Lögberg - 20.06.1957, Page 1

Lögberg - 20.06.1957, Page 1
SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST ln Yt L,b. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorlte Grocer 70. ARGANGUR__________ WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1957 NÚMER 25 SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Lb. Tlns Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer Frábær námsferill Vilhjálmur B j a r n a r frá Rauðará í Reykjavík, búsettur nú að 3053 13th Avenue South í Minneapolis, varð samlönd- um sínum einu sinni enn til sóma þegar námsverðlaunum var úthlutað nokkuð fyrir uppsögn ríkisháskólans í Minnesota í miðjum júní- mánuði. 1 ágúst í fyrra fékk Vilhjálmur Bachelor of Arts gráðuna með magna cum laude einkunn. Nú bættist við ein mesta viðurkenning á námshæfileikum sem til er í háskólakerfi Vesturheims, — kosning Vilhjálms í heiðurs- félagið, Phi Beta Kappa. Um leið var tilkynnt að Vilhjálm- ur hefði hlotið kosningu í heiðursfélagið, Lambda Alpha Phi, viðurkenning, sem bygg- ist bæði á námseinkunum og á kunnáttu í tungumálum og bókmenntum. Vilhjálmur varð “dux” í sínum bekk þegar hann út- skrifaðist frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1942. Kominn til Vesturheims þá um haust- ið, hætti hann námi við Min- nesota-háskólann sökum veik- inda. Á því tímabili trúlofað- ist hann Dóru, dóttur Vil- hjálms heitins Eiríkssonar og Regínu Þórðardóttur Helga- sonar frá Árborg í Nýja-ís- landi, og voru þau gefin sam- an í Reykjavík 19. maí 1946, af séra Árna heitnum Sigurðs- syni, Fríkirkjupresti, móður- bróður brúðgumans. Vilhjálmur og kona hans komu aftur vestur árið 1947. Á meðan hafði hann hálfnað námsferil sinn í Norrænu deildinni við Háskóla íslands, þar sem hann naut leiðsagnar slíkra kennar sem Sigurðar Nordal, Björns heitins Guð- finnssonar og Alexanders Jó- hannessonar 1 íslenzkum bók- menntum, hljóðfræði og mál- fræði. Unnu þeir systkinasyn- irnir, Finnbogi Guðmundsson og Vilhjálmur við útgáfu Sig- urðar Nordal á Flateyjarbók, 1944 og 1945. Var faðir Vil- hjálms, Þorlákur heitinn Bjarnar frá Rauðará, bróðir frú Laufeyjar Vilhjálmsdótt- ur, ekkju Guðmundar pró- fessors Finnbogasonar. Veikindi töfðu námsferil Vilhjálms á ný eftir að hann kom vestur í síðara sinn, en þar sem hann hefur nú náð fullri heilsu, stundar hann enn framhaldsnám með það fyrir augum að ná meistara- gráðu við Minnesota háskól- ann í desember næstkomandi. Verður aðalgrein hans, ásamt Norrænu-fræðinni — (Scandi- navian area studies), bóka- varzla — gráðan verður nefni- lega “Master of Afts in Library Science.” Vilhjálmur hefur unnið við bókasafn há- skólans um nokkurt skeið í frístundum frá náminu, en kunningjar hans vita að hug- urinn stefnir enn að kennslu í Norrænum fræðum hér í Vesturheimi, og meðal þeirra er hiklaust spáð að hann vinni sér enn frekari frama í því hlutverki. —V. B. Gerisf háskóla- kennari Séra H. S. Sigmar Blaðinu hafa borizt þær merkilegu og kærkomnu frétt- ir, að séra Harald S. Sigmar, fyrrum prestur að Gimli, Man., en nú búsettur í bæn- um Kelso í Washington, hafi verið ráðinn kennari í guð- fræði við Háskóla íslands, og að hann muni ásamt fjöl- skyldu sinni, flytjast heim á land feðra sinna nú í sumar, og taka við kennslu í haust. Séra Harald er ráðinn til að fylla sæti Þóris Þórðarsonar dósents, en hann mun dvelja erlendis næstu tvö árin við framhaldsnám í sérgreinum. sínum. Kennslugreinar Þóris dósents, óg þær sem séra Harald á að taka að sér við háskólann eru Nýja testa- mentisskýringar og trúar- bragðasaga. Hinum fjölmörgu vinum Sigmar fjölskyldunnar mun þessi frétt mikið fagnaðarefni. Felur hún í sér ótvíræða við- urkenningu á hæfileikum og lærdómi þessa vinsæla prests. Allir Vestur-íslendingar, sem láta sig samstarfið við Island nokkru varða, munu einnig fagna þessari ráðstöfun. ____ Naumast mun völ á betri árn- aðarmanni frá Vestur-lslend- ingum við æðstu menntastofn- un íslands, en séra Haraldi Sigmar. Fallegf heiðurs- samsæti Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi efndi til dag- verðar á. mánudaginn í salar- kynnum Royal Alexandra hótelsins hér í borginni í virðingarskyni við forseta sinn, Dr. Richard Beck sextugan. Vara-forseti félags- ins, séra Philip M. Pétursson, hafði veizlustjórn með hönd- um, Dr. Valdimar J. Eylands hafði yfir borðbæn og flutti aðalræðuna fyrir minni heið- ursgestsins. Prófessor Harald- ur Bessason ávarpaði einnig heiðursgestinn, en Mr. G. L. Johannson ræðismaður tók stuttlega til máls og afhenti Dr. Beck fágra minjagjöf frá félaginu, vandaða ritfanga samstæðu með gullinni áletr- an; allar báru ræðurnar fagurt vitni þeirri aðdáun og virð- ingu gagnvart Dr. Beck og hinu mikilfenglega ævistarfi hans, sem hjörtu ræðumanna voru fylt af. Dr. Beck þakkaði samsætið og gjöfina með faguryrtri, en klökkvablandinni ræðu. Frófarandi forsætis- róðherra Rt. Hon. Louis St. Laurent Winnipeg íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Frón, því vafalaust má telja samkomur deildarinnar með þeim allra vönduðustu, sem efnt er til meðal Islendinga hér í borg, og var samkoman á mánudagskvöldið með þeim Nýr forsætis- róðherra Rt. Hon. John Diefenbaker beztu. Erindi Dr. Valdimars J. Eylands um Jón Sigurðsson forseta var snildarlega samið og flutt. Gústaf Kristjánsson leikstjóri hjá CBC útvarps- stöðinni vakti mikla hrifningu með hinni hreinu og karl- mannlegu rödd sinni og skýr- um framburði íslenzku söng- textanna. Var þettá í fyrsta sinn, er hann söng opinber- lega meðal íslendinga hér í borg*. Mikla unun höfðu og gestir af söng frú Ölmu Gísla- son og tvísöng hennar með Miss Janet Reykdal. Einar P. Jónsson flutti frumsamið kvæði „Hin bjarta nótt.“ Hinn kornungi maður Karl Thor- steinson skemmti Frónsbúum vel með píanóleik eins og svo oft áður. Grettir ræðismaður Johannson flutti kveðju frá forseta Islands, Ásgeir Ás- geirssyni. Dr. Richard Beck flutti kveðju frá Þjóðræknis- félaginu, en vara-forseti, séra Philip M. Pétursson, minntist sextugsafmælis Dr. Becks og var hann hyltur; ennfremur bað hann Steingrím K. Hall tónskáld að rísa á fætur, en Mr. Kristjánsson og Mrs. Gíslason sungu lög eftir hann þetta kveld, og var tónskáld- inu fagnað. Ekki má gleyma að þakka þeim Mrs. Jónu Kristjáusson og Miss Corinne Day fyrir ágætan undirleik við sö^ginn. Þökk sé Jóni Johnsi.n og þeim Frónsnefndarmönnum öllum fyrir eftirminnilega samkomu. Friðrik Kristjánsson — BYGGINGAMAÐUR — F. 23. júní 1885 — D. 23. febrúar 1954 Jöfn standa auður og örbyrgð þar við útsogið hinzta í dauðans mar. Ef sorgbitinn ertu og saknar manns, þér sést yfir auð eða fátækt hans. Og saknandi stend ég og svipast um skarð er sveit minna góðvina höggvið varð og því verður huganum þyngri skaðinn að þar gengur enginn til rúms í staðinn. Tamt er mér ei um hóf að hæla, hólið ýkta er tvísýnn fengur. En hér er eftir mann að mæla, moldu gisti valinn drengur. Út í það sem ýmsa vilti engri freisting varð hann dreginn. Hegðan sinni í hóf ’ann stilti, hæfði jafan meðalveginn. Lagði að sönnu lítt til mála, lítið sinti deilum manna. Lét ei raunspakt brjðstvit brjála bræðrakrit né skærur granna. Lesinn vel í frónskurh fræðum fylgi hann sköpun sinna tíða. Unni sögum, unni k'væðum, áthugull og heima víða. Úti á fundi góðra granna gamanyrðum hnyttnum fleygði. Óbilandi eljumaður ( aldrei brott frá marki sveigði. Tryggur vinur vina sinna var hann æ og heilt þeim réði. Mætti hann greiða vini vinna var það ein hans mesta gleði. —P. G. Lýðveldissamkoma Fróns

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.