Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. MAÍ 1957 3 og stríðið hafði ekki truflað hann að neinu leyti. Eikartrén, sem hann hafði sáð til 1910 og voru tíu ára gömul, voru nú rúmlega mannhæð. Og það var stór- kostlegt að horfa yfir þennan skóg. Ég varð orðlaus af undrun, og allan daginn gengum við þögulir gegnum þenna skóg hans, sem var 11 km. á lengd og 3 km. á breidd, þar sem hann var breiðastur. Og þegar mér varð hugsað um að þessi skógur var til orðinn fyrir framtak og hugkvæmni eins manns, sem ekki hafði neitt í höndunum nema járn- stafinn sinn, þá fór mér að skiljast, að maðurinn getur hjálpað guði til að skapa og beitt orku sinni til annars þarflegra en að eyðileggja. Hann hafði framkvæmt fyr- irætlan sína. Bækiskógur, sem náði mér á öxl, þakti nú stórt landflæmi og var talandi vottur um það. Hann sýndi mér nokkra fallega birki- runna, sem hann hafði gróður- sett fyrir fimm árum — það er að segja 1915, meðan ég lá í skotgröfum hjá Verdun. Hann hafði gróðursett þetta birki í dölunum, alls staðar þar sem hann hélt að raki væri í jörðu. Og honum hafði ekki skjöplast, þar var raki skammt undir yfirborði. Þess- ar birkihríslur voru eins og fagrar og spengilegar ung- meyjar. Þegar við gengum í áttina til eyðiþorpsins, sá ég að nú runnu lækir í giljum, sem höfðu verið þurr áður eins lengi og menn mundu. Þetta var hið furðulegasta sýnis- horn þess, hvernig eitt leiðir annað af sér. Og svo höfðu frækorn borist með vindunum og fest rætur. Þarna voru komnir víðirunnar, grasflatir og blóm. En þetta hafði gerzt smám saman, þetta var hæg- fara sköpun, sem enga undrun vakti. Veiðimenn, sem höfðu verið að eltazt við héra eða birni á þessum slóðum, höfðu að vísu tekið eftir því að stór kostleg breyting var á orðin, en þeir eignuðu það einhverj- um kenjum náttúrunnar. Og þess vegna var Elzáard Bouf- fier látinn afskiptalaus. Árið 1933 var skógarvörður sendur á fund hans að til- kynna honum að hann mætti hvergi kveikja eld á víða- vangi, því að það gæti orðið hættulegt skóginum, sem þarna væri að vaxa upp „af sjálfsdáðum." Og skógarvörð- urinn var svo barnalegur, að hann sagði við Bouffier, að hann vissi þess engin dæmi að skógur sprytti upp af sjálfu sér í eyðimörk. Um þessar mundir yar Bouffier að planta bækiskóg um 12 km. frá kofa sínum. Honum þótti langt að ganga þetta fram og aftur, því að hann var þá orðinn hálfátt- ræður, svo að hann ákvað að reisa sér kofa hjá gróðrarstöð- inni. Og það gerði hann árið eftir. Árið 1935 sendi ríkisstjórn- in nefnd manna til þess að at- huga þennan skóg, sem sprott- ið hafði þarna „af sjálfsdáð- um.“ 1 þessari nefnd var skóg- ræktarstjóri, þingmaður og vísindamenn. Þeir spjölluðu mikið um þetta fyrirbæri, og þeim kom saman um, að eitt- hvað þyrfti að gera. Til allrar hamingju var ekki neitt annað gert, en að ríkið helgaði sér skóginn og bannaði að gera þar til kola. Og það var í sjálfu sér ágætt. Elzéard Bouffier var stál- hraustur maður. Það átti hann eflaust að þakka fjallaloftinu og heilbrigðu líferni, en þó máske fyrst og fremst heil- brigðri sál. Hann hélt áfram að starfa. Hann skeytti ekkert um seinni heimsstyrjöldina, fremur en hina fyrri. Ég sá hann seinast í júní 1945. Þá, var hann 87 ára. Ég hafði enn einu sinni lagt leið mína til fjalllendisins þarna. Þrátt fyrir hervirki stríðsins háfði nú orðið sú breyting á, að áætlunarbílar fóru milli Durance-dalsins og fjallanna. Og ég gat ekki betur séð en að landið væri orðið allt annað. Þetta var ekki líkt þeirri eyðimörk, er hér hafði verið fyrrum. Bíllinn fór til þorpsins Vergon. Þetta var áður eyði- þorp. Árið 1913 höfðu þar verið rústir 10 eða 12 húsa, og þar höfðust þrjár manneskjur við og lifðu hálfgerðu villi- mannalífi. Nú var allt breytt, 'jafnvel andrúmsloftið var orðið annað. í stað stormanna, er áður geisuðu, var nú þarna hægur blær og bar með sér gróðurangan. Frá fjöllunum var að heyra eins og hafnið, en það var þytur golunnar í laufi skóganna. Og merkileg- ast af öllu var, að þarna var nú uppspretta og rennandi lækur. Þorpið sjálft bar þess vitni að þar hafði verið hafist handa í von um betri tíma. Vonin hafði þá haldið innreið sína hér! Rústunum hafði verið rutt burtu og fimm ný hús stóðu þar. Þarna áttu nú 28 manneskjur heima, þar af tvenn nýgift hjón. Húsin voru nýkölkuð og umhverfis þau voru garðar, þar sem græn- meti og blóm óx hvað innan um annað. Þetta var þorp, þar sem mannsæmandi var að búa. Ég fór þaðan fótganandi. Neðst í hlíðum fjallanna sá ég bygg- og rúgakra. Dalbotn- arnir voru orðnir að grænum engjum. Á rústunum sem ég skoðaði 1913 stendur nú snotur bónda- bær og ber þess vott að fólki líður þar vel. Niðri á sléttunni eru jarðir dýrar og þess vegna hefir fólk unnvörpum flutt sig hingað, þar sem áður var eyðimörk. Rúmlega 10 þús- undir manna eiga nú Elzéard Bouffier gæfu sína og lífsaf- komu að þakka. Þegar ég hugsa um að einn maður gat afrekað það með líkamlegum og andlegum kröftum sínum, að breyta eyði mörkinni