Lögberg - 16.05.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.05.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. MAÍ 1957 5 ÁHIJeAMÁL rVCNNA * ' Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Mæðradogurinn Ýmis stór villidýr að verða aldauða ó Indlandi Stjórnin gerir ráðslafanir til að bjarga stofnunum “The Mothers Day” var síðastliðinn sunnudag, 12. maí. Sá dagur er helgaður mæðr- unum með blómum, gjöfum, og þeirra minst í kirkjum landsins. Frá fyrstu tíð hefir bóð móðir tekið mikinn þátt í uppeldi barnanna; við segjum Móðurmál og Föðurland, sem kemur til af því að móðir ræður máli, en faðir landi. Við kné móður sinnar lærir barnið fyrst að tala, hún er sú fyrsta að móta barnssálina. Veraldarsagan sýnir þetta líka, að þrátt fyrir öll hryðju- verkin, sem þar hafa verið og ennþá eru drýgð, — þá lýsa móðurkærleikurinn og móður ástin eins og bjartar stjörnur; allur sá fórnandi kærleikur, sem þar kemur fram er að- dáunarverður, sá kærleikur og sú ást, hefir komið fram í svo ríkum mæli, að þær hafa gefið sitt eigið líf barninu sínu til bjargar. Þær vaka yfir sjúku barni sínu, og ótal bæn- ir stíga til hæða. Rithöfundar hafa á öllum öldum fagurlega minst mæðra sinna, og ljóð- skáldin kveðið þeim dýrðaróð. Islendingar hafa ekki verið þar í öftustu röð. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson segir: „Hví skyldi ég yrkja um " önnur fljóð, 1 en ekkert um þig, ó móðir góð. Upp þú minn hjartans óður, því hvað er ástar og- hróðrardís, og hvað er engill úr Paradís, hjá góðri og göfugri móður?“ Og seinna í þessum listaóð segir Matthías: „En enginn kenndi mér eins og þú, hið eilífa, stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir.“ — Minningin um góða, kristna, ástríka móður er dýrasti arf- urinn, sem nokkur maður á, vegna þess að sú minning deyr aldrei, en fylgir honum lífið á enda. Sú minning er hans verndarengill, og hefir í ótal, ótal tilfellum gert hann að betri manni. Að lokum stutt en sönn saga af ungum dreng, 12 ára gömlum. Þegar hann var 10 ára Aiisti hann móður sína, sem hann hafði elskað af öll- lun mætti barnssálarinnar. í þessi 2 ár, sem liðin voru frá dauða hennar hafði minningin um hana stöðugt verið fyrir hugarsjónum hans, en jafn- framt langaði hann til þess að sjá eitthvað meira af heimin- um; og þó að fararefnin væru af skornum skamti þá var kjarkurinn það ekki. Mest af öllu langaði hann til að sigla yfir hafið og sjá önnur lönd. Svo er ekki að orðlengja það, hann náði tali af skipstjóra nokkrum, sem hafði skip sitt ferðbúið, sagði honum lífssögu sína þó stutt væri og bað hann um far. Skipstjórinn, sem var hið mesta valmenni hét hon- um því, en þá yrði hann líka að vera hlýðinn og góður drengur. Svo var það einn dag á haf- inu, í mesta blíðviðri, að margir skipsmanna voru á þilfarinu, þar á meðal dreng- urinn, og varð hann þá fyrir þeirri óheppni að missa treyj- una sína í sjóinn, á augabragði henti hann sér fyrir borð og náði henni. Þegar skipsmenn sáu aðfarir drengsins, var óðara gefin skipun um að stöðva vélina; tók það aðeins nokkrar mínútur að bjarga drengnum. Nú eru sjólögin ströng — ekki síður en landslögin — og það að stöðva skip á siglingu varðar hegningu nema brýna nauðsyn beri til. Skipstjórinn, sem