Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. MAl 1957 5 AHLGAiHAL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Stofnun Ghana Frú Margrét Helgadóttir segir frá minnisverðum dögum á Gullströnd og kynnum af landi og þjóð. j 1ÆL /y LÆGSTU FLUGGJÖLD TIL ÍSLANDS == *Frá 11. mal. DAGLEGAR FLUGFERÐIR* . . • i| Rúniffóðir og þægilegir farþega- == klefar. Sex Skandinavar, þjálfaðir í =1 Bandarlkjnnuin, lijóða yður vel- == komin um borð. Einu “tourist” áivtlunarflugferðirn- =| ar yfir Atlantsliafið, þar sem fram- =i reiddar eru tvær ágætar máltíðar. =| kafi'i og koníak . . . Ald/I’ YÐIIR == AÐ KOSTN ADARLA USU. Fastar =| áætlunarferðir, viðurkenn<7ar af == C.A.B. SVfÞJÓÐAR, BRETRANDS. =1 Frá Nevv York um ISIiAND til: NOREGS, DANMERKl'R. Þv/iIvAIiANDS, LUXEMBORGAR. Upplýsingar í öllum ferðaskrifstofum n r~\ n ICELANDIQ AIRLINES .................... ! Það var gullið, sem í upp- hafi dró Evrópumenn að þess- um hluta Afríku, jafnvel áður en Columbus fann Ameríku, enda fékk landið nafnið „Gull- ströndin.“ Ekki leið þó langur tími þar til varðlaunin tóku að snúast um annað meira en gull — þrælasöluna. Talið er, að fluttir hafi verið frá Vestur Afríku um 20 milljónir þræla. Með þessa staðreynd í'huga, var sérstaklega áhrifaríkt, að fá tækifæri til að vera við- stödd, þegar lýðveldið Ghana var stofnað, segir frú Margrét Helgadóttir, er ég bið hana að segja okkur eitthvað frá hinni sérstæðu för þeirra hjóna suður undir miðbaug jarðar, en maður hennar var fulltrúi íslenzku ríkisstjórnarinnar við hátíðahöld þau, sem fram fóru snemma í þessum mán- uði útilefni af lýðveldisstofn- uninni. — Hvað vakti einkum at- hygli yðar, er þið komuð í þetta fjarlæga land? — Mér kom það mjög á óvart, er við ókum af flug- vellinum í Accra, að þar var fyrir nýtízku borg með glæsi- legum byggingum og miklum og fögrum hátíðaskreytingum. Þar var allt prýtt með Ijósum og margvíslegu pappírs- skrauti í fánalitum. Já okkur var sagt, að byrjað hefði verið að koma fyrir skrautinu um jólaleytið. Ekki þarf að óttast rigningu á þessum árstíma. — Er þetta kannske kald- asti tími árs þar? spyr ég í fáfræði minni. — Nei, þetta er heitasti árs- tíminn og sá þurrasti. Frá því í nóvember þangað til í febrú- ar blása þurrir vindar, sem landsmenn kalla „harmattan" og' koma þeir frá Saharaeyði- mörkinni. Skrælnar þá allur gróður, nema sá harðgerðasti, á þeim svæðum, sem vindarn- ir ná til og fólkið verður meira að segja að verja húð sína með því að smyrja sig feiti, annars skorpnar hún og springur. Þessara vinda gætir þó lítið út við ströndina, en meira, því lengra sem dregur inn í landið. — Var ekki óþægilega heitt fyrir ykkur? — Nei, ekki nema þegar það kom fyrir, að við urðum að standa á móti sól, annars leið okkur vel, enda var aðbúnað- ur og fyrirgreiðsla öll svo dæmalaust góð, að allir hlutu að dást að því. Þegar við kom- um á flugvöllinn beið okkar stúlka, sem síðan var leið- sögumaður okkar allan tím- ann. Okkur var fenginn bíll til umráða og bílstjóri, enda var oft langan veg að fara milli staða, þar sem hátíða- höld fóru fram, svo erfitt hefði orðið að komast fótgang- andi. Stúlkan, sem leiðbeindi okkur, var nemandi í háskól- anum og höfðu 120 háskóla- stúdentar á hendi leiðsögu þeirra hátíðagesta, sem boðnir voru af ríkisstjórninni. Fjölmenni á háiíðinni — Já, þarna hefir verið verið margt manna saman komið, vænti ég? — Sextíu og níu ríki sendu fulltrúa, þar á meðal öll Norð- urlöndin nema Finnland. Vegna þess, að Gullströndin var hluti Bretaveldis, var ekki boðið til hátíðarinnar fulltrúum frá þjóðum, sem