Lögberg - 16.05.1957, Síða 2

Lögberg - 16.05.1957, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. MAI 1957 Tilkynning frá skrifstofu Norman M. Dunn, Q.C. (Niðurlag) 4. Búnaðarsiefna. Vér vilj- um veita bændum fullvissu fyrir því að þeir fái sann- gjarnan arð í hlutfalli við tekjur þjóðarinnar, með því að koma á uppbótar- programmi eftir því sem nauð syn ber til, svo að sanngjarnt verð fáist fyrir búnaðarafurð- ii' með tilliti til framleiðslu- kostnaðar. 5. Sijórnareinokun. Vér trú- um fastlega á samkeppni í kaupsýslu og öðrum opinber- um fyrirtækjum, og munum vér hefta þá hættu sem stafar af allri einokun, t. d. sem á sér stað í sambandi við sjón- varpið, útvarpið og loftleiða- samgöngur. 6. Smáverzlun. Vér höldum því fram að meiri nærgætni ætti að eiga sér stað í garð þeirra, sem starfrækja smá- fyrirtæki, — þeir þarfnast stuðnings. Höfum vér ráðgert að stofna nefnd, sem mun samanstanda af mönnum úr ráðuneytinu og fulltrúum frá smáiðnaðarfyrirtækjum, víðs vegar um Kanada, svo að rétt- mætar tillögur í þessum mál- um fái framgang. Munu þá smáfyrirtæki í heildsölu, smá- sölu eða iðnaði hafa tækifæri til að þrífast og ná útbreiðslu. 7. Verkamenn. Aðeins fáein orð um verkalýðinn. Árið 1872 var George Brown formaður nefndar vinnuveitenda til þess að eyðileggja verkfall. Conservative stjórnin dreif í gegnum þingið lögin um verkamannasamtökin, sem losuðu verkamannasamtök úr viðjum gamallra lögbanna. Fram eftir árum hefir flokki vofum orðið mikið ágengt í baráttunni fyrir réttlátum verkamannalögum. Progressive Conservative flokkurinn, nú og ætíð, er þess fullviss að einkafyrir- tækisstefnan, í samstarfi við öflug og gildandi verkamanna samtök, veitir kanadiskum verkamönnum hin fullkomn- ustu tækifæri til öruggrar framtíðar og velmegunar. Þá er Conservative flokkurinn tekur við stjórn, munum vér sjá um að jafnvægi fáist í at- vinnulífinu, svo að velmegun fólksins megi fara vaxandi. 8. Eflirlaun. Það er fastur ásetningur vor að bæta kjör þjóðarinnar, með því að fram fylgja tryggingu fyrir mann- félagslegri velmegun. Eftir- laun munu verða veitt í hlut- deild við vaxandi framleiðslu þjóðarinnar. Vér fordæmum hinn fátæk- lega viðbótarstyrk, — 20 cent á dag, — sem veittur hefir verið gamalmennum. Eru þeir nú í dag langt um ver staddir en árið 1951, þá er þeim fyrst voru veittir $40.00 á mánuði. Er mínútur REIKNAST Er þér vltlð hvað yður vanhagar um, en eruð ekkl viss um hvar skull flnna það, er bezt að fletta GIILC BLAÐSIÐUNUM, þar sem er að finna í stafrófsröð nöfn, staðsetningu við- sklptastofnana, einstakl- inga og prófesslonaUsta. Með því að nota GIIHI BliAÐSfÐURIVAR getur ein símahringing komið því f verk sem að öðrum kosti tæki klukkustundir. 