Lögberg - 16.05.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.05.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYl use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In V, Lb. Tliu Makes the Finest Bread Avallable at Tonr Favorlte Grocer SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In 14 Lb. TÍBf Maket the Flnest Bread Avallable at Tonr Favorlte Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 16. MAÍ 1957 NÚMER 20 Kosinn forseri Félagsins til eflingar norrænum fræðum Dr. Richard Beck var kos- inn forseti Félagsins til efl- ingar norrænum fræðum (The Society for the Advancement of Scandinavian Study) á árs- fundi þess í Chicago 4. maí. Fráfarandi forseti er Prófessor Haakon Hamre við University of California í Berkeley, er var um eitt skeið sendikenn- ari í norsku við Háskóla Is- lands. Varaforseti var kjörinn Prófessor Kenneth Bjork, St. Olaf College, Northfield, Minnesota, en Prófessor Sverre Arestad, University of Washington í Seattle, var endurkosinn ritari og féhirðir. Er þetta í þriðja sinn sem dr. Beck skipar forsetasessinn, en hann var forseti félagsins árin 1940-'42 og aftur 1950-'51. Auk þess hefir hann átt sæti í stjórnarnefnd þess og árum saman verið í ritstjórn árs- fjórðungsrits þess, "Scandji- navian Studies," og birt þar fjölda ritgerða og ritdóma um íslenzk efni. Jafnframt ofantöldum em- bættismönnum félagsins skipa stjórnarnefnd þess háskóla- kennarar í norrænum fræð- um víðsvegar úr Bandaríkj- unum, meðal þeirra Jóhann S. Hannesson, bókavörður við Fiskesafnið íslenzka í Cornell, cg hinn kunni íslandsvinur, Prófessor Kemp Malone við Johns Hopkins University í Baltimore. I tilefni þess, að á kom- andi sumri er 100 ára rit- höfundarafmæli Björnstjerne Björnsons, öndvegisskáldsins norska, flutti dr. Beck á fund- inum erindi um „Björnstjerne Björnson á íslandi," og ræddi þar um hinar mörgu þýðingar af ritum hans á íslenzku, í bundnu máli og óbundnu, sem út hafa komið austan hafs og vestan. Benti hann samtímis á það, að Björnson hefði á sín- um tíma drengilega stutt mál- stað íslendinga í sjálfstæðis- baráttu þeirra. Tvö önnur erindi um ís- lenzk efni voru flutt á fund- inum. Prófessor Rosalie H. Wax, við University of Chicago, ræddi um viðhorf til töfra í norrænum bókmennt- um, en Prófessor Lee M. Hollander, University of Texas, hinn góðkunni þýðandi Sæmundar-Eddu og Njáls sögu, hélt fyrirlestur um gerð Eyrbyggju. Eins og nafn þess bendir til, vinnur félagið að eflingu og útbreiðslu norrænna fræða vestan hafs. 1 því eru fræði- menn á því sviði í Bandaríkj- unum og Canada, og aðrir, sem áhuga hafa fyrir Norður- löndum, bókmenntum þeirra og menningu. Félagsfólk er sem stendur á sjöunda hundr- að talsins. Vorsref Vorsins hljómar harpan skær hressa ómar lýðinn. Vötnin ljóma og lækur tær ljúf er blómatíðin. Vindaþýtt og vorsól skín veðrið blítt á daginn. Alt er nýtt og nýtur sín nú er frítt um bæinn. Grösin fæðast eitt og eitt ætla að græða svörðinn. Fríkkar hæðin föl og þreytt fallega klæðist jörðin. Svo eru sporin sólar hlý. Svo hefur vorað aftur. Endurborin orka á ný í öllu er þor og kraftur. FARFUGLAR Vængja fráir fljúga hjá fara