Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYl use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Vi Lb. Tlns Makes the Finest Bread Available at Tour Favorlte Grocer SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Ya Lb. Tln* Makes the Flnest Bread Avallable at Tonr Favorlte Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 9. MAÍ 1957 NÚMER 19 l Fréttir frá starfsemi S. Þ. apríl 1957 Félagslegar framfarir á öllum sviðum síðustu árin— En betur má, ef duga skal, segja Sameinuðu þjóðirnar Geisimiklar framfarir hafa átt sér stað á öllum sviðum félagsmála í heiminum hin síðari ár. Meðalaldur manna hækkar jafnt og þétt, einkum meðal hinna svonefndu frum- stæðu þjóða, og barnadauðinn minnkar til muna. Farsóttum, sem áður felldu fólk í tug- þúsunda tali er haldið í skefjum. Framleiðslu nauð- synjavara, svo sem matvæla, fleygir fram. Þó er einn hæng- ur á í því sambandi, að fram- leiðslan er bundin við einstök lönd og þjóðir. Fleiri börn jarðar njóta menntunar en áður hefir þekkst og jafnvel þeir, sem komnir eru til ára setjast á skólabekk, þótt ekki sé til annars en að læra að lesa og skrifa. Þjóðartekjurn- ar fara fram úr því, sem bjart- sýnustu menn gátu gert sér vonir um fyrir nokkrum árum. Um þessar framfarir og fleiri má lesa í bók, sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa gefið út og sem nefnist “Report on the World Social Situation” (Skýrsla um ástand í félags- málum heimsins). Bókin er samin af sérfræðingum í Skrifstofu Sameinuðu þjóð- anna og í samvinnu við sér- fræðinga frá sérstofunum Sameinuðu þjóðanna ILO (Al- þjóða Vinnumálaskrifstofunn- ar), FAO (Matvæla- og landbúnaðarmálastofnunar- innar), UNESCO (Menntun- ar-, menningar og vísinda- stofnunarinnar) og WHO (Al- þjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar).' Til umræðu á þingi ECOSOC í vor Skýrsla þessi verður lögð til grundvallar fyrir umræðum um félagsmálin í heiminum á ársþingi Efnahags- og félags- málaráðs Sameinuðu þjóð- anna (ECOSOC), sem kemur saman í New York og síðar í Genf á þessu vori og sumri komanda. Ráðið hefir lagt á- herzlu á, að fram komi þær framfarir og þær breytingar, sem orðið hafa í félagsmálum heimsins síðastliðin 5 ár, en það var árið 1952, að samin var skýrsla um félagsmál heimsins í heild að tilhlutan ECOSOC. Var það fyrsta skýrsla sinnar tegundar, sem samin hafði verið. “Report on the World Social Situation” bendir á þá stað- reynd að framförum í heim- inum sé harla ójafnt skipt og að enn ríki fátækt og eymd um víða veröld. í skýrslunni segir t. d. orðrétt: „Framfar- irnar hefðu orðið enn meiri í heinpinum á þessu tímabili, ef þær hefðu ekki verið hindrað- ar af stjórnmálaástæðum og vegna fjárfestingar til her- væðingar.“ Mörg félagsleg alþjóða- vandamál hafa verið leyst og önnur sama kyns komið í stað- inn á þessum fimm árum, sem skýrslan nær til. Þannig er það t. d. með flóttamanna- vandamálið, sem var ofarlega á baugi 1950. Það tókst að leysa vandræði flóttafólksins þá og flestir þeirra una nú glaðir við sitt í nýjum heim- kynnum. En vegna atburð- anna í Kóreu, Vietnam og nú síðast í Ungverjalandi hafa ný flóttavandamál skapast, sem bíða úrlausnar. Flóttinn úr sveitunum á mölina Á sumum sviðum hefir vöxtur og viðgangur skapað á ný félagsleg vandamál. Svo er t. d. um ofvöxt þann, er hlaup- ið hefir í íbúafjölda bæja og borga um allan heim vegna flóttans úr sveitunum á möl- ina. Er þetta alvarlegt vanda- mál víða