Lögberg - 02.05.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.05.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. MAÍ 1957 3 Olnbogabörn samfélagsins (1 haust er leið kom ég I stödentagarðinn nýja 1 Oslö. Þar kynntist ég ungum, norskum guSfræSistúdent, er heitir Rolf Schröder Lensberg. Hann er viSkunnanlegur piltur og hafSi ég mjög gaman af aS ræSa viS hann. Lensberg sagSi mér meSal annars frá þvi, aS hann hefSi tvisvar sinnum tekiS þátt I kirkju- legu líknarstarfi I flóttamannabúSum I Þýzkalandi. SiSast sumariS 1955. Fannst mér frásögn hans svo eftirtektarverS, aS ég baS hann aS skrifa grein þá, er hér fer á eftir, tii birtingar á íslandi. Vona ég, aS fleirum en mér finnist merki- legt, bæSi aS kynnast ástandi flóttafólksins og þvl starfi, eem innt er af hendi I kristnum anda, þvl til hjálpar. Greinina hefi ég IslenzkaS. —Jakob Jónsson) 1 Vestur-Berlín eru flótta- mannavandamálin ætíð jafn- aðkallandi og þýðingarmikil. Þrátt fyrir vinalætin í áróðri Rússa, þrátt fyrir gaddavírs- girðingár, þrátt fyrir varð- turna með vélbyssum, koma daglega um 700 flóttamenn yfir landamæri hernámssvæð- anna, gefa sig fram við yfir- völdin þar, og biðja um griða- stað af pólitískum ástæðum. Um jólaleytið 1955 komst talan upp í um 1200 á dag, en fyrstu vikuna í október 1956 um 900 á ðag. Nú (haustið 1956) er talan aftur komin upp í um 1200. Hvað eru allar þessar þús- undir að flýja? — Nauðung, ófrelsi, hungur, ótta, öryggis- leysi, og loks gjörræði vald- hafanna. Dæmi: Iðnverkamaður, sem ég hitti í flóttamannabúðum, segir svo frá: Dag nokkurn bilaði vélin, sem ég vann með. Venjuleg bilun, sem var af- leiðing af sliti — slíkt kemur fyrir hvaða vélar sem er. En samkvæmt hinu rússneska kerfi, hlýtur allt þess háttar að stafa af skemmdarverkum (sabotasé). Einhverjum verður að refsa fyrir það. Enginn stóð nær því en ég að verða fyrir hegningunni. Ég hlaut því að flýja. En hvað er svo gert fyrir þessi olnbogabörn samfélags- ins? Svarið má gefa í fám orðum: Svo lítið sem mögu- legt er. En byrjum á byrjuninni: Þegar flóttamennirnir gefa sig fram við yfirvöldin, er mál hvers og eins rannsakað. Þeir, sem þá geta sannað, að þeir hafi orðið að flýja, sökum beinnar hættu á að vera fang- elsaðir, fluttir burtu eða eitt- hvað svipað við þá gert, eru viðurkenndir sem raunveru- leigir pólitískir flóttamenn, „anerkannt.“ Eftir stuttan tíma, 2—3 mánuði í „Dur- changslager,“ — bráðabirgða- búðum, er flogið með þá til Vestur-Þýzkálands, og þar fá þeir leyfi til að hefja mann- sæmandi líf að nýju. En þær þúsundir manna, sem fá á sig hinn hræðilega útskúfunarstimpil, — nicht anerkannt,“ — ekki viður- kenndur, — eiga dimma fram- tíð fyrir höndum. Þeim er hrúgað saman í svonefnd „Stammlager" — fjöldabúðir. Búðirnar eru ýmist gamlar herbúðir, verksmiðjurústir eða þess háttar. Ég dvaldi í einni af verstu fjöldabúðinni í Berlín, Lager Britz. Hér haf- ast við um 2000—3000 manns. Því, sem ég hafði þar fyrir augum, er erfitt að lýsa: Von- leysið, uppgjöfin og beiskjan fyllir hjörtu þessa fólks. 1 litlu loftherbergi, sundur- skornu af þakbjálkum bjuggu 18 manns. Inni í skála, sem stóð eftir af gamalli verk- smiðju, sáum við fjölda her- bergja, sem aðgreind voru með þiljum, er náðu tvo metra frá gólfi. Þaðan og upp 1 þak- ið var allt einn geimur. Hér og þar hékk ljósapera og sveiflaðist á þræðinum. 1 þessum klefum búa fjölskyld- ur. En þær eru ekki allar svona heppnar. Margar eru aðskildar og halda til í stórum sal. í einum sal, sem við kom- um inn í, var „heimili" handa 200 manns. Af mat fá flóttamennirnir hið minnsta, sem þeir þurfa til að viðhalda lífinu. Það liggur við hungri.s Algengur mið- dagsverður er kartöflur, makkarónur og einhver dular- fullur hræringur, úr eggja- dufti og vatni. Óviðurkenndir flóttamenn , t fa ekki atvinnuleyfi, þar sem í Vestur-Þýzkalandi er mikið atvinnuleysi fyrir. Þeir inega heldur ekki ferðast lengra en 30 km. frá þeim búðum, er þeir dvelja í, svo að enda þótt þeir séu öruggir fyrir árásum, er hinu eftirsótta frelsi tæp- lega náð. í þessari veröld ógæfu, fá- tæktar og hörmunga kemur hjálparstarf norsku K.F.U.M.- skátanna eins og lítill ljós- bjarmi inn í hið myrka skýja- þykkni vonleysisins. Þessi fé- lagsskapur var hinn fyrsti í veröldinni, sem hóf starf með- al flóttamannanna í þeirra eigin landi.. Driffjöðrin í starfinu er séra Henry Dahl- Johannessen. Hvernig er svo þetta vanda- sama starf unnið? Með hjálp K.F.U.M. í Þýzka andi eru valdir 70—80 dreng- ir á aldrinum 12—17 ára, meðal þeirra, sem verst eru á vegi staddir, bæði andlega og líkamlega. Við teljum, að drengir verði að andlegum reköldum eftir eins árs dvöl í flóttamannabúðum. Þetta ger- ir starfið mun erfiðara. Þess- um drengjum er svo safnað saman á friðsaman og rólegan stað, þar sem norsku skátarnir setja upp tjaldbúðir — og hafa venjulegar norskar skáta tjaldbúðir til fyrirmyndar. Venjulega notum við brezk 14-manna tjöld. Drengjunum