Lögberg - 06.06.1957, Side 1

Lögberg - 06.06.1957, Side 1
SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In y4 Lb. Tln* Makes the Finest Bread Available at Your Favorlte Grocer * 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 6. JÚNI 1957 SAVE MONEYl use LALLEMAND quick rising DRY YEAST ln y4 Lb. TUu Makes the Finest Bread Avallable at Tonr Favorite Grocer 1_______________ — NÚMI 23 ' * ’••••: s'7S.s /'l •'•-■' ±:\ ■ .'«• & <> i:í<Z:3'.kÍ\yLíL-i Merkum mannúðar- og menningarlegum ófanga nóð íslandsfarar Viðbyggingin við Beiel vígð að viðsiöddu fjölmenni Síðastliðinn sunnudag var hin mikla og glæsilega við- bygging við dvalarheimili sólsetursbarnanna á Gimli vígð og tekin til notkunar að viðstöddu afarmiklu fjöl- menni þó kalt væri og hvasst um daginn norður við Vatnið. Hátíðarskráin var birt í blaðinu í fyrri viku, ög þar af leiðandi er hún lesendum blaðsins svo kunn, að endur- tekningar eða áréttingar ger- ist ekki þörf; vígsluathöfnin fór skipulega fram og varð, svo sem vera bar, hlutaðeig- endum öllum til sæmdar; hljóðaukakerfinu var óþægi- lega ábótavant, og örðugt með köflum að fylgjast með því, sem fram fór. Hin nýja bygging er einn sá alglæsilegasti minnisvarði, sem unt var að reisa í frum- landnámi íslendinga við strendur Winnipegvatns, þar sem öndvegissúlur frumherj- anna fyrst bar að landi; stór- merkum áfanga hefir þegar verið náð með höfðingslund og eindrægni almennings, og tillagi frá stjórnarvöldum Manitobafylkis. Næst á dagskrá er að hressa upp á gamla heimilið, eða rífa það og byggja nýtt í staðinn, sem sennilega væri hyggileg- ast, en um það verða íslend- ingar að leggjast á eitt. Fólk var þarna saman koín- ið víðsvegar að, eigi aðeins úr Gimlibæ, Winnipeg, Selkirk Nýja íslandi, heldur og marg- menni úr bygðunum við Manitobavatn. \ Hamingjuóskaskeyf-i lesin við vígslu Betel á sunnudaginn: Premier Douglas L. Campbell, Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands, Grettir og Arni G. Egertson' Reykjavík ísland, Dr. og Mrs. R. Marteinsson, Dr. Richard Beck, Dr. Haraldur Sigmar og frú og Sigmars-fjölskyldan í Kelso, Wash. Óvenjumargir Vestur-ís- lendingar heimsækja ísland á þessu sumri. Margir hafa þeg- ar farið og aðrir eru í þann veginn að leggja af stað. Lög- berg hefir reynt að afla upp- lýsinga um þetta ferðafólk og hér fara á eftir nokkur nöfn. Þessir eru þegar farnir: Elías Elíasson frá Vancouver. Grettir og Arni G. Eggertson, Winnipeg. Miss Laura Johnson, Winni- peg, sótti hjúkrunarkvenna- þing í Rome fyrir nokkrum vikum og þaðan ætlaði hún til íslands. Mrs. Ruby Tergesen, Gimli, lagði af stað í fyrri viku til Evrópu til móts við Miss Joey Thordarson, sem stundaði kennslu á Þýzkalandi síðast- liðið ár. Munu þær ferðast um Evrópulöndin. Mrs. Tergesen verður 4 mánuði í ferðalaginu og heimsækir ísland. Magnús Magnússon frá St. Boniface, og bróðir hans Jón Magnússon, sem fer alfari til ættjarðarinnar. Þeir verða samferða þeim bræðrum Kjartani og Eiríki Vigfússon- um frá Chicago. Eftir því sem blaðið kemst næst mun eftirgreint fólk í þann veginn að leggja af stað, stór hópur, þann 12. þ. m. flugleiðis frá Winnipeg: Mrs. Gerða Ólafsson, Winnipeg. ^ Miss Katrín Brynjólfsson, Winnipeg Mrs. Vilborg Anderson, Winnipeg, Mrs. María Sigurdson, Winnipeg Mrs. Kristín Johnson (Mrs. B. E. Johnson), Winnipeg Mrs. Kristín Johnson (Mrs. G. J. Johnson), Winnipeg Mrs. Anna Árnason, Winnipeg. Mrs. Thorey Eggertson, Winnipeg Mrs. Valgerður Daniels, Winnipeg Mrs. Ingibjörg Fortier, Winnipeg Mr. og Mrs. Jakob F. Kristjánsson, Winnipeg Mrs. Jakobína Hallson, Ericksdale, Man. Mrs. Guðrún Árnason, Gimli, Man. Mrs. Kristín Thorsteinsson, Gimli, Man. Mr. Ólafur Bjarnason, Gimli, Man. Mrs. Guðrún Davidson, Pickle Crow, Ont. Mr. Páll Guðmundsson, Leslie, Sask. Mr. og Mrs. Sigurður Sigurðsson, Elfros, Sask. Mr. og Mrs. Carl Finnbogason, Vancouver, B.C. Mr. Einar C. Erickson, Vancouver, B.C. Ánægjulegt er hve margir eiga þess kost að „lyfta sér upp“ og fara þessa ferð. Lög- berg árnar þeim góðs gen|is, og megi ferðafólkið njóta vel sólar og sumars á ættjörðinni. Úr borg og bygð Miss Ingibjörg Bjarnason forseti B. L. K. A nýáfstöðnu á r s þ i n g i Bandalags lúterskra kvenna, sem haldið var í Árborg, var Miss Ingibjörg Bjarnason kjörin forseti; Mrs. Bína Free- man, skrifari, og Mrs. Helga Guttormson, féhirðir. Nánari fréttir af þinginu birtast í næsta blaði. ☆ Gefin saman í hjónaband í kirkju Selkirk-safnaðar Raymond Gawriluk, Lockport, og Edna Margot Aalen, Sel- kirk, Man. They were assisted by Miss Ruth Gawriluk, an4 Mr. Ernest Koterla. Rev. S. Ólafsson gifti. Prestsvígsla Dr. Valdimar J. Eylands, forseti íslenzka-lúterska kirkjufélagsins vígði Albert C. Neubauer til Blaine og Pt. Roberts safnaða í lútersku kirkjunni í Bloom- ington, Ulanois, á sunnudaginn 26. maí. — Myndin sýnir þátt'úr vígsluathöfninni. Til vinstri fer séra Skillrud, prestur safnaðarins í Blommington. Sýndur fógætur sómi Dagblaðið “Grand Forks Herald” flutti þá fregn sunnu- daginn 26. maí, að Stúdenta- ráð ríkisháskólans í Norður- Dakota (University of Student Council) hefði ákveðið að veita dr. Richard Beck heið- ursviðurkenningu í þakkar- og virðingarskyni fyrir það, hvað hann hefir aukið á hróður háskólans með víð- tækri starfsemi sinni á sviði norrænna fræða. í ársveizlu Stúdentaráðsins, sem haldin var þriðjudags- kvöldið 28. maí, voru þau dr. Beck og frú Bertha sérstakir gestir, og afhenti forseti Stú- dentaráðsins honum heiðurs- verðlaunin, er voru fagurlega áletraður veggskjöldur. Við það tækifæri var dr. Beck einnig hyltur í mörgum ræð- um, en meðal ræðumanna var dr. George W. Starcher, for- seti ríkisháskólans. Er þetta í fyrsta skipti, sem nokkrum háskólakennaranna hefir verið §líkur sómi sýndur af hálfu Stúdentaráðsins. Boðinn til Vesturheims Halldór Kiljan Laxness í nýkomnu fréttablaði frá Reykjavík er þess getið, að Bandaríkjastjórn hafi boðið N óbels-ver ðlaunaskáldinu Halldóri Kiljan Laxness í heimsókn til Bandaríkjanna. Skáldið var fjarverandi svo ekki var kunnugt um hvort hann myndi þiggja boðið. Situr fund W. J. Lindal dómari lagði af stað austur til Prince Edward Jsland í lok fyrri viku til að sitja þar fund í atvinnuleysis- trygginganefndinni, sem hann er formaður í og mun koma heim á föstudaginn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.