Lögberg - 16.05.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.05.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. MAÍ 1957 Þau eignuðust, ásamt börnum sínum sérlega fallegt heimili og héldu við öllu, úti og inni með hinni mestu prýði. Og í sama stíl halda systkinin því enn. Á meðan lúterska kirkjan var hér í gangi, þá lögðu þau henni lið. Hjálmar Jósephson gaf sig ekki út frá heimili, en var sífelt vakandi og starf- / andi fyrir heimili sínu og búi. Hann var smiður með ágætum bæði á tré og járn og hann var eins góður bóndi og hann var smiður. Hagsýnn og fór fjarska vel með alt sem hann tók á. Börn þeirra hjóna hafa erft kosti ættmenna sinna. Þau eru öll reglulegir listamenn í smíðum og hannyrðum og þeim er nákvæmlega eins sýnt um búskapinn og foreldr- um þeirra var, enda munu nú vera komin töluverð efni þar í kring. Húsfreyjan, Þóra Jóseph- son, var hin mesta prýðiskona, ljúflynd, fasprúð, bæði í orði og framgöngu. Hún var verk- maður ágætur á matreiðslu, sauma og húshald allt. Húh tók líka mikinn þátt í kven- félaginu íslenzka á meðan heilsu hennar naut við. Hún var alstaðar til prýði hvar sem hún kom fram. Börnin hafa reynzt foreldr- um sínum mæta vel, einkum kom það til gfeina er heilsu- leysi og elli tók að sækja að þeim. Þau unnu með þeim, sérstaklega þau þrjú, er heima voru, uppvaxtar- og starfsár fram að þessu og þau stund- uðu þau með árvekni og mann gæzku, er lasleiki og elli höfðu tekið starfið úr hönd- um þeirra. Þegar gesti bar að garði hjá Jósephson's var þeim ágæt- lega tekið. Hjálmar var maður fálátur við ókunnuga en undi sér mæta vel í hópi vina sinna. Og ævinlega kom Hjálmar út á móti vinum sínum, er þá bar að garði, ásamt konu sinni á meðan hennar naut við, og börnum. Og sömuleiðis fylgdi hann þeim út, er þeir hurfu á braut. Það var um all-langt skeið ,rhringur" við Leslie af skyld- mennum og nágrönnum, sem mikið höfðu saman að sælda. Þeir sem enn eru á foldu munu minnast margra ánægju legra samverustunda heima hjá Jósephson's fjölskyldunni. Fallegt borðhald og ánægju- legar samvistir úti á blóma- skrýddri, trjágirtri grasflöt- inni úti við húsið. Þar vorum við mörg oft stödd, 1943 til dæmis, var eitt svona sam- kvæmi þar til heiðurs við systur húsmóður, Mrs. Guð- rúnu Hólm, sem þá var í heim sókn. Og nágrönnum og Lvenzlamönnum var boðið. Þá voru húsbændur báðir á foldu. Það var sólskinsríkur sunnudagur og við vorum mörg þarna úr nágrenninu. Það voru teknar hópmyndir undir trjánum, skrafað um alt 1 og ekkert, sveimað til og frá að skoða plássið. Piltarnir fóru út í fjósin. Eitthvað var af skepnum í kring. Þeir skoð- uðu skepnur og skepnufóður og peningshúsin. Og alls stað- ar blasti við augum prýði þrifnaðarins og góðrar hirðu. Á sama hátt höfum við oft verið boðin þarna heim og unað hið bezta, því maður fann, að það var gert af góð- vild. 1 fyrrasumar, í júní 1956, vorum við enn stödd í boði hjá þessu fólki, og þó færra væri en maður hefði óskað, var eigi til neins að tala um það. Móttökurnar voru þær sömu. Umhverfið það sama. Eins og gefur að skilja, kunni Hjálmar frá ýmsu að segja, úr svo langri ferð, þó nú séu all- mörg ár síðan ég heyrði hann segja frá tveim atriðum, sem hér eru greind. Sá vel þekti klerkur og sveitarhöfðingi, séra Halldór á Hofi, afi frú Guðrúnar sál. Lárusdóttur rithöfundar og alþingismanns, fermdi Hj'álmar. Þá voru ár í leysingum að vorinu og af- leitt yfirferðar, svo prestur- inn tók börnin öll í viku á heimili sitt. Börnin voru 36 að tölu. Heimamenn voru þá eitthvað á milli fjörtutíu og fimmtíu og gestir komu