Lögberg - 02.05.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.05.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. MAÍ 1957 5 www W wwwwwww AHL6AMAL 6VCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Ung íslenzk blaðakona á ferS staklega auðveld vegna þess hve hún er lík íslenzku nú- tíðarmáli,“ sagði hún. „Ég hafði mikla unun af frönskum bókmenntum vegna fegurðar tungunnar." Hyggur hún að þetta nám hennar hafi verið haldgóður undirbúningur fyrir starf hennar við stærsta dagblað Reykjavíkur. Hún ritar dálk- inn, sem nefndur er Vel- vakandi, er hann aðallega fyr- ir kvenþjóðina, en hún skrifar ekki einungis um heimilismál, heldur og ýmislegt um heims- málin. Árið 1953 giftist hún Þor- steini Thorarensen, einnig starfsmanni við Morgunblað- ið, er skrifar útlendar fréttir. Þau eiga þriggja ára gamla dóttur, Ingunni. „Starfið er nú nokkrum erfiðleikum bundið, síðan ég hefi haft barn á hönd- unum, en ég get samt sent greinar inn til blaðsins." „Islendingar eru ekki leng- ur einangraðir. Flugvélin og alþjóðafélögin hafa dregið þá í nánari sambönd við aðrar þjóðir. Fólkið í Reykjavík ber nú mikið traust til Sameinuðu þjóðanna.“ Hún hyggur að Island hafi allþýðingarmikið hlutverk á þeim vettvangi, því þjóðin hafi jafan tamið sér að kynn- ast öðrum þjóðum og skilja þær. Slíkt gæti orðið til að auka almennan skilning á ráð- stefnum þjóðanna. „En misskiljið okkur ekki. Okkur varðar miklu að vera í nánu sambandi við aðrar þjóð- ir og stuðla að friðsamlegu samkomulagi þeirra á meðal, en okkur er það ekki síður mikilsvert að vernda það, sem dýrmætt er í okkar eigin menningu. Það mun ekki auð- velt, en það er okkar hug- sjón, og henni erum við öll helguð. ÞJÓÐRÆKNI I Christian Science Manitor, 24. apríl, er skemmtilegt við- tal við frú Sigurlaugu Bjarna- dóttur, er ritar fyrir Morgun- blaðið í Reykjavík. Margir Islendingar hér vestra munu kannast við ætt hennar; hún er frá eynni Vigur í Isafjarð- ardjúpi; afi hennar, Sigurður Stefánsson, landskunnur at- hafnamaður, prestur í Ögur- þingi og þingmaður Isfirðinga í fjöldamörg ár. Faðir hennar, Bjarni Sigurðsson, einnig mikill athafnamaður og hrepp- stjóri héraðsins. Æðarvarp er mikið þar í eynni og hefir hann unnið mikið að því að vernda og auka þá verðmætu framleiðslu. Áttu þau hjónin Bjarni og Björg (Bjarnadóttir, hreppstjóra á Veðramóti) sex börn. Er Sigurlaug yngst þeirra systkina, en elzti bróð- irinn er Sigurður Bjarnason alþingismaður. Frú Sigurlaug hlaut náms- styrk frá Zonta-félaginu til að sækja fundi Status of Women Commission, hjá Sameinuðu þjóðunum í marz. Hana hafði- lengi langað til að koma til Ameríku og á þing Sameinuðu þjóðanna. Hún er félagi Zonta-deildarinnar í Reykja- vík. Auk styrksins frá því fé- lagi var henni veittur styrkur frá íslenzka blaðamannafélag- inu, er gerði henni mögulegt að takast þessa ferð á hendur. Frú Sigurlaug er menntuð vel svo sem öll systkini henn- ar. Þrátt fyrir mikið annríki kenndi faðir hennar öllum börnum sínum undir skóla. Hann sagði við okkur: „Betra er berfættum en bókarlausum að vera!“ Áhrif móðurinnar voru ekki minni: „Við hlýdd- um jafan á lúterskar messur yfir útvarpið og móðir okkar kenndi okkur bænirnar okkar; í raun og veru var hún að kenna okkur dagsdaglega á sinn hógværa hátt þær sið- ferðisreglur, er ég tel komast nær kjarna kristninnar, en nokkrar aðrar, er ég hefi kynnst.