'fíUOW? PA6ÍS ~ttwfShoLU(IOU whmfoVujj! Á þessu tímabili hafa atvinnu- laun hækkað um meir en 50%, og engin stjórn sem hefir ábyrgðartilfinningu, get- ur réttlætt þessa smásálar- legu uppbót á ellistyrknum og hermannaeftirlaunum, og núverandi lágmarkseftirlaun stjórnarþjóna. Conservative flokkurinn ráð gerir að miða upphæð eftir- launa við þarfir hinna öldruðu borgara, og haga þeim eftir vaxandi framfærslukostnaði, og ennfremur verður tuttugu ára takmarkstímabilið fyrir nýja borgara stytt um helm- ing. Það er trú mín að stjórnin eigi að sýna öllum borgurum sanngirni og réttvísi, og lof- orð mitt gef ég fyrir því, að Conservative stjórn muni líta eftir þeim, sem eftirlaun hafa, sanngjarnlega og sæmilega. 9. Yfirlit. Það sem ég nú hefi sett fram fyrir ykkur í stórum dráttum, er aðeins yfirlit yfir sum vandamál þjóðarinnar. Ýmsum öðrum málum verður hreyft í þessari kosningabaráttu. Stefnuskrá Conservative flokksins er grundvölluð á óbilandi trú á frelsi; á við- haldi þeirra stofnana, sem eru traustar stoðir frelsis vors; á velgengni Kanada, sem frjálsu, óháðu þjóðfélagi; á fullvissunni um það, að öllum kanadiskum borgurum eigi að veita jöfn tækifæri til fram- taks, tækni og iðnaðar; og á- kveðinni trú á því að stjórnin sé þjónn þjóðarinnar, og að engin stjórn megi leyfa sér að verða yfirboðari fólksins. — Flokkurinn mun berjast af al- efli gegn hinni hættulegu kommúnistastefnu, innan frá og utan að, með tilliti til skilnings vors á frelsi ein- staklingsins. GJAFIR TIL „HÖFN" frá janúar 1957 til maí Mr. & Mrs. John Sigurdson, Vancouver, ...........$50.00 Mr. & B. Baldwinson, Thicket Portage, Man. $50.00 í minningu um frænd- og vinkonu, Mrs. Ragnheiði Gunnarsson, dáin 1956. Mr. V. J. Guttormsson, Lundar, Man...........$25.00 Mr. & Mrs. H. B. Johnson, Vancouver, ...........$25.00 Mrs. Hallson, Vanc. $25.00 Mr. Philippson, Vanc. $25.00 Victoria Women’s Icelandic Club, ......$25.00 Mr. & Mrs. Oscar Howardson, Vancouver, ...........$20.00 í minningu um Snæbjörn Polson (dáinn í Vancouver 1956) og Ófeig Sigurdson. Dr. Friðleifson, Vanc. $10.00 Mr. & Mrs. F. O. Lyngdal, Vancouver $5.00 í minningu um ögmund og Daisy Olafson. Nýir meðlimir félagsins fyrir 1957: Mr. John Johnson, Vancouver .............$2.00 Mrs. Anna Johnson, Vancouver $2.00 FAEIN MINNINGARORÐ UM Hjálmar og Þóru Josephson, Leslie, Saskatchewan Hjálmar Josophson, fæddur 7. desember 1802 — dáinn 4. april 1957 og Mrs. Þóra Jónsdóttir Joseplison fædd 23. okt. 1875 — dáin 26. febr. 1950 Þessi mætu hjón bjuggu búi sínu ásamt börnum sínum, með dugnaði og myndarskap í mörg ár, nærri Leslie. Að morgni þess 4. apríl 1957, lézt á Union sjúkrahús- inu í Foam Lake, Saskat- chewan, einn elzti, íslenzki m a ð u r Vatnabygðarinnar, Hjálmar Jósephson 94 ára og nær því fjögra mánaða. Laug- ardaginn 6. apríl var hann, að viðstöddu allmiklu fjölmenni, lagður til hinztu hvíldar við hlið konu sinnar í Leslie graf- reitnum. Séra Creighton frá Wynyard embættaði. Miss Narfason frá Foam Lake, var organisti og hinn vel þekti út- fararstjóri Narfi A. Narfason sá um útförina. Líkmenn voru: Jón Bjarnason, Árni Sigurðsson, John Sigurðsson, Stefán Ólafsson, Skúli Björns- son, Einar Thorsteinsson. — Blóm voru mikil og fögur frá skyldum , og vandalausum. Sumir gáfu í sjóði í stað blóma. I grafreitassjóð, í sjúkrahússjóð, í krabbameins- lækningasjóð og í liðagigtar- sjóð. Að gefnu tilefni skal þess getið hér, að það var Sigbjörn Sigbjörnsson tengdabróðir minn og Guðmundur sonur hans og konu hans, Mrs. Önnu / Mr. Don Christopherson, Vancouver .............