um heim, en ef til vill hvað erfiðast viðureignar í frumstæðu löndunum. Frá því um síðustu aldamót hefir t. d. fólki, sem býr í bæjum og borgum í Afríku og Asíu- löndum fjölgað um helming og enn fer íbúatalan hækk- andi. í Afríku, Asíu og Suður- Ameríku hefir flóttinn á möl- ina valdið slíkum stórbreyt- ingum í félagsmálum að víða horfir til vandræða. Fólks- fjölgunin í borgunum er hlut- fallslega örari en iðnaðar- þróunin. Landbúnaðurinn getur ekki framleitt fæðu handa öllum hinum nýju í- búum í borgunum. Þetta fólk, sem áður framleiddi sinn mat sjálft og var ef til vill aflögu- fært, byggir nú á annara framleiðslu. Víðaiverður því að grípa til innflutnings mat- væla frá öðrum löndum, oft hinum efnaðri iðnaðarlöndum. í þessum hluta^skýrslunnar er einnig drepið á skugga- hliðar stórborgarlífsins, t. d. vaxandi afbrot. Umferðarslysin ofarlega á „sjúkdómslisfanum" Hvað snertir heilbrigðis- málin í heiminum bendir Tilkynning frá skrifstofu Norman M. Dunn, Q.C. 67 Young St., Toronto (EMpire 3-2426) Ræða, flutt ar JOHN DIEFKNBAKEK. Q.C.. sambandsþlnKinanni <>(? leiðtoí?» Progressive Conservative flokksins í Kanada, í Massey Hall. Toronto, 25. apríl, 1957, við byrjun kosningrabaráttuimar. skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand félagsmþlanna í heiminum á, að víða hafi tek- izt að útrýma „fjölda“ sjúk- dómum, eins og t. d. malaríu. í iðnaðar- og framfaralöndun- um er lögð aðaláherzla á að vinna bug á höfuðsjúkdómum þeirra tíma sem við lifum á, krabbameini og hjartasjúk- dómum. Þá má geta þess, að umferðaslysin eru ofarlega á „sjúkdómslistanum“ yfir bana mein og örkuml. Upplýst er að enn þjást um 50,000,000 manna í heiminum af sárasótt er „frambosia“ nefnist og að um 400,000,000 eru sýktir af „bilhariasis“ eða „filaisis," en það eru sjúkdómar, sem stafa frá sníkjudýrum og eru al- gengir í hitabeltislöndum. Sífellt hungur Mönnum hefir tekizt að fyrirbyggja hungursneyð í stórum stíl, bæði með því að stuðla að aukinni matvæla- framleiðslu og með því að flytja matvæli til þeirra staða er hungursneyðar má vænta. Framhald á bls. 8 Þann 25. apríl síðastliðinn hafði Lestrarfélagið á Gimli sumarmálasamkomu. Byrjað var með tombólu. Skemmti- skrá var alíslenzk. Mr. J. B. Johnson, forseti félagsins setti samkomuna með ávarpi. Fyrst skemmtu nokkrar stúlkur frá þjóðræknisdeildinni með söng, Mrs. Anna Stevens var við hljóðfærið. Mrs. Shirley John- son hafði einsöng, söngkenn- ari hennar, Mrs. Elma Gísla- son, var við hljóðfærið; Mrs. Johnson hefir fagra rödd. — Prófessor Haraldur Bessoson flutti skemmtilega ræðu. Miss Janet Reykdal var með ein- söng og Mrs. Gíslason var við hljóðfærið. Mr. Ragnar Ste- fánsson flutti þrjú kvæði, sem sönn ánægja var á að hlýða. Svo söng Mrs. Gíslason og fékk dynjandi lófaklapp, síð- ast endaði skemmtiskráin með söng ungu stúlknanna frá Gimli. Kaffiveitingar voru á staðnum, sem flestir gerðu sér gott af. Haustið 1887 stofnaði Guðni Þorsteinsson ■ lestrarfélagið Aurora, með 16 meðlimum og rúmlega 100 bókum, sem fiestar voru gefnar af Guðna og Jónasi Stefánssyni, en vegna þess hve ársgjaldið var lágt og meðlimir dreifðust, veslaðist félagið upp eftir tvö ár. Árið 1911 var Lestrarfé- lagið Gimli stofnað; það byrj- aði með bókum eldra félags- Það er bæði upplífgandi og hressandi að koma hér fram fyrir slíkan fjölda áheyrenda kanadiskra meðborgara, þá er allsherjar ríkiskosningabar- átta ProgreSsive Conservative flokksins