Lögberg - 16.05.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.05.1957, Blaðsíða 4
V 4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. MAl 1957 Lögberg Geflð út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖJtG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 93-9831 Við þjóðveginn Eftir því sem nær dregur sambandsþingskosningunum, gerist mönnum tíðræddara um horfurnar og fer það að von- um, því að hvað ætti að vera eðlilegra en það? Úrslit kosn- inganna varða velfarnan allra þjóðfélagsþegnanna án hlið- sjónar af stéttaskipan, eða þjóðernislegum uppruna. Kjörseðillinn hefir réttilega verið kallaður lífæð þing- bundins stjórnarfyrirkomulags; hann er það í dag og hann verður það líka á morgun, og hann verður það alltaf með þeim þjóðum, er draga vilja fána mannhelginnar efst að hún hvernig sem viðrar og hvað sem í móti blæs í þann og þann svipinn. Naumast verður það til nýlundu talið þó farið sé óvirð- ingarorðum um stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka, ekki sízt er kosningar eru í aðsigi; þessa hefir einnig orðið vart undanfarna daga á strætum og gatnamótum; menn hafa heyrzt fleygja því gáleysislega fram, að þeir léti sér það svo sem í léttu rúmi liggja hvernig alt kútveltist í hinu og þessu kjördæminu, hvort Liberali, Konservatívi, C.C.F.-sinni, Social Credit trúboði, eða jafnvel Kommúnisti, fengi yfirhönd, því þegar alt kæmi til alls, yrði þar venju samkvæmt hver silki- húfan upp af annari,- loforð öðrumegin en svik hinumegin, eins og Bólu-Hjálmar komst einhverju sinni að orði; hugsun- unarháttur af þessari tegund er ómannsæmandi og ætti í rauninni að vera kyrktur í fæðingunni. Dularfult fyrirbrigði verður það að teljast, að það, sem af er kosningahríðinni heyrist Lester B. Pearson, sem fram að þessu var svo að segja á hvers manns vörum, naumast nefndur á nafn. Hvað veldur? Er hann þó ekki viðurkendur einn allra hæfasti maðurinn, sem sæti á í ráðuneytinu, maður, sem unnið hefir sér heimsfrægð á vettvangi alþjóðamála og verið einn allra áhrifamesti maðurinn á þingum Sameinuðu þjóðanna? Vonandi er að sjálfsmorð Normans sendiherra og bægslagangur ýmissa stórblaða, einkum austanlands í því sambandi, ráði þar engu um. — Ferðalögum forsætisráðherrans um Vesturlandið er nú lokið, og má hann vel við una þær undirtektir, er hann hvar- vetna fékk; nú er hann í þann veginn að hefja innreið sína yfir Strandfylkin, Newfoundland, Ontario og Quebec. Fréttaritarar, sem ferðast hafa með forsætisráðherra, telja hjá honum hvergi þreytumerkja vart, þrátt fyrir vökur, veizlur og ræðuhöld. Leiðtogi íhaldsflokksins, John D. Diefenbaker, kom hing- að til borgarinnar snemma á þriðjudaginn til þriggja daga ræðuhalda í Manitobafylki; laust fyrir hádegi átti hann við- ræðufund við ritstjóra vikublaðanna, sem hér eru gefin út á öðrum tungum en ensku, og svaraði fyrirspurnum, sem fyrir hann voru lagðar. Mr. Diefenbaker er gáfumaður mikill og aðlaðandi í viðmóti; verður honum vafalaust hvarvetna vel fagnað hver svo sem árangurinn af leiðangri hans kann að verða um það, er yfir lýkur. Mr. J. M. Coldwell, forustumaður C.C.F.