er síðan skipt í hópa, og eru 13—14 tjaldnautar saman. Forystu í hverjum hóp hefir norskur drengur ásamt norsk- um eða þýzkum aðstoðar- manni. Á allan hátt reynum við að sjá um, að flóttadrengj- unum líði vel, — að þeir geti fundið, að enn sé eitthvað til, sem nefnist kærleikur — að þeir séu ekki öllum gleymdir. Með daglegum biblíulestrar- tímum reynum við að sýna þeim hinn krossfesta og upp- risna Krist, er við sjálfir höfum ^undið. Þeir hafa einnig þörf fyrir alla þá líkamlegu umhyggju, sem unnt er að veita þeim. Fyrst urðum við að skammta þeim matinn, svo að þeir borðuðu ekki yfir sig og hefðu tjón af. Seinna máttu þeir borða, eins og þá lysti. Dagarnir liðu fljótt í tjald- búðunum okkar. Allan daginn voru íþróttaiðkanir, keppni eða æfing í skáta-leikjum. Eitt af því, er mesta þýðingu hefir ,er að fá þá til að yfir- vinna sljóleikann, gleyma flóttamannabúðunum og eigin áhyggjum og hörmum, þótt ekki sé nema um stundarsakir. Við erum ekki í vafa um, að starfið ber ávöxt. Við sjá- um greinilega, hvernig þeir lifna við og verða aftur eins og börn eiga að sér að vera. Það er hrífandi að sjá feimna og hrædda drengina smátt og smátt breytast í hláturmilda og hávaðasama stráka, sem hægt er að komast í kunnings- skap við. En allt tekur enda. Einnig þessi tjaldbúðavist. Hún stend ur yfir um tveggja vikna skeið. Þegar piltarnir verða að fara úr skátabúðunum og flytja aftur inn í hið eyði- leggjandi umhverfi flótta- mannabúðanna, er greinileg hryggð þeirra yfir því að þurfa að yfirgefa “Norwegen- lager“ — eins og þeir nefna tjaldbúðir okkar — og sú hryggð er engin uppgerð. Oft heyrist grátstafur í röddinni, þegar sagt er: „Auf Wider- sehen“ (vertu sæll), og í ein- lægni talað, vöknar mörgum piltum um augu. Rolf Schröder Lensberg Stud. Theol. — Kirkjuritið Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $. for . subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ........./..:........... ADDRESS ...............:..... City................... Zone. t—........... i Business and Professional Cards Minnist BETEL í erfðaskrám yðar SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldavörn, og fivalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vi8, heldur hita frfi a8 rjúka út me8 reyknum.—Skrifi8, almlB tll KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Wlnnlpeg just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 1-4411 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Loulse Street Slmi 92-5227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS cellUloid buttons 324 Smilh SL Winnipefl PHONE 92-4624 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur efi bextl. Stofna8 1894 SPruce 4-7474 Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 92-6441 P. T. Guttormsson barrister, solicitor, NOTARY PUBLIC 474 Groln Exchange Bldg. 167 Lombord Street Office Phone 92-4829 Residence 43-3864 Ofíice Phone Res. 92-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. SPruce 4-7855 ESTIMrREE J. M. Ingimundson Re-Rooflng — Anphalt Shlnglee Imul-Brlc Slding Vents Installed to Help Ellmtnate Condensatton 632 Slmcoe St. Winnlpeg, Man. PARKER. TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B Stuart Parker. Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker. W. Steward MarUn 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 Muir's Drug Store Lld. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FO» 27 YEAR8 SPruce 4-4422 KUice St Home • Thorvaldson. Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTLA Bldg Portage and Garry St. PHONE 92-8291 Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. SPruce 4-0221 Weston Office: Logan & Quelch SPruce 4-581* Res.: SPruce 4-011» J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningal&n og eldsábyrgC. bifrei8afi.byrg8 o.s. frv. Phone 92-7538 S. A. Thorarinson Barrister and Bolicitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN 8T. Office Phone 92-7051 Helmasimi 40-5488 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Dunwoody Saul Smiih & Company Chartered Accountantg Phone 92-2468 10« Princesi St. Wlnnlpeg. Man And offlces et: fort william - k^ora FORT FRANCES - ATIKOKAN Menn þekktu ekki litblindu fyrr en um 1800. Þá skrifaði Englendingurinn Dalton bók um hana. Hann var litblindur sjálfur. — Þrenns konar ljt- blinda er til. Sumir eru rauð- blindir, þannig að þeir geta ekki séð rauðu geislana) þeim finnst rauður litur vera dökk- grænn. Svo eru aðrir græn- blindir — sjá ekki grænu geislana, og finnst grænt vera rautt. Til eru fjólubláblindir menn og finnst þeim blár litur vera grænn. Thc Business Clinic Anna Larusson — Florence Kellett 1410 Erln Street Phone SPruce 5-6070 Bookkeeplng - Income Tu Insurance Dr. ROBERT BLACK SérfræSlngur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MKDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimaslmi 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.