Lögberg - 20.06.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.06.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1957 3 af ósamkomulagi stórvelda heimsins. Vitanlega líður sá skuggi hjá fyrr eða síðar og íslendingar fá einir að byggja sitt land eins og þeir hafa rétt til. Um framtíðina skal fáu spáð. Þjóðin er aðeins að byrja að nota sér gæði lands síns og ef fram heldur sem nú horfir munu þau gæði geta veitt hundruðum þúsunda heimili, fæði og klæði. Við sem erum hér í dag til að minnast 10 ára lýðveldis íslands munum flést geyma í hugum okkar hugljúfa mynd af Fjallkonunni, tign hennar og yndi, stolti og mildi undir stjörnubjörtum vetrarhimni og í geislum miðnætursólar- innar. Við óskum henni gæfu og farsældar um ókomin ár og aldir og tökum undir orð Stephans G. Stephanssonar, er hann segir í Ástarvísum sín- um til íslands: „Ég óska þér blessunar — hlýlega hönd þó héðan þér rétt geti neina. En hvar sem ég ferðast um firnindi og lönd, ég flyt með þá von mína eina: Að hvað sem þú föðurland fréttir um mig sé frægð þinni hugnun. — Ég elskaði þig.“ — Við viljum vera ættlandi voru til sóma hvar sem við lifum. Það er okkur hvatning og uppörfun til alls góðs. Við skulum meta það og ævinlega vera þakklát fyrir það, að vera fædd af íslenzkum ættstofni, því íslenzka .þjóðin hefur sannað sinn rétt til að sitja við háborð menningar, mann- vits og manndóms kinnroða- laust. I eiginlegasta skilningi er- um við öll íslendingar, því: „Innst í þínum eigin barmi, eins í gleði og eins í harmi, ymur íslands lag.“ — Allt fólk af íslenzkum ætt- um er samborgarar í andans ríki. Við vonum og biðjum að íslendingum megi ævinlega takast með Guðs hjálp að varðveita frelsi sitt og sjálf- stæði. Hver kynslóð verður að ávinna sér það og lifa þannig að hún verðskuldi að njóta þess, því frelsið er brot- hætt og margar þjóðir hafa brotið það fjöregg í gáleysi á örlagasteini. Við vonum að stórar og voldugar þjóðir virði ævin- lega rétt Islendinga einna til síns eigin lands og hafsins, sem umlykur það, því hafi nokkur þjóð verðskuldað vegna þeirrar baráttu, sem hún hefur háð og hversu hún hefur liðið og samþjáðst með sínu landi, að vera frjáls og njóta gæða síns lands, þá er það íslenzka þjóðin. Ég lýk svo þessum orðum mínum og árna Islandi og ís- lendingum allra heilla, og við öll tökum af hjarta undir orð skáldsins er það segir: — KIRKJA OG TRÚMÁL: MENE Vorið er að vekja lífið af dvala. Fegursti tími ársins nálgast. Aldrei er hönd al- mættisins auðsærri en á vorin, þegar náttúran færist í nýjan skrúða og leikur á alla strengi gleði og lífsgnægðar. Þá má vissulega oft segja með ís- lenzka alþýðuskáldinu: í dag er auðsén, Drottinn minn, dýrð þín gæzkuríka. Maður heyrir málróm þinn, maður sér þig líka. Náttúran er helg í augum kristins manns. Guð hefur gefið manninum leyfi til þess að hagnýta sér hana, „gjöra sér jörðina undirgefna“ eins og segir í sköpunarsögu Biblí- unnar. En hann má aldrei gleyma því, að hann er aðeins þiggjandi við náttúrunnar nægtaborð. Faðir lífsins, höf- undur sköpunarverksins, hef- ur fengið honum jörðina að láni og gefið honum vit og getu til þess að hagnýta sér hana sér til uppeldis og þroska. En ef hann gleymir þeirri ábyrgð, sem honum er á herðar lögð samfara þeim rétti, sem honum er fenginn, þá hlýzt verra af. Mannkynið er nú komið að þeim aldamótum, að annað hvort verður það að átta sig á þessu til verulegrar hlítar, eða að falla að öðrum kosti. Maðurinn hefur rutt sér til rúms um lönd og höf, nytjað gróður og hagnýtt sér hvers konar auðlindir til hins ýtr- asta. En nú blasir við sú harka lega staðreynd, að nægtabúr náttúrunnar eru ekki ótæm- andi. Auðlindir horfa til þurðar, gróðurlendur ganga saman. Vísindamenn hafa hver af öðrum varað við þessu, hver um annan þveran bent á, að óðar en varir verði komið í óefni. Kolin verða búin, olían þrotin, ræktarlönd jarðár alls ónóg. Mannfjölgun er svo miklu meiri en sem svarar aukningu matvæla- framleiðslunnar, að hungur er fyrirsjáanlegt, ef ekkert ó- vænt gerist eða öllu heldur: Ef aðrir og ábyrgari búskap- arhættir verða ekki teknir upp. — Auðshyggja hvítra manna hefur verið gegndar- „Svo frjáls vertu móðir sem vindur um vog sem vötnin með straumana þungu sem himins þíns bragandi norðljósalog og ljóðin á skáldanna tungu. Og aldregi ,aldreig bindi þig bönd nema bláfjötur ægis við klettótta strönd." Haldi Guð verndarhendi sinni alla tíma yfir Islandi og Islendingum. TEKEL laus. Nú læra aðrar þjóðir sem óðast tæknibrögð þeirra og þær eiga margar langt í land til þeirra lífskjara, sem vér njótum. Varla munu soltnar milljónaþ’jóðir í Austurvegi láta sitt eftir liggja, um kapp- semi, þegar þeim vex megin. Vér íslendingar þekkjum