-sinna, hefir prédikað yfir öndunum í varðhaldi víðsvegar um Ontario- fylki nokkra undanfarna cfpga við góða aðsókn og vinsam- legar undirtektir; í ræðu ,sem hann flutti í Toronto á mánu- daginn, var hann afar tannhvass í garð sambandsstjórnarinnar og Liberalflokksins í heild; ásakaði hann stjórnina um verð- bólguna, sem nú ríkti í landinu, er hann taldi hafa skapað hana öldungis að ástæðulausu. Mr. Coldwell fór nokkrum orðum um þá lítilmótlegu hækkun ellistyrks, er stjórnin hratt í framkvæmd rétt fyrir þingrofið; taldi hann slíkt kák hvorki meira né minna en óverjandi móðgun við hina öldruðu þegna, er varið hefðu langri ævi í dygga þjónustu þjóðfélags- ins; teljaöná víst, að Mr. Coldwell standi ekki einn uppi með þessa skoðun sína. Framsögumaður og foringi Social Credit trúboðsins, Solon Low, hefir haldið margar ræður vestanlands við fremur slælega aðsókn; hann er harðsvíraður Imperialisti, er nuddar forsætisráðherra það um nasir, að hírnn hafi brugðist trúnaði sínum við brezk stjórnarvöld, er hann þaut ekki upp til Þetta sagði skólameistari, Þórarinn Björnsson Oft eru það lítilfjörleg mál, sem vekja mikið umtal, en það sem bezt er sagt ætti ekki síður að verða minnisstætt og almennt umræðu efni. Þegar menn, sem hafa reynslu, þekkingu, heilindi og mannvit gott, bera sannleik- anum vitni á eftirminnilegan hátt og af góðvild, ætti slíkt að vekja umtal og varanlega umhugsun. I skólasetningarræðu sinni, á s.l. hausti, taldi Þórarinn Björnsson, skólameistari menntaskólans á Akureyri, „næturgöltur og kvöldlíf æsku manna eitt alvarlegasta upp- eldisvandamálið". Þetta næt- urgöltur og kvöldlíf unglinga ber því vitni m. a. hversu upp- alendur þjóðarinnar, bæði heimili og skólar, hafa gefizt upp að miklu leyti eða alger- lega við að venja börnin allt frá vöggunni við sjálfsagðan og nauðsynlegan aga. Margt bendir til þess, bæði fram- koma unglinga í farartækjum, almenningsvögnum, e i n n i g við kvikmyndasýningar, og margvísleg skemmdarstarf- semi, að unglingarnir fái ekk- ert aðhald eða að minnsta kosti er það þá misheppnað og gagnslaust. Agi og ástríki verður að fara saman, full- komin alvara og einbeitni, en nöldur gerir aðeins illt verra. Skólameistari sagði mörg góð og viturleg orð. Hann minntist t. d. á allan nútíma hávaðann: „Vélamenningin með öllu sínu skrölti fyllir loft og eyru með stöðugum hávaða. Sím- inn hringir, ryksugan hvæsir, útvarpið glymur, djassinn mjálmar og veinar. Aldrei er þögn“. Um þetta hafa læknar í seinni tíð einnig látið til sín heyra og bent á, hve skaðlegt heilsu manna allt þetta arg og garg er. Útvarpið getur verið dásamlegt, en einnig hryllilegt. Því er til svarað, að hverjum manni sé í sjálfs- vald sett að loka tækinu. Nei, því er nú ver. Við verðum oft að kveljast undir þessu við- bjóðslega væli og mjálmi, þ e s s u m villimanna-kynóra- tónhrotum. Og oft legg ég það á mig t. d. að ganga alllanga leið; heldur en að þurfa að sitja undir þessu útvarpsgargi í almenningsvögnum, et ganga hér um Kópavogskaupstað. Það verður að teljast frekasta ókurteisi við farþega að dæma þá til slíks ófagnaðar. Hví get- um við hér á landi ekki notið sömu réttinda í farartækjun- um og farþegar hjá öðrum menningarþjóðum, og verið lausir við þenna sáldrepandi hávaða? Óskandi væri, að þeim mætu mönnum