Lögberg - 20.06.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.06.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JÚNt 1957 VANCOUVER, 17. Júní 1954 íslenzka lýðveldið 10 ára í hugum allra góðra tslend- inga mun mikil birta æfinlega hvíla yfir 17. júní. Það er fæðingardagur þess manns, Jóns Sigurðssonar, sem mest- ur og beztur hefur verið allra leiðtoga íslenzku þjóðarinnar. Þess vegna var sá dagur val- inn til þess að lýsa yfir lýð- veldisstofnun íslands 1944. Með því varð margra alda draumur að veruleika. Þá fagnaði fámenn þjóð á ‘eyju fjarri öllum löndum fullu frelsi og sjálfstæði. Það var merkisatburður í sögu mann- kynsins, því sérhver sólskins- blettur í sögu einnar þjóðar hefur alþjóða og eilífðar gildi, og er ekki bundinn við stað eða stund. Það var einn á- fanginn á þroskabraut mann- kynsins og þó hann væri fjarri alþjóða leiðum, vakti hann athygli stórra og vold- ugra þjóða, er meta og virða rétt smáþjóða til frelsis og sjálfstæðis. — Lýðveldisstofnun íslands á sér langa og merkilega sögu. Rætur þessa atburðar standa dýpra en þekking greinir frá, en við rekjum þræði sögunn- ar aftur til þess tíma e’r nokkr7 ir menn, er unnu frelsinu heitt, fluttu frá Noregi með nánasta skyldulið sitt, til þess að velja sér bústað á eyjunni fögru ytzt í Norðurhöfum. Þeir yfirgáfu óðöl og eignir, ættingja og vini, fórnuðu metorðum, frama og frægð í þeirri von að fá að njóta frels- is í nýju landi og það var þeim meira virði en allt ann- að. Landið var fagurt og frítt, og náttúrugæðin voru svo mikil, að einn landnámsmað- urinn kvað þar „drjúpa smjör af hverju strái,“ og um 300 ára skeið þróaðist á íslandi menningar- og þjóðlíf, sem mun vera einstakt í sögu allra landa. — En eftir þennan bjarta morgun tóku við aldir, sem að mörgu leyti voru eins og nótt mótlætis og þungra rauna. Stundum var eins og allir örðugleikar lqgðust á eitt við að þjá Islendinga. Ekki eingöngu kúgun, skilnings- leysi, grimmd og féfletting út- lendra manna, heldur ísinn, eldurinn, óttinn, neyðin og Svarti-dauði breyttu lífi þjóð- arinnar í dapran sorgarleik, sem um skeið virtist engan endi taka, svo um aldamótin 1800 voru eftirskildar 35,000 manns, leyfar þrautpínds og þjakaðs fólks. — En þegar neyðin var stærst var hjálpin næst. — Guð sendi þjóðinni marga ágætismenn, sem eins og Hallgrímur Pétursson „kváðu heilaga glóð í freðnar þjóðir.“ Stórhuga menn, gáf- aða og glæsilega, sem voru eins og fjallatindar er bera við bláan himinin, ofar þok- unni og sólin skín skærast á. Þeir héldu lífinu í voninni og trúnni á framtíðina og eggj- uðu til starfs og dáða. Og minningin um fornan frægð- ardag dó aldrei með íslend- ingum. Þeir lásu daglegá frá- sagnirnar í sögunum ódauð- legu um — glæsimennsku, íþróttir, manndóm og mannvit forfeðranna. Hvernig þeir sóttu heim konunga og jarla, gerðust hirðmenn og nutu virðingar og aðdáunar hvar- vetna — og margir urðu fremstir meðal jafningja. — í brjósti landsmanna bjó sú leynda þrá eða óljósi draum- ur, að einhverju sinni myndi nýr dagur renna upp yfir landið og þjóðina, eins og sá, er hún naut á sinni fyrstu tíð, og þessi draumur rættist. í byrjun síðustu aldar hófust frelsishreyfingar víðsvegar um Evrópu. Áhrifin fluttu til íslands ungir íslendingar, er stunduðu nám við háskólann í Kaupmannahöfn, þar á meðal þeir, sem kölluðust Fjölnismenn eftir tímaritinu Fjölni, er þeir gáfu út. Á meðal þeirra voru Jónas Hall- grímsson og Tómas Sæmunds- son. Með þeim birti af nýjum degi. Jónas kvað ódauðleg kvað um fornöldina: „ísland farsælda Frón og hagsælda hrímhvíta móðir. Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin bezt. — Stund þíns fegursta frama lýsir sem leiftur um nótt langt fram á horfinni öld.“ / Skynsamleg hugsun varðandi áfengisneyzlu á frídaga tímabilinu Á frídögum er geisiumferð á þjóðvegum. Óþolin- móðir og ölvaðir bílstjórar valda áhyggjum og hættu. Ölvaðir bílstjórar auka mjög á umferðaslysin. STJÓRNIÐ EIGI BÍL EF ÞÉR NEYTIÐ ÁFENGIS! Skemtanir við strandlengjuna, bátaferðir og sund, svipmerkja frídaga sumarsins. En vötn og áfengi blandast oft' sorgum. Áfengisneyzla veldur þráfald- lega druknunum. DRUKNIÐ EKKI VEGNA ÁFENGISNEYZLU! Sérhvert sumar trufla ónærgætnir drykkjumenn frí- daga margra manna og kvenna. Virðið rétt annara til að njóta lífsins án ástæðulausra truflana og yfirgangs. HEILBRIGÐ SKYNSEMI og HÁTTVÍSI eiga engu síður rétt á sér á frídögum en á öðrum tímum ársins. TRUFLIÐ EKKI FRÍDAGA MEÐ KÆRULEYSISLEGUM AKSTRI! Þetta er enn ein auglýsing birt almenningi tii frætislu af MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOE EDUCATIOM Department of Education, Room 42, Legislative Building, Winnipeg 1. Við ljóð og ritgerðir Fjölnis- manna var eins og þjóðin vaknaði af löngum svefni, eða eins og þegar vorið kemur eftir dimman og kaldan vetur. Og með því hófst baráttan fyrir frelsi og stjórnarfarslegu og efnahagslegu sjálfstæði. — Stærsta gæfa þjóðarinnar var, að hún átti þann leiðtoga í þeirri baráttu er var gæddur svo frábærum gáfum að telja má einsdæmi. Um fram allt beindi hann baráttunni í þá átt, að hún var háð með bjarg- fÖstum rökum, ósveigjanlegri festu, frábærri þekkingu, mannviti, sannleiksást og glæsimennsku í riti og ræð- um. Hann hafnaði veglegu embætti og rólegu lífi til þess að geta lagt fram allar gáfur sínar, þekkingu og mannkosti í frelsisbaráttu þjóðar sinnar. Starfi hans fylgdi slík gifta, að þau fögru orð voru sann- mæli, er um hann voru ort, að: „þú varst sem vorið unga með vöst í hverju spori“, og „þinn vilji og starf er í gróandi lund.“ Nýtt líf og starf hófst fyrir og eftfr aldamótin. Þjóðin eignaðist nýtt þor, nýja von og starfsgleði á öllum sviðum þjóðlífsins. Þjóðin fann ólga í æðum sínum þá krafta, sem blundað höfðu um aldaraðir. Hún sá að: Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar. Himininn heiður og blár, hafið skínandi bjart.“ Landið var eins og konungs- dóttir í álögum, er beið eftir ungum sveini að leysa hana úr böndum. Og hið nýja ævin- týri hélt áfram með nýrri öld og vonirnar og raddir um fullt frelsi og sjálfstæði urðu æ sterkari og fleiri. Tvær heims- styrjaldir skullu yfir, sem báðar sýndu oss augljóslega hversu lítill styrkur okkur var af sambandinu við Dani á hættutímum. — 1. desember 1918 var mikill hátíðis- og gleðidagur, er Islendingar tóku öll mál sín innan lands og utan í sínar hendur og ís- lenzkur fáni var dreginn að hún á stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu í Reykjavík. Og í síðari heimsstyrjöldinni rofn- aði allt samband við Dan- mörku, og eins og ákveðið hafði verið í lögum þeim er giltu um samband milli land- anna, fór fram atkvæða- greiðsla um land allt 1944 með þeim einstæðu úrslitum, að 99% af öllum atkvæðisbærum mönnum greiddu atkvæði með stofnun lýðveldis á Is- landi. Svo rann upp 17. júní 1944. Þeim degi glfeymir enginn, sem veitt var sú náð að lifa þá hátíðastund. — Þúsundir söfnuðust saman í helgidóm þjóðarinnar, Þingvöllum, þar sem sagan talar sínu hljóða og þögla máli. Þar sem jafnvel steinarnir hafa sál. Það var rigning og dimmt í lofti, en enginn gætti þess. Og þegar lesin var yfirlýsingin um stofnun lýðveldis á Islandi, var öllum kirkjuklukkum á Islandi hringt og ómarnir báru yfir landið þau boð, efst til dala og yzt til stranda, inn til fjallanna og út yfir dimm- blátt hafið, að ísland var frjálst. Og fagnaðarbylgjurn- ar bárust upp til himins að hásæti hins eilífa og volduga, er geymt hafði ísland í hjarta sínu í sorg þess og gleði. Hans var lofgjörðin og dýrðin og þakkargjörðin. — Síðan eru liðin nokkur ár. Það er örlítið brot úr þjóðarsögu, er þessi fáú ár hafa fært oss og öllum þjóðum heims sanninn um gildi þjóðfrelsis og sjálfstæðis. Framfarir hafa orðið meiri en nokkur hefur látið sig dreyma um til bættra lífskjara og menningarlífs. Enginn skal álíta, að allt í þeirri sögu sé fullkomið eða gallalaust. Við höfum sigrað og beðið ósigur, eins og við er að búast. Það er alltaf vandi að velja og hafna þegar nýr tími ber með sér voldug áhrif frá fjarlæg- um löndum, bæði til góðs og ills. En við höfum staðið vörð um tunguna svo vart mun ís- lenzkt mál hafa verið talað og ritað fegur á Islandi síðan á söguöld en nú. Náttúrugæðin hafa verið tekin í þjónustu mannanna, fossarnir virkjaðir svo nú er vetrarmyrkrið sigr- að og rafmagnið er notað til iðnaðar og framleiðslu. Jarð- hitinn er notaður til þess að hita upp borgir og þorp og sveitabæi og rækta grænmeti, blóm og suðræn aldini árið um kring. Ræktun landsins eykst með ári hverju, svo að aldrei hafa verið framleiddar meiri landbúnaðarvörur en nú, og þó stundar tiltölulega lítill hluti þjóðarinnar land- búnaðarstörf, því vélarnar eru notaðar þar sem mannsaflið var notað áður. Þá hafa stór- feldar framfarir orðið við sjávarsíðuna. Hafið hefur búið yfir miklum auðlindum. Til fárra ára voru þetta gull- námur erlendra þjóða. En nú á þjóðin hundruð fiskiskipa, stór og smá. Og Eimskipafé- lagið eitt á 10 millilandaskip, auk þess eiga mörg önnur fé- lög skip, er annast vöruflutn- inga milli landa. — Sjómanna stéttin er afburðadugleg og glæsileg. Umönnun fátækra, sjúkra og aldraðra stendur ekki að baki neinu því, er þekkist með öðrum þjóðum og ungbarnadauði er hlutfalls- lega lægri en í nokkru öðru landi, sem skýrslur ná til. — Fólksfjöldinn í landinu hefur meira en tvöfaldast á hálfri öld; þó byggja þúsundir ís- lendinga önnur lönd. — Þessi dæmi sýna að sjálf- stæðisbaráttan var ekki ár- angurslaus og lýðveldisstofn- unin var hamingjuspor. — Eins og yður er kunnugt, þá ber nú þann skugga yfir ísland, að þar hefur útlendur her aðsetur sitt vegna þeirra ógna, er stafa

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.