Lögberg - 23.05.1957, Side 1

Lögberg - 23.05.1957, Side 1
SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Yi Lb. Tini Makes the Flnest Bread Available at Tonr Favorlte Orocer SAVE MONEYl LALLEMAND quick rising DRY YEAST tn Y* Lb. Ttna Makea the Flneat Bread Avallable at Tonr Favorito Orocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 23. MAÍ 1957 NÚMER 21 Fréttir frá Gimli, 20. MAÍ 1957 Þann 9. þ. m. komu í heim- sókn til Betel Dr. Valdimar J. Eylands og kvenfélag frá Fyrstu lútersku kirkjunni í Winnipeg. Fjörutíu og níu konur komu með rausnarlegar veitingar. Dr. Eylands flutti ágætt ávarp. Mrs. Pearl John- son söng einsöngva; svo var almennur söngur. Dagurinn var í alla staði unaðslegur. Forstöðukonan og heimilis- er allt þakklátt fyrir þessa góðu gleðistund. ----0---- Miss Lorna Joyce Stefáns- son og Terence Pétur Júlíus Tergesen voru gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkj- unni að Gimli þann 7. þ. m. Séra Skúli Sigurgeirsson gifti; séra Jack Larson var aðstoðar prestur. — Faðir brúðarinnar leiddi hana að altarinu. Brúð- Skipaðurí mikilvæga nefnd Stefan Hansen Á miðvikudaginn í fyrri viku, kunngerði mentamála- ráðherra Manitobafylkis, W. C. Miller, að stjórnin hefði skipað konunglega rannsókn- arnefnd, er það hlutverk skyldi hafa með höndum, að gerkynna sér allar aðstæður varðandi starfrækslu menta- mála fylkisins, og gera á sama tíma tillögur til úrbóta þar, sem þörf þykir. Formaður nefndarinnar er Dr. R. O. MacFarlane, en einn af fimm nefndarmönnum er Stefán Hansen, er skipar háa ábyrgð- arstöðu hjá Great West Life Assurance félaginu; hann er maður víðmentur, bráð- mælskur, og hefir lagt mikla og lofsverða rækt við íslenzka tungu og íslenzkar menning- arerfðir. armeyjar voru Mrs. S. J. Tergesen, tengdasystir brúð- gumans og Miss María Stefáns son, systir brúðarinnar. Að- stoðarmaður brúðgumans var Mr. S. J. Tergesen bróðir hans. Mrs. Elma Gíslason (sem hefir verið söngkennari brúðarinn- ar) söng tvo einsöngva og var við hljóðfærið. Eftir giftingar- athöfnina sátu fjölskyldur brúðhjónanna veglega brúð- kaupsveizlu að heimili Mr. og Mrs. S. J. Tergesen, foreldra brúðgumans. Mrs. Skúli Sig- urgeirsson talaði fyrir minni brúðarinnar. — Ungu hjónin fóru brúðkaupsferð til St. Paul, Minn., og heimsóttu þar tvær föðursystur brúðarinnar. Þau setjast svo að í Norwood, Man. Mr. Tergesen lauk í vor fjögra ára námi í byggingar- list við Manitobaháskóla. — Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Stefán Stefánsson. Stefán er oddviti Gimli-sveitar. i -----0---- Kvenfélagið „Isafold" frá Víðir, Man., heimsótti Betel {íann 9. þ. m. Konurnar komu með myndarlegar veitingar og fróðlega skemtiskrá, sem Mrs. Margaret Finnson stjórn- aði; hafði hún einnig upplest- ur. Mrs. Binna Jóhannesson flutti ávarp og mintist þar veru sinnar á heimilinu fyrir 20 árum; var sú minning þrungin af hlýhug og veldvild. Mrs. Ina Sigvaldason las grein úr Almanaki ólafs S. Thor- geirssonar fyrir árið 1907 — „Lögberg byrjar.“ — Var það tímabær grein. Mrs. Sigvalda- son talaði vel fyrir nauðsyn á viðhaldi beggja íslenzku blað- anna. Almennur söngur var mikill milli upplestra, og var Mrs. Binna Jóhannesson við hljóðfærið. Að endingu af- henti Mrs. Finnson peninfea- gjöf til heimilisins. Miss S. Hjartarson, forstöðukona þakk aði heimsóknina og gjafir með hlýyrtu ávarpi. ----0---- Bændur hér eru í óðaönn aíi koma korninu í akra síria, og sem stendur er útlitið betra en síðasta ár. Fyrstu fiski- menn eru farnir. Goldfield lagði af stað í morgun; er ferð- inni ekki heitið lengra en til Rabbit Point, sökum ísa á norðurvatninu. Mrs. Krialín Thorsteinsson Blaðamannafundur JOHN D. DIEFENBAKER EINAR P. JÓNSSON Á þriðjudaginn hinn 14. þ.m., um hádegisleytið, átti John D. Diefenbaker leiðtogi íhaldsflokksins, viðræður við ritstjóra vikublaðanna, sem gefin eru út hér í borg á öðr- um tungumálum en ensku og frönsku og sóttu þeir allir fundinn; hlutaðeigandi viku- blöð eru á íslenzku, sænsku, norsku, þýzku, pólversku, úkraníumáli, ungversku