhannsson 6. SOLO ................Miss Kristín Johnson GOD SAVE THE QUEEN — ELDGAMLA ÍSAFOLD öllum Kestuiin er boðlð til veitinKa í neðri sal kirkjunnar. Samkoman er undir umsjón Kvenfélags safnaðarins — og fer algjörlega fram á íslenzku.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.