Lögberg - 25.04.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 25.04.1957, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. APRÍL 1957 Úr borg og bygð FRÓNS-fundur Næsti almennur fundur deildarinnar verður haldinn á mánudagskveldið 29. apríl n.k. kl. 8.30 e. h. Eins og að venju verða fyrst afgreidd málefni deildarinnar, en að því loknu sýnir ungfrú Helen Josephson myndir, sem hún tók á íslandi í fyrrasumar og á öðrum stöð- um, svo sem í Suður-Ameríku. Vonast er eftir góðri aðsókn eins og að undanförnu. Inn- gangur verður ekki seldur, en samskot verða tekin deildinni til styrktar. —NEFNDIN tt — BRÚÐKAUP — Á mánudaginn hinn 15. þ. m., voru gefin saman í hjónaband í kirkju íslenzka safnaðarins í Selkirk, Miss Jean Skagfjord, dóttir Mrs. Barney Skagfjord og nýlega látins manns hennar, Barney Skagfjord útgerðarmanns, og Andrew William Innes frá East Kildonan. Mrs. Margaret Hannesson var við hljóðfærið, en séra Sigurður Ólafsson framkvæmdi hjónavígsluat- höfnina. Að afstaðinni veglegri brúð- kaupsveizlu, fóru ungu hjónin í nokkurra daga dvöl til Colorado Springs, U.S.A., en framtíðarheimili þeirra verð- ur að Red Deer í Alberta- fylkinu. iftr — DANARFREGN — Á miðvikudaginn í fyrri viku lézt að 651 Riverwood Avenue, Fort Garry, Mrs. Guðlaug Oddleifsson áttræð að aldri, ekkja dugnaðar- mannsins Sigurðar Oddleifs- sonar; hún lætur eftir sig tvo sonu, Axel og Edward. Út- förin var gerð frá Bardals á laugardaginn. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. Mr. B. J. Lifman frá Árborg var stadchir í borginni síðast- liðinn fimtudag. Mr. Thorsteinn Mýrman frá Oak Point kom til borgarinn- ar um miðja vikuna, sem leið. Mr. og Mrs. T. L. Hall- grímsson 805 Garfield Street, brugðu sér norður til Riverton í lok fyrri viku; í för með þeim var Mrs. Egill Holm. COPENHAGEN Heimsins bezta munntóbak Mr. Júlíus Davíðsson bygg- ingameistari frá Gimli var staddur í borginni á mánu- daginn. Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E., meeting will be held at the home of Mrs. I. Hannes- son, 878 Banning St. Friday May 3rd. Co-hostess Mrs. J. S. Gillies. i* The Women's Association of the First Lutheran Church, Victor St., will hold their Annual Spring Tea Wednes- day May lst from 2.30 to 5.00 p.m. and 7.30 to 10.00 p.m. General Convenors — Mrs. G. C. McAlpine, Mrs. R. Broadfoot. Table Captains—Mrs. H. Taylor, Mrs. J. D. Turner, Mrs. G. Finnbogason, Mrs. A. Blondal. Cooked Meat—Mrs. H. Ben- son, Mrs. G. W. Finnson. Home Cooking—Mrs. W. Crow, Mrs. E. J. Helgason. Handicraft—Mrs. F. Thord- arson, Mrs. J. Anderson, Mrs. G. K. Finnson, Mrs. H. Bjarna- son. White Elephant—Miss H. Josephson, Mrs. Geo. Eby. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands. Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunnud. 28. apríl: Ensk messa kl. 11 árd. Skrúðganga eldrá og yngra kvenfélags-meðlima. Sunnudagáskóli kl. 12. Islenzk messa kl. 7 síðdegis. S. Ólafsson Fréttir frá starfsemi S. Þ. Framhald af bls. 1 Betra loflskeylasamband við flugvélar á N.