hefst. Þér eruð hingað komin til þess að ræða um hin alvarlegu vandamál þjóðarinnar, sem blasa við oss og til að ráðstafa stjórnarfyrirkomulagi, sem veitt getur jafnrétti og tæki- færi, sem tryggt getur örugga framtíð þjóðarinnar. Ég tek það fram, að það er ekki áform mitt að ræða stefnuskrá Conservative flokksins í heild sinni, í'þess- um kosningum. Aðrar hliðar málsins verða teknar til með- ferðar á öðrum meiriháttar samkomum í hinum ýmsu fylkjum. ins og hefir farnast mjög vel, s. b. Saga íslendinga í Vestur- heimi bls. 371. Þ. Þ. Þ. — Félagjð taldi 50 meðlimi 1945, og er meðlimatala þess sú sama 1957. Ekki hægt að merkja mikla afturför, þótt misst hafi það marga ágæta starfsmenn, hafa orðið komið í staðinn, sem áhuga hafa fvrir íslenzkum bókmenntum. ----0---- Á Sumardaginn fyrsta heim sótti Kvenfélagið Mínerva Betel, færði vistfólki sumar- gjöf í peningum, kom með kaffi og rausnarlegar veiting- ar. Mrs. Steinunn J. Johnson ávarpaði heimilisfólk og gesti og stjórnaði svo skemmtiskrá. Ungar stúlkur frá Gimli sungu, Mrs. Anna Stevens var við hljóðfærið. Linda Holm og Margaret Albertson frá Husa- vick sungu tvísöng, Mrs. Marie Sveinson var við hljóð- færið. Lynn Holm lék einleik á píanó. Miss S. Hjartarson ávarpaði kvenfélagið og flutti heillaóskir með sól og sumri til áheyrenda; lauk svo þessari skemmtilegu stund með al- mennum söng. ----0---- Mr. og Mrs. John Josephsbn komu heim 30. apríl frá Port Arthur, Ont. Dvöldu þau þar í þrjár vikur í bezta yfirlæti hjá dóttur sinni og tengda- syni. Mrs. Kristín Thorsteinsson hvers vegna ég kaus hina stóru Torontoborg fyrir upp- haf máls míns, sem flutt verð- ur alls í þremur stjórnmála- ræðum. Svarið mun auðskilið. Ég ólst upp þar sem nú nefn- ist Austur-Toronto. Forfeður mínir komu til „Muddy York“ fyrir 140 árum. Það var hér í Ontario-fylki sem John A. Macdonald, sem leiðtogi þessa flokks, lagði undirstöðuna fyrir frjálsa, mikla og glæsi- lega þjóð, er breiðir sig yfir þetta mikla land frá hafi til hafs og norður í heimsskaut. Arfleifð þessa flokks, er gerði sambandsstjórn mögulega, hefir aldrei fyrnst né dofnað. Sú arfleifð hélst í hendur við framtíðarforlög þjóðarinnar til þess að skapa hækkandi, batnandi viðhorf í hinu merka þjóðlífi í Kanada. Aldrei, sem í dag, hefir slík nauðsyn borið til þess að stjórnmálaflokkur heitstrengi á ný að halda við hinum há- leitu hugsjónum Macdonald’s og Cartier um framtíðarþró- un þjóðarinnar, nærðri bróð- urhuga, hugsjónum og trú. Með slíku hugarfari kem ég til að ræða við ykkur um fram tíð Kanada, ekki um eitt né annað hérað, — heldur um eitt heilsteypt Kanadaríki. Frá þessu sjónarmiði mun ég taka til hugleiðingar ýmsar meginreglur, sem stefnuskrá Conservative flokksins bygg- ist á: 1. Heilsteypt Kanada. Vér trúum á Kanada sem eina heild með jöfnum tækifærum fyrir alla borgara í öllum hlutum landsins. Vér álítum að veruleg þjóð- areining geti ekki átt sér stað, — sé aðeins marklaus draumur, — unz því markmiði er náð. Hvernig getur veruleg þjóð- areining átt sér stað, meðan allt gengur á afturfótunum í samvinnu fylkjastjórna og sambandsstjórnar, og fylkin og sveitastjórnir eru fjötraðar af ófullkomnum tekju-upp- sprettum, svo að mörgum fylkjum er um megn að fram- fylgja löghelgum skyldustörf- um eða að hagnýta sér auðs- uppsprettur sínar. Framhald á bls. 4 / . Ýmsir myndu, e. t. v., spyrja Fréttír frá Gimli. 6. MAÍ, 1957

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.