Lögberg - 25.04.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.04.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. APRIL 1957 benti hann á hana og sagði við börnin, að einmitt þannig myndi stjarnan líta út, þegar hún kæmi til jarðarinnar, svona fögur væri hún, og svona gullið væri hár hennar. En börnin bara hlógu og gátu ekki skilið það, að Karin frá Neðrabergi líktist stjörnu. En enginn gat vitað, hvað Karin sjálfri fannst, eða hvað hún hugsaði. Hún hélt aðeins leið- ar sinnar. Andrés hló glaðlega og hélt áfram ævintýrinu, meðan yngsta barnið sat á handlegg hans og togaði í skegg hans. Hann varð kyrr. Við norð- urenda vatnsins felldi hann nokkur tré og byggði sér bjálkakofa með því að raða trjánum hvoru upp á annað, eftir að hann hafði rekið niður fjóra hornstólpa. Hann lét börkinn vera kyrran á trjánum. Og vindurinn vældi og kvein, er hann þrengdi sér inn um gáttir og smugur. f>egar komið var að desember og það tók að snjóa, þétti hann bjálkakofann sinn að utan, en inn á gólfið bar hann mold og þjappaði henni síðan svo þéttri að gólfið varð svo hart, að nota hefði þurft neglurnar til þess að gera rispu í það. Síðan byggði hann hlóðir úr grágrýti, og setti stromp á þakið fyrir ofan. Hann átti engan bát, og hafði engin efni til þess að kaupa sér hann. Þess vegna bjó hann sér til fleka úr trjám, til 'þess að geta róið til fiskjar á • vatninu. Þegar vatnið var ísilagt, hjó hann vakir í ísinn, og það var svo mikill fiskur í vatninu, að hann gat næstum tekið hann með berum hönd- unum. Svo fór hann niður að Kirkjubæ eða Neðrabergi og seldi það af fiskinum, sem hann þurfti ekki sjálfur, eða skipti á honum og öðrum varningi. Hann kom oft að Neðrabergi, og Karin fékk góða æfingu í að matreiða urriða og annan fisk. Eitt sinn bauð hann henni fiskafla sinn gegn þeirri borgun einni að hún rakaði af honum skeggið og klippti hið síðvaxna og úfna hár hans. Karin gekk að þeim skilmál- um. Henni þótti sem hún mundi geta rakað af honum skeggið á svipstundu, og svo náði hún sér í skæri og rak- hníf. Fyrst klippti hún skeggið eins nærri hörundinu og hún gat, og rakaði síðan það sem eftir var. Hann var að vísu ekki vel rakaður, en þegar Karin virti hann fyrir sér, varð hún undrandi að sjá hve ,fríður hann var. — Hve gamall ertu eigin- lega, Andrés? spurði hún. — Dálítið yngri núna, svaraði hann aðeins. Og svo hló hann, en nú var það ekki lengur neitt eldrautt skegg, sem iðaði á andliti hans. Nú hló hann með munninum! Og hann saknaði ekki skeggsins, en það myndu börnin sjálfsagt gera. Meðan Karin var að klippa hár Andrésar, kom faðir hennar fram í eldhúsið. — Hvað ert þú að gera? spurði hann undrandi. , — Ég er að vinna mér fyrir fiski, svaraði hún þurrlega. Jónas á Neðrabergi var ekkert hýr á brúnina. Honum þótti þetta víst heldur slæm viðskipti, og að Karin bæri að líta stærra á sig en svo, að hún gæti lagt sig niður við að klippa og raka förumann. En hann lét engum uppi hugsanir sínar. ------0------ , Dag nokkurn kom Andrés heim í kofa sinn eftir veiðiför úti á vatninu. Sjálfur vissi hann ekki að það var aðfanga- dagskvöld. Hann nam staðar í dyrunum, og stóð þar furðu- lostinn. 1 einu kofahorninu stóð jólatré. Ljósin voru tendruð á trénu og eins og buðu hann velkominn. Þetta var í fyrsta sinn, sem Andrés sá jólatré, og hann stóð langa stund kyrr og starði einungis (á það. Þá heyrði hann eitt- hvert þrusk. Og andartaki síðar hafði Karin varpað af sér faldinum, sem hún hafði falið sig undir. — Gleðileg jól! sagði hún. Nú hefir þú áreiðanlega upp- lifað ævintýri, sem þú hefur aldrei þekkt áður? Hann stóð grafkyrr og horfði á hana. Hlátur hennar stöðvaðist. Hún var ekki bein- línis hrædd, en það var eins og hún fyndi nærveru hans með algjörlega nýjum hætti, og það kom yfir hana einhver undarlegur órói, sem náði tökum á henni. Það var eins og hún vænti þess, að eitthvað kæmi fyrir — eitthvað, sem hún vildi að kæmi fyrir. Hann stóð enn kyrr í sömu sporum. Hvernig átti hann að tjá henni, hvers virði þessi ,gjöf var honum? Hann, sem annars átti svo fjölskrúðugu orðavali yfi rað ráða, kom nú engu orði fram yfi rvarirnar. Djúpt innra með honum hafði einmanakenndin 1 ö n g u m blundað, en nú var sem Karin hefði veitt henni útrás. Já, einmanakenndin streymdi út, og hann fann sig fyllast unaðslegum friði og hlýju. Hann þráði að þrýsta henni að sér og segja henni allt, sem á daga hans hafði drifið. En hann áræddi ekki að hreyfa sig um fótmál. Loks gat hann stunið upp nokkrum orðum: — Þetta er það fegursta, sem ég hefi nokkurn tíma séð! Hún andvarpaði. Það var eins og hún hefði haldið að sér andanum allan tíman meðan hún beið. Nú var sem hún hefði vaknað af draumi. , — Þú áttir líka að fá eitt- hvað, sem minnti þig á jólin, sagði hún. Það var einungis það ... Hún hikaði við síðustu orð- in, rétt eins og hún byði svars | við spurningu, en þegar hann sagði ekki neitt, kvaddi hún. — Nú hverfur stjarnan brott, hvíslaði hann, og án þess að vita af rétti hann hendurnar í áttina til hennar. En hún hafði heyrt orð hans og sneri við í dyrunum. Hún sá útréttar hendur hans, og í sömu andrá var hún í faðmi