ekki hafa vinsamlegt stjórn- málasamband við Bretland og þess vegna var þarna t. d. eng- inn fulltrúi frá Egyptalandi. Auk þess kom fjöldi fólks úr öllum hlutum landsins til þess að taka þátt í hátíðahöldun- um. — Hvar var ykkur fenginn samastaður? — I nýju og glæsilegu gisti- húsi, sem var opnað mánuði áður en við komum. Bygg- ingameistarinn, sem annaðist byggingu þess, var ítalskur og Svisslendingar höfðu verið ráðnir til að annast rekstur- inn fyrstu tvö árin, en þá er ætlast til að heimamenn hafi náð nægilegri leikni og þekk- ingu í gistihúsarekstri til að taka við af þeim. — Hve lengi stóðuð þið við á Gullströndinni? — í átta daga, og allan þann tíma voru skipulögð hátíða- höld. Við reyndum auðvitað að fylgjast með sem flestu og vorum á ferðinni frá því eld- snemma á morgnana og fram á kvöld. — Hvað var það í hátíða- höldunum, sem yður þótti til- komumest? — Það var tvímælalaust at- höfnin í þinghúsinu á mið- nætti hinn 5. marz, þegar brezki fáninn var dreginn niður og hinn nýi fáni Ghana dreginn að hún. Þá báru þing- menn forsætisráðherrann — Nkrumah — á gullstóli út úr þinghúsinu, en úti fyrir var feikilegur mannfjöldi. Menn sögðu, að aðeins þá, hefði Nkrumah naumlega haft vald á tilfinningum sínum. Tárin hefðu runnið niður vanga hans, er hann mælti: „Við erum frjáls að eilífu. Verum hljóð eina mínútu og þökkum guði.“ Næsta dag var svo haldinn fyrsti þingfundur lýð- veldisins og sótti hertogafrúin af Kent hann í nafni Breta- drottningar. Þá var ákaflega áhrifamikið að sjá sýningu skólabarna á íþróttasvæði borgarinnar. Þau gengu inn á leikvanginn klædd gulum, rauðum, grænum, svörtum og hvítum búningum og er þau höfðu skipað sér í raðir, krupu þau á fjóra fætur og mynduðu fána landsins á hvítri flagg- stöng. Var það ógleymanleg sjón að sjá þann risastóra, lif- andi þjóðfána. Þá sýndu og ættflokkár víða að úr landinu dansa, er tjáðu, að landsmenn byðu gesti sína velkomna og verð ég að segja, að margir þeir dansar, sem við sáum og kallaðir hafa verið villimann- legir, fundust mér vera stór- kostleg list. Fólkið í landinu —■ Var ekki klæðnaður fólks og götulíf allt með ólíkum brag og við eigum að venjast? — Að vísu var það. Klæðn- aður fólks var mjög mismun- andi eftir stéttum og efnahag. Margir þarlendir menn, eink- um ættarhöfðingjar, voru ákaflega skrautlega klæddir og kepptust gestirnir við að taka myndir af þeim, sem til- komumestir voru. Að öðru leyti mátti sjá klæðnað á öll- um stigum, allt frá einni lítilli mittisskýlu upp í glæsilegan tízkuklæðnað. Til dæmip leið- sögustúlkan okkar, hún Nancy — eftirnafnið var svo langt að ég gat aldrei borið það rétt fram — hún skipti daglega um föt, og stundum tvisvar á dag og var alltaf vel klædd. Þó var hún ekki af auðugum komin. En eitt var það, sem mér fannst alveg sér- staklega skemmtilegt. Það var að sjá hvernig konurnar bundu börnin á bak sér, brugðu bandi undir sitjand- ann á þeim og bundu undir hendur sér, fram yfir bring- una. Þeim verður heldur ekki mikið fyrir að bæta stóreflis byrði á höfuðið til viðbótar við það, að hafa barnið á bakinu. — Hvernig virtist yður börnunum líða þarna? — Þau voru glöð að sjá og virtust ekki búa við matar- skort, en óhrein voru þau auð- vitað mörg og lítið klædd, sveinbörn voru mörg alls nakin. En eftirlæti sýndist vera mikið á börnunum og mæðurnar voru með þau með sér um allt og á öllum tímum dags. Sem dæmi skal ég nefna það, að um kvöldið, þegar þingfundurinn fór fram, vorum við látin bíða ásamt öðrum gestum í hliðarher- bergium, þar til athöfnin hófst. Þar var ein kona með barn sitt