Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. MAÍ 1957 7 Er sá hlutlaus, sem horfir aðgerðarlaus á, að maður er myrtur? Nýtt íélag, FRJÁLS MENNING. stofnað til verndar frjálsri hugsun og lýðræði Danski rithöfundurinn HANS JÖRGEN LEMBOURN flutti fróðlegt erindi á stofnfumlinuni. Ákveðið var í gær að stofna ,hér á landi félag, sem nefnist Frjáls menning. — Nokkrir fnenn komu saman til undir- búningsfundar í Tjarnarcafé og var þar gengið frá stofnun félagsins, en ákveðið að halda framhaldsaðalfund að mánuði liðnum. Á fundinum í gær (mætti m. a. danski rithöfund- (urinn Hans Jörgen Lembourn og ræddi hann um hlutverk ^slíkra félaga sem Frjálsrar .menningar, en hið nýstofnaða ,félag á -hliðstöðu með þeim menningarsamtökum, s e m ^nefnast á frönsku Congrés pour la Liberté de la Culture og starfa víðsvegar í lýðræðis- löndum. —• Hin ýmsu félög eru algjörlega óháð hvert Öðru, en hafa allnáið samstarf pi. a. um alþjóðlegar ráðstefn- ur, þar sem frjálshuga menn- jngarfrömuðir kynna sjónar- mið sín, skiptast á skoðunum ,og benda á úrræði, eins og komizt er að orði í boðsbréfi ,um stofnun félagsins, undir- jituðu af Gupnari Gunnars- sym skáldi. Þá gefa þau einnig út hin ágætustu menningarrit, ,t. d. Encounter í Englandi, Preuves í Frakklandi, Der Monat í Þýzkalandi og Per- .spektiv í Danmörku. — I boðs- þréfinu segji' ennfremur: — ,„Víða í lýðfrjálsum löndum hafa á síðustu árum starfað félög með það meginmarkmið að varðveita og efla frjálsa menningu og vinna gegn ein- ræði, ofbeldi og skoðanakúg- un. Hafa þau þegar látið jnargt gott af sér leiða, sam- einað lýðræðissinna mennta- ,og listamenn og unnið öðrum betur gegn þeim öflum, er mest ógna skoðanafrelsi og frjálsri menningu yfirleitt.“ Ræða Gunnars Gunnarssonar Gunnar Gunnarsson skáld setti fundinn með stuttri ræðu, sem hér fer á eftir: Góðir fundargestir: í nafni nefndar þeirrar, sem með rtiæta menn að bak- hjalli hefir undirbúnið stofn- un félagsins Frjáls menning, er mér ánægja að bjóða yður öll hjartanlega velkomin og þakka yður fyrir að þér hafið þekkzt boðið. í nefndinni eiga sæti rektor Háskóla íslands, dr. Þorkell Jóhannesson próf., TómaS skáld Guðmundsson, Einar Magnússon mennta- skólakennari, Þórir Kr. Þórð- arson dósent, ■ ungir rithöf- undar tveir, sem nýverið sátu þing sænsku samtakanna í Stokkhólmi og kynntust þar öðrum ungum mönnum ýmsra landa, sem óháð menningar- starfsemi er áhugaefni, þeir Kristján Karlsson, mag. og Eiríkur Hreinn Finnbogason ma§-> og maður sá, sem hiti og þungi dagsins hefur hvílt á öðrum fremur, Eyjólfur Kon- rán Jónsson lögfræðingur. Sérstök þökk ber erlendum gesti vorum og áhugasömum aðstoðarmanni, danska skáld- inu Hans Jörgen Lembourn, sem stendur framarlega í dönsku samtökunum og menn ingarrökræðum yfirleitt. Utan Danmerkur mun hann sér- staklega að góðu kunnur fyrir bókina De Intellektuelles For- ræderi, sem á íslenzku mætti kalla Svik gáfnaljósanna. — Hr. Lembourn hefur gert okkur þann greiða að korna hér við á leið til Ameríku og kynna okkur af eigin reynd starfsemi og árangur hlið- stæðra samtaka á Norður- löndum og víðar. Er hann okkur mikill aufúsugestur. > Við sem að þessari félags- stofnun stöndum lítum svo á, að hér sé á ferðinni mikið nauðsynjamál. Flokkadrættir um þjóðfélagsvanda, hversu leysa skuli, erjur um dægur- mál og viðhorf hvers konar og þar af leiðandi sviptingar, stundum harðar og illvígar: allt þess háttar er eðlilegt fyrirbæri og jafnvel sjálfsagt og í raun og veru nauðsynlegt hvar vetna þar, sem skoðana- frelsi ríkir og hverjum einum er heimilt og skylt að berjast fyrir því, sem hann álítur sannast og réttast og leita fylgis hugðarefnum sínum. Einmitt þar sem svo stendur á er nauðsynlegt, bráðnauðsyn- legt að til sé vettvangur, þar sem snúizt sé til varnar gegn árásum . á grundvallaratriði þau, sem sameina oss öll að baki dægurmálunum, sem um er