hans. — En þetta getur ekki geng- ið, hvíslaði hann. — Það getur aldrei farið vel. En hún kyssti brott af vör- um hans hvert orð, sem hann mælti. — Ég er bara flakkari; ég er förumaður, hvort sem ég nota fætur mínar, eða læt hug myndaflugið hjálpa mér. Ég hef ekkert að bjóða þér upþ á. Ekkert! Þennan hrörlega kofa við vatnið. Endalaust flakk um auðnir, þjóðvegi og götu- slóða! Hvílu úr mosa með sumarhiminn yfir sem sæng. Ævintýri mín. Guð minn! Þetta er allt sem ég á! Og hvað myndi faðir þinn segja? Um það stóð henni á sama. — Þú færð að koma heim á bæinn okkar og hjálpa þar til, sagði hún glaðlega. Og hún þrýsti sér að honum, svo að hann hafði næstum hrotið um. Hann vék henni varlega frá sér. — Við skulum setja okkur niður, sagði hann. — Við skul- um sitja þögul og horfa á jólatréð og ljósin meðan við hugsum. Og þannig sátu þau þar til síðasta Ijósið hafði brunnið út. Og enn sátu þau langa stund þögul í myrkrinu, eins og þau hlustuðu á hugsanir hvors annars. — Svo sofnuðu þau. ------0------ Daginn eftir var vatnið orðið rautt. Fiskarnir flutu dauðir í netum Andrésar. Og þegar sumraði visnuðu hinar hvítu og gulu vatnaliljur og sefið meðfram bökkunum fölnaði og dó. Það var eins og hönd dauðans hefði farið um vatnið og breytt því í stóran eyðilegan kirkjugarð: eins og blóðið hefði verið sogið úr öllu lífi, en einungis litur þess eftirskilinn. — Og Andrés og Karin voru horfin og fundust aldrei . . . En sögusagnir komust á kreik. Einhver hafði séð Anton í Laut ganga til skógar með öxi. Allir vissu að Anton var hrifinn af Karin. Hann hafði sagzt ætla ða fara að höggva timbur. Já, á sjálft jólakvöldið hafði hann ætlað að höggva timbur! Fólk vissi líka, vað Karin hafði ákveðið að fara í heimsókn upp í Svester, það hafði hún sagt börnunum. Hún hafði haft nieð sér lítið grenitré með tólgarkertum á og hún hafði . . En hún hafði bara ætlað að gefa honum Ævintýra-And- rési jólatré, sögðu börnin. Enginn frétti nokkurn tíma með neinni vissu, hvað gerzt hafði þetta jólakvöld. En upp frá þeirri stundu hefir vatnið verið eins og þögult vitni, og Business and Professional Cards Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstributors ot FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-5227 Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL, ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 92-6441 Oíflce Phone 92-4762 Res. SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—fl p.m. and by appointment. PARKER, TALUN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Krisýansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th n. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 Thorvaldson. Eggerison, Basiin & Siringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PHONE 92-8291 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð, bifrei6aábyrg6 o.s. frv. Phone 92-7538 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 sý4nt börnunum það. Prest- inum hafði heldur ekki fallið þessi heimsókn hennar í geð . . viðheldur óttanum. Ef til vill hefur þarna verið framið ó- dæðisverk, eða ef til vill hafa ungu elskendurnir af frjálsum vilja gengið til móts við örlög sín. Enn þann dag í dag talar fólk um þennan viðburð og hina óleystu ráðgátu, en vatn- ið rauða gefur ekkert svar varðandi leyndarmál sitt. —Sunnudagsblaðið SELKIRK METAL PRODUCTS Reykhafar, öruggasta eld»vörn, og ávalt hreinir. Hitaeinln«;ar- rör, ný uppfynding Sparar eldl- vit5, heldur hita frá a8 rjúka ut me8 reyknum.—SkrifiB, slmlB tll KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Wlnnlpei Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset »-4411 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & NœT£L STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St A.,YfÍxaAp^ PHONE 92-4624 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur Hkkistur og annast um ttt- farir. Allur útbúnaBur sa beztl. StofnaS 1894 SPruce 4-74T4 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groin Exehonge Bldg. 167 Lombord Street Oífice Phone 92-4829 Residence 43-3864 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shinglei Insul-Bric Sidlng Vents Installed to Help Elimlnate Condensation 632 Slmcoe St. Winnipeg, Man. Muir's Drug Siore Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END rO» 27 YEARS SPruce 4-4422 EUlce & Home Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osborne Medical Bldg. SPruce 4-0222 Weston Office: Logan & Quelch SPruce 4-5818 Res.: SPruce 4-0118 S. A. Thorarinson Barrister and BoUcitor 2nd Floor Crown Trust Bld«. 864 MAIN ST. Office Phone 92-7051 Heimastmi 40-6488 Dunwoody Saul Smiih & Company Chortered Accountant* Phone 92-2468 100 Prlncess St. Winnlpee, M*n And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN The Business Clinic Anna Larusson — Florence KeUett 1410 Erin Street Phone SPruce 5-6676 Bookkeeplng • Income Taz Insurance Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur í augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLBG. Graham and Kennedy St. Skrifstofueími 92-3851 Heimaslmi 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.