-Ailantshafs- leiðum / Góður árangur hefir nú náðst í máli, sem ICAO— Al- þjóðaflugmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna — hefir bor- ið mjög fyrir brjósti, en það er betra loftskeytasamband en verið hefir við flugvélar, sem fljúga á leiðum yfir Norður- Atlantshafið. Kanadastjórn hefir sam- þykkt, að láta byggja loft- skeytastöð skamt frá Gander á Nýfundnalandi, sem ICAO taldi alveg nauðsynlega fyrir Norður-Atlantshafsflugið. Stöðin mun kosta um 650,000 dollara. Auk þessa hefir Kanadastjórn skuldbundið sig til að hafa nána samvinnu við þær þjóðir, er hafa flugvélar í förum yfir Atlantshafið. ICAO beindi þeirri áskorun til Kanadastjórnar fyrir nokkru, að hún hjálpaði til að koma á öruggara og þéttara loftskeytasambandi á Norður- Atlantshafssvæðinu og þá fyrst og fremst, að komið væri upp loftskeytastöð af nýrri gerð, en notuð hefir verið til þessa, svo ekki yrði í fram- tíðinni hætta á, að samband rofnaði allt í einu milli land- stöðvar og flugvélar, en það á sér því miður stað eins og málum er háttað nú. , Hin nýja loftskeytastöð verður því af allra nýjustu og fullkomnustu gerð. Hún mun senda á mjög hárri tíðrii til þess að merkin frá stöðinni geti farið um svonefnt "ion" loftslag, sem er um það bil 85 km. frá jörðinni. Með þessu móti á stöðin einnig að vera mjög langdræg. ICAO hefir lagt mikla á- herzlu á að fá þessar endur- bætur sem allra fyrst, einkum vegna þeirra ókosta, að hætta er á, að núverandi stöðvar verði óvirkar, eða heyrist ekki, þegar mest á ríður. Sér- fræðingar ICAO skýra frá því, að helmingur allra flugvéla, sem flugu yfir Norður-At- lantshafið í fyrrasumar hafi orðið fyrir þeim óþægindum, að stöðin, sem þær voru í sambandi við þagnaði allt í einu. Fyrir utan hættuna, sem af þessu kynni að stafa, er það þreytandi fyrir starfsfólk flugþjónustunnar, að verða stöðugt að vera á hættuverði sökum þess að loftskeytasam- bandið rofnar við- farþega- flugvél, sem svo skömmu síð- ar tilkynnir „allt í lagi." ------0------ Foringi í liði S. Þ. kemur upp um eiturlyfjasmyglara Liðsmönnum úr liði Sam- einuðu þjóðanna í Egypta- landi hefir tekizt að koma upp um eiturlyfjasmyglara í Sinai eyðimórkinni. Voru gerðir upptækir 12 eins kíló- pakkar af ópíum, en það magn er virði tugþúsunda króna á hinum svarta markaði eitur- i ly f j a ver zlunar innar. Það komst upp um eitur- lyfjasmyglarana á þann hátt, að hirðingi einn gaf sig á tal við liðsforingja úr her Kanada manna og bauðst til að selja honum hashis. Hann fór einn- ig fram á, að liðsforinginn Fréttabréf úr Húnaþingi Framhald af bls. 1 vel, þótt handleggurinn sé enn í fatla. Það hefir frétzt að hreindýr falli úr hor á Austurlandi. Ég v'eit það að útigangshrossin hafa fengið lítið að undan- förnu á þessum slóðum. Ég varð að gefa mínum bæði hey og síld. Og það var ánægju- legt að vita að þau höfðu kofa til að fara í, þegar verst var veðrið, ennfremur fann ég þau oft í honum, þegar stór- hríðar dundu yfir bæ og byggðir. Rauðmaginn, sem gamlir ís- lendingar könnuðust svo vel við áður en þeir fóru vestur, er kominn. Pétur á Bergs- stöðum fékk fyrstu veiði árs- ins í gær og gaf okkur sex stykki. Rauðmaginn er góður fiskur, líkari Winnipegvatns- fiski að útliti heldur en venju- legum sjávarfiski. Það er fremur lítið bragð af honum, en hann er góður reyktur. Fyrir nokkrum dögum — Messudagur Maríu — og sam- kvæmt gamalli kenningu ,er sagt að ef veðrið sé slæmt þann dag, þá spái það illu. — Veðrið var mjög vont, en dag- inn eftir birti til í norðri og síðan hefir verið vorveður um land allt. Húnaflói, sem hefir verið í vondu skapi síðustu þrjá mánuði, er nú í bili, hér um bil sléttur. Vonandi að það sé ekki allt saman hlé á