þrasað. Annars er hætta á áð vörnin verði út undan ein- mitt þar, sem hennar er mest þörf: vörnin gegn eyðingar- öflum frelsis og mannréttinda. Það er óþarfi að rekja frekar hvað þá tekur við. Sum af oss eru þannig gerð, að vér mynd- um ekki geta hugsað oss að lifa lífi, sem á engan hátt getur mannsæmandi talizt, og það er áreiðanlegt, að fyrir oss öllum vakir öðru fremur að vernda komandi kynslóðir, einkum ástvini vora, börn og barnabörn gegn voða þeim er yfir vofir viðunandi lifnaðar- háttum og lífshamingju, sem þegar hefur gleypt ýps þjóð- lönd og þjóðflokka og ógnar oss öllum með tölu. Hversu mjög sem vér, sem hér erum samankomin, kunnum að verá á öndverðum meiði um hinn minni vandann, má ekki sam- eiginleg ábyrgð vor á undir- stöðunni fara forgörðum, sam- piginlegt fylgi vort við grund- vallaratriðinu heítast úr lest- inni eða hníga sem Baldur fyrir óheillaörvum líðandi stundar. En sú er hættan og einmitt þarna er veikleiki lýð- ræðis þess, er verðskuldar nafnið veikleiki sem illvígir andstæðingar hafa vel kunnað og læra æ betur. að færa sér í nyt. Skal ég svo ekki orðlengja þetta frekar, aðrir munu gera það betur, en segi fundinn settan og óska þess innilega að eitthvað gott megi af hljót- ast viðræðum vorum hér í dag og væntanlegri stofun félags, sem sé unnt að fylgja heil- huga þrátt fyrir ólík viðhorf um dægurmálin. — Frjálshyggjumenn gegn einræði Að ræðu Gunnars Gunnars- sonar lokinni, var .Þórir Þórð- arson dósent, kosinn fundar- stjóri og Eiríkur Hreinn Finn- bogason cand. mag., fundar- ritari. Að því loknu tók Lem- bourn til máls. Var erindi hans hið fróðlegasta. Hann skýrði frá því, að hin frjálsu menningarsamtök hefðu verið stofnuð í Berlín 1950 og frá upphafi hefðu fjölmörg skáld og andans menn tekið þátt í störfum samtakanna. Þó að skoðanir þeirra væru að ýmsu leyti ólíkar, eins og gerðist í lýðfrjálsum löndum, þá hefðu þeir allir eitt sameiginlegt leiðarljós: andstöðu við ein- ræði í hvaða mynd sem það birtist. Hann nefndi nokkur nöfn þekktra manna, sem að samtökum þessum hefðu stað- ið og má t. d. geta þeirra Stephens Spenders, Arthurs Köstlers, Karls Jaspers, Gaite- skells o. fl. o. fl. — Hin frjálsu menningarsamtök náðu furðu fljótt fótfestu í lýðræðislönd- unum og hugsjónir þeirra breiddust óðfluga út. Enn er landnámi þeirra ekki lokið að fullu. Má t. d. geta þess, að um þessar mundir er verið að stofna slíkt félag í Noregi. Aðalhvatamenn að stofnun félagsins eru norsku stór- skáldin Arnulf Överland og Sigurd Hoel. — Rræðumaður ræddi mjög um það, hversu nauðsynlegt væri að sameina ólíka hópa undir merki and- legrar frjálshyggju, en á það hefði skort, að frjálshuga menn stæðu saman í and- stöðu sinni við einræðisstefn- urnar, einkum hinn alþjóð- lega kommúnisma, sem reynt hefði að grafa undan lýðræðis þjóðfélögunum með aðstoð s.n. hlutleysingja. — Þá drap Lembourn á nóvemberbylt- inguna í Ungverjalandi og sagði, að hin frjálsu menn- ingarsamtök hefðu á ýmsan hátt dregið athygli manna að því, sem þar er að gerast, m. a. með því að koma á framfæri skoðunum rithöfunda og blaðamanna, svo að hinn frjálsi heimur gæti kynnzt at- burðunum af frásögnum sjón- arvotta. Atburðirnir í Ung- verjalandi hefðu sýnt öllum frjálshuga mönnum, hvort sem þeir skipuðu flokk jafnað- armanna eða conservatíva, að nauðsynlegt er að sameinast gegn kommúnistahættunni og slá skjaldborg um lýðræðið með kostum þess og göllum. Hlutleysi gagnvart einræði er hættulegt, sagði ræðumaður og bætti við: Er sá hlutlaus, sem horfir aðgerðarlaus á, að maður er myrtur? Sá, sem ekki segir nei — segir já Ræðumaður ræddi um hið andlega tómarúm, sem oft myndast í menningarátökum samtímans og benti á, að kom- múnisminn mundi fcigra í bar- áttunni um þetta tómarúm, ef frjálshyggj'umenn spyrntu ekki við fæti og verðu lýð- ræðishugsjón sína. Kommún- istar byggja sigurvonir sínar á hlutleysi manna, og