á bakinu og þegar barnið gerðist óvært,- þá renndi hún því niður mjöðm sína og gaf því brjóst. Þetta var auðsjáanlega talið sjálf- sagt og eðlilegt. Hvítt fólk, sem búsett var í Accra sagði okkur, að þó nauðsynlegt væri að standa yfir þjónustufólk- inu við velflest verk, svo ekki væri svikist um, þá mætti allt- al treysta því fyrir börnunum og öllu sem þeim viðkæmi. Það mun fátítt í frumstæðu landi, en þarna hefir verið komið upp dagheimilum fyrir börn til sveita, þar sem kon- urnar stumia akuryrkju, og greiða þær aðeins nokkrar krónur fyrir gæzlu barnanna. Þess í stað rækta þær græn- meti og annað því um líkt handa barnaheimilunum í frístundum sínum. í kvöldverðarboði hiá ráðherra — Komuð þið á nokkurt afríkanskt heimili? —Við sátum kvöldverðar- boð hjá húsnæðismálaráð- herranum, Inkumsah, sem býr í stóru og glæsilegu nýju húsi. Þar fengum við ekta afrík- anskan mat, súpu með rauð- um pipar og hænsnakjöti. Með því er borðaður réttur, sem kallaður er fue-fue, en það eru jurtarætur, sem steyttar eru í mortéli og úr verður seigt deig. Var sá réttur sér- kennilegur en bragðgóður. En ég má ekki gleyma að geta þess, að í fyrsta kvöldverðar- boðinu sem við sátum var mér fengið sæti milli tveggja inn- lendra ráðherra. Voru það heilbrigðis- og verkamálaráð- herra. Þeir höfðu báðir komið til Islands. Annar hafði komið við á . Keflavíkurflugvelli á leið til Bandaríkjanna, hinn hafði dvalið hér vikutíma. — Hvernig virtist yður heil- brigðisástandið vera? — Gullströndin hefir verið kölluð gröf hvíta mannsins og yar loftslaginu mjög kennt um það, en nú hefir komið í ljós, að það eru skordýrin, sem eru mönnum hættuleg- ust. Mýflugurnar bera mala- ríu og gulusótt, og tse-tse- flugur bera svefnsýki. Að vísu hefir mikið áunnist í bar- áttunni gegn þessum sjúk- dómi, en erfitt er að útrýma veiki eins og gulusóttinni, sem ekki aðeins sýkir menn, held- ui líka apa. Er hún þeim ekki síður skæð en mönnum, svo að í sumum hlutum frum- skóga Afríku er talið að hún hafi stráfellt þá. Berklar hafa líka verið skæðir þarna, en Ghanabúar hafa þegar byggt mörg og glæsileg sjúkrahús og orðið vel ágengt í baráttunni við berklaveikina. Aftur á móti er krabbamein fátítt og lömunarveiki þekkist varla. Húsnæðismál og mennlun — Skipti nokkuð í tvö horn um híbýli manna? — Já, bæði inni 1 borginni og þó einkum, er við fórum að heimsækja fiskimennina við ströndina fyrir utan borg- ina, bar mikið á kofum, sem byggðir eru úr leir og stráum, örlitlir kofar, sem óskiljanlegt er að skuli rúma heila fjöl- skylþu, en þær eru yfirleitt stórar. Algengt mun vera, að hver hjón eigi sex til sjö börn og barnaleysi þykir eitt hræði legasta ólán, sem yfir hjón getur dunið, svo að það er jafnvel talin eðlileg skilnaðar- sök. — Hvernig báta nota fiski- mennirnir? •— Eintrjáningar, trjástofn- ar, sem holaðir eru innan. Það var mjög gaman að koma þarna út á ströndina. Fiski- mennirnir voru að gera við net sín og konur þeirra elduðu mat yfir hljóðum eða þvoðu þvott. Vatnsleiðslur eru ekki að öllum híbýlum, svo að konurnar komu að heiman með þvottinn til að þvo hann þarna. — Þér sögðuð, að leiðsögu- stúlkan ykkar hefði verið há- skólanemi. Eru margir Ghana- búar farnir að stunda háskóla- nám? — Þar heima stunda eitt- hvað á milli sex og sjö hundr- uð háskólanám, eða heldur færri en hér á íslandi, svo að ef við berum það saman við íbúafjölda landanna, þá vant- ar þá mikið til að ná okkur, því að í Ghana er íbúafjöld- inn 4,7 milljónir manna. En háskólabyggingarnar e r u mjög fagrar. Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.