dag- lega. Þó prestur stæði sjálfur fyrir öllum málum, er að sóttú, þá var þarna bæði ráðs- maður og ráðskona ásamt mörgu vinnufólki. Auk þess var þar allmargt manna, sem fyrir elli sakir höfðu lagt dag- legu störfin til hliðar. Hið annað atriðið, sem ég heyrði Hjálmar heitinn segja frá fyrir nokkrum árum, var það, að þegar Kristján IX. Danakonungur kom heim til íslands 1874 með Stjórnar- skrána, þá voru höfð veizlu- höld hér og þar út um landið, þó að konungur kæmi aðeins, eftir því sem ég skil, til Reykjavíkur og Þingvalla. Á meðal þeirra héraða, sem veizlur héldu í minningu um þessa merkilegu konungs- komu, var Vopnafjörður. — Hjálmar Jósephson sagðist muna vel eftir umsvifunum þar úti og vitaskuld bar hann full kensl á hvers vegna þau voru. Það var tjölduð stór hlaða, innan yfir alla veggi, og úti var pallur einn mikill. Þar fluttu menn ræður og kvæði, og mikið sveim var á fólki sér til skemtunar þar um. Mér finnst ekki ósanngjarnt að bæta við þriðja atriðinu, sem kom á daginn í endur- minningum Hjálmars, er um ræddi æsku hans. Það er lítil frásögn, en hún lýsir nokkuð lundarfari séra Halldórs á Hofi og út úr henni má lesa bæði framsóknaranda prests- ins og líka prúðmensku hans við vinnufólk sitt. Það var einu sinni í grenj- andi rigningu, að piltar prests- ins komu heim frá engjaslætti um hádag. Þeir mættu presti í dyrunum. Hann spyr þá hvernig á því standi, að þeir séu komnir heim á bæ á þess- um tíma dags. Einhver af þeim verður fyrir svörum og segir: „Vegna rigningarinnar auðvitað." — „Ja-á", segir prestur hægt og hikandi. „En samt er nú þetta sumarveður, piltar mínir". Ekki er þess getið að meira hafi orðið út úr því. Þess má geta, að það þykir kostur að slá í mátulega mik- illi vætu; það bítur betur ljár- inn, einkum á harðvelli, ef rakt er í rótinni. Það er köll- uð „rekja", eða var fyrrum. Og það er líklega enn, því ég minnist þess að séra Eiríkur S. Brynjólfsson sagði einu sinni, er hann var að sækja fólk á bíl sínum í rigningu í Vancouver: „Það er rekja núna". Satt sagt þá hafði þetta orð vikið úr huga mínum um langt skeið, er það var vakið þarna aftur. Svo ég komi að hringnum við Leslie aftur. Þeir Jóseph- son's og Sigbjörnsson's eru frændur. Þeir Sigbjörn Sig- urðsson og Hjálmar Jóseph- son og voru systkinabörn. Þeir ólust upp saman í Skóg- um og varð fjarska vel til vina. Hjálmar unni Sigbirni Sigurðssyni sem bróður. Sig- björn sál. var nokkuð eldri, fæddur um 1850. Á þessum fjarlægu tímum var þarna sem í öðrum héruðum lands- ins aðeins ein kirkja á stóru svæði. Það hlaut því að vera löng leið til hennar fyrir marga. Menn létu sér þá nægja það sem þeir höfðu öðlast í kristilegri uppfræðslu undir fermingu og svo Guðs orðið, sem þeim var innan handar að hafa um hönd heima, Sigbjörn Sigurðsson var sterkur trúmaður að eðlis- fari. Á. hann féll sá vandi, að lesa Guðs orðið fyrir alt heim- ilisfólk í Skógum á sunnudög- um og öðrum helgum dögum, þegar ekki var farið í kirkju, á uppeldisárum Hjálmars og þar fram eftir. Það var því ekki að furða í það heila tekið þó þessir menn og afkomendur þeirra hefðu gaman af að hittast hér vestra, í sama héraði. Þeir voru minnugir margs frá æskuárunum, sem og full- orðinsárum og höfðu oft gam- an af að ryfja það upp, er fundum þeirra bar saman. Svo smábrotnaði hringur- inn. Menn færðust til og frá af ýmsum ástæðum, eins og gengur. Höndin kalda hefir gripið stór tök þar inn í bæði á æskú og eldri. Maður fann mikið til þess, er þær Þóra Jósephson og Anna Sigbjörns- son voru burtkallaðar sem og fleiri. Gamli Leslie hringurinn