því segði sá já við stefnu þeirra, sem ekki segði nei. — Lembourn minntist á margt fleira í hinni ágætu ræðu sinni, en engin tök eru á því að fjölyrða um hana hér. Að ræðu Lembourns lokinni las Tómas Guðmundsson skáld upp stefnuyfirlýsingu Frjálsr- ar menningar. Hún hljóðar svo: Félagið Frjáls menning er, eins og ráða má af nafni þess, umfram allt stofnað til vernd- ar og eflingar frjálsri hugsun og frjálsri menningarstarf- semi. Það er óháð öllum stjórn málaflokkum, en skuldbindur meðlimi sína til jákvæðrar baráttu gegn hvers konar ein- Framhald aí bls. 3 tíðinni: Rekur höfundur þetta nokkru nánar og víkur að því, sem getur að líta í þjóðminja-. safninu húsmuni og vopn og slíkt, fremur fátæklegt í aug- um útlendinga, en dýrmætt íslendingum. Höfundur biður menn að gera sér grein fyrir því, að frá fornum tíma eigi Islendingar lítið nema sitt mikilfenglega, fagra land, og því þá ekki að skila þeim aftur því, sem þeir þrái svo innilega — og gera það glöðum huga? Þessi hand- rit, sem aðeins 5—6 menn í Danmörku geti lesið og notað vísindalega, hafi verið ljós- mynduð (mikrofotograferet) að því er vitað sé, og ísland hafi að því er virðist nú eins góð skilyrði til þess að varð- veita handritin og Danir. Höfundurinn telur að unnt sé að sigrast á öllum erfiðleik- um, einnig varðandi þau hand rit, sem Danir hafi sérstakan áhuga fyrir, ef góður vilji sé fyrir hendi, en mikilvægast sé, að niður falli þras um lagaleg atriði og smámunasemi, —< og ræðishyggju, ríkisofbeldi og skoðanakúgun. Frjáls menning kappkostar að sameina lýðræðissinnaða áhrifamenn um þetta mark- mið. Félaginu ber að efla kynni þessara manna inn- byrðis, stofna til umræðu- funda og fræðslustarfsemi um menningarleg vandamál, inn- lend og alþjóðleg, beita sér fyrir sameiginlegum yfirlýs- ingum, ef þörf þykir á, og sjá að öðru leyti um að koma skoðunum sínum á framfæri við almenning. Félagið á hliðstöðu með þeim menningarsamtökum, er nefnast á frönsku Congrés la Liberté de la Culture og starfa víðsvegar í lýðræðis- löndum, en er óbundið þeim að öðru en sameiginlegri holl- ustu við frjálsa hugsun og frjálsa menningu. Stefnuyfirlýsing þessi var samþykkt með samhljóða at- kvæðum fundarmanna, sem síðan undirrituðu hana. — Þá sagði Eiríkur Hreinn Finn- bogason frá ráðstefnu ungra skálda og gagnrýnenda, sem haldih var í Stokkhólmi í þessum mánuði á vegum sænska félagsins Frjáls menn- ing. Var þar aðallega rætt um vandamál ungu skáldanna. Var samþykkt að fela undir- búningsnefnd að gegna stjórn- arstörfum til framhaldsaðal- fundar. —Mbl., 24. marz VAKANDI AtJGU í einu af hinum stóru vöru- húsum Parísar geta eftirtekt- arsamir gestir séð mismun- andi stór göt á veggjunum. Aftur á móti sjá þeir ekki að innan við þessi göt eru ljós- myndavélar, og er þetta ný að- ferð til þess að hafa hendur í hári þeirra, sem leggja það í vana sinn að hnuppla í verzl- unum. Strax og ljógmyndar- inn sér úr launsátri sínu, að einhver fingralangur er í verzlununni tekur hann mynd og gefur jafnframt til kynna í stuttbylgjusendi hver hinn seki sé, en sönnunina hefir hann í ljósmyndavélinni. Þessi útbúnaður er mjög dýr, en forstjóri vöruhússins telur að það muni margborga sig. Áður höfðu leynilögreglu- menninir einungis hendur í hári 5000 hnupplara á ári af um það bil 12,000, sem ljós- myndararnir hafa komið upp um \ á jafnlöngum tíma. málið komist á æðra viðræðu- stig, þar sem hjartahlýja ræður. —VÍSIR, 20. marz ■-----------------------------------—„-T Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $... for ....... subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME .....;................................ ADDRESS ..................................!.. City............................... Zone... i.___________________y_________________________ Danir skili fslendingum handritunum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.