“ Þegar elzti drengurinn, Sigurður, fór í Menntaskóla Akureyrar, kenndi hann syst- kinum áínum á sumrin það sem hann hafði lært á vetrin. Þannig gat Sigurlaug, þegar til hennar kasta kom, lokið prófi við Menntaskóla Akur- eyrar á styttri tíma en venju- legt er, og með svo góðum ár- angri að hún hlaut styrk til náms við Leeds-háskólann á Englandi og síðar við Sor- bonne í París. Hún lagði aðal- lega stund á bókmenntir. — „Egil-saxneska var mér sér- Framhald af bls. 4 hátt í sögu íslenzkrar þjóð- rækni. Þeim tókst að veita straumum fornrar menningar inn á hrjósturlönd myrkra miðalda. Elfan var ekki breið, en furðustraumhörð. Fátt er jafnhættulegt menn- ingu þjóða og gagngjörðar byltingar. Ríkjandi skoðunum og venjum er þá tíðum varpað of fljótt fyrir borð og meira meðtekið af nýjungum í ein- um skammti en hollt má teljast. v Þau tímamót, sem hættu- legust máttu verða íslenzkri menningu eftir missi sjálf- stæðisins, voru Siðaskiptin um miðja 16. öld, þegar lút- hersk þjóðtrú var lögtekin. Lútherskur rétttrúnaður var á öndverðum meiði, bæði við veraldlegar og kirkjulegar bókmenntir. Táknræn eru orð eins af fyrstu biskupum í lútherskum sið, Guðbrands Þorlákssonar, en hann segir: „Margir hafa áður fýrmeir hér í landi stóra ástundan lagt upp á rímur, vísur og önnur kvæði, lært og iðkað þegar, í þeirra barndómi og haldið það fróðleik og haft þar skemmtun af, sem þó ei var nema ónytsamlegur hégómi.“ Sama máli hlaut að gegna um bókmenntir, sem rætur sínar áttu „í þeim blinda“ páfatióm, eins og biskup sagði. Kvæði um helga menn og dýrlinga hlutu að verða sannkristnum mönnum hins nýja siðar þyrn- ir í augum. Við þetta bættist, Sigurlaug kennir á frönsku og ensku á kveldin og annast jafnframt lið í útvarps- skránni. Eru það aðallega þýðingar úr frönskum og enskum ritum. Hefir hún ný- lega samið og flutt ævisögu Söru Bernhardt. Að lokum lét frú Sigurlaug þessar skoðanir í ljós við fréttaritarann: að Siðaskiptin á íslandi voru að nokkru leyti „pólitísks“ eðlis. Þau voru lögboðin af konungi og merktu raunar sigur konungsvalds í barátt- unni við kirkjuveldið. Það er næsta fróðlegt að staldra við þessi tímamót og gera örlitla grein fyrir, hvern- ig innlend menning brást við. Síðasti kaþólski víkingur- inn á íslandi var Jón biskup Arason á Hólum í Hjaltadal. Fáir menn hafa barizt jafn- einarðlega á Islandi og verið jafnheitir í baráttu sinni sem Jón biskup, er hann gekk í mót lútherskum sið og auk- inni íhlutan konungsvalds. Fyrir þá framgöngu varð biskup að gjalda líf sitt og tveggja sona sinna. Jón Ara- son var vissulega heitur trú- maður, og að nokkru fórnaði hann sér á altari trúarinnar, en hitt má og til sanns vegar færa, að þjóðrækni hans hafi orðið honum að falli eða hann hafi fórnað sér á altari inn- lendrar menningar. Jón biskup barðist ekki til einskis. Hann sannaði Danakonungi, að Is- lendingar voru ekki dauðir úr öllum æðum og hyggilegast myndi að fara gætilega í sakirnar. Guðbrandur biskup Þorláks- son á Hólum má með réttu kallast fyrsti lútherski stríðs- maðurinn á l^landi. Guð- brandur biskup var harðvít- ugur baráttumaður, en nokk- uð einsýnn í trúmálum og stjórnmálum. Hann var þók- MS?I2 LÆGSTU FLUGGJÖLD TIL ÍSLANDS == *Prá 11. maí. uin DAGIÆG.VR FI.l'Gl'F.RÐlR* • • 1= Rúmgóðir og þægllegir farþega- == klefar. Sex Skandinavar, þjálfaðir S == llaiKlaríkjumnu. bjóða yður vel- == komin um borð. Einu “tourist” áætlunarflugferðim- == ar yfir Atlantshalið, þar sem fram- =| reiddar eru tvier ágietar máltíðar, == kaffi og koníak . . . AI/I.T YÐUR =1 AÐ KOSTNAÐAREAUSU. Fastar =§ áietlunarferðir, viðurkeniidar af == C.A.B. SV1Þ.JÓÐAR. BRETUAXDS, =| Frá N ew York fSLAND til: NOREGS, DANMERIvUR, ÞÝZKAUANDS, LUXEMBORGAR. Upplýsingar í öllum ferðaskrifstofum. stafsmaður í