og Croatatungu og Gyðingamáli. Félagsskapur, sem blöð þessi og ritstjórar þeirra teljast til gengur undir nafninu Canada Press Club, og er formaður hans W. J. Lindal dómari. Svo sem gefur að skilja, var það síðúr en svo að allir blaða- mennirnir, sem þarna voru samankomnir væri af einu og sama sauðahúsi í pólitískum efnum, enda kom það skýrt fram í spurningunum, sem lagðar voru fyrir Mr. Diefen- baker og hann var beðinn að svara; svo sem vænta mátti helti hann úr skálum reiði Færeyska blaðið „14. sept- ember“ birti nýlega eftirfar- andi frétt um hver sé skipting menntamanna í starfsgreinar í Færeyjum. Það er álit margra Islend- inga á þessari frændþjóð vorri, að fátt sé menntamanna þar, en þegar alls er gætt er hópurinn allstór miðað við fólksfjölda og aðrar aðstæður og það er gaman að minnast þess, að fyrsti kvenstúdentinn, sem útskrifaðist frá Mennta- skólanum í Reykjavík, var færeysk stúlka. Alls eru 132 Færeyingar með háskólapróf og skiptast þeir í 26 starfsgreinar. 76 af þessum mönnum eru starfandi sinnar yfir stjórnina, er hann sakaði um óverjandi lítilsvirð- ingu fyrir þingingu og óhæfi- lega fjárbruðlun; hann sagði að stjórnin hefði í fyrra inn- heimt af skattþegnum $500,000.00 umfram það, sem nauðsyn hefði staðið til, og með þenna stórkostlega tekju afgang fyrir augum, hefði stjórnin látið sér sæma að hækka ellistyrkinn um sex dollara á mánuði. Mr. Diefen- baker sagði að flokkur sinn væri staðráðinn í því að lækka skatta og skila þó frá sér fjár- lögum með sæmilegum rekstr- arágóða; um þetta hefir verið deilt, og verður vafalaust lengi deilt enn. Á fundi þessum var tekin mynd af áminstu blaðamanna félagi ásamt Mr. Diefenbaker, og sendi Mr. Norman M. Dunn, Q.C., frá Ottawa, rit- stjóra Lögbergs myndamótið, sem myndin að ofan er prent- uð eftir. í Færeyjum en 56 erlendis. Á sama tíma eru 96 Færeyingar að lesa undir háskólapróf. Læknar eru fjölmennir, 2é talsins. 13 eru búsettir í Fær- eyjum en 11 starfa erlendis. Læknanemar eru 24 að tölu. Þar að auki eru 4 tannlæknar starfandi í Færeyjum og einn erlendis og tannlæknanemar eru 5 að tölu. Lögfræðingar koma næst, 21 alls. 16 í Færeyjum og 5 erlendis. Lögfræðinemar eru 10. Segir blaðið að lögfræð- ingarnir séu heimakærari en læknarnir. Guðfræðingarnir eru þriðju í röðinni. Alls hafa 15 lokið Framhald á bls. 8 slenzkar í júkrunarkonur Þessar íslenzku stúlkur luku prófi í hjúkrunarfræði hér í borg. Frá V i c t o r i a General Hospital: Sigurlína Agústa Narfason, dóttir Mr. og Mrs. G. N. Narfa son, Gimli, Man. Hún hlaut tvenn verðlaun: frá Victoria General Hospital Ladies’ Aid “for proficiency in obstetrics, and the administrator’s award presented to the student who best exemplifies the principles related to leadership re- sponsibility and social ser- vice. Frá W i n n i p e g General Hospital: B a r b a r a Mira Einarson, dóttir Mr. og Mrs. Fisher Einarson, St. Vital, Man. Donna Mae Ein&rson, dóttir Mr. og Mrs. Einar Einarson, Gimli, Man. Ingibjörg Jóhanna Einarson, dóttir Mr. og Mrs. J. H. Einar- son, Árnes, Man. Calherine Joan Erickson, dóttir Mr. og Mrs. J. C. Erick- son, Kenora, Ont. Ann Elizabeth og Wilma Evelyn Fraser, dætur Mr. og Mrs. W. Fraser, Great Falls, (Mrs. Fraser var Ragnheiður Thorsteinson). Anna Krislín Hauksdóttir, dóttir Hauks heitins Stefáns- sonar listmálara á Akureyri og Ástríður Jósephsdóttir. Beverley Ethel McGowan. dóttir Mrs. Wm. Legrange, Winnipeg (fyrrum Mabel Thorvaldson McGowftn, River- ton, Man.) íslenzkt nómsfólk fró Manitoba hóskóla Á föstudaginn birtist í dag- blöðunum nafnalisti þess námsfólks, sem brautskráðist frá Manitobaháskóla þetta ár. Þar á meðal eru nöfn margra Islendinga. Lögbergi er annt um að birta nöfn þeirra ásamt nöfnum foreldra þeirra en vegna frídagsins á mánudag- inn var tíminn of naumur til að afla allra upplýsinga og birtist því skráin yfir íslenzka námsfólkið í næsta blaði. 132 Færeyingar hafa lokið hóskólaprófi Aðeins 76 eru starfandi í Færeyjum, 56 erlendis.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.