í frjóvsamt land, þá finnst mér mannkynið aðdá- anlegt, þrátt fyrir allt. En þeg- ar ég Iít á þá óþreytandi elju og göfuga hugarfar, sem þurft hefir til þess að koma þessu í verk, þá fyllist ég dýpstu lotningu fyrir hinum fátæka og fáfróða hjarðmanni, sem hafði skynsemi og hjartalag til þess að vinna þannig með guði. Elzéard Bouffier fékk rólegt andlát í sjúkrahúsi í Banon árið 1947. —Lesb. Mbl. Danir skiii íslendingum handritunum Vinsamleg rödd í dönsku blaði Ýmsir mætir Danir koma nú fram og eru þess hvetjandi, að handritunum sé skilað í hendur Iglendinga, og er þeirra meðal síra G. Sparring- Petersen, er skrifað hefir hvatningargrein í þessa átt, og var hún birt í Politiken í fyrra mánuði. Tilefnið er skeyti þar sem sagt er frá því, að lagt hafi verið til á Alþingi, að ríkis- stjórnin beri fram kröfur á ný um endurheimt handrit- anna. Höfundurinn telur óhyggi- legt að bera fram þessar kröf- ur nú — m. a. vegna þess að kosningar fara fram í Dan- mörku í vor, en vegna þess, að að því beri að stefna í Dan- mörku, að þeir sem ákvörðun- ina muni taka, geti athugað málið í ró og næði, en það beri að forðast, að til hins sama komi og 1953, er sam- komulagsumleitanir milli rík- isstjórna Islands og Danmerk- ur um málið fóru út um þúfur. Þá víkur höfundur að því, að hjá þeim Dönum, sem á- huga hafi fengið fyrir málinu, hafi fyrri umræður orðið til þess, að menn hafi sannfærzt um, að Danmörk hafi laga- legan rétt til að halda hand- ritunum,' sem svo mjög sé um deilt, en um þetta atriði kveðst hann ekki vilja taka afstöðu. „Því að, er það í raun réttri mergurinn málsins?“ — Um þetta atriði gæti Alþjóðadóm- stóllinn í Haag fellt úrskurð, ef til kæmi, sem væntanlega komi ekki til. 1 stað þess ættu Danir, af frjálsum vilja, að bjóða Is- lendingum öll þau handrit- anna, sem með sanngirni verður haldið fram að rétt- mætt sé, að þeir fái. Hvers vegna? Vegna þess, að ísland er snautt að menningarlegum minnismerkjum frá miðöld- unum (sic), en Danir eigi minnismerkjaspjöld frá for- Framhald á bls. 7 Business and Professional Cards Minnist BETEL í erfðaskrám yðar SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vitS, heldur hita frá aC rjúka út meS reyknum.—Skriíiö, elmlB tll KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnlþeg just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset S-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distrlbutors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-6227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS^ 324 Smilh St, PHONE 92-4624 Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized. Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 A. S. BARDAL LTD. funeral HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur sá beiti. StofnaíS 1894 SPruce 4-7474 Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan. Winnlpeg Phone 32-6441 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC S 474 Groin Exchonge Bldg. 167 Lombord Street Office Phone 92-4829 Residence 43-3864 Office Phone Res. 92-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 pjn. and by appointment. SPruce 4-7855 J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingle* Insul-Bric Slding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Farker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martki 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2. Man. Phone 92-3561 Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOB 27 YEARS SPruce 4-4422 EUlce & Home Thorvaldson, Eggerison, Basiin & Siringer Barristers and, Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PHONE 92-8291 Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. SPruce 4-0222 ^ Weston Office: Logan & Quelch SPruce 4-5818 Res.: SPruce 4-0118 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningal&n og eldsábyrgC, bifrei8aá.byrg8 o.s. frv. Phone 92-7538 S. A. Thorarinson Barrister and Solicitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office Phone 92-7051 Heimaslml 40-6488 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPfuce 4-7451 SPruce 2-3917 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Phone 92-2468 100 Princess St. Winnlpeg, Man. t And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Lifði í voninni? í bænum Preston ^ Eng- landi dó nýlega elzti borgar- inn þar. Það var 115 ára gömul „ungfrú,“ Isabella Chaphard að nafni. Súálf hélt hún því fram að hún ætti því að þakka hreysti sína og háan aldur, að hún hefði aldrei gifst og aldri orðið ástfangin. En vinkona hennar ein heldur því hins vegar fram, að hún hafi sífellt lifað í voninni að sá eini rétti kæmi einn góðan veðurdag! The Business Clinic Anna Larusson — Florence KeUett ■ 1410 Erin Street Phone SPruce 5-6676 Bookkeeplng - Income Tan Insurance Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdúmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofueimi 92-3851 Heimasimi 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.