trúarefnum og eindreginn fylgjandi konungs- valds. Það kann í fljótu bragði að virðast nokkuð mótsagna- kennt, að þjóðrækni þessa manns og skilningur hans á þjóðararfinum í heild hafi fengið honum sess meðal þeirra manna, sem hæst gnæfa í íslenzkri sögu, en hér er sannleikanum þó ekki hag- rætt. Guðbrandur biskup hefir orðið frægur fyrir, hve mikil- virkur hann var í bókagerð, en það er ekki bókafjöldinn, sem haldið hefir nafni bisk- ups á loft, heldur hvernig hann hagaði störfum. Um Siðaskiptin lagðist kaþólskur kveðskapur, þ.e.a.s. kvæði um helga menn og dýr- linga, að mestu leyti niður. Var slíkt að sjálfsögðu lág- markskrafa. Hitt vafðist öllu meira fyrir leiðandi mönnum, hvernig unnt yrði að hefja lútherska sálma yfir verald- lega kveðskapinn og snúa al- menningi frá þeim breiða vegi. Fyrsta lútherska sálma- bókin lofaði ekki miklu í þessum efnum, því að sannast að segja hefir heilagt orð al- drei verið fært í slíka tötra af íslendingum, hvorki fyrr né síðar. Á biskupsárum Guðbrands Þorlákssonar varð hér mikil breyting á. Hann var að vísu mjög andvígur þeim verald- lega kveðskap, sem tíðkaðist, en gáfur biskups og þekking hans á íslenzkri tungu og menningu opnuðu augu hans. Honum skildist fullkomlega, að guðs orði sæmdi ekki neinn hversdagsbúningur og að heilögu orði myndi ógreið gatan að hjarta þjóðarinnar, ef eigi yrði breytt um stefnu. I stað þess að snúast öndverð- ur gegn kveðskapargreinum alþýðu reyndi Guðbrandur biskup að vinna úr þeim það, sem hann taldi ágætast, and- legum kveðskap til framdrátt- ar. Viðhorf biskups skipti ís- lendinga mjög miklu máli, ekki sízt þegar þess er gætt, að hann réð yfir eina prent- verkinu, sem til var í landinu. Samtíðarmaður og frændi Guðbrands biskups Þorláks- sonar var Arngrímur Jónsson lærði. Arngrímur varð fyrstur til þess að kynna umheimin- um íslenzljiar bókmenntir og íslenzka menningu. Hóf hann það starf sitt fyrir áeggjan Guðbrands biskups, frænda síns. Útlendir menn höfðu þá um skeið haft sér það til dægra- styttingar að setja saman níð- rit um Islendinga, þar sem haldið var fram hinum mestu firrum um land og þjóð. Rit- um Arngríms var m. a. stefnt gegn þeim óhróðri og höfðu þau þegar í stað geysileg áhrif. Um verk Arngríms lærða farast hinum merka sagnfræð- ingi, dr. Páli E. ólasyni, svo orð: „Öll voru þau runnin af þjóðrækni, og er ekki til fegra(vitni ræktarsemi á þeim tögum en þetta, að þvo álygar af þjóð sinni. Er óvíst, hversu umhorfs væri í útlendum rit- um, að því er varðar lýsing Islands og einkum siðmenn- ing íslenzkrar þjóðar, ef síra Arngríms hefði aldrei við notið . . . .“ Á fyrstu áratugum 18. aldar vann Árni Magnússon það þjóðnytjastarf að safna í einn stað öllum íslenzkum hand- ritum, sem hann náði til. Fékk hann þeim samastað i Kaup- mannahöfn. Svo ógiftusam- lega vildi til, að nokkur hluti handritanna týndist í eldi, en öllu hinu verðmætasta var þó bjargað. Starf Árna Magn- ússonar á sér naumast nokkra hliðstæðu. Ef hans hefði ei notið við, má fastlega gera ráð/ fyrir, að íslenzkar forn- bókmenntir hefðu að miklu leyti glatazt. Þarf ekki að eyða að því orðum, hvílíkt tjón slíkt hefði orðið bæði norrænni og íslenzkri menningu. Á 18. öld bárust til íslands straumar frá hreyfingu, sem þá fór víða um lönd og hefir á íslenzku hlotið heitið up>!- lýsingar- eða fræðslustefna. Áhrifanna gætti í því, að menn tóku að hyggja nánar að því en fyrr, hvað gera mætti íslenzkri alþýðu til heilla. »1 þessu sambandi ,er rétt,að geta tveggja manna, þeirra Eggerts Ólafssonar Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.