jafnframt var dómarinn í þessu máli, lét því kalla drenginn til sín og spurði í nokkuð ströngum róm, því hann hefði stokkið fyrir borð, og ef til vill orðið þess vald- andi að skipið hefði orðið á eftit áætlun. — Vegna þess, sagði drengurinn og rétti hon- um mynd. — Skipstjórinn horfði á hana litla stund og segir svo, af hverjum er þessi mynd? — Hún er af móður minni, svaraði drengurinn. Skipstjórinn stóð upp, tók drenginn í fang sitt og með tár í augum sagði hann: Guð blessi þig, góði drengurinn minn. Það var óumræðilega fallegt af þér svona ungum, að hætta lífi þínu til þess að bjarga mynd móður þinnar. Geymdu hana ávalt eins og helgan dóm. Ég ber einnig mynd móður minnar í barmi mínum, og á mörgum hættu- stundum, hefir mér fundizt að hún vera minn verndar- engill. Skipstjóri þessi var, eins og áður er sagt, göfugmenni, enda sleppti hann ekki hendi sinni af þessum unga dreng, en kostaði hann á skóla, þegar hann hafði aldur til — og varð hann síðar meir hinn mest:. gæfumaður. A. M. A. Þetta sagði . . . Framhald af bls. 4 skólameistari, „að jafnvægið 'iafi raskazt. íslenzk æska lifir of ókyrru lífi. Henni gefst ekki tími til að safna nægri sálarorku. Þetta er sennilega alvarlegasta meinið í íslenzku uppeldi. Ég held, að éfg hafi af engu meiri áhyggjur en því, að þið sofið ekki nóg og fáið ekki nóga hvíld. Þó ætlast ég auð- vitað ekki til, að þið sofið lengur á morgnana, heldur farið fyrr að sofa á kvöldin. Næiurgöltur og kvöldlíf ís- lenzkrar æsku eru eiti alvar- legasta uppeldisvandamálið. Það er ekki aðeins, að þið ofreynið óharðnaðar taugar með ónógri hvíld, svo að heilsa ykkar getur beðið var- anlegt tjón af, heldur veikir kvöldlífið líka siðferðilegt viðnám. Hættur kvöldsins Kvöldið er siðferðilega hættulegasti tími dagsins. Þegar sleppir aðhaldi starfs- ins og jafnframt nýtur skjóls myrkursins, þá losnar um það lélegasta í manninum. Kvöld- ið er tími syndarinnar. L'heure du crime, stund 'glæpsins, kalla Frakkar miðnættið. Ef við viljum varðveita æskuna sem lengst hreina og óspillta, þá eigum við að halda henni frá kvöldlífinu. En því miður er það þver- öfugt hér á íslandi. Ég er ekki viss um, að æska nokkurs lands sé jafnmikið á ferli á síðkvöldum eins og æska ís- lands. Hér er þjóðarvoði á ferð- inni. Æskan spillir heilsu sinni, líkamlegri, andlegri og siðferðilegri. öruggasta ráðið til þess að draga úr spillingu heimsins væri sennilega að draga úr kvöldlífi bæjanna. En þar er við ramman reip að draga, þar sem er nautnaeðli manns- ins og hins vegar gróðafíkn þeirra, sem lifa á spillingu heimsins.“ Dagurinn, sem fær birtu og líf Skólameistari sagði enn- fremur að það mætti næstum því segja, að það væri gæfu- merki að vera kvöldsvæfur. Það væri atorkumerki að vera árrisull. Hvort tveggja bæri vott um heilbrigði. Það hlyti að vera eðlilegast að sofa þegar myrkrið væri svartast. Sennilega væri hollast að hátta kl. 8 og fara á fætur kl. 4, en maðurinn hefði fært þennan tíma úr eðlilegu fari og þannig fjarlægzt náttúr- una, orðið óheilbrigður, og því lengra sem hann færi út fyrir mörkin, því óheilbrigðari yrði hann. „Sofnið snemma og vaknið snemma,“ sagði Þórarinn skólameistari. „Því fylgir lík- amleg og siðferðileg heil- brigði. Þá verður dagurinn léttur, kemur á móti ykkur eins og vinur, sem færir ykkur birtu og líf.