undan storminum. Þeir sem fylgzt hafa með ís- lenzkri leiklist munu vera hryggir að frétta um andlát Jóns Norðfjörðs frá Akureyri. Hann var , án efa, í fremstu röð leikara Norðurlanda. — Hann var 53 ára að aldri, glæsilegur að vallarsýn og mikil persóna bæði utan leik- sviðs og innan. H ú n a v i k a Húnvetninga hefst í næstu viku á Blöndu- ósi. Leikrit verður sýnt, ræður fluttar og ýmislegt fleira til skemmtunar alla daga vik- unnar. Á sama tíma fer Sæluvika Skagfirðinga fram á Sauðár- króki með svipuðum hætti. Báðar þessar hátíðir eru rammíslenzkar, og það er allt- af eitt, sem kemur fram á hverjum degi, er minnir mann á það gamla, sem nú er að hverfa úr daglega lífinu: Gömlu dansarnir, Vikivakar, að kveðast á, lestur rímna og leikurinn „Skugga-Sveinn." Ég lýk þessum línum, því að fjósið kallar. Það er lífrænt að umgangast kýrnar. — Ég ætla að fara út í íslenzku nátt- úruna í kyrrð og ró kveldsins. Vonandi að þið sjáið mig og umhverfið í huganum. Með beztu kveðjum og vin- semd til allra vina og kunn- ingja. ROBERT JACK Fréttir fró Gimli, 22. apríl. 1957 Mr. og Mrs. Norman K. Stevens og dóttir þeirra Norma, lögðu af stað til Ed- monton 13. þ. m. í tveggja vikna heimsókn til dætra sinna þar, Mrs. Jahn Grant og Mrs. W. D. Maclean; Mrs. J. B. Skaptason, frá Winnipeg, fór einnig með dóttur sinni Mrs. Stevens og tengdasyni í þessa skemmtiferð. ------0------ Mr. og Mrs. Arnold Helga- son, frá Fort McMurry, Alta., komu til Gimli í heimsókn til foreldra Mr. Helgasons, Mr. og Mrs. Beggi Helgason. Arnold giftist Miss Elsie Cardinal frá McMurry 8.1. haust, og mætti brúðurinn þar því tengdafor- eldrum sínum í fyrsta sinn. — 15. þ. m. var hafður "Shower" fyrir Mrs. Helgason að heimili hjálpaði sér til að flytja ejtur- lyf í bílum liðs Sameinuðu þjóðanna og myndi það verða yel borgað. Liðsforinginn sá, að hér var tækifæri til þess að koma upp um hættulega glæpamenn. Hann þóttist því í fyrstu vilja hjálpa smyglurunum og bæði kaupa af þeim vöru þeirra og hjálpa þeim við að flytja bann vöruna. En um leið setti hann ,sig í samband við egypsku lögregluna. Var allur smygl- arahópurinn handtekinn. Sló í hart og var skiptst á skotum í þeim átökum. tengdaforeldra hennar. Mrs. J. B. Johnson og Mrs. Sómi Sól- mundsson stóðu fyrir samsæt- inu. Miss Ljótunn Thorsteins- son ávarpaði brúðurina; litla Shelly Fargo (systurdóttir Mr. Helgason) afhenti gjafirnar. ------0------ Mrs. O. N. Kardal og May dóttir hennar frá St. Paul í Bandaríkjunum komu til Gimli 13. þ. m. Þær dvöldu heima hjá mömmu og ömmu eina viku, en lögðu af stað heimleiðis í fyrradag. ------0------ Framsókn, Lúterska kven- félagið á Gimli, hafði afmælis- veizlu fyrir Mr. J. Jacobson Sr. að heimili Mrs. Barney Egilson, 10. þ. m. Mr. Jacobson hefir verið féhirðir kvenfé- lagsins s.l. tuttugu og eitt ár, og góður starfsfélagi í tuttugu og átta ár. Mrs. F. E. Scribner ávarpaði heiðursgestinn og af- henti henni blóm og minning- argjöf. Mrs. Jacobson þakkaði hina óvæntu veizlu og gjafir. ------0------ Sunnudagskveldið 14. þ. m. fóru börn og tengdabörn Mr. og Mrs. John H. Stevens heim til foreldra sinna með veiting- ar og góðar gjafir; var veizla þessi gerð í tilefni af fjörutíu og fimm ára giftingarafmæli Mr. og Mrs. John H. Stevens, sem bar upp á þennan dag. Mrs. Kristín Thorsteinsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.