fjölgaði hjá þjóðinni, er tækju í sama streng og skólameistari, ekki aðeins viðvíkjandi þessu eina, heldur og öðru, sem Þórarinn Björnsson gerði að umtalsefni. Og nú leyfir EINING sér að birta hér kafla af ræðuút- drætti þeim, sem TIMINN birti 7. október 1956: Mikið liggur á „Og þá er það hraðinn. Allir eru alltaf að flýta sér. Additions to Betel Building Fund Mrs. A. Nussberger, Lára & Bergur Olafson, * 607 Arlington St., Winnipeg 10, man. $5.00 In memory of Sheridan Dunning. Mr. & Mrs. Oliver G. Bjornson 329 Cordova Street, Winnipeg 9, Man. $25.00 --------------0— Mrs. Gudrun Erickson Box 311, Chemoinus, B.C. $5.00 In loving memory of my dear daughter and my dear husband Mrs. Margaret Chris- tine Say and Valdimar Erick- son. ----0---- Frá Dauphin, Manitoba Mr. & Mrs. Murray A. McKillop Box 1173 $10.00 In loving memory of her parents Mr. & Mrs. S. W. Sigurgeirson, Riverton, Man. Mr. & Mrs. Joe Johannesson 233 — 3rd Ave., N.E. $5.00 Dr. & Mrs. G. Sveinson 1051 Fuller Street, $2.00 Mrs. Anna Wilkinson 124 Davidson Street, $1.00 ----0---- Gudrun Olafson Foam Lake, Sask.' $10.00 Til minningar um látna vini Mr. & Mrs. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. ----0---- . Sesselja Sigurdson Foam Lake, Sask. $10.00 Til minningar um látni vini Mr. & Mrs. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. ----0---- Thórarinn Gíslason, Miss Gyða B. Gíslason, Mr. Edward Gíslason, Árborg, Manitoba $50.00 1 kærri minningu um eigin- konu og móður, Soffíu Gísla- son. ----0---- Rev. & Mrs. Eric H. Sigmar 151 Garrioch Avenue, St. James, Manitoba $50.00 handa og fóta til að leggja blessun sína yfir árás Breta og Frakka á Egyptaland og Suez-skurðinn í fyrrahaust; að Mr. Low vaxi í augum kjósenda af slíku fleipri, verður að teljast harla ólíklegt. Það er svo margt, sem kallar að, að menn eru alltaf á eftir tímanum. Það er fundur hér og fundur þar. Aldrei kyrrð. Taugarnar eru í stöðugri spennu ,og afleiðingin sú, að þeim er ofþjakað. Skortur á þögn á sinn þátt í því, að skapa eirðarleysi nú- timans. Gildi þagnarinnar fyrir mannssálina er fólgið í því, að í þögninni komast menn bezt í samband við eilífðina og sitt innsta eðli, sem ef til vill er það sama. Þegar þetta samband rofnar, kemur eirðarleysið, auðkenni nútímans.“ Gildi þagnarsiunda Kaþólska kirkjan hefur gjörla vitað, hvað hún var að gera og hvert hún var að fara með þögninni í klaustrum og^ kirkjum. Nú skortir okkur hreinlega þagnarguðsþjónust- ur. Það er mikið rætt um geð- verndun, og sennilega væri bezta ráðið, ef hægt væri að koma á eins konar þagnar- stundum. Einkum væru það börn og unglingar með sínum óhörðnuðu taugum, sem þyrftu á kyrrð og næði að halda, og allra helzt skóla- æskan. Merking orðsins skóli væri næði, og næði og kyrrð væri nauðsyn til einbeitingar hugans. Æskan þyrfti að geta reynt kraftana, en hún þyrfti líka að hafa næði til þess að safna orku. Hér þyrfti jafn- vægi. Hvíld og áreynsla þyrftu að skiptast hæfilega á. „En hér uggir mig,“ sagði Framhald á bls. 5 "Befel" $180,000.00 Building Campaign Fund ----—180 —160 Mak« your donatlons to tha "Betol" Campaign Fundu 123 Princeæ Street, Winnipeg 2. \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.