“ VÍÐA í héruðum Indlands eru nú á döfirini ráða- gerðir um að vernda ýmsar tegundir hinna stóru villidýra, þar eð sumum þeirra hefir fækkað mjög. Hefir Indland um aldir ver- ið Paradís veiðimanna, og nú er svo komið, að stemma þarf stigu við fækkun sumra dýra- tegunda og fuglategunda. Samkvæmt úrskurði stjórn- arinnar á ljónið nú að reka tígrisdýrin á burt úr frum- skógum Mið-Indlands. Ekki eiga þó ljónin sjálf að gera þetta, þau eru ekkert við það Þakkir hinar beztu skal skólameistari hafa fyrir sinn ágæta málflutning, en við eig- um sem flest, að taka undir orð hans, og meira en það. Við eigum öll að vinna að því í þjóðfélaginu, að sem bezt bót verði ráðin á því, sem skaðar okkur verst, hvers kon- ar óregla og ómenning sem það er. Gaman þykir mér að orðum skólameistara um bezta svefn- tímann, kl. 8 að kvöldi til 4 árdegis. Ég fer jafan að geispa eftir kl. 8, en sef oftast lítið eftir klukkan 5 árd., gæti vel tamið mér að rísa kl. 4, eins og John Wesley, hinn mikli prédikari og siðbótarmaður Englendinga gerði um 50 ára skeið og lifði þó fram á ní- ræðisaldur. Síðkvöldin eru hinn útvaldi tími allra spilliafla: siðspill- andi skemmtana, léttúðar og lauslætis, óhófs samkvæma, alls konar óreglu, afbrota og lasta, svo að ekki sé nú minnst á vitfyrringshátt sumra næt- urklúbbanna. Fæst illverk munu framin í dýrðarljóma morgunstundanna. Særstu syndir allra kyn- slóða eru svikið og klaufalegt uppeldi æskumanna. Takizt það illa, er heimurinn í aftur- för, en lánizt það vel, eru þjóð- irnar á leið til frama og far- sældar. Pétur Sigurðsson riðin. En stjórnin ætlar að ráða veiðimenn til þess að skjóta tígrisdýrin — þeir eiga að berjast fyrir konung dýranna. Nóg er af fígrisdýrum Aðal-eftirlitsmaður skóg- anna í Indlandi hefir látið það boð út ganga, samkvæmt á- kvörðun stjórnarinnar, að gerð skuli aðför að tígrisdýr- um í Vindhya Pradesh á Mið- Indlandi. Ástæðan er sú, að nóg er af tígrisdýrum á Ind- landi, en ljónunum fer óðum fækkandi og þarfnast þau því opinberrar hjálpar. Sú var tíðin, að mikið af ljónum var á reiki um Punjab, miðhálönd Indlands og aðra hluta landsins. En síðar varð það í tízku og þótti frægðar- verk að fara á ljónaveiðar og nú eru ekki fleiri ljón í frum- skógunum en einni tylft af dýragörðum. Gizkað er á, að aðeins um það bil 100 ljón séu þar til nú. Ennfremur stendur svo á, að þessi stofn, sem þarna er til er aðallega á sömu slóðum og í „þröngbýli“, í Gir skóg- inum í Saurasthra, sem er skógarfylki í Norðvestur- Indlandi. Stjórnin álítur, að þarna sé of lítið landrými fyr- ir ljónin og sé það heilsu þeirra hættulegt og á því að flytja þau á annað landsvæði. Þá var það ákveðið að veiða tígrisdýrin í Vindhya Pradesh til að rýma fyrir ljónunum. „Saman ljón og tiger . . . ." Svo er að sjá, sem stjórnin álíti, að ekki væri heppilegt að flytja nokkur ljón til Vind- hya Pradesh og „sjá hver hefði það.“ Þótti líklegt, að það þýddi útrýmingu ljón- anna. En það eru fleiri dýrateg- undir, sem eru í hættu. Og í marmarahöllum Kalkútta hefir undirbúningsnefnd kom- ið saman til að bera saman ráð sín um friðun ýmissa teg- —EINING Framhald á bls. 9 CARLING’S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.