bláar leiðir. Víða há, en halda á heiða-bráin seyðir. Ásgeir Gíslason Verður Saskatchewan- áin beizluð? Á ferðum sínum um Saskat- chewan gaf forsætisráðherra, St. Laurent, 1 skyn í ræðum að ef til vill myndi sambands- stjórnin leggja fé í að stífla Saskatchewan-ána, er rennur í Winnipegvatn, í þeim til- gangi að framleiða aukna raf- orku fyrir suðurhluta fylkis- ins. Stjórnin hafði áður skipað nefnd til þess að athuga þetta mál. Var komist að þeirri niðurstöðu að kostnaður yrði 82 miljónir, og mælti nefndin alls ekki með því að stjórnin leggði fé í þetta stórvirki, en síðan hafa Liberalar í Saskat- chewan lagt hart að stjórninni að veita þessu máli fulltingi, og mun það sennilega ná fram að ganga, ef fylkisstjórnin þar og sambandsstjórnin geta samið sín á milli. fsraelsmenn í vígahug Stjórnin í ísrael staðhæfir, að arabiskis skæruliðar hafi nýlega hvað ofan í annað ráð- ist inn yfir landamærin, sært og drepið menn og gerst sekir um rán og gripdeildir; kveðst stjórnin eigi munu una slíku lengi. ANNÁLL Úr Vopnafirði Það má segja, að tíðarfar hafi verið gott síðastliðið ár, úrkomur litlar og frost væg, vorið fremur þurrt og kalt. Jörð byrjaði snemma að gróa, eða í maí, en spratt seint vegna þurrkanna. Spretta varð því mjög rýr, nema á túnum, þar varð hún í góðu meðallagi, en með þriðjungi meiri áburði heldur en hefði átt að þurfa, eftir styrkleika áburðarins. Heyfengur af túnum varð því í góðu meðallagi, en eng- inn af úthaga, því varla var að kýr hefðu haga nema í 2 mánuði, enda víða gefið allt sumarið. Fjárhöld hafa verið góð; það má segja, að garnaveiki sé að mestu horfin, og má þar þakka bóluefninu frá Keld- um. Þó fer ein og ein kind, bólusett, en það eru smámun- ir hjá því, sem áður var. Sauðfé var með vænna móti í haust og má það sjálfsagt þakka þeirri rólegu veðráttu, sem var í sumar, og þó að ágústmánuður væri með þeim köldustu, sem komið hafa undanfarin ár, þá bætti sept- ember það upp, en hann var mjög hagstæður. Vegna þess, hve grös söln- uðu snemma, fór fénaður að rýrna og léttast þegar fram kom á haust, og var orðið svo um miðjan desember, þegar fé var tekið að húsum, að ær voru búnar að léttast um 3—7 kg. frá í október. Spretta garðávaxta varð góð og sums staðar ágæt. Jarð- vinnsla var hér talsverð í sumar og var unnið fram í nóvember, og hefði verið unn- ið lengur, ef áhöldin hefðu ekki "verið orðin svo léleg og einlægt að bila. Úr Reykhólasveii er skrifað: Ásetningur búfjár er svip- aður hér í sveit og síðasta ár, enda ekki hægt um vik, þar sem ræktun er ekki nægjan- leg. Sagt var hér á dögunum, að innan þessa hreppsfélags séu 12 búendur, sem höfðu lagt inn færri en 60 lömb til sJátrunar í haust, og þó eru þessi lömb aðaltekjur heimil- anna. Það sem okkur vantar hér fyrst og fremst er aukin ræktun og svo að fjölga búfé okkar og byggja upp. Símað úr Húnaþingi 11. maxz Hér hefur verið norðaustan átt um hartnær mánaðarskeið og. sjáldan hríðarláust, þó sjaldan hafi gengið til aftaka snjóburðar, svo dögum skipti. Fulltrút fiskimanna Hon. F. C. Bell, Minister of Mines and Natural Resources í Manitoba, tilkynnti á mánu- daginn að Helgi K. Tómasson hefði verið skipaður fyrsti fulltrúi fiskimanna í Mani- toba. Er hér um brautryðj- endastarf að ræða, sem er sambærilegt við það sem innt er af hendi af aku^yrkjufull- trúanum í þágu bænda. Fiskimannafulltrúinn verð- ur milligöngumaður milli fiskimanna og stjórnarinnar og mun reiðubúinn að aðstoða fiskimenn^ í viðræðum þeirra við fiskifélögin. Hann mun og aðstoða við endurbætur á fiskiútveginum; kynna fiski- mönnum nýjustu fiskveiða- tækni þar sem þess er þörf og nýjustu aðferðir við að fram- leiða og koma á markað fyrsta flokks fiski og leiðbeina við sölu hans. Umdæmi hans nær yfir öll svæði í Manitoba, þar seni fiskur er veiddur til sölu. Hon. F. C. Bell telur Mr. Tómasson sérstaklega hæfan til að taka að sér það starf, að aðstoða fiskimenn við að greiða úr vandamálum þeirra vegna langrar reynslu hans bæði sem fiskimaður og sem fiskikaupmaður. Helgi K. Tómasson er fædd- ur að Hecla, Manitoba; hann er fertugur að aldri. Hann er sonur frú Sigthoru Tómasson og Kristjáns heitins Tómas- sonar, sem var fiskimaður og útgerðarmaður við Winnipeg- vatn um fimmtíu ára »keið, Helgi K. Tómasson dugnaðarmaður -og vinsæll mjög. Foreldrar Kristjáns heitins voru hin mætu land- námshjón Helgi og Margrét Tómasson, er voru í fyrsta hóp Islendinga, sem settist að í Mikley 1876. Þau námu land að Reynistað, og þar býr Helgi K. Tómasson nú. Helgi K. lauk prófi í ellefta bekk í skóla byggðarinnar og byrjaði að stunda fiskiveiðar 18 ára að aldri. Síðastliðin 11 ár hefir hann aðallega gefið sig að fiskiverzlun, {packer). Hann er ágætlega máli farinn, drengur góður og prúðmenni í hvívetna. Kona hans er Dorothy Clifford Tómasson. Þau eiga tvo sonu og tvær dætur á aldrinum 11 til 16 ára. Lögberg árnar Helga heilla í hinni nýju og ábyrgðar- miklu stöðu hans. En allan þennan tíma hafa mjólkurflutningar gengið mjög þunglega. Hefur verið reynt að brjótast einu sinni í viku eftir henni og þá ætíð við illan leik og harðsóttan. í gær var þess freistað að senda jarðýtu með geysimik- inn sleða þessara erinda. Enn er of snemmt að fullyrða hversu sú úrlausn gefst. Hún verður alltaf dýr og þó að erf- iðinu ómetnu, enda verður slíkt alltaf neyðarúrræði. En þetta er — og trúlega verður — saga íslenzkra mjólkur- flutninga um land allt, þó Norðurland hljóti þar oftast sinn hlut rífan. Þrátt fyrir fannfergi eru ekki jarðbönn um héraðið^ enda óvenju lítið um skamm- degisgadd að ræða. Allmargt hrossa bjargast því enn á eig- in spýtur, þótt telja megi að sauðfé hafi staðið inni um all- langt skeið. —FREYR, marz 1957 íbúðarhús brennur Að kvöldi hins 22. apríl síðastliðins brann íbúðarhúsið á Hvalsnesi á Skagaströnd til kaldra kola; engu af innbúi, að undantekinni einni yfir- sæng varð bjargað; konan var ein heima í húsinu ásamt þremur börnum sínum, er eldurinn gaus upp, og lánaðist henni og börnunum að komast út og gera manni sínum, er var að gegningum í útihúsum aðvart um brunann. Brezk skip um Suez Brezk stjórnarvöld hafa mælt svo fyrir að brezk verzl- unarskip hefji þegar siglingar um Suez-skurð, þótt þau jafn- framt mótmæli þeim reglu- gerðum, sem Egyptar hafa sett varðandi siglingágjöld.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.