ís- lenzki, er eins og horfinn í fjarskann og sézt aðeins í móðu ýmsra lita út í f jarlægð- inni, þegar þeir sem eftir standa, litast dálítið um út fyrir daglega lífið. Rannvelg K. G. Sigbjörnsson Business and Professional Cards Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. T. Jonasson. Pres. íc Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholeiale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH «0 Louise Street Slml 92-6227 Van's Electric Ltd. $36 Saxgenl Ave. Authorized Home Appliance Dealeri GENERAL ELECTRIC — ADMTHAL McCLARY ELECTRIC — MOITAT SUnjwt 3-4890 Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan. Winnipeg Phona 92-6441 Ofílce Phone 93-4761 Res. SPruce 1-8115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—ð pjn. and by appointment. PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITOBS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. CUve K. TalUn, QC. A. T. Kristjansson. Hugh B. Parker. W. Steward Martin 5Ui fl Canadlan Bank of Commerce Bulldlng, 389 Maln Street Winnlpec 2, Man. Phone 92-3561 Thorvaldson, Eggerison, Basiin & Slringer Barri*ter« ond Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PHONE 92-8291 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BL.DG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja htis. Út- vega peningdlan og eldsabyrgB, bifreiBaahyrgfj o.s. frv. Phone 92-7538 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE. Managlng Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Bes.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 SELKIRK HETAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldarörn. og avalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vitS heldur hita fra atS rjflka út meS reyknum,—SkrifitS. simiB Ul KEIXY SVEINSSON 625 WaU St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 1-4411 I S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOlf) BUTTONS 324 Smiih Sfc „V******9 PHONE 92-4824 A. S. BARDAL LTD. rUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur Hkkistur og annast um út- farir. Allur OtbanatSur sa bestl. StofnatS 1894 SPruce 4-74T4 Læknarnir ræðast við. — Dr. A: — Hvers vegna ertu svona dapur í bragði, vinur sæll? Dr. B.: — Ég hef misst bezta sjúklinginn minn. Dr. A.: — Og úr hverju dó hann. Dr. B.: — Hann dó ekki. Hann er orðinn heilbrigður. Kaupið Lögberg VIÐLESNASTA ISLENZKA BLAÐIÐ p. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Graln Exehonge BW». 167 Lombord StrMt Office Phone 92-4829 Residence 43-3864 œTiMATja FREE SPruce 4-7855 J. M. Ingimundson Re-Roofing - Asphalt Shlngles Insul-Brlc Siding Ventt Installed to Help EUmlnate Condensatíon 632 Slmcoe St. Wlnnipeg. Man. Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SEBVINO THE WEST END fOB 27 YEARB SPruce 4-4422 EUice * Home Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osborne Medical Bldg. SPruce 4-0222 Weston Office: Logan & Quelch SPruce 4-581S Res.: SPrnce 4-0118 S. A. Thorarinson Barrister and BolUHtor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office Phone 92-7051 Heimasimi 40-6488 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountanti Phona 92-2468 100 Princess St. Wlnnlpeg, Ma». And offlces at: _,_ FORT WILLIAM - J^JOJA FORT FRANCES - ATTKOKAN The Business Clinic Anna Larusson — Florence Kellett 1410 Erin Street Phone SPruce 5-6676 Bookkeeping - Income Taz Insurance Dr. ROBERT BLACK SérírseBingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuelmi 92-3851 Heimasími 40-S794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.