$2.00 Mr. Luther Christopherson, Vancouver $2.00 Mr. Scheving, Vancouver .............$2.00 Mr. C. Eyford, Vancouver ..............$2.00 Rev. E. Brynjólfsson, Vancouver ..............$2.00 Mrs. Skúlason, Vancouver ......./......$2.00 Miss Stevenson, Vancouver .............$2.00 Mr. ísdal, / Vancouver ............. $2.00 Mrs. A. Dell, Vancouver '.............$2.00 Mr. John Gauti, Port Alberni, B.C......$2.00 Mr. Agnar Bergman, Port Alberni, B.C. ....$2.00 Mr. Leni Kjernisted, Port Alberni, B.C......$2.00 Mr. Steve Magnússon, Port Alberni, B.C......$2.00 Mr. Kristján Gíslason, Port Alberni, B.C......$2.00 Mr. Carl Gíslason, Port Alberni, B.C. ....$2.00 Mr. Andrés Gíslason, Port Alberni, B.C......$2.00 Mr. John Sigurdson, Port Alberni, B.C......$2.00 Kvenfélagið Sólskin, stólar og bollapör. Meðtekið með innilegu þakklæti frá stjórnarnefnd- inni. Mrs. Emily Thorson, féhirðir 3930 Marine Drive, West Vancouver, B.C. sál. Sigbjörnsson, sem í hópi annara gáfu blóm. Þess skal einnig getið, að ágætar veitingar voru fram bornar heima á Jóseph-sons heimilinu, að afstaðinni út- förinni, en menn komu úr ýmsum áttum til jarðarfarar- innar og þar varð nokkur hreyfing á, er utan úr garðin- um kom, svo það urðu nokkrir utan hjá því, að komast þang- að heim, einkum þeir sem voru með lestinni. En svo bæta menn um það síðar, fari alt að óskum. ----0---- Hjálmar Jósephson var fæddur í Skógum í Vopna- firði á íslandi 7. desember 1862. Foreldrar hans voru hjónin Jósep Hjálmarsson og Kristín Sigurðardóttir, búsett í Skógum. Er föðurætt Hjálm- ars heitins gamall og sterkur ættbálkur þar eystra og er þar enn, og nokkrir liðir hans bjuggu á sama bænum, Skóg- um í Vopnafirði, um langt skeið. Þann 16. maí 1896 kvongað- ist Hjálmar Jósephson ung- frú Þóru Jónsdóttur, bóndans á Hólmi í Hornafirði, er þá var um tvítugs aldur. Ungu hjónin bjuggu ásamt foreldr- um Hjálmars í Skógum þar til árið 1903, að þau fluttu til Vesturheims. Fyrst settust þau að í Ivahhoe, Minnesota, U.S.A. þar til 1912, að þau fluttu sig til Winnipeg, Mani- toba, Canada. Árið 1914 flutti fjölskyldan sig til Leslie bygðarinnar í Saskatchewan og tók sér bólfestu fjórar míl- ur suðaustur af Leslie bæn- um. Þar bjuggu þau það sem eftir var ævi þeirra. Þau Hjálmar og Þóra eign- uðust sex börn. Tvö dóu í æsku, fjögur eru á lífi: Jósep, Kristín og Jón öll heima, Dór- hildur, gift Harry Nightingale. Þau búa í Okla, Saskat- chewan. Nightingale hjónin eiga þrjú börn: Florence, gift Clifford McGinnis, John og Carolyn. Þau Hjálmar og Þóra voru mestu sómahjón á sinni tíð. C0PENHAGEN Heimsins bezta munntóbak

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.