Lögberg - 13.06.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.06.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYl US6 LALLEMAND quick rising DRY YEAST In % Lb. Tins Makes the Flnest Bread Avallable at Your Favorlte Grocer SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST m Y* Lb. Tins Makea the Finest Bread Avallable at Tonr Favorlte Grocer 70. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1957 NÚMER 24 Sextugsamæli Kirkjugluggi helgaður Vestur-íslendingum Dr. Siefán Einarsson Á sunnudaginn var varð Dr. Stefán Einarsson, prófessor við Johns Hopkins háskólann, Baltimore, Maryland, sextug- ur að aldri, og var þá kominn í sumarfrí til íslands ásamt frú sinni. Dr. Stefán er góður rithöfundur og ágætur fræði- maður, sem holt er að kynn- ast. Lögberg flytur afmælis- barninu hugheilar árnaðar- óskir og þakkar góða sam- vinnu. : Liberalar bíða eftirminnilegan ósigur Við kosningar þær til sam- bandsþings, er fram fóru í þessu landi síðastliðinn mánu- dag, biðu Liberalar svo eftir- minnilegan ósigur, að óhugs- anlegt sýnist að þeir verði áfram við völd; að afstöðrtum kosningunum 1953 réð Liberal flokkurinn yfir 170 þingsæt- um, auk þriggja óháðra Liberalþingmanna, er grípa mátti til ef þörf gerðist; á mánudaginn fékk St. Laurent stjórnin aðeins kosna 103 þingmenn, en tala þingmanna verður 265. Þrír óháðir Libe- ralar náðu kosningu; allir flokksforingjarnir voru endur- kosnir; níu ráðherrar féllu í val, þar á meðal C. D. Howe í Port Arthur, er C.C.F.-fram- þjóðandi lagði að velli, Mr. Stuart S. Garson, Marquette, Manitoba, og hermálaráðherr- ann, Mr. Chapney í Vancouver Centre, er kínverskur lög- fræðingur kom fyrir kattar- nef. Ihaldsflokkurinn, undir for- ustu Mr. Diefenbakers, telur 110 þingsæti, og verður hon- Hin fornfræga kirkja að Bessastöðum á Islandi hefir verið endurbætt og skreytt á ýmissan hátt á síðari árum eftir að Bessastaðir urðu að forseta-setri. Hefir forseti, Ásgeir Ásgeirsson, sýnt mikinn áhuga fyrir því starfi, einkanlega með því að gangast fyrir, að kirkjan yrði skreytt steindum gluggum (gluggamálverkum). Átta steindir gluggar voru gerðir í verksmiðju William Morris í London eftir teikningum íslenzkra listamanna og eru nú í kirkjunni. Þeir voru vígðir s.l. sunnudag — hvítasunnudag. Gluggamyndirnar eru þessar: Jesú flytur fjallræðuna; María mey með Jesúbarnið; írskir munkar koma til íslands; Þorgeir Ljósvetninga- goði við kristnitöku; Jón Arason; Guðbrandur Þorláksson; Hallgrímur Péturs- son; Jón Vídalín. — Myndin, sem hér er sýnd, er af Jóni biskupi Arasyni, skáldinu, fræðimanninum og hetjunni, er barðist gegn yfirráðum Danakonungs. Guðmundur myndhöggvari Einarsson frá Miðdal teiknaði myndina, og er hún helguð Vestur-íslendingum. Sextugur Dr. Richard Beck Síðastliðinn sunnudag átti Dr. Richard Beck prófessor í norrænum fræðum við ríkis- háskólann í North Dakota sextugsafmæli, og var hann þá hyltur af fjölmennum að- dáendahópi bæði á Islandi og víðsvegar um þessa álfu; í til- efni afmælisins gáfu vinir hans á Islandi út eftir hann mikla og vandaða bók, sem inniheldur úrval af ræðum hans og ritgerðum. Lögberg hefir um langt skeið átt góðan hauk í horni þar, sem Dr. Beck er, og flytur blaðið og ritstjórn þess honum og fjölskyldu hans innilegar kveðjur á þessum merku tíma- mótum. um sennilega falið á hendur að taka við stjórnartaumum, þó mjög skorti hann á að njóta meirihluta þingfylgis. í Winnipeg voru kosnir tveir íhaldsmenn, Gordon Chown í Suður-Winnipeg, og Gordon Churchill í Mið- Winnipeg kjördæminu syðra, en í Winnipeg kjördæminu hinu nyrðra var Stanley Knowles, C.C.F., endurkosinn með miklu afli atkvæða, og hið sama var að segja um Alistair Stewart, C. C. F., í Norður-Winnipeg. Tveir Islendingar, er í kjöri voru á mánudaginn, náðu báðir endurkosningu, þeir W. M. Benedickson, Liberal- Framhald á bls. 8 Aðalræðumaður við uppsögn ríkisháskólans í N. Dakola Valdimar Björnson, fjár- málaráðherra í Minnesota, var aðalræðumaður við uppsögn ríkisháskólans í N.-Dakota í Grand Forks, er fram fór með mikilli viðhöfn og að við- stöddum miklum mannfjölda síðdegis sunnudaginn þ. 9. júní. Var ágætur rómur gerð- ur að ræðu hans, enda var hún tímabær að efni, vel samin og skörulega flutt. Meðal sérstakra gesta við hátíðahaldið var dr. Albert F. Árnason, fræðslumálastjóri æðri skóla í N. Dakota; í hópi annarra Islendinga, sem við- staddir voru við skólaupp- sögnina, var Guðmundur Grímson dómstjóri Hæsta- réttarins í N. Dakota. Að þessu sinni voru 420 stúdentar brautskráðir af rík- isháskólanum. Meðal þeirra voru eigi allfáir nemendur af íslenzkum ættum, og verður þeirra nánar getið síðar í vestur-íslenzku vikublöðun- um. R. Beck

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.