bezt þann þátt þessarar sögu, sem snertir hafið. Þeir veiði- flotar, sem ganga á fiskimiðin, stækka með hverju ári sem líður, og öll tæki verða sífellt fullkomnari. Hvarvetna er unnið að nýsköpun athafna- lífsins og það þýðir meðal annars, að æ dýpra er seilzt í nægtabrunna sjávarms. En þar kemur, að menn eru minntir á, að sköpun er orð, sem þeir setja ófyrirsynju á stefnuskrár sínar. Menn geta ekkert skapað, ekki held- ur nýskapað eða endurskapað. Þegar búið er að gereyða geir- fuglinum, þá verður það al- drei aftur tekið né um bætt. Ein hrísla, sem þú rífur upp með rótum, er fallin og þú getur ekki vakið hana til lífs aftur. Þú getur ekki skapað neitt, ekki strá, ekki seyði, ekki hreisturflögu. Leyndar- mál lífsins er hjá öðrum geymt. Þú getur ekki einu sinni gert eitt hár á höfði þínu hvítt eða svart. Maðurinn getur þyrmt lífi, skýlt því og hlynnt að því. Hann getur varazt að ofbjóða því. En sköpun er ekki á hans færi. Og áður en vér vitum, ganga nýsköpunartogararnir á dauðum miðum. Hin tækni- legu meistaraverk knýja til einskis dyra að forðabúrum þeirrar náttúru, sem hefur verið ofboðið og erjuð með afarkostum. Nú hafa mannkyninu opn- azt nýjar leiðir og stórfengleg úræði borið að höndum þess með lausn kjarnorkunnar. — Hingað til hefur sá sigur mannlegs hugvits verið tilefni skelfíngar og engrar gleði — sívaxandi skelfingar. Enginn veit, hvað framundan er eða hverju hefur þegar verið hleypt af stað með þeim til- raunum, sem búið er að gera. En svo mikið er víst, að tröll- aukinn máttur leiðir til jafn risavaxinna óhappa á meðan hendur mannsins stjórnast af hugsun, sem lokar sér fyrir Guði og lýtur taumlausri ránshneigð. Vér höfum, nútímamenn, hver með öðrum, í átakanleg- um óvitaskap, aðhyllzt og ein- blínt á framtíðarhugsjón tæknilegs töfravalds, sívax- andi ytri yfirráða og þar aj' leiðandi síaukinna þæginda, hóglífis, munaðar. Oss hefur- dreymt um vald yfir öllu og ástundað vald yfir öllu — nema sjálfum oss. Og svo verður öll getan að voða :i Business and Professional Cards Minnist BETEL í erfðaskrám yðar SELKIRK HETAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá aö rjáka út meö reyknum.—Skrifiö, símiö tll KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnipeg just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstributors ot FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 S. O. BJERRING Canadian StampCo. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPC3RATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih Si. Winnipeg VVHitehall 2-4624 Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 A. S. BARDAL LTD. funeral home 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá beztt. Stofnaö 1894 SPruce 4-7474 t FRÁ VINI P. T. Guttormsson barrister, solicitor, notary public 474 Groln Exchonge Bldg. 167 Lombord Street Office WHitolmll 2-4829 Residence 43-3864 Office Res. WHitehall 2-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. SPruce 4-7855 ESTIMATOS J. M. Ingimundson Re-Roofing - Asphalt Shinglet Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5thíl. Canadlan Bank of Commerce BuUding, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-3561 Muir's Drug Siore Lid. J. CLUBB FAMILY DRUÖGIST SERVING THE WEST END FOK 27 YEARS SPruce 4-4422 EUice St Home Thorvaldson, Eggerison, Baslin & Siringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg Portage and Garry St. WHitehaU 2-8291 Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. SPruce 4-0222 Weston Office: Logan & Quelch SPruce 4-5818 Res.: SPruce 4-0118 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgiS, bifreiCaábyrgtS o.s. frv. WHitehall 2-7538 S. A. Thorarinson Barrister and Solicitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7061 Res.: 40-6488 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: *es.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Dunwoody Saul Smiih * & Company Chartered Accountants WHiiehall 2-2468 100 Princess St. Winnipeg, M&n. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN vitfirrings höndum, rjál óvit- ans við sprengiefni, dans blindingjans á hengiflugsbrún. Það vantar eitthvað í vizk- una, þegar upphafið glatast, sjálf frumatriði allrar vizku, sem er ótti Drottins, lotningin fyrir föður lífsins, skapara al- heimsins. —VÍSIR, 4. maí The Business Clinic Anna Larusson — Florence KeUett 1410 Erin Street Phone SPruce 5-6676 Bookkeeplng - Income Tax Insurance Dr. ROBERT BLACK SérfrætSingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLiDG. Graham and Kenncdy St. Office WHitehall 2-3861 Res.: 40-3794 KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERGl

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.