Lögberg - 25.04.1957, Side 4

Lögberg - 25.04.1957, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. APRÍL 1957 t Lögberg GeflíS út hvem flmtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 93-9931 _____ Nýstárlegt og athyglisyert safnrit Eftir prófessor RICHARD BECK Síðastliðið haust kom út á vegum Bókaútgáfu Menningar- sjóðs í Reykjavík nýstárlegt og athygljsvtert safnrit, KRISTALLAR — lilvitnanir og snjallyrði, valið og þýtt af séra Gunnari Árnasyni frá Skútustöðum. Er hér, eins og hann víkur að í forspjalli sínu, um frumsmíði að ræða, í þeim skilningi, að þet'ta er fyrsta rit af sínu tagi, sem út hefir komið á íslenzku, en erlendis eru slík söfn kjarnyrða algeng og að finna í öllum helztu bókasöfnum. Var því tími til kominn og öll ástæða til, að Islendingar ættu þess konar rit á sínu máli, og hefir séra Gunnar nú bætt úr þeim skorti með þessu efnismikla safni sínu. í forspjalli sínu gerir hann svo- fellda grein fyrir tilorðningu ritsins: „Það er upphaf þessarar bókar, að ég hef í langa hríð skrifað margt mér til minnis, sem mér hefur þótt umhugsun- arvert eða vel sagt ^ þeim bókum, er ég hef lesið. Slíkt kemur sér oft vel fyrir þá menn, er iðka ræðuhöld. Ég hef einnig haft með höndum nokkrar erlendar bækur, sem teknar hafa verið saman í þessu skyni, að veita mönnum aðgang að sumu því, sem vel hefur sagt verið í fáum orðum og handhægt til heimfærslu um hin og þessi efni. Þegar ég fór að steypa bók úr þessum glefsum og bauga- brotum, ákvað ég að taka ekkert með úr sjálfri Ritningunni, sakir þess að hún ætti að vera í svo margra höndum og öllum almenningi kunn. Þetta er þó gert í hliðstæðum ntum. Samt taldi ég rétt að lofa að fljóta með fáeinum greinum úr helgi- ritum, sem ekki eru að jafnaði prentuð í biblíuútgáfum. Hins vegar var það upphaflega ætlun mín að taka nokkrar tilvitnanir eftir íslenzka höfunda. Sérstaklega hafði ég gert úrval úr íslenzkum ljóðabókum. Taldi ég, að bókin yrði bæði skemmtilegri, fjölbreytilegri og gagnlegri með því móti. En að ósk útgefandanna varð það úr, að ég kippti burt öllum íslenzkum greinum, hvort heldur í bundnu eða óbundnu máli. Væri þar og að sjálfsögðu efni í aðra bók. Skylt er að taka það skýrt fram, að ég hef ekki valið efni bókarinnar þannig, að ég sé öllu sammála, sem greint er. Þvert á móti eru einstaka greinar, t. d. eftir þýzku nazistana, beinlínis teknar með af því, að þær eru svo andhverfar skoð- unum mínum og fjölda annarra. Og sízt kemur mér til hugar, að allir verði á eitt sáttir um val mitt. En ég vona, að flestum lesendum finnist, að hver grein hafi til síns ágætis nokkuð, veki til umhugsunar og hvetji annaðhvort til samsinningar eða andmæla. Þá er vel, ef bókin veitir lesendum nokkurn fróðleik og einhverja skemmtun.“ Ekki fæ ég betur séð, en að bókin nái ágætlega þeim tilgangi sínum. Þar koma fram mörg og fjarskyld sjónarmið; gerir það efnið bæði fjölskrúðugra og girnilegra til fróðleiks, og að sama skapi vekjandi til íhugunat, en í tilvitnunum þessum er fjallað um þau grundvallar atriði í lífi manna og mannlegri tilveru almennt, sem hugsandi menn og konur á öllum öldum hafa leitast við að gera sér sem gleggsta grein fyrir. Sjálfur hefir séra Gunnar þýtt langflestar greinarnar og leyst það vandaverk prýðisvel af hendi, þó að vitanlega geti alltaf orðið skoðanamunur um orðalag í slíkum þýðingum. Hefi ég borið allmargar þýðingarnar úr ensku saman við til- vitnanirnar á frummálinu, og eru þær bæði nákvæmlega þýddar og smekklega; gildir það einnig um tilvitnanirnar úr Norðurlandamálum, sem ég hefi borið saman við frumritin. Niðurröðun og flokkun efnisins er einnig hin skipuleg- asta, en atriðunum, sem um er fjallað, er skipað niður eftir stafrófsröð eins og tíðkast í slíkum safnritum erlendis, og gerir það hinn mikla fróðleik, sem er að finna innan spjalda bókarinnar, lesendum mjög aðgengilegan. Hundruð manna og kvenna úr öllum álfum heims, að fornu og nýju, koma fram á þessu málþingi, og er þeirra getið í fróðlegri höfundaskrá aftan við bókina, sem jafnframt ber því vitni, hve víða safnandinn hefir leitað til fanga um tilvitnanir og spakyrði. Er einnig skemmst frá að segja, að þar er að finna margt það fegursta, spakasta og fleygasta, sem snjöllustu, vitrustu og ágæt- ustu menn og konur heimsins hafa sagt í óbundnu máli, og einnig að sumu leyti einnig í ljóði, þó að safnandi háfi rúmsins vegna takmarkað mjög ljóðatilvitnanir. Hér er því af miklu að taka, og má segja, að slíkt kjarnyrðasafn sé í rauninni alþjóðleg „Háva- mál,“ því að í þessum spak- mælum speglast reynsla mann kynsins um alla jörð og á öll- um öldum; hér er djúptæk hugsun og algild ósjaldan færð í búning markvissrar málsnilldar. örfá dæmi skulu tekin þeim ummælum til stað- festingar: Enska skáldinu Charles Kingsley farast þannig orð um bækur: „Ekkert er undur- samlegra — að lifandi mönn- um fráskildum — heldur en bók. Hún er boðskapur hinna dánu, boðberi mannssálna, sem vér höfðum engin kynni af og áttu ef til vill heima í órafjarlægð. Og þó tala þær til vor af þessum litlu pappírs- blöðum, vekja oss, skelfa oss, kenna oss, hugga oss, opna hjörtu sín fyrir oss, svo sem værum vér bræður þeirra.“ Guðrækni skilgreinir hinn mikli mannvinur dr. Albert Schweitzer á þessa leið: „Hinn sanni skilningur á Kristi er raunar viljaákvörðun. Hin sanna afstaða til hans er að láta hrífast af honum. Gildi guðrækni vorrar fer nákvæm- lega eftir því, í hve ríkum mæli vér helgum honum vilja vorn.“ Af skyldum toga spunnin er þessi skilgreining Johns Gals- worthy, rithöfundarins enska, á göfugmennsku: „Ef um það væri spurt, hvað fullkomið göfugmenni ætti að hafa til að bera, mætti svara því á þennan hátt: „Fúslejka til að setja sig í annarra spor. Óbeit á að knýja aðra út í það, sem hann sjálfur mundi hörfa frá. Styrk til að gera það, sem PASSIUSÁLMARNIR minna á svo margt. Meðal annars rifja þeir upp versin, sem við áttum að læra utan að. Nú hefir verið sú tízkan að böm lærðu sem minnst utan að. Þau hafa átt að tileinka sér efni og fegurð ljóða og fræða án þess erfiðis sem „utanað“ lærdómur hefir í för með sér fyrir þau. EN SANNLEIKURINN er að efni, sem hefir verið lært orði til orðs, já, til hins ýtrasta og síðan eða áður skýrt til full- komins skilnings, er hið full- koxpnasta stig þekingar, sem mannleg sál getur náð, og get- ur talizt menntun í víðtæk- ustu merkingu, ef slík þekk- ing nær tökum á vilja og til- finningum. Og satt bezt að segja, það er ekki unnt að læra neitt vel án þess að læra það utan að orði hann telur sjálfur rétt, án þess að skeyta um, hvað aðrir hugsa eða segja.“ Ummæli Thomas Carlyle um hugrekki standa einnig óhögguð: „Það hugrekki, sem vér þráum og dáum, er ekki hugrekki til að deyja sóma- samlega, heldur hugrekki til að lifa drengilega.“ kið sama gildir um skil- greiningu Carls Schurz, amer- íska stjórnmálamannsins, á hugsjónum: — „Hugsjónirnar líkjast stjörnunum. Þú getur ekki snert þær með höndun- um/en þú kýst þér þær að leiðarljósi og fylgir þeim, unz þú nær takmarki þínu, líkt og sæfarinn úti á reginhafi.“ Margt hefir að vonum verið sagt til skilgreiningar á mann- lífinu, og eru margar tilvitn- anir þess efnis í umræddu safni, en engin kjarnorðari heldur en þessi skilgreining skáldspekingsins Goethe: — „Lífið er bernska ódauðleik- ans.“ Jafn kjarnorð er skil- greining Matthews Arnold á menniuninni: „Menntun er að vita það bezta, sem hugsað hefur verið og sagt í veröld- inni.“ Og ef mönnum hættir til að sjást yfir gildi smámúnanna, þá er holt að minnast orða Emersons: „Sköpun þúsund skóga felst í einu akarni.“ Milton hafði svipað í huga, er hann sagði: „Framtíð vizk- unnar er að vita, hvað liggur hendi næst daglega.“ Svo þykir mér vel sæma að ljúka þessum fáu tilvitnunum með eftirfarandi ummælum Johns Ruskin um uppeldi: — „Markmið hins sanna uppeld- is er ekki það eitt að fá menn til þess að gera hið rétta, held- ur til þess að unna því rétta, — ekki aðeins að vera starfsam- ir, heldur að njóta annanna, — ekki aðeins að vera lærðir, heldur að elska lærdóminn, — ekki aðeins að vera hreinir, heldur líka að unna hreinleik- til orðs að meira eða minna leyti. Enda er orðaforðinn, sem nemandi nær á sitt vald, miklu meiri með slíku námi og færni hans og hæfni, geta og þroski til að sjá sig sjálf- stætt og vald hans yfir mál- inu vex alveg ósjálfrátt og þar með sjálftraust og ör- yggi- Þetta gildir alveg sérstak- lega með ljóð og sálma. Hve mörg sálmavers eða ljóðkorn, sem við lærðum ung, hefir einmitt orðið perla og gim- steinn í minjasafni vitundar- innar. Perla og gimsteinn, sem þá ljómuðu skærast, er dimmast var og urðu stærstur auður og dýrmætastur í mestu og sárustu örbirgð og örvæni lífsbaráttunnar. VERSIN, stökurnar, sem ís- lenzkan er svo auðug af, verð- Framhald á bls. 5 anum, — ekki aðeins að vera réttlátir, heldur að þyrsta eftir réttlætinu.“ Þetta kjarnyrðasafn er, í fáum orðum sagt, ágætt rit og handhægt til notkunar, mikil gullnáma spakmæla, sem fræða menn og vekja þá til umhugsunar um tilveru þeirra og hlutverk í lífinu, og svalar jafnframt fegurðartilfinningu þeirra, því að hér er svo margt með aðalsmarki hinnar sönnu málsnilldar, samhliða spak- legri hugsun. Eins og sæmir efni slíks rits, er bókin prýðilega úr garði gerð um ytri búning hennar. ADDITIONS Betel Building Fund Frá Winnipeg, Maniioba Mr. & Mrs. M. Gunnlaugson, 511 Agnes Street, Mr. & Mrs. L. Gunnlaugson, 88 Lipton Street, $10.00 In loving memory of our brother-in-law and uncle Sheridan Dunning. Mr. & Mrs. F. Bardarson, 413 Victor Street, $5.00 In memory of Sheridan Dunning. Björgólfur Sveinson, 511 Agnes Street, $5.00 In memory of Sheridan Dunning. ---0---- Frá Sylvan, Maniioba Mrs. Thorunn Lindal $5.00 Mr. & Mrs. Joseph Lindal 5.00 Mr. & Mrs. Hendy Hibert 10.00 "Betel" $180,000.00 " Building Campaign Fund ---—180 —160 Make your donailons io the "Beiel" Campaign Fund. 123 Princeu Streei, Winnipeg 2. ÞÁTTUR